Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 20
PISTILL
EINAR MÁR
GUÐMUNDSSON
SKRIFAR
Unglingurinn í
Málræktarskóginum
Sjöundi áratugurinn var
ekki aðeins gróskuskeið síð-
hærðra skringimenna sem
sátu með krosslagða fætur
uppi á húsþökum eða æptu sig
hása af reiði út í veröldina;
hann var jafnframt blómatími
siðapostula sem þræddu mál-
verkasýningar í leit að klámi
og ferðuðust á milli skóla til
að boða fagnaðarerindi hrein-
leikans.
Siðapostularnir höfðu ekki
lesið yfir sig af riddarasögum
einsog Don Kíkóti frá Manc-
ha heldur, ef eitthvað var,
sungið þjóðsönginn of oft. En
sameiginlegt þeim og Don
Kíkóta frá Mancha var trú
þeirra á hugsjónir sem fram-
vindan hafði gert ljóta glennu.
Þegar þeir ávörpuðu skóla-
börn voru skaðvaldarnir
áfengi, tóbak og kynlíf.
Látum vera með fyrri atriðin
tvö, því það er einkum það
þriðja sem haldið hefur nafni
þeirra á lofti: klámið sem þeir
sáu í hverju horni og vildu
forða börnunum frá.
Eitt sinn reis ungur drengur
upp í fyrirlestri hjá siðapost-
ula, sem hafði teiknað hafði
tvö gul blóm á skólatöfluna,
og spurði hvernig væri með
smokkinn. Postulinn féll í
yfirlið en drengurinn var færð-
ur fyrir skólayfirvöld.
Drengurinn hafði ratað inn
á bannsvæði og þetta bann -
svæði var smokkurinn. Ung-
lingar sem hættu sér tröppurn-
ar á Bankastræti núll til að
eiga viðskipti við klósettvörð-
inn skulfu á beinunum og
kennslukonur æptu upp fyrir
sig væri slíkum verkfærum
laumað í kennaraskúffuna.
Enginn af þessum síðustu
gestum baðstofunnar hefði
getað ímyndað sér að tveim
áratugum síðar mundi sjálfur
forsætisráðherra landsins birt-
ast á veggblaði og veifa smokk
framan í þjóðina; en svona
eru mælikvarðarnir breyti-
leikanum háðir.
En hvar eru siðapostular
samtímans? Fær enginn vota
drauma í faðmi fjallkonunn-
ar? Vígi bindindismanna
hrynja eitt af öðru, þjóðin
skálar í bjór og börn flytja
lærða fyrirlestra um kynlíf.
Jú, stundum er blásið í
lúðra. Tekið skal á meinum og
kýlin kreist. Síðasta siðbót
stjórnvalda var svonefnt Mál-
ræktarátak. Einsog fyrri dag-
inn skyldi einkum höfðað til
unglinga en það átak sem
sneri að þjóðinni allri var
ímynduð kerling af Amarnes-
inu og þolinmóður kennari
hennar.
Hafi boðskapurinn til ung-
linganna verið með svipuðu
sniði og lexía þeirra á öldum
Ijósvakans skal engan furða
þó í óefni sé komið. Að ætla
að kenna ur ngum að tala
„gott mál“ „rétt mál“ er
misskilningur. Á unglingsár-
unum ganga bæði kynin í
gegnum skeið sem felur í sér
andstöðu við þann heim sem
er að reyna að temja þau.
Gelgjuskeið, mótþróa-
skeið; fyrirbærið gengur undir
ýmsum nöfnum. A þessu
skeiði flæðir persónuleiki
unglingsins í allar áttir en
beinist síðar aðallega í eina.
Hugurinn er opinn og frjór og
mótþróinn beinist ekki síst
gegn tungumálinu, orðunum
sem standa einsog spjót á ung-
lingnum.
Við slíkar aðstæður er fár-
ánlegt að ætla berja ungling-
ana í höfuðið með kórréttri
málfræði og guilaldar máls-
háttum, með „góðu máli“ og
„réttu máli“. Unglingurinn
lifir í slettum og slangri, í
óvæntum uppákomum í tung-
umálinu og ótal stælum sem
flestir eru aðeins fret út í vind-
inn en örlítil sköpun innan
um.
Þegar Jónas Hallgrímsson
réðst gegn hnignun íslenskrar
tungu lét hann sér ekki nægja
árásirnar einar heldur bjó til
ný orð í anda ljóðrænnar róm-
antíkur. Það er engum vafa
undirorpið að bókmenntirnar
eru sú málrækt sem best er
fallin til að opna unglingunum
dyr inn í huliðsheima tung-
unnar.
Ef andinn nýtur góðra vaxt-
arskilyrða eldast stælarnir af
unglingunum. Enginn nennir
lengur að bjaga setningar þeg-
ar hann uppgötvar töfrana í
orðunum. Haldi einhver að
boðskapur þessa pistils sé:
Kennið unglingunum ekki
málfræði, er það misskilning-
ur. Frekar vildi ég orða inni-
hald hans á þann veg: Segið
þeim ekki hvað sé „gott mál“
og hvað sé „rétt mál“. Leyfið
þeim sjálfum að átta sig á því.
Séu bókmenntalegir fjár-
sjóðir þess lands nýttir á lif-
andi hátt er tungan ekki í
nokkurri hættu; og séu þessi
mál sett undir stækkunargler
hagspekinnar, samkvæmt
þeirri formúlu nútímans að
allt þurfi að bera sig, felur sú
menningarstefna sem hér er
ymprað á í sér mikinn sparnað
í útgjöldum.
Fátt vitnar betur um and-
leysi og tómleikakennd í sam-
tímanum en vaxandi ofbeldi
og aukin neysla harðra vímu-
efna. Dekrið við skuggahlið-
arnar stafar af skorti á birtu.
Það er bakkabræðraheim-
speki að ætla sér endalaust að
bera myrkrið inn á með-
ferðarstofnanir eða láta nefn-
dir og stofnanir, sem sífellt
kvarta yfir peningaleysi,
föndra við málin ein og sér.
Til langs tíma litið er mesti
sparnaðurinn fólginn í eflingu
andans, enda sá útgjaldaliður
með þeim ódýrari hér um
slóðir.
Hér eru stelpur um stelpur
ELDHESTUR Á ÍS
Leikur fyrir svið í einum þætti
eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
leikstýrir
Leikmynd, lýsing og búningar:
Elísabet Ó. Ronaldsdóttir
Tónlist: Helgi Björnsson
Þegar allir eru orðnir uppgefn-
ir á kallaleikritum skjóta konu-
leikritin upp kollinum. í Borgar-
leikhúsinu leika núna eintómar
konur og undir stjórn kvenna, þó
að Leikfélag Reykjavíkur taki
fram að það beri enga ábyrgð á
þeim. Margrét Helga leikur Sig-
rúnu Ástrós fyrir fullu húsi, kvöld
eftir kvöld, og nú koma þrjár
stelpur til að hafa vaktaskipti við
hana.
Það er leikhópurinn Eldhestur
sem stendur að sýningunni Eld-
hestur á ís eftir Elísabetu Jökuls-
dóttur sem til þessa hefur einkum
verið þekkt fyrir ljóð sín. Þetta er
líka ljóðrænt leikrit: röskur
klukkutíma ljóðabálkur sem
hangir misjafnlega vel saman:
Glerbúi: Ég er draumur sem verð-
ur hugboð...
Hin: Um hvað ertu að tala.
Glerbúi: Alltaf andvana fœdd
morgundeginum.
Hin: Ég veit alltaf minna og
minna um ástina.
Glerbúi: Að ekki er leið að fjötra
mig niður.
Hún: Ég get ekki lifað án hans.
Mér finnst það fallegt.
Hin: Það er einsog klettur, klett-
ur í brjóstinu.
Von að Hún spyrji á einum
stað: „Erum við að tala saman?“
Leikritið sýnir vinkvennasam-
band og styrkleikahlutföll milli
kvenna og hvemig þau geta
óvænt raskast þegar sú sterka
verður veik og öfugt. Ágúst
Strindberg, García Lorca og Ing-
mar Bergman em meðal margra
höfunda sem hafa búið til prýði-
leg verk um náin og flókin sam-
bönd milli kvenna, en hjá þeim
vill hinn fjarstaddi karlmaður
verða í aðalhlutverki. Leikrit El-
ísabetar er meira stelpuleikrit.
Persónumar em Hún, Hin og
Eldhestur: Vilborg Halldórsdóttir og Erla Rut Harðardóttir í hlutverkum
sínum.
Glerbúi. Hún er í upphafi leiks
uppleyst af ást sem hún ræður
ekki við. Það fer í taugamar á
Hinni sem finnst að fólk eigi bara
að vera skynsamt og jarðbundið
og ekki með neina vitleysu.
„Kannski vantar þig bara járn,“
segir hún við vinkonuna. En allt í
einu snúast hlutverkin við. Hin
viðurkennir (eða lýgur því) að
hún standi sjálf í ástarsambandi
við elskhuga Hennar, verður
mjúk og meyr innan um sig og fer
að taka æðisköst. Við það verður
Hún eðiilega grimm og fúl.
Allan tímann er þriðja persón-
an á sviðinu, Glerbúi, sem talar í
klisjum og tilvitnunum og minnir
til skiptis á ömmu gömlu og kot-
roskinn krakka. Textinn hans er
oft fyndinn og léttir á tilfinninga-
þunganum en vinkonumar heyra
lengi vel illa til hans. Þegar þær
SIUA
AÐALSTEINSDÓTTIR
fara loksins að heyra er von um
sættir.
Þessa þriðja vídd freistar
manns til að halda því fram að þó
að verkið sé flutt af þrem
leikkonum séu þær allar ein per-
sóna, það sé innri togstreita sem
við fylgjumst með á sviðinu, leit
að sjálfi: háaivarleg, bevares, en
um leið svolítið skemmtileg,
vegna þess að partur af konunni
klýfur sig frá og horfir á átökin og
getur ómögulega tekið þau hátíð-
lega. Skyldu ekki margar stelpur
kannast við þetta?
Handa þessum parti, Glerbúa,
skrifar höfundur óvæntasta text-
ann, og Erla Ruth Harðardóttir
fer líka vel með hann. Hún hefur
kómískan svip og hreyfingar en
stillti sig um að ganga alla leið inn
í trúðshlutverkið. Það er eflaust
leikstjómaratriði að láta flutning
Vilborgar Halldórsdóttur (Hún)
og Bryndísar Petm Bragadóttur
(Hin) undirstrika að textinn sé
ljóð; en flutningur þeirra, eink-
um Vilborgar, varð með köflum
ansi eintóna og sviplítill.
Reyndar dettur verkið niður um
miðbikið, svo að skuldinni má að
hluta skella á höfund. En þegar
þær stöllur brutust út úr hefð-
bundna ljóðatóninum eins og
Erla Rut gerði varð textinn strax
nærgöngulli og áhrifameiri. Það
hefði mátt vera oftar.
Si|ja Aðalsteinsdóttir
Tóm ímyndun
Fantasía sýnir
ÍMYNDUNARVEIKINA
eftir Moliére
í þýðingu Lárusar Sigurbjömssonar
Leikstjórn, handrit, leikmynd: Kári
Halldór
ímyndunarveikin var síðasta
leikrit Moliéres, samið 1673, og
hann dó á sviðinu meðan hann
var að leika Argan, hinn ímynd-
unarveika. Eftir það þurftu
franskir góðborgarar ekki að
þola fleiri pillur úr hans miklu
pilludós.
Þó að verkið sem leikhópurinn
Fantasía setur nú á svið í húsi
Frú Emilíu sé orðið ríflega þrjú-
hundmð ára, er lýsing Moliéres
ekki úrelt enn - á fólki sem held-
ur að það sé veikt og læknastétt-
inni sem tekur þann kost að sam-
þykkja það. Enn étur fólk alltof
mikið af lyfjum, og manni skilst •
að stólpípur, eftirlæti Argans, sé
hreinlega það fínasta fína meðai
mjóa liðsins á okkar tímum. Al-
veg má hugsa sér að einhver kvill-
asjúkur læknaaðdáandi reyndi að
hvetja dóttur sína til að giftast
lækni, eins og Argan gerir, en erf-
iðara er að ráða yfir dætrum sín-
um nú um stundir en á sautjándu
öld.
ímyndunaraveikin er sprell-
fjömgt leikrit með sámm brodd-
um. Það hæðist að heimsku og
trúgimi, ágimd, fölskum tilfinn-
ingum og fáfræði, en mælir með
skynsemi, ráðsnilld og sönnum
tilfinningum. í miðjunni er hinn
einfaldi, ímyndunarveiki auð-
maður, sem er vondur við þá sem
þykir vænt um hann en auðmýkt-
Úr sýningu Fantasíu á ímyndunarveikinnni.
in uppmáluð við þá sem draga
hann á tálar. Hinir forsmáðu ást-
vinir ætla að láta þar við sitja, en
ráðsnjallar konur, vinnukonan
Toinette og Béraldine systir Arg-
ans, koma í veg fyrir að illa fari.
Dagskipunin var fjör, og mikil'
kátína á sviðinu gerði áhorfend-
um lífið létt. En Kári Halldór
hafði gott taumhald á leikurun
sínum og hafði tekist að kenna
þeim að spila líka á lágu nótun-
um, sleppa sér ekki út í ærslin fyrr
en á hárréttu augnabliki. Honum
hafði þó ekki tekist að láta þau
læra textann nógu vel, og löngu
orðin vildu bjagast í munni hinna
lítt vönu leikara. Þegar tókst að
láta þau leika fyrir utan textann
eða á móti honum varð sýningin
best, til dæmis þegar Béline,
kona Argans, lætur altillega við
hann meðan lögbókarinn reynir
að ræða við hann um bisniss.
Fyrir utan stöku textaslys
fannst mér unga áhugafólkið
standa sig vel. í aðalhlutverkun-
um lék Sæmundur Andrésson
skemmtilega á svipbrigðin í hlut-
verki Argans, Gunnhild Öyahals
var hrokafull og gegnumrotin Bé-
line, Margrét Oskarsdóttir var
eldri dóttirin Angélique úr fín-
asta postulíni og Guðrún Öyahals
var sallaróleg og örugg Toinette.
í mörgum aukahlutaverkum
tókst Bjama Guðmarssyni að
búa til hvern fáránlega idíótinn
öðmm idíótískari.
Loks skal svo getið um sviðið
og búningana sem ungir
listnemar hönnuðu og bjuggu til
af hugkvæmni og góðum smekk.
Sérstaklega voru hárkollumar af-
bragð.
Silja Aðalsteinsdóttir
20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. júní 1990