Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 17
Valkostur við álver
sameiginleg framtíð?
Einar Valur Ingimundarson skrifar
Greinargóð athugasemd Jak-
obs Björnssonar í Þjóðviljanum
hinn 29. maí s.l. er tilefni þessa
greinarstúfs.
Jakob kemur þar á framfæri
leiðréttingum á magntölum kold-
íoxíðs, sem reiknað er að hver
jarðarbúi bæti í andrúmsloftið
með einum eða öðrum hætti.
Heimildir blaðamanns, Ólafs
Gíslasonar, voru frá mér komnar
og gáfu þessar tölur upp í tonnum
hreins kolefnis. í ógáti hefur
blaðamaður ekki gert neinn
greinarmun þar á og eins mætti
mér um kenna að hafa ekki
leiðrétt þetta. Jakob hefur nú
sparað mér ómakið og bætt um
leið við mikilsverðum upplýsing-
um.
Ef eldsneytisnotkun íslend-
inga er umreiknuð yfir í koldíox-
íðeiningar sést að hún er 10,4
tonn koldíoxíðs á íbúa á ári (bor-
ið saman við 18,3 tonn í USA og
1,8 tonn í þróunarlöndunum).
Ótrúlega háar tölur hjá landan-
um.
Þetta er enn magnaðra, þegar
haft er í huga að 98% af upphitun
húsa á Iandinu er með jarðhita
eða raforku og hefur engin áhrif
til hækkunar.
Stór bfla- og skipafloti sem og
strj álbýlið hefur þama mest áhrif
til hækkunar og vísar veginn til
úrbóta í framtíðinni. Sóun á orku
sem verður til við bruna, er nefni-
lega bein ávísun á aukna
loftmengun og þá mengun lagar í
kjölfarið. Við þessari sóun verð-
ur að bregðast með einum eða
öðrum hætti t.d. með:
1) Nútímalegri almennings-
samgöngum
2) Hagkvæmari sókn á fiski-
mið.
3) Skipulegri uppbyggingu
byggðakjarna um landið.
Eg tel einnig, að íslendingar
ættu að gefa aukinn gaum að
notkun „hreinni“ orkugjafa.
Þjóðverjar hafa notað jarðgas í
mörg ár sem eldsneyti fyrir einka-
bfla. Þeir þróa nú hjá sér notkun
á vetni í sama tilgangi og hafa nú
nýlega gert stóran samning í
Austur-Evrópu um kaup á þessu
eldsneyti.
Til skamms tíma var mögu-
leikinn á notkun vetnis nánast
útilokaður fyrir einkabflinn
vegna vandamála er fylgdu elds-
neytisgeymslunni. Sprengihætta
þótti of mikil við umferðaróhöpp
og á birgðastöðvum. Nú hefur
vandamálið hins vegar verið leyst
efnafræðilega. Við hleðslu er
vetnið látið hvarfast á hydríð-
form og geymt þannig. Þessi
tækni á rætur sínar að rekja til
geimferðatímabilsins og notkun-
ar svokallaðra orkuhylkja (fuel
cells) til framleiðslu rafmagns í
þeim ferðum. Eins og flestir vita,
myndast vatn við bruna á vetni í
súrefni, og enn sem komið er höf-
um við ekki svo miklar áhyggjur
af vaxandi vatnsmagni í andrúms-
loftinu.
Framlag heimshlutanna til aukningar á
lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum
efni á að eiga iitla fjölskyldu.
Há dánartíðni ungbarna, léleg
uppfræðsla, næring og heilsu-
gæsla, vanþróað eða ekkert al-
mannatryggingakerfi, bágir hagir
kvenna til starfa og mennta eru
nokkur meginatriði sem skýra
hið svokallaða „offjölgunarvand-
amál“.
Vandamál þriðja heimsins eru
að stórum hluta til vegna rányr-
kju hins „siðmenntaða heims“ á
náttúruauðlindum allra jarðar-
búa. Þær hafa verið vitlaust verð-
lagðar í gegnum árin. Verðið hef-
ur ekki endurspeglað kostnaðinn
við að halda jörðinni hreinni.
Þessa hreingerningu þurfa nú all-
ir að gera í sameiningu og að
sjálfsögðu fjármagnar hinn vest-
ræni heimur hana að stærstum
hluta. Það er til lítils að eiga inni-
stæður í Alþjóðabankanum eftir
eitt hundrað ár, ef engir verða
eftir til að taka þær út!
Dr. Einar Valur Ingimundarson
umhverfisverkfræðingur
Ég varpa hér fram þeirri hug-
mynd, hvort íslendingar ættu
ekki að taka virkan þátt í þessari
þróun og stefna að því að nota
sem mest af endurnýjanlegri
orku. Það er ekkert því til fyrir-
stöðu. Við getum sjálf framleitt
allt það vetni sem bifreiðafloti
landsmanna þyrfti. Orku til stór-
iðju má nefnilega nota til fleiri
hluta en að rafgreina áloxíð! Við
höfum reynslu og kunnáttu á
sviði vetnisframleiðslu frá áburð-
arverksmiðjunni í Gufunesi. Hafi
þessi kostur ekki verið ræddur
sem valkostur við álver, sting ég
upp á því að þegar í stað verði sett
nefnd í málið!
Svona stóriðju mundi ég þora
að setja niður við Eyjafjörð en
aldrei álver!
Víkjum nú aftur að umræðum
um mengunarkvóta. í léttum dúr
stingur Jakob Björnsson í grein
sinni upp á kvótakerfi fyrir mann-
fjölgun í heiminum: „Þeir sem
vilja fjölga umfram meðaltal yfir
allt mannkynið yrðu þá að kaupa
til þess rétt frá hinum sem fjölga
minna“. Það er nú það.
Greininni fylgja tvö kökurit.
Annað sýnir loftegundirnar, sem
talið er að valdi svokölluðum
gróðurhúsaáhrifum og hitt sýnir
framlag hinna ýmsu heimshluta
til aukningar þessara loftteg-
unda. Þar má meðal annars sjá að
framlag Kína, Indlands og Brasil-
íu samanlagt er minna en framlag
Bandaríkjamanna einna.
í væntanlegum alþjóðaum-
hverfislögum verður áreiðanlega
skýrt kveðið á um rétt allra jarð-
arbúa til að lifa í hreinu umhverfi.
Hvort vitnað verður í umrædd
kvótakerfi skal ósagt látið. Það er
hins vegar á hreinu að ekkert
stuðlar jafn ötullega að offjölgun
mannkyns og fátækt ákveðinna
hluta þess. Fólkið verður að hafa
HLUTABRÉFAI
Sajmvinnubanka
ÍSLANDS MF.
l SAMRÆMI VIÐ SAMNING LaNDSIIANKA ÍsLANDS VIÐ SaMVINNU-
BANKA ísi.ANOS HF. UM SAMEININGU BANKANNA HEFUU
Landsbankinn að undanförnu leyst til sín hlutabuéf í
Samvinnubankanujm.
ANOSBANKINN HEFUR LEYST PESSI BRÉF TIL SÍN A 2,749-FÖLDU
NAFNVEROI OG MIÐAST K AUI’IN VIÐ 1. JANÚAR 1990. Þf.TTA FELUR í
S É R A Ð GREIDDIR E R U V E X T I R A KAUFVERDIÐ F R A I> E I M T í M A .
i NNLAUSN HLUTABRÉFA E R N Ú LANGT KOMIN E N VEGNA FJÖLDA
ÓSKA FRA hluthöfum hefur verið Akveðið að LENGJA FRESTINN
sem hluthafar hafa til innlausnar. Fresturinn rennur
Hlutfall efna sem valda
gróðurhúsaáhrifum í lofthjúpnum
6,00%
Ú T to. JÚLÍ N . K .
• •
o LLUM HLUTHOFUM HEFUR VEUIÐ SENT BRÉF SEM HEFUR AD
GEYMA TILBOÐ BANKANS. NAUÐSYNLEGT ER AB HAFA TILBOBS-
BRÉFIÐ MEBFERBIS 1‘EGAR GENGIÐ ER FR A I NNLA USN.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Föstudagur 1. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 17