Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 9
Loksins kemur Kantor! - og kemur aldrei aftur Tadeuz Kantor er ef til vill skærasta stjarnan í evrópsku leikhúsi eftir seinna stríð. Það er að minnsta kosti ljóst að þegar leiklistarsaga þessarar aldar verður metin mun nafn hans vega þungt. Þó er hann enn sem komið er nánast óþekktur hér uppi á ís- landi. Ástæðan fyrir því er ein- faldlega sú að engin leið er að endurskapa list hans og ekkert leikhús getur tekið verk hans til sýninga, þar sem hann semur hvorki leikrit né sviðsetur verk annarra höfunda. Hann yrkir hins vegar sýningar sínar úr þeim efnivið sem sviðsrýmið er og leikhópurinn Cricot 2, sem hefur starfað undir hans stjórn með svo til óbreyttri áhöfn um áratugi. Inntak sýninga sinna byggir Kantor á persónulegri reynslu og ómenguðum minningum lítils drengs sem ólst upp í furðuheimi. r Krakár á millistríðsárunum og þar er bæði harmur og háð, en umfram allt ljóðræna. Kvikmynd eða myndband af óviðjafnan- legum sviðsgaldri Kantors getur einungis fært okkur daufan enduróm vegna þess að hann á einungis heima á leiksviði og ein- ungis í leikhúsi er unnt að njóta hans. Af þessum sökum er hann lítt þekktur hér á landi. Þeir ís- lendingar sem þó hafa séð sýning- ar Kantors á einhverri af þeim fjölmörgu leiklistarhátíðum sem hann hefur gist undanfarna ára- tugi, hvort heldur í Evrópu, Am- eríku eða Asíu, eru á einu máli um að þær séu mikilfenglegt sjónarspil og eigi engan sinn líka. Kantor er skýrt dæmi um myndlistarmann sem nægir ekki léreftið eitt og verður að sprengja stórbrotinni sköpunargáfu sinni leið inn á rúmbetri vettvang. Þann vettvang fann hann í hinni þrívíðu og lifandi Iist leiksviðsins. Eftir sem áður er Kantor mynd- listarmaður sem semur sviðsverk sín samkvæmt ýtrustu kröfum um myndbyggingu og litasam- setningu. Þó er hér margt fleira á ferð en myndlistin ein. Við getum til dæmis líkt verkum hans við máttuga hljómkviðu þar sem hver þáttur á sinn rétta stað allt frá largó til scersó og frá dimínú- endó til crescendó; og aðeins á leiksviðinu tekst samruni þessara listgreina, eins og góð ópera er jafnan til vitnis um. Það er með þessum samruna sem Kantor skapar magnað andrúmsloft, hreina leiklist sem þrífst ekki annars staðar en í leikhúsi. Listahátíð hefur nokkrum sinnum áður reynt að fá Kantor hingað með alþjóðlegan leikhóp sinn en ekki tekist fyrr en nú. Hér er því loksins einstakt tækifæri til að komast í snertingu við þann leikhúslistamann sem raunveru- lega hefur tekist að auðga leiklist- ina, og einstakt tækifæri til að upplifa eitthvað í leikhúsi sem er engu líkt. Þegar list andartaksins rís hátt verður hún ógleymanleg þeim sem eru til vitnis. Þannig er list Kantors. Að áhrifamætti jafn- ast hún á við málverk eftir Dalí, sinfóníu eftir Beethoven, skáld- sögu eftir García-Márques og háa C hjá Pavarotti. List Kantors er sem sagt aðeins hægt að líkja við það besta í öðrum listgreinum og þó er hún einstök vegna þess að hún lifir einungis í leiksýningu stutta stund - og deyr með meist- ara sínum. Kantor kemur aldrei aftur. Kantor og Cricot 2 sýna „Ég kem aldrei aftur“ í Borgarleik- húsinu 5. til 8. júní n.k. Árni Ibsen Föstudagur 1. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.