Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 19
HELGARMENNINGIN
Hin tenntu
sköp
Sigríður Elfa Sigurðardóttir opnar sýningu
í Hlaðvarpanum í dag
Inn um hin tenntu sköp fer sýn-
ingargesturinn og endurfæðist
inn í aldingarðinn sem listakon-
an Sigríður Elfa hefur sett upp í
kjallara Hlaðvarpans að Vest-
urgötu 3.
í rökkrinu í kjallaranum
hljómar framandi flautuleikur og
leiðin liggur milli tákna um frjó-
semi, erótík, dauða og rotnun. Ur
gangi einmanaleikans þar sem
uppi hanga tákn fyrir Indíánaætt-
bálka sem eru í útrýmingarhættu,
liggur leiðin inn í aldingarðinn,
þar stendur hið fagra lífsins tré.
Adam og Eva eru aðskilin og hin
heilaga karlaþrenning er í líki þri-
höíða slöngu.
Týnda
töfraflautan
Sýningin í Hlaðvarpanum
byggir á goðsögninni um konuna
sem í árdaga réð ríkjum, söguna
sem frumskógarverumar Títi og
Martína hvísluðu kannski að
listakonunnu eða hana dreymdi
kannski?
Konan í árdaga átti töfraflautu
og með henni skóp hún ífið og
fijósemd á jörðu. Þessi frummóð-
ir var með tennt sköp og hún vakti
öfund og afbrýði í hjörlum karl-
manna. Þeir réðust því að henni
sofandi og bmtu skapatennur
hennar og rændu flautunni. Upp
frá því var hvorki hægt að reiða
sig á fijósemi eða frið á jörðu.
Saga þessi er í sýningarskrá
Sigríðar Elfu og þema goðsög-
unnar birtist á sýningunni bæði í
uppstillingu í kjallara og í efnivið
olíumálverka á efri hæð hússins.
Sigríður Elfa segist hafa orðið
fyrir miklum áhrifum af hugsun-
arhætti indiána í Mexíkó sem láta
sig peninga- og gróðavafstur að
hætti Veslurlandabúa litlu varða.
Þetta fólk lifir í sátt og samlyndi
við náttúmna, og það skilur ekki
jað sé hægt að selja lönd og vötn.
Jörðin er allra og þeir bera virð-
ingu fyrir henni eins og lifandi
vem, segir Sigríður. Með þessari
sýningu er ég að sýna slitin sem
verða milli manns og náttúm og
þær afleiðingar sem það hefur í
for með sér. Goðsagan segir frá
þessum slitum, þess vegna er ekki
hægt að reiða sig á frjósemi og
frið í heiminum, því að tengslin
hafa rofhað.
Erótík og dauöi
Konur em ekki síður grimmar
en karlmenn, segir Sigríður, en
þær hugsa öðmvísi. Þær fæða af
sér líf og láta sig líf meira varða
en karlmenn. Konur sáu t.d. alfar-
ið um lækningar fram á þessa öld,
en þær hafa verið rændar mörgum
hlutverkum sínum. Þannig er
táknrænt að karlmennimir bijóta
tennumar úr sköpum konunnar
sem í árdaga ríkti. Ég sé það
einnig sem tákn um nauðgun,
segir listakonan.
Þau tákn sem endurtaka sig í
sífellu á sýningunni, em tákn um
dauðann, rotnunina, erótíkina og
fijósemina. Þau tengjast öll og
verða ekki frá hvert öðm skilin.
Dauðinn er jafnnauðsynlegur og
fjósemin, dauðinn leiðir af sér
rotnun sem myndar jarðveginn
fyrir Iíf. Þessi óendanlega
hringrás er kannski sýnilegri í
heitara loftslagi en héma á Is-
landi, segir Sigríður. Mér þótti
hræðilegt að heyra að nú er bann-
að að planta trjám á gröfum á Is-
landi, eins og oft var áður gert,
segir hún. Það er mjög táknrænt
að sjá tré á gröf.
Á þessum síðustu og verstu
tímum vekur sýning Sigríðar
menn yfirleitt til umhugsunar um
hlutverk þeirra í leitinni að
töfraflautunni og menn ganga án
efa ekki ósnortnir úr gangi ein-
manaleikans út í sólskinið á hlað-
inu í Hlaðvarpanum.
Sigríður Élfa lærði myndlist á
Barcelóna á Spáni og Cartagena í
Kólumbíu. Hún hefúr tekið þátt í
samsýningum i áðumefndum
borgum og í mars síðastliðnum
átti hún verk á samsýningu ís-
lenskra og bandarískra kvenna í
Minneapolis í Bandaríkjunum.
Hér heima hefur Sigriður haldið
sýningar á Akranesi og i Reykja-
vík.
Sýningin í Hlaðvarpanum við
Vesturgötu 3 er opin alla daga frá
kl. 12-18 og stendur til 17. júní.
BE
Tólf myndlistarsýningar
Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargar lístsýningar opn-
að um sðmu helgi og nú. Flestartengjastsýningam-
ar með beinum eða óbeinum hætti Listahátíð í
Reykjavík. Eitt er víst að listelskendur fá nóg að
gera.
Listmáiarafélagið opnar Listhús við Vesturgötu 17 í
tilefni Listahátíðar. Á sýningunni eru málverk eftir nfu
landskunna iistamenn sem vilja með sýningu þessarí
heiðra minningu Valtýs Péturssonar. Sýningin verður
opin alla daga frá kl. 14-18 og stendurtil 20. júní.
Félag islenskra myndlistarmanna opnar sýningu á
vcrkum Sigurðar Sigurðssonar í FIM-salnum við
Garðastræti 6 á morgun. Sýning Sigurðar verður opin
alla daga frá kl. 14-18 og lýkur 19. þessa mánaðar.
Leirlistafélagið opnar sama dag sýningu undir heit-
inu Leir og blóm í Epalhúsinu, Faxafeni 7. Þátttakendur
eru fjórtán Leirlistafélagai. Sýningin er opin á verslunar-
tíma virka daga en frá kl. 14-18 urn helgar og stendur til
16. júní.
I Listasafni ASÍ verður opnuð á morgun sýning á
grafikiist frá Frakklandi. Auk þess sem sýnd verða
verk eftir fjölda þekktra listamanna verða eimtig kymttar
lítprenlstofumar sem prenta myndverkin. Sýningin er
opin virka daga nema raánudaga fxá kl. 16-19 og stendur
til l.júlí.
Edda Jónsdóttir opnar sýninguna Vörður í dag í
Gallerí Sævars Karls við Bankastræti 9. Á sýningunni
eru vatnslitamyndir og smámyndverk úr gleri, grástcini
og pappamassa. Opið er á verslunartíma og slendur sýn-
ingin til 24. júni.
Magnús Tóntasson opnar eins og margir á morgun
sýningu á skúlptúrum i listasalnum Nýhöfn við Háfnar-
stræti 18. Sýningin hefitr hiotið nafnið Land og vættir og
eru verkin mestmegnis unnin úr áli og jámi. Sýning
Magnúsar er opin frá 14-18 um helgar en opnuð kl. 10 á
virkum dögunt og stendur til 20. júní.
Hreinn Friðfinnsson lætur ekki sitt eftir liggja og
opnar sýningu á nýjum vcrkunt í Gallerí 1 1 við Skóla-
vörðustíg4a. SýningFriðfimtscropinalla dagakl. 14-18
og stendur til 21. þessa mánaðar.
Einfarar i fslenskri myndlist slást í þetta sínn f för
annarra listamanna og opna sýningu á morgun í Hafnar-
borg i Hafnarfírði. Á sýningunni era unt eitt hundrað
verk fimmtán íslcnskra naívista. Sýning alþýðulista-
mannanna stendur til 24. júní og er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 14-19.
Nýlistasafnið stendur fyrir nýstárlcgri sýningu á
þessari Listaliátíð. Verk Ijölda listamanna erlendra og
innlendra verða til sýnis víða í Þingholtunum. Á morgun
verður sýningin, sem kölluð er Fyrir ofan garð og neð-
an, opnuö með dagskrá í Hallargarðinum við Fríkirkju-
veg.
Guttormur Jónsson opnar á morgun sýningu á
skúlplúrum i Stöðlakoti við Bókhiöðustíg 6. Öll verk
Guttorms eru unnin í gijót.
Efnið i myndverkin er sótt i nágrenni Akrancs, þar
sem listamaðurinn býr og starfar. Bera verkin öll nöfh
kennileita þaðan.
Sýningin í Stöðlakoti er opin daglega ftá kl. 13-18 og
lýkur 17. júní.
Laugardaginn 2. júní opnar Róbert Róbertsson sýn-
ingu í kaffihúsinu Djúpinu i kjallara vcitingahússins
Homsins.
Róbert útskrifaðist úr Myndlista- og handiðaskóla ís-
lands I fyrra. Sýningin er opin frá kl. 11 og fram á kvöld
og stendurútjúní.
Konur í Austurstræti er yfirskrift sýningar sem Alda
Sveinsdóttir opnar á morgun i Gallerí 8 í Austurstræti.
Meginviðfangsefnið á sýningunni í Galleri 8 er kon-
ur. Myndimar era unnar með vams- og akrýllitum.
Sýning Öldu stcndur aðeins í þijá daga og er opin frá
kl. 14-18.
Þá er flest það upptaiið sem ekki cr getið um annars
staðar í blaðinu. Eins og áður sagði er sjaldan sem mönn-
um gefst kostur á jafnmörgum sýningaropnunum á einni
helgi.
Föstudagur 1. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA19
•rul .r lugsnmaOT wrm.j!ivuOun — muic oi