Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 7
Það er heilmikill völlur á Vest- urlöndum þessa dagana og vandamái þeirra kunna að sýnast smá miðað við þau sem austur- blökkin fyrrverandi og ég tala nú ekki um þriðji heimurinn hafa við að fást. En fyrsti heimurinn hefur iíka sín vandamál, meira eða minna ískyggileg, og sum þeirra verða hægt og bítandi enn ískyggilegri. Bandaríkjamaður að nafni William Pfaff skrifaði fyrir nokkrum dögum í International Herald Tribune að viðurhluta- mestu vandamál Vestur-Evrópu á félagslega sviðinu séu í kringum innflutning fólks og samskipti innfæddra við þá innfluttu og af- komendur þeirra. Frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk hefur verið mikið um fólksflutninga innan Evrópu og til hennar frá öðrum heimsálfum. Frá austantjaldslöndum lá fyrstu árin eftir stríðið mikill fólks- straumur vestur á bóginn, hann hefur síðan haldið áfram með uppsveiflum annað veifið og hann er hvergi nærri á enda enn. Frá fátækari löndum Suður- (búar í sænska bænum Kimstad, skammt frá Norrköping, mótmæla fyrirætlunum yfirvalda um að koma þar upp búðum fyrir flóttafólk. Leifar eins af 15 húsvögnum, ætluðum flóttamönnum, sem brunnu í Laholm í Hallandi. Þar voru brennuvargar að verki. Viðurhlutamikill félagsvandi Vaxandi óánœgja út af innflytjendamálum grefur undanfrönskum sósíalistum og sænskum jafnaðarmönnum. Og Vestur-Evrópa er draumaland þriðjaheimsfólks fremur en nokkru sinni fyrr Evrópu hafa streymt innflytjend- ur til ríkari landa Mið- og Norður-Evrópu. Og frá löndum utan Evrópu hefur á sama tíma komið þangað fjöldi innflytj- enda. Hitamál í franskri pólitík Að sjálfsögðu hefur þetta ekki gengið fyrir sig vandamálalaust. En þegar á heildina er litið, virð- ist samlögun innfæddra og inn- flytjenda frá öðrum Evrópu- löndum hafa tekist til þess að gera vel, þótt ekki vanti á því undantekningar. ívið meiri erfið- leikar hafa verið samfara sam- skiptum Evrópumanna og þeirra sem frá öðrum heimsálfum komu og koma. í grein sinni tekur Pfaff Frakk- land sérstaklega fyrir í þessu sam- bandi. Þar eru þeir sem í hag- skýrslum skilgreinast sem inn- flytjendur nú um átta af hundraði íbúa, auk þess sem allmargt er þar af fólki sem komist hefur inn í landið án leyfis yfirvalda og hefur ekki dvalarleyfi. Um 100.000 bætast við árlega á löglegan hátt, flestir á þeim forsendum að þeir séu pólitískir flóttamenn eða eigi skyldfólk í landinu. Hve mikil ólöglega viðbótin er áriega veit enginn með vissu, en almennt virðist vera út frá því gengið að hún sé talsverð. Eins og sakir standa snúast frönsk stjórnmál um innflytjend- amálin flestu eða öllu öðru frem- ur, ef marka má blaðaskrif. Út frá því er yfirleitt gengið að Þjóð- fylkingin (Front National), hægrisinnaður óánægjuflokkur undir stjórn Le Pen, sem marga hryllir við, eigi fylgi sitt hvað mest að þakka óánægju, ótta og andúð í sambandi við innflytj- endur, einkum þá sem eru frá Norður-Afríku, sem og stefnu stjórnvalda og gömlu stjórnmála- flokkanna í innflytjendamálum. „Þröskuldur“ Mitterrands Pfaff gefur í skyn að Mitter- rand forseti og Sósíalistaflokkur hans hafi á heldur kaldrifjaðan hátt spilað þessum málum í hend- urnar á Le Pen og grátið fylgis- aukningu hans þurrum tárum, þar eð talið hafi verið víst að hún yrði fyrst og fremst á kostnað AÐ UTAN annarra hægriflokka. (Svo hefur og orðið, þó ekki einvörðungu.) Það hafi a.m.k. öðrum þræði ver- ið með þetta í huga, sem Mitter- rand og þeir félagar hafi innleitt hlutfallskosningar 1986, en það kerfi varð til þess að Front Natio- nal komst á þing í fyrsta sinn og náði víða miklum ítökum í borgar- og sveitarstjórnum. Ríkisstjórnin hefur og farið sér hægt í að sinna kröfum um breytingar á löggjöf um innflutn- ing fólks, og einnig það ætla sumir hafa orðið vatn á myilu Le Pen. Hvað sem því líður benda nið- urstöður skoðanakannana til þess að vinsældir Mitterrands hafi undanfarnar vikur verið á hraðri niðurleið. Ýmsu er kennt um, m.a. gremju út af vaxandi alþjóðapólitískri fyrirferð Vestur-Þýskalands á kostnað Frakklands, en ljóst virðist að óá- nægjan í sambandi við innflytj- endamálin komi hér mjög við sögu. Jafnframt þessu magnast fyrirlitning og ótrú á stjómmála- mönnum yfirleitt. í einni könnun seint í maí svöruðu næstum 50 af hundraði aðspurðra að stjórn- málamenn væru að þeirra mati spilltir, 39 af hundraði sögðu þá einungis hugsa um eigin hag og 29 kváðu þá vera lygara. Mitterrand er illa bragðið og fyrir skömmu komst hann að orði á þá leið að nú væri komið að „þröskuldi" hvað viðvéki um- burðarlyndinu í innflytjendamál- um. Brennufaraldur Ekki er laust við að örli á þess- konar þröskuldum víðar í Vestur- Evrópu. í Svíþjóð benda niður- stöður skoðanakannana til að um helmingur landsmanna telji nú að það land taki við alltof mörgum innflytjendum (úr hópi þeirra sem skilgreinast sem flótta- menn), og er það helmings aukning frá því fyrir tveimur árum. Og s.l. mánuð var veist að búðum fyrir flóttamenn á sex stöðum í Suður- og Mið-Svíþjóð með íkveikjum og sprengingum. í sumum þessara tilfella var hér um að ræða búðir, sem yfirvöld hafa komið upp með það fyrir augum að dreifa innflytjendum í auknum mæli út um land, en í mörgum kommúnum er ljóst að margir innbyggjara era lítt hrifnir af þeim fyrirætlunum. Þetta vekur athygli, ekki síst vegna þess að undanfarin 45 ár hefur líklega ekkert ríki í heimi gert betur við sína innflytjendur en Svíþjóð, að því viðbættu að Svíar eru þjóð með óvenju við- kvæma samvisku og bera einkar mikið trúnaðartraust til stjórn- og yfirvalda sinna. Varla verður því á móti mælt að jafnaðar- menn, sem stjómað hafa því landi að mestu í yfir hálfa öld, verðskuldi það trúnaðartraust, miðað við það sem gerist um valdhafa. Þeim mun meiri furðu vekur það fylgishrun, sem þeir hafa orðið fyrir s.l. 12 mánuði eða svo, ef marka má skoðana- könnuði. Og það hran er mest meðal félaga í verkalýðssamtök- unum, sem frá upphafi Jafnaðar- mannaflokksins hafa verið hans traustasta stoð. Verkalýður flýr verkalýðsflokk Ekki síður athugunarvert er að verkalýðsfylgið, sem jafnaðar- menn flýr, streymir aðallega til hægriflokksins, sem félagar { verkalýðssamtökum hafa lengst af litið á sem sinn aðalandstæð- ing. Hægriflokkurinn hefur að mati ýmissa stjórnmálafræðinga komið í veg fyrir að upp risu í Svíþjóð óánægjuflokkar á við flokk Le Pen og aðra slíka með því að fúngera að vissu marki sjálfur sem óánægjuflokkur. Því er ekki nema sennilegt að vax- andi ólga út af innflytjendamál- um sé honum í hag, því fremur sem kjósendur almennt telja hann líklegri en aðra flokka til að beita sér fyrir auknum takmörk- unum á fólksinnflutningi. Á þessum málum eru margar hliðar og sumar viðkvæmar. Drjúgt sálrænt atriði í því sam- bandi er sektarkenndin eftir Hitl- er. Hún ásamt samviskubiti út af nýlendum, þrælahaldi fyrr á tíð, þeirri trú að vandi þriðja heimsins sé að mestu eða jafnvel alfarið Vesturlöndum að kenna og þeirri undarlegu en almennu skoðun að kynþáttahyggja sé sér- einkenni hvítra manna hefur átt drjúgan þátt í að ýmis vandamál í DAGUR ÞORLEIFSSON kringum fólksinnflutninginn og samskipti innfæddra og innflytj- enda hafa eftir bestu getu verið sniðgengin. Margt sómakært fólk hefur ekki þorað að beina nein- skonar gagnrýni gegn stefnu stjórnvalda í þessum málum af ótta við verða stimplað sem kyn- þáttahatarar. Þetta hefur svo stuðlað að grósku heldur ískyggi- legra hreyfinga eins og Framfara- flokka Dana og Norðmanna, Lýðveldisflokks Vestur- Þjóðverja og Þjóðfylkingar Fra- kka. Draumaland ótaldra miljóna í Svíþjóð era talsmenn stjórnvalda nú farnir að bera sig illa út af því að engir fáist til að láta uppi skoðanir um vandamál þessi nema annarsvegar grúppur ýmsar á hægrikantinum, sem sumar að minnsta kosti era af nasískum rótum, og hinsvegar viss samtök er innflytjendur og stuðningsmenn þeirra standa að og skilgreina t.d. afdráttarlaust takmarkanir á innflutningi fólks sem kynþáttahatur í verki. Fyrir endann á þessum vanda verður ekki séð með góðu móti, enda spilar þar margt inn í. Tregða Evrópu á að taka við fólki frá þriðja heiminum fer vaxandi, en ákefð fólks í þeim álfum í að komast til Vestur-Evrópu er hinsvegar meiri en nokkru sinni fyrr og verður sífellt meiri. í Vestur-Evrópu ríkir velsæld og öryggi, að minnsta kosti miðað við það sem annarsstaðar gerist. Hún er því sem aldrei fyrr draumaland fólks í þriðja heimin- um, þar sem harðstjórn og óstjóm, kúgun og þegar verst lætur fjöldamorð á þjóðemis- og trúarminnihlutum, hungur, fé- lagslegt öryggisleysi og þó sér- staklega yfirþyrmandi fólksfjölg- un valda því að ótaldar miljónir manna neyta allra bragða til að koma sér til heimshluta sem bet- ur era staddir. Gorbatsjov heilsað sem friðflytjanda Gorbatsjov Sovétríkjaforseti kom í gær til Washington til við- ræðna við Bush Bandaríkjafor- seta. Var Gorbatsjov heilsað með 21 fallbyssuskoti og Bush tók á móti honum á suðurflöt Hvíta hússins. í kringum upphaf þessarar ráð- stefnu forsetanna tveggja var ekkert líf og fjör á við það sem verið hefur hingað til er Gorbat- sjov hefur hitt Bandaríkjafor- seta, og er ástæðan sögð sú að toppfundir þessir séu orðnir það margir á skömmum tíma að þeir hafi náð því að verða hversdags- legir. í ávörpum sínum við þetta tækifæri hétu forsetamir því að gera sitt besta til að tryggja heiminum frið. Bush hlóð lofi á gest sinn sem friðflytjanda og Gorbatsjov lýsti vonum sínum um Evrópu án múra og sundur- skiptingar kalda stríðsins. Fagnaöarfundur með forsetafrúm Fagnaðarfundir urðu í gær í Washington með þeim Raísu konu Gorbatsjovs Sovétríkjaf- orseta og Barböru, konu Bush Bandaríkjaforseta. Hundtík bandarísku forsetahjónanna, Millie, iðaði öli af velþóknun er Raísa ávarpaði hana og mun það hafa þótt góðs viti. Innileikinn milli þeirra forsetafrúnna er sagður öllu meiri en var á milli Raísu og Nancy Reagan. Moldavaþing styður Litháa Æðstaráð Sovét-Moldavíu samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða framvarp þess efnis, að moldavíska lýð- veldið viðurkenni skilyrðislaust rétt Litháa og „annarra þjóða“ til sjálfsákvörðunarréttar og stofn- unar sjálfstæðs ríkis. Er þetta samkvæmt upplýsingum sem Re- uter fékk hjá talsmanni Alþýðuf- ylkingar Moldavíu, þarlendrar þjóðernishreyfingar. Atvinnuleysi Pólverja Skráðir atvinnuleysingjar í Póllandi vora í lok maímánaðar rúmlega 443.000 talsins og Jerzy Szreter, aðstoðaratvinnumálar- áðherra, segist óttast að tala at- vinnuleysingja kunni að tvö- eða jafnvel þrefaldast fyrir áramót. Sagði ráðherrann atvinnuleysið aukast hraðar en stjómin hefði gert ráð fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.