Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 25
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Noröurlandamótið í skólaskák Hannes Hlífar og Helgi Áss sigruðu í sínum flokki . Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson urðu um síðustu helgi Norðurlandameist- arar í skólaskák hvor í sínum aldursflokki. Keppnin fór fram í Esbjerg um síðustu helgi og var teflt í fimm aldursflokkum. Þegar vinningafjöldi allra keppenda hafði verið lagður saman stóðu íslendingar uppi sem sigurvegar- ar og er það ekki í fyrsta sinn. íslendingar hafa verið afar sigur- sælir í þessari keppni og Hannes Hlífar Stefánsson vann þama sinn sjötta sigur frá upphafi, en hann keppti að þessu sinni í elsta flokki. Hann hefur verið með í nær öllum skólaskákmótunum sem hófust fyrir 10 árum: Gengi íslensku skákmannanna varð annars á þessa leið: Flokkur keppenda 17 - 21 árs: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 4Vi, v. af 6.2. Þröstur Þórhallsson 4 v. af 6. Flokkur keppenda 15 - 16 ára: 2. Ragnar Fjalar Sævarsson 4 v. 7. Snorri Karlsson 3. v. Flokkur 13 - 14 ára: 6.-8. Magnús Örn Úlfarsson og Þor- leifur Karlsson 3 v. Flokkur keppenda 11-12 ára: 1. Helgi Áss Grétarsson 5 v. 3. Stefán Freyr Guðmundsson 4 v. Flokkur keppenda 10 ára og yngri: 2. Matthías Kjeld 4Vz v. 6. Viktor Guðmundsson 3 v. Helgi Áss Grétarsson, sem er bróðir Guðfríðar Lilju Grétars- dóttur og Andra Áss Grétars- sonar, hefur tekið stórstígum framförum í vetur og mun á næst- unni heyja einvígi við Árna Ár- mann Ámason um sæti í lands- liðsflokki. Hann hefur einnig get- ið sér gott orð sem markvörður hjá yngri flokknum Fram. Fararstjórar voru þeir Ólafur H. Ólafsson og Ríkharður Sveinsson. Seirawan effstur í Hanninge Bandaríski stórmeistarinn Yasser Seirawan sigraði ömgg- lega á skákmótinu í Hanninge í Svíþjóð sem lauk í síðustu viku. Mótið var einkum athyglisvert fyrir þær sakir að meðal kepp- enda var Anatoly Karpov sem nú býr sig af kappi undir einvígið um heimsmeistaratitilinn við Garrí Kasparov. Það hefst í New York í október. Seirawan vann Karpov þegar í 2. umferð og náði forskoti sem dugði til sigurs. Jaan Ehlvest veitti Bandaríkjamanninum mun harðari keppni en Karpov og hefði náð Seirawan með sigri í síðustu umferð. En það fór á ann- an veg, hann teygði sig of langt í vinningstilraunum gegn heima- manninum Hellers og tapaði eftir 155 leiki og deildi því öðm sæti með Karpov. Lokastaðan: 1. Seirawan 8Vi v. (af 11) 2.-3. Karpov og Ehlvest 7Ió v. 4. Polugajevskí 6V2 v. 5. Andersson 6. v. 6. Sax 5V2 v. 7.-9. Hellers, Hector og Karlsson 4Vi 10. Van der Wiel 4 v. 11.-12. Wojtkevicz og Ftacnik 3V2 v. Karpov sem hefur á skákferli sínum fagnað efstasæti í u.þ.b. 80 skákmótum hefur átt í erfið- leikum með að vinna mót upp á síðkastið. Hann var seinn í gang, hafði aðeins 1 vinning úr þrem skákum, og þótt hann tæki sig myndarlega á í lokin var lítill gíæsibragur yfir taflmennsku hans. Besta skák hans var senni- lega sigurinn yfir Wojkewicz sem hefur nú pólskt ríkisfang en er frá Eistlandi. Sá er einhver iðnasti skákmaður heims; engu líkara en hann sé að bæta upp glötuðu árin er hann dvaldi í fangelsi vegna þátttöku í starfi hóps sem krafði á um efndir Sovétstjórnarinnar við Helsinki-sáttmálann. Þegar Gor- batsjov komst til valda var hon- um sleppt lausum. Skákin sem hér fylgir er dæmi- gerð fyrir Karpov. Það er ekki auðvelt að greina rauða þráðinn í skákum hans, en hægfara liðs- flutningur og smápot hér og þar eru helstu einkennin: Hanninge 1990, 4. umferð Wojtkewiacz - Karpov Grunfelds vörn 1. Rf3 Rf6 5. d4 c6 2. c4 g6 6. Rc3 d5 3. g3 Bg7 7. cxd5 cxd5 4. Bg4 0-0 (Ég minnist þess ekki hafa séð Karpov tefla Grunfelds-vömina áður, en hann hefur stýrt hvítu mönnunum í þessari stöðu marg- sinnis m.a. gegn Kasparov og Timman í einvígjum.) 8. Re5 e6 9. 0-0 Rfd7 10. f4Rc6 11. Be3 Rb6 12. b3 Bd7 13. Dd2 f6 14. Rd3 Rc8 15. Hadl Rd6 16. Bf2 tS 17. Re5 De7 18. Khl Hfc8 19. g4 Re4 20. Rxe4 fxe4 21. Rxd7 (Kannski má gagnrýna þessi uppskipti a.m.k. lá ekki á þeim. Framhaldið leiðir í ljós að í þess- ari lokuðu stöðu hefur riddari svarts vissa yfirburði framyfir biskupana.) 21. .. Dxd7 22. a3 a5 23. Bh3 De7 24. Hal Rd8 25. f5 g5 26. Bg3 Rc6 27. e3 Hd8 28. fxe6 Dxe6 29. Hf5 h6 30. De2 Re7 31. Hffl Hdc8 32. Hacl Hc6 33. Hxc6 Dxc6 34. Hbl Bf8 35. Bfl Rc8 36. Db2 Dd7 37. Be2 Bd6 38. Bel Re7 39. Hcl Hf8 40. Kg2 Rg6 Piltamir sem tóku þátt í Norrænni skólaskák sem háð var í Esbjerg um síðustu helgi: Aftari röð frá vinstri. Ólafur H. Ólafsson fararstjóri, Þorleifur Karisson, Magnús Ö. Úlfarsson, Ragnar Fjalar Sævarsson, Snorri Karlsson, Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson sigurvegari í flokki 17-21 árs. Fremri röð frá vinstri: Helgi Áss Grétarsson, sigurvegari í flokki 11-12 ára, Jón Viktor Gunnarsson, Matthías Kjeld, Stefán Freyr Guðmunds- son og Ríkharður Sveinsson fararstjóri. (Svartur hefur skyndilega náð að mynda sér sóknarfæri á kóngs- vængnum. Það er athyglisvert að samkvæmt gamla tímafyrirkomu- laginu hefði skákin nú átt að fara í bið. En skákmennimir héldu áfram fram yfir 60. leik.) 41. b4 a4 43. Ddl Kh8 42. Dc2 Df7 44. Hc3 (Hér og raunar í leiknum á undan gat hvítur hirt peðið á a4 en hefur sennilega óttast riddar- afórnáf4 t.d. 44. Dxa4Rf4+! 45. exf4 gxf4! (45. .. Dxf4 46. Bg3! dugar aðeins til jafnteflis) 46. Khlf3!ogeftir-e4-e3eðaeftir atvikum - Df4 er hvítur bjargar- laus.) 44. .. h5! 46. Bxh4 gxh4 45. gxh5 Rh4+! 47. Del 47. .. h3+! 48. Khl (Eftir þetta er kóngurinn læst- ur af. 48. Kxh3 strandaði á 48. .. De6+ 49. Kg2 (49. Bg4 Hf3+ og vinnur) Hg8+ 50. Khl Dh3 og mátar.) 48. .. Df2 51. Kgl Hg2+ 49. Dxf2 Hxf2 52. Khl Hf2 50. Hc2 Hxh2+ 53. Kgl Bg3 (Hvítur er algjörlega hjálpar- laus í þessari stöðu.) 54. Khl Kh7 58. Khl Bd6 55. Kgl Kh6 59. Kgl Hg2+ 56. Khl Hh2+ 60. Kfl Hg8 57. Kgl Hf2 61. Hcl Hg3 - Hér fór skákin í bið en hvítur gafst upp án frekari taflmennsku. Framhaldið gæti orðið: 62. Kf2 Hg2+ 63. Kfl Bg3 64. Bb5 Ha2 65. Kgl Hxa3 o.s.frv. Jóhann og Jón L. með í baráttunni Það er hart barist um sæti í heimsbikarkeppninni í lokamóti GMA í Moskvu sem nú stendur yfir. Jón L. Ámason og Jóhann Hjartarson taka þátt í mótinu og standa nokkuð vel að vígi þegar lokaspretturinn er eftir en tefldar verða alls 11 umferðir. Jón hefur hlotið 4 vinninga af sjö mögu- legum og Jóhann hefur hlotið 3V2 vinning af sjö mögulegum. 25 so- véskir skákmenn taka þátt í mót- inu og 17 skákmenn frá öðmm löndum, þar af komast sjö þeirra áfram. Ungverjinn Portisch vann landa sinn Sax í sjöundu umferð og komst þar með upp við hliðina á Sovétmanninum Bareev í efsta sætið. Þeir em báðir með 5 vinn- inga. Ataks er Til stóð að draga í 1. umferð Bikar- keppni Bridgesambandsins í þessari viku. Þátttaka er með eindæmum lé- leg, og sem dæmi voru 12 sveitir skráðar til Ieiks í síðutu viku. Starfs- maður BSf hefur sfðustu daga beitt sér fyrir „smölun“ og er sfðast fréttist vom 26 sveitir skráðar til leiks. 1. um- ferð skal vera lokið fyrir hlegina 24. júní. Þá er Sumarbridge 1990 komið á skrið. Ástæða er til að hvetja allt spilaáhugafólk til að vera með frá upphafi. Spilað verður alla þriðju- daga og fimmtudaga f sumar. Húsið opnað kl. 17 báða dagana. Útlit er fyrir að töluverður hópur spilara héðan taki þátt f næsta „ólym- pfumóti" (heimsmeistaramóti) sem haldið verður í Sviss í ág./sept. í ár. Nefnd hafa veri 8-9 pör, en „pakk- inn“ mun koma til með að kosta um 55 þús. kr., þ.e. ferð, gisting og bíla- leigubíll. Nánar síðar. Eitthvað mun vera um nýskipan sveita f Bikarkeppni, sem senn hefur göngu sína. Helst vekur sveit Fjólu Magnúsdóttur athygli, en þá sveit skipa: Magnús Ólafsson, Jón Þor- varðarson, Sigurður Vilhjálmsson, Valur Sigurðsson, Aðalsteinn Jörg- ensen og Jón Baldursson. BRIDDS Sama sveit mun m.a. fara til Sviss, til þátttöku í Rosenblummótinu (óopinber heimsmeistarakeppni sveita). Vestfjarðamótið í sveitakeppni verður spilað nú um helgina (hvíta- sunnuna): Óvíst er um þátttöku. Nýstárlegt mót verður haldið í Hrísey í sumar. Það verður boðsmót 6 sveita af Norðurlandssvæðinu. f bí- gerð er að þetta verði árlegur við- burður. Ekkert varð af Opna sveitakeppn- ismótinu sem Akurnesingar hugðust gangast fyrir um sfðustu helgi. Dræm þátttaka af Vesturlandi er talin eiga þar stærstan hlut að máli. Landslið íslands f opnum flokki, sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Þórshöfn í sumar, skipa: Karl Sigur- hjartarson, Sævar Þorbjömsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Órn Am- þórsson, Guðmundur Páll Amarson og Þorlákur Jónsson, auk fyrirliða Hjalta Elíassonar. Kvennalandsliðið skipa, til þátt- töku í sama móti: Esther Jakobsdótt- ir, Valgerður Kristjónsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördís Eyþórs- dóttir, auk fyrirliða Sigmundar Stef- ánssonar. Landslið yngri spilara, til þátttöku í Evrópumótinu í Þýskalandi, skipa: Hrannar Erlingsson, Matthías Þor- valdsson, Sveinn R. Eiríksson, Steingrímur G. Pétursson, Ólafur Jónsson og Steinar Jónsson, sem era aðeins 18 ára og 17 ára. Fyrirliði er Björn Eysteinsson. Ástæða er til að hvetja félög (for- menn félaga) til að skila inn áunnum stigum félagsmanna sinna, til skrif- stofu BSf. Talað hefur verið um innan stjórnar BSÍ, að gefa út stöðu- lista spilara, nú er úrslit landsmót- anna liggja fyrir. f leiðinni mættu fylgja árgjöld fyrir spilamennsku frá áramótum. Sú deyfð sem ríkt hefur í starfsemi Bridgesambandsins að undanförnu er með eindæmum. Þátttökuleysið í hin- um ýmsu mótum sem staðið hefur verið fyrir að undanfömu, og Bikar- keppnin er dæmi um, að stóralvarlegt mál. Umsjónarmaður hefur ítrekað bent á ýmsar leiðir, til að mæta slíku. Sú viðleitni hefur mætt skilningsleysi af alvarlegum toga, svo alvarlegum að undirritaður hefur velt því fyrir sér hvort þeir menn sem skipa nv. stjóm Bridgesambandsins tali sama tung- umál og forverar þeirra í starfi. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að Ólcrfur Lárusson starfsemi stjórnar BSI milli þinga ár hvert, er ekkert einkamál þeirra sem í hlut eiga. Meðal þeirra sem bent hef- ur verið á síðasta misseri er: Upplýs- ingastreymi stjómar BSÍ er í lamas- essi. Auglýsingar um mótshald era bágbomar og höfða ekki til fjöldans. Viðleitni til að breyta fyrirkomulagi eða skapa nýjungar í mótahaldi (sem kallast aðlögun á hinu tungumálinu) era ekki fyrir hendi. Tímasetning ein- stakra móta mætti endurskoða, þá sérstaklega með spilara af lands- byggðinni í huga. Standa þarf við gef- in loforð um fyrirkomulag, t.d. greiðslu bikarstyrkjao.fi. Breytaþarf reglugerð fyrir meistarastig, fjölga stigum í einstökum mótum, og aug- lýsa, þannig að spilarar fylgist með. Nánar síðar. Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen era nýkomnir heim frá þátttöku í hinu árlega stórmóti Cavendish-klúbbsins. Árangur þeirra var hreint frábær en margir af sterkustu spiluram heims tóku þátt í mótinu. Mikil og góð land- kynning fyrir landann. Það er ekki úr vegi að líta á eitt spil frá þessu móti. Það kom fyrir 1983. Sigurvegarar það árið urðu Banda- ríkjamennimir Mansfield og Wools- ey, en mér vitanlega hafa aðeins 4 fslendingar spilað við þá félaga í al- þjóðlegri spilamennsku. (1982 í Bi- arritz, þegar íslensk sveit náði að velgja ýmsum þekktum nöfnum í bri- dgeheiminum undir uggunum). Lítum á spilið: S: 1083 H: Á87 T: Á102 L: ÁK98 S: ÁDG42 S: 9 H: G4 H: D9652 T: D9 T: KG653 L: 6432 L: 75 S: K765 H: K103 T: 874 L: DG10 Með spil N/S vora M. Rosenberg frá Skotlandi og góðvinur okkar, Zia Mahmood frá Pakistan. Mansfield og Woolsey sátu A/V. Mansfield hóf sagnir í Vestur á veikum tveimur í spaða, dobl frá Rosenberg í Norður, pass frá Woolsey og Zia henti 3 gröndum áborðið. Útspil Vesturs var spaðatveir. Zia fór illa af stað, þegar hann bað um lítið úr borði og man birtist frá Austri. Drap á spaðakóng og spilaði strax lágum tígli á tíuna ( borði (undirbúa innskot á Austur síð- ar í spilinu). Austur drap tígultíu með gosa og spilaði tígli til baka. Drottn- ing og ás. Þá spilaði Zia fjorum sinn- um laufi og Austur henti tveimur hjörtum. Nú var endastaðan ljós (að því er Zia hélt) og Zia spilaði Austur inn á tígul. Woolsey tók sína tígulslagi og átti eftir D-9-6 í hjarta. Spilaði drottningunni. Zia hleypti yfir á ás í borði, spilaði hjarta og svínaði tíunni. Mansfield lagði því upp, tveir niður. Já, vömin var í góðu lagi hjá Bandaríkjamönnunum en heldur sjaldlgæf sjón að sjá meðferðina á Zia, þessum snjallasta bridgespilara okkar tíma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.