Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 23
Risaeðlan
mann að
„Frægð og steingervingar”, íyrsta
breiðskífa Risaeðlunnar. Miðað
við líftíma hljómsveitarinnar er
þessi breiðskífa nokkuð seint á
ferðinni. Það virðist ffekar al-
gengara að hljómsveitir fari
snemma á ferli sínum í hljóðver
og taki uppi plötu, áður en tónlist-
armennimir hafa gert lágmarkstil-
raun til að kanna hvort einhver
vilji hlusta á þá. En Risaeðlan fer
aðra leið.
Undanfarin tvö til þijú ár hef-
ur Risaeðlan verið áberandi í tón-
leikalífi borgarinnar. Lengi vel
hafði hljómsveitin ekki mörg lög
að bjóða áheyrendum sínum, en á
öllum þeim tónleikum sem ég hef
farið á með Risaeðlunni hef ég
aldrei orðið var við að lagafæðin
truflaði nokkum mann. Skýringin
á þessu liggur sennilega í leik-
gleðinni sem er fylgifiskur Risa-
eðlunnar og að þessi fáu lög era
öll hin mestu gæðalög. Þar fara
þær stöllur Magga og Dóra
fremstar í flokki og njóta fag-
mannlegs stuðnings þremenning-
anna Sigga, Tóta og ívars (-
Bongó?). Fyrir utan að vera liprir
hljóðfæraleikarar og söngvarar
era þær Dóra og Magga þannig í
sviðsframkomu að áheyrendum
fer að líða eins og þeir séu flfl, og
það sem meira er, þeir virðast
kunna ágætlega við sig þannig.
Það er einhver bijálsemi í tón-
list Risaeðlunnar. Freud eyddi
miklu púðri í að útskýra bæling-
una og hvemig hún mótar yfir-
borð mannsins. Marx talaði um
firringuna, hveming iðnvætt sam-
félag firrti manninn frá náttúranni
og tók af honum hæfileikann til
að sjá samhengi hlutanna og
svipti hann réttri vitund. Risaeðl-
an getur hjálpað til við að losa
menn við hvort tveggja, firring-
una og bælinguna.
íslenskir tónleikagestir era
venjulega ekki mjög dansóðir,
enda endurspeglast viðhorf ís-
lendinga til tónleika í lögum um
virðisaukaskatt, þar sem tónleikar
era undanþegnir virðisaukaskatti
en dansleikir ekki. Viðmiðun
skattaeftirlitsins er dansinn. Ef
fólk á veitingahúsi dansar, þá er
það á dansleik, en ef það situr
með höndina kreppta um glas og
mjakar sér í stólunum, þá er það
augljóslega á tónleikum. Islenskir
skattaeftirlitsmenn gætu þó lent í
erfíðleikum á tónleikum Risaeðl-
unnar. Vegna þess að áheyrendur
gleyma sér og togast inn í fúrðu-
heim Risaeðlunnar, dáleiddir af
austurlenskum saxafónleik og
fiðlu, gefa þeir skít og kanel í
virðisaukaskattinn. I leiðinni losa
þeir aðeins um bælingamar og
firringuna.
Sendiherra afrískrar tónlistar á íslandi
gerir
fífli
Salif Keita hefur gefið út tvær plötur á Vesturiöndum meö ferskri og skemmtilegri blöndu afrtskrar og vestrænnar tón-
listar.
Þá fer Listahátíð að skella á
og til landsins streyma listamenn
af öllum sortum. Val Listahátíðar
á tónlistarmönnum úr dægur-
heiminum hefúr yfirleitt verið
umdeilt og engin breyting verður
á því nú. Fleyrst hafa óánægju-
raddir með að hátíðin kveðji ekki
nógu fræga tónlistarmenn til sín
að þessu sinni, eins og ffægð gefi
tónlistarmönnum einhvem gæða-
stimpil. Því er líka þannig farið
hér á hólmanum við heimskauts-
baug að „ffægð” er hér ákaflega
afstætt hugtak. Það sem er heims-
frægt á íslandi hafa kannski að-
eins örfáar sálir heyrt á minnst í
útheimum, og ef til vill ekki ein
einasta. Þess vegna mun Garðar
Hólm alitaf lifa með þessari þjóð.
Val Listahátíðar á Salif Keita
hefur einna mest valdið óánægju.
Að mínum dómi er þessi óánægja
á margan hátt skiljanleg, þar sem
fólki er yfirleitt ffekar illa við það
sem það þekkir ekki. Eftir að hafa
hlustað á tvær af plötum Salífs K-
eita er ég hins vegar þeirrar skoð-
unar að sjaldan hafi Listahátíð
valið eins skemmtilega og nú.
Það er ekki auðvelt að ætla sér
að lýsa tónlist Salifs Keita. Undir-
staðan í tónlistinni er afríkönsk,
en minnir frekar lítið á þann blús
sem maður hefúr heyrt frá Afríku.
Tónlist Keita minnir meira á
Johnny Clegg en þeir eiga sam-
eiginlegan áhuga á að sameina
nútímatónlist Vesturlanda afrískri
tónlist. Keita er aftur á móti ekki
eins poppaður og Clegg og semur
mun flóknari lög en hann að upp-
byggingu. Vestrænir tónlistar-
menn hafa lengi stundað það að
fara til Afríku í leit að hugmynd-
um og komið aftur vesturfyrir og
hljóðritað undir afrískum áhrif-
um. Peter Gabriel er dæmi um
þetta. En með Salif Keita, Ali
Farka Toure og fleiram, er dæm-
inu snúið við.
Það ánægjulega við komu K-
eita til íslands er að með henni
gefst tækifæri til að sjá tónlistar-
mann langt að kominn úr öðru
menningarsvæði, flytja tónlist
sína á sviði. Hingað kemur
sautján manna
hljómsveit með Keita, sem eitt og
sér er óvenjulegt. Vestræn dægur-
tónlist hefúr komið þeirri ímynd í
hausinn á manni að í hljómsveit
séu 4-7. En Keita þarf að hafa sér
til aðstoðar alls kyns slagverks-
leikara og aðra hjálparkokka til að
koma tónlist sinni til skila.
Salif Keita á sér nokkuð lang-
an feril eins og áður
hefúr verið rakið á
Heimir Már
Pétursson
dægurmálasíðunni. Hann er af
göfúgum ættum, getur rakið sig í
beinan karlegg til Soundjata K-
eita fyrsta þjóðarleiðtoga Malí
árið 1240 og hann hefði getað átt
ffamtíð fyrir sér meðal finna liðs-
ins. En mótætið mætti Keita
snemma. Hann er albinói þannig
að hann hefúr kynnst kynþátta-
hatri ffá báðum hliðum. Það bætti
síðan ekki úr skák að hann skyldi
leggja tónlistina fyrir sig, þar sem
tónlistarflutningur tilheyrir á-
kveðnum ættum í heimalandi
hans Malí og þær ættir era að
DÆGURMÁL
sjálfsögðu skör lægra settar en að-
alsætt Keita.
Fyrstu árin á tónlistarbraut-
inni vora því mögur peningalega
séð fyrir Keita. Hann gekk til liðs
við vinsæla hljómsveit í Malí en
var fljótlega bolað úr henni og
gekk þá til liðs við enn vinsælli
og ffægari hljómsveit The
Ambassadeurs. Það var í gegnum
þá hljómsveit sem athyglin fór að
beinast að Keita og síðan þá hefúr
leiðin verið upp á við. I dag býr
Keita í París og hefúr gefið út
tvær sólóplötur á Vesturlöndum.
Sú fýrri heitir „Soro”, og hefur
henni lítillega verið lýst á þessari
síðu áður. Seinni platan heitir
„Kó Yán” og kom hún út í fyrra.
„Kó Yán” er töluvert ffá-
bragðin „Soro”, sem fékk mjög
góðar viðlökur. „Kó Yán” er öllu
„vestrænni” hvað útsetningar
varðar. Keita er kannski að átta
sig á breyttum aðstæðum því „Kó
Yán” þýðir „hvað er að gerast”.
Hvað sem vestræn áhrif áhrærir,
spilar Keita engu að síður tónlist
með traustum afrískum rótum.
Það eina sem skyggir á tónleika
hans í Reykjavík (svo maður
haldi áfram að agnúast út í Lista-
hátíð), er að þeir skuli haldnir á
þeim andstyggðar tónleikastað
Hótel Islandi. Innréttingamar og
mórallinn á íslandi eiga sérstak-
lega illa við sautján manna affíska
hljómsveit og yfirleitt ætti alls
ekki að halda tónleika á þessum
stað. Listahátíð til vamar ber þó
að taka fram að það er ekki um
auðugan garð að gresja í þessum
efnum, þegar verð og allt galleríið
er tekið með í myndina.
Við látum þennan sal í Ár-
múlanum hins vegar ekki trafla
okkur um of. Það má njóta góðrar
tónlistar hvar sem er ef áheyrend-
ur era með á nótunum. Vonandi
láta sem fæstir einstakt tækifæri
framhjá sér fara til að hlusta á
Salíf Keita.
-hmp
Fyrsta breiðskífa Risaeðlunn-
ar kemur út samtimis á Islandi, í
Bandaríkjunum og i Bretlandi. Á
máli engilsaxa heitir fyrirbærið
„Fame And Fossils”. Af þessum
sökum era textar plötunnar á
ensku, sem traflar dálítið í fyrstu.
En eftir nokkrar hlustanir losnar
maður við bælinguna sem innræt-
ing skólakerfisins, rikisútvarps-
ins, menntamálaráðuneytisins,
foreldranna, vinanna og mannsins
á götunni hefur plantað dyggilega
í hausinn á manni og felst í ofsa-
fenginni virðingu fyrir íslenskri
tungu. Þær Dóra og Magga fylgja
líka fordæmi manna í ábyrgðar-
stöðum í þjóðfélaginu og bera
enskuna fram með hörðum erram
og með áhersluna á fyrra atkvæð-
ið. Þannig hljómar þetta eiginlega
eins og óskiljanleg íslenska.
Eðlilega saknar maður nokk-
uð leikgleðinnar á „Frægð og
steingervingum” sem einkenna
tónleika Risaeðlunnar. En eins og
það er mögulegt að hafa „veislu í
farangrinum”, er hægt að fram-
kalla tónleika í skallanum, leggi
maður sig fram. „Frægð og stein-
gervingar” er vel unnin plata og
skemmtileg áheymar. Endurtekn-
ar keyrslur hljómsveitarinnar á
lagasafni sínu á tónleikum hefúr
vafalaust fágað af þeim flesta
agnúa og þess vegna kemur plat-
Risaeðlan er án efa það Qörugasta sem er að gerast í (slensku rokki um
þessar mundir. Risaeðlan ero: Siggi, Dóra, (var, Magga og Tóti. Mynd: Remy
Fenzy.
an manni kannski til eyma eins og
ein sannfærandi heild. Gamall
kunningi Ivar „Bongó” kemur við
sögu ásamt „Allah”, sem hefur
verið á tónleikaskránni hjá Risa-
eðlunni í nokkum tíma. Þeir sem
hafa fylgst með Risaeðlunni á
tónleikum kannast raunar við allt
efni plötunnar.
Ken Tomas sem „pródúser-
aði” „Nóttina Iöngu” hans Bubba
og sem unnið hefúr með hljóm-
sveitunum Pil, Wire og Depeche
Mode og David Bowie, „pródú-
serar” „Frægð og steingervinga”
ásamt hljómsveitarmeðlimum og
hann sat einnig við stjómborðið í
upptökunum.
Aðdáendum Risaeðlunnar til
upplýsingar þá ætlar hljómsveitin
að halda hátíðarsamkomu og
gleðikvöld í kjallara Keisarans í
kvöld og hefjast herlegheitin
klukkan 23. Siggi Best (lista-
mannanafn Sigurjóns í Ham) mun
heiðra Risaeðluna með uppá-
komu, ásamt Dr. Gunna eða
Gunnari í Bless og trúbadomum
Sigga Bjöms. Þegar þessir piltar
hafa lokið sér af stígur Risaeðlan
á svið og syngur og leikur og
stjómar síðan diskótekinu á eftir.
Aðgangseyrir er 800 krónur.
-hmp
Föstudagur 1. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23