Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 16
Vinstriöflin og kosningamar í Reykjavík
Gísli Gunnarsson skrifar
Úrslit kosninganna í Reykja-
vík sl. laugardag voru ósigur fyrir
G-lista Alþýðubandalagsins, H-
lista Nýs vettvangs og V-lista
Kvennalistans; stórsigur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og smásigur
fyrir Framsóknarflokkinn. Til-
raunir til hlutlægs mats geta varla
sýnt aðra niðurstöðu.
Ég mun hér greina nokkuð frá
ástæðum þessa ósigurs en get að-
eins stiklað á stóru.
Ríkisstjórnin
Ríkisstjórnin er óvinsæl þótt
óvinsældirnar fari minnkandi.
Þær eru mestar á höfuðborgar-
svæðinu þar sem fólk hefur ekki
gert sér eins glögga grein fyrir
góðum árangri ríkisstjórnarinnar
í atvinnumálum og fólk víða á
landsbyggðinni. Þetta sést m.a. í
þeirri staðreynd að Sjálfstæðis-
flokkurinn bætti ekki við fylgi sitt
í dreifðum byggðum landsins
þegar á heildina er litið þótt fylg-
isaukningin sé ótvíræð.
Framboð H-Iistans, þar sém
margir frambjóðendur voru óf-
lokksbundnir, var að nokkru
leyti aðgerð til að hindra neikvæð
áhrif ríkisstjórnarþátttökunnar á
fylgi íhaldsandstæðinga. Það hef-
ur sennilega tekist að einhverju
leyti en um leið hröktu óháðu
framboðin flokksholla kjósendur
A-flokkanna frá listanum.
Klofningur í
Alþýðubandalaginu
Upphaflega var klofningur
þessi mest um menn en einnig um
það hvort einstakir leiðtogar í
verklýðshreyfingunni, og þá
einkum í forystu ASÍ, ættu að
ráða ferðinni í stjórnmálum Al-
þýðubandalagsins. í kosningun-
um 1987 var „ASÍ-línan“ reynd í
Reykjavík með lélegum árangri
og hún hafði einnig slæm áhrif á
úrslitin í öðrum kjördæmum.
Kosning Ólafs Ragnars Gríms-
sonar í formennsku Alþýðu-
bandalagsins í nóvember 1987
var fyrst og fremst svar flokks-
manna við þessum kosningaó-
sigri og því sem talið var að hefði
orsakað hann öðru fremur.
Margir sættu sig illa við
„ósigur" sinn á landsfundinum
1987, enda vanir að ráða flestu í
Alþýðubandalaginu fram til
þessa. Deilur voru um ríkis-
stjórnarþátttöku Alþýðubanda-
lagsins haustið 1988. Þá fyrst fór
að skapast hugmyndalegur
grundvöllur fyrir upphaflega
andstæðinga Ólafs Ragnars í for-
mannsslagnum og áttu nokkrir
vinstri sósíalistar, sem nýlega
höfðu gengið til liðs við Alþýðu-
bandalagið, stóran þátt í að móta
þennan hugmyndagrundvöll.
Þetta gerðist þrátt fyrir þá stað-
reynd að tveir ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins komu úr röðum
andstæðinga Ólafs. „Armarnir
tveir“ fóru í vaxandi mæli að
móta sér skoðanir án tillits til
„leiðtoga sinna“.
Þeir sem bæði höfðu fylgt Ólafi
Ragnari í formannskjörinu og
höfðu greitt atkvæði með ríkis-
stjórnarþátttöku Alþýðubanda-
lagsins fóru æ meir að skilgreina
sig sem alþjóðasinnaða jafnaðar-
menn í andstöðu við sterku þjóð-
varnarhefðina í flokknum. Einn-
ig voru deilur um þýðingu mark-
aðarins. Áttu sósíalistar að taka
aukið tillit til kosta markaðarins í
stefnu sinni eða átti að halda
áfram þeirri hefð að ræða um
markaðinn eingöngu sem mann-
fjandsamlegt fyrirbæri? Fyrri
átök um leiðtoga og menn yfir-
leitt skerptu hugmyndalegu and-
stæðurnar: Það sem hefði átt að
vera frjó umræða um nauðsyn-
lega endurskoðun fyrri viðhorfa
varð að illdeilum með svika-
brigslum. Hér fannst mér ýmsir
gamlir félagar í ABR ganga fram
fyrir skjöldu. Þeir töldu það vera
í sjálfu sér næstum því glæpsam-
legt að ræða um gildi gamalía við-
horfa.
Birting var því stofnuð til að
vera umræðugrundvöllur; fólk
vildi fá að ræða málin án svika-
brigsla. Að auki fannst mörgum
Birtingarfélögum þeir beittir yfir-
gangi víða í flokkskerfinu í
Reykjavík og þeir höfðu ekki
lengur á því áhuga að standa í
þrotlausu stríði við fólk sem síst
af öllu beitti rökum eða hlustaði á
rök, sem notfærði sér eigin meiri-
hluta út í ystu æsar en ærðist bók-
staflega þegar það sjáift lenti í
minnihluta.
Birting hlaut góðan byr í upp-
hafi. En hvað átti félagið að geraí
borgarstjórnarkosningunum?
Skoðanakannanir bentu til lítils
fylgis bæði Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags í Reykjavík. Eigi
að síður virtist sameining vinstri
aflanna vera fýsilegasti kosturinn
í stöðunni, enda hafði Birting sér-
staklega skilgreint sig sem sam-
einingarafl á vinstri vængnum.
En andstaða við slíka samein-
ingu var rík í öllum flokkum,
þ.á.m. í bæði Alþýðuflokki og
Alþýðubandalagi. f Alþýðu-
flokknum ríkti (og ríkir) gömul
„kommahræðsla“ auk þess sem
þar eru margir viðreisnarkratar,
en þeir telja Sjálfstæðisflokkinn
vera eina eðlilega samstarfsko-
stinn fyrir Alþýðuflokkinn. í Al-
þýðubandalaginu litu margir svo
á að samfylking með Alþýðu-
flokknum gæti styrkt þau öfl í Al-
þýðubandalaginu sem vildu
endurskoða fyrri þjóðvarnarvið-
horf og markaðsandúð flokksins.
Andstæðingar „krata“ voru því á
móti allri samfylkingu og vildu
gjaman losa Alþýðubandalagið
við slíka „óværu“ eins og einn
talsmaður þeirra komst að orði.
Nýr vettvangur
verður til
Þegar sterka sameiningarand-
staðan var ljós tók Birting þá
ákvörðun að félagið yrði ekki
beinn aðili að Iista í borgar-
stjórnarkosningunum. En nokkr-
ir einstaklingar í Birtingu tóku þá
höndum saman við Alþýðu-
flokksmenn og óflokksbundið
fólk um að stofna Nýjan vett-
vang. Margir Birtingarfélagar
voru í upphafi mótfallnir þessari
aðgerð; í þeim hópi var höfundur
þesarar greinar. Samtímis beitti
formaður Alþýðubandalagsins,
Ólafur Ragnar Grímsson, sér af
miklum þunga gegn stofnun Nýs
vettvangs. Það er í ljósi þessarar
staðreyndar í senn óréttlátt og
fáránlegt þegar sumir andstæð-
ingar Nýs vettvangs beita sér
gegn Ólafi vegna H-listans. Þetta
eru skýr dæmi um persónuheift.
Ég ætlaði í upphafi að styðja
G-lista ABR og taka þátt í forvali
þess. Ég var ásamt fleiri Birtin-
garfélögum meðmælandi fram-
boðs Gunnars H. Gunnarssonar,
verkfræðings, í forvalinu. Af
minni hálfu og fleiri var þetta
ekki aðeins stuðningur við á-
kveðinn einstakling heldur einnig
samstarfsyfirlýsing við ABR. En
kjörnefnd ABR óvirti framboð
þetta á margvíslegan hátt. Hér
var ekki aðeins vegið að Gunnari
heldur einnig sumum meðmæl-
endum hans og því var framboðið
dregið til baka. Við vildum leyfa
ABR að losna við alla „óværu“ á
væntanlegum lista sínum og
gengum til liðs við H-listann.
Nýr vettvangur og
kosningabaráttan
Nýr vettvangur byrjaði með
glæsibrag. En margt var þar erfitt
því að þar störfuðu saman ólík
öfl. Ef skírskotað var sérstaklega
til eins aðila gat það móðgað ann-
an. Allt hefði þetta gengið betur
ef tíminn hefði verið nægur en
svo var ekki raunin. Ákvörðunin
um stofnun Nýs vetttvangs hafði
verið tekin á síðustu stundu.
Snemma kom í ljós að stór hluti
kjósenda Alþýðuflokksins í borg-
arstjórnarkosningum á árum
áður ætlaði að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn í þessum kosningum.
Ýmsir Alþýðuflokksmenn, bæði
ungir og aldnir, unnu mikið starf
til að breyta þessu en þeir náðu
ekki þeim árangri sem þeir von-
uðust eftir. Einkum voru hér
margir viðreisnarkratar, sem
héldu fast í andstöðu sína við alla
hugsanlega sameiningu vinstri
manna, þessum ágætu flokksb-
ræðrum sínum þungir í taumi.
Þessi tregða sumra kjósenda A-
listans 1986 kostaði H-listann 4.
manninn.
H-listinn missti 3. fulltrúann í
síðustu vikunni fyrir kjördag.
Stærsta áfallið var skoðanakönn-
un DV, sem birtist á mánudegi í
þeirri viku, en skv. henni átti D-
listinn að fá 13 fulltrúa kjöma,
H-listinn 2 en aðrir engan. Þeir
sem voru í vafa hvort þeir ættu að
styðja H-listann eða einhvern
hinna minnihlutalistanna, og þeir
voru margir, ákváðu að kjósa B-
lista, G-lista eða V-lista. Ég
þekki hér persónulega nokkur
dæmi hvað varðar G-lista og V-
lista.
Eins og kunnugt er notfærði
Framsóknarflokkurinn sér þessa
könnun með stórum auglýsingum
um að aðeins vantaði „120 at-
kvæði“ til að Sigrún Magnúsdótt-
ir næði kjöri sem borgarfulltrúi.
Ég tel sennilegt að þessar auglýs-
ingar hafi haft nokkur áhrif.
(Framsóknarmenn mundu það
að sjálfsögðu að svipaður
hræðsluáróður hafði gert nánast
kraftaverk fyrir flokkinn í
Reykjaneskjördæmi árið 1987!)
Kjósendarannsóknir Félags-
vísindastofnunar Háskóla íslands
hafa sýnt að margir horfa á kapp-
ræðufundinn í ríkissjónvarpinu
kvöldið fyrir kosningar og gera
eftir þá sjónvarpsdagskrá upp
hug sinn hvað þeir muni kjósa.
Frammistaða einstakra fram-
bjóðenda í þessum þætti skiptir
því miklu máli. Það fer ekki milli
mála að Sigurjón Pétursson var
sigurvegarinn í þættinum, alla
vega úr hópi minnihlutafulltrú-
anna.
Hvað ber að gera?
Nýr vettvangur mun starfa
áfram sem borgarmálaafl. Deilur
einstakra Alþýðuflokksmanna
um stöðu borgarfulltrúa Nýs vett-
vangs í litrófi stjómmálaflokk-
anna eru eins og sakir standa út í
hött.
Birting á marga samherja,
m.a. suma kjósendur G-lista
ABR í nýliðnum kosningum, svo
og aðra einstaklinga, sem nú eru
utanflokka. Birting hlýtur að
leitast við að styrkja stöðu sína á
næstu mánuðum. Spumingin er
hvort ABR vill halda áfram að
loka röðum sínum; bannfæra ein-
staklinga og skoðanir og vera
áfram fast í formannsslagnum frá
árinu 1987. Slíkt yki aðdráttarafl
Birtingar en jafnframt klofnings-
hættuna í Alþýðubandalaginu.
Samþykkt félagsfundar ÆFR í
gærkvöldi, 30. maí, um að draga
til baka tillögu félagsins um kjör-
dæmaráð Alþýðubandalagsfélag-
anna í Reykjavík felur í sér kröfu
um að Birting verði áfram útilok-
uð á vettvangi Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík. Onnur tíðindi af
þessum félagsfundi herma að
fyrst hafi verið bornar þar fram
efnistillögur um ákveðin mál og
þessu næst dagskrártillögur um
að engar umræður um efnistill-
ögurnar yrðu leyfðar, síðan vom
dagskrártillögurnar samþykktar
og þessu næst efnistillögurnar án
umræðna!
Ljóst er að sterk öfl innan G-
lista ABR vilja staðfesta núver-
andi klofning sem mest.
Ritað í núverandi formi um há-
degisbii 31. maf 1990.
Gísli Gunnarsson
Sérfræðingar
Lausar eru þrjár stöður sérfræðinga (sálfræð-
inga, félagsráðgjafa, sérkennara) við Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkurumdæmis.
Umsóknir sendist til fræðsluskrifstofunnar,
Austurstræti 14, sími: 621550 fyrir 15. júní nk.
Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis
Starfsmaður óskast
Þjóðviljinn óskar eftir starfsmanni í mötuneyti
sitttil sumarafleysinga. Upplýsingar gefurfram-
kvæmdastjóri í síma 681333.
þlÓÐVIUINN
Bifhjolamenn
hafa enga heimild
til að aka hraðar
en aðrir!
||UMFERÐAR
Frá Ljósmæðraskóla
Islands
Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands mánu-
daginn 10. september 1990.
Inntökuskilyrði eru próf í hjúkrunarfræðum og
að umsækjandi hafi hjúkrunarleyfi hér á landi.
Umsóknir sendist Ljósmæðraskóla íslands,
Kvennadeild Landspítalans, 101 Reykjavík fyrir
10. júní n.k.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar,
m.a. um kjör á námstímanum eru veittar í skól-
anum alla virka daga til 10. júní milli kl. 9.00-
15.00, sími 601396.
Lausar stöður
við Háskólann á Akureyri
Við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar
eftirtaldar lektorsstöður:
1) Tvær lektorsstöður í hjúkrunarfræði, 100% og
50%
2) Lektorsstaða í rekstrarhagfræði.
Laun samkvæmt láunakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 30. júní n.k.
Reykjavík 30. maí 1990
Skólastjóri
^L-^TL/TI SAMTÓK ÁHUGAFÓLKS
tÁXL^LiJ UM ÁFENGISWNDAMÁUO
Aðalfundur SÁÁ
Aðalfundur SÁÁ verður haldinn laugardaginn 9.
júní 1990 kl.14.00 að Síðumúla 3-5, Reykjavík.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Menntamálaráðuneytift,
29. maí 1990
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Vopnafjördur-Neskaupstaður-Seyðisfjörður
Almennir fundir
Almennir fundir verða með Hjörleifi Gutt-
ormssyni alþingismanni.
Á Vopnafirði: I Miklagarði þriðjudaginn 5.
iúní.
I Neskaupstað: Egilsbúð miðvikudaginn
6. júní kl. 20.30.
Á Seyðisfirði: (Herðubreið fimmtudaginn
7. júní kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Alþýðubandalaglð
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. júní 1990
j Vr A<3\e - HHIUIYaáLrí OCCt InúL.r lueetjulatH