Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviijans Afgrelðsla: tr 68 13 33 Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Auglýsingadeild:« 68 1310 - 6813 31 Ritsg'órar. Ami Bergmann, Ólafur H. Torfason Sfmfax: 6819 35 Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Verð: 150 knónur (lausasölu Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friöþjófsson Setnlng og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. ÚÖit: Pröstur Haraldsson Prentun: Oddl hf. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Aðsetur: Slðumúla 37,108 Reytqavík Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Sammála eða ósammála háskólarektor Það var einhver greinarhöfundur að kvarta yfir því um daginn, að umræðan um Evrópubanda- lagið væri svo neikvæð hér á landi. Menn væru allir í því að telja upp annmarka og mikla fyrir sér ókosti þess að ganga þar inn. Þetta er að sönnu mesta öfugmæli. Vissulega hafa þeir menn tekið til orða sem hafa varað við því hugsunarlitla bráð- læti sem birtist í mörgum Evrópuvangaveltum á seinni misserum. En þegar á heildina er litið hef- ur umræðan um aðlögun okkar að reglum evr- ópsks stórmarkaðar og inngöngu í hann verið í senn jákvæð og þokukennd. Fátt um skýr svör við spumingum en þeim mun meira um almenna innrætingu í þá vem, að inn í Evrópubandalagið hljóti leiðir allra að liggja, öðmvísi geti það ekki verið. Ný söguleg nauðhyggja er til orðin. Af þessum ástæðum meðal annars vakti það sérstaka athygli þegar háskólarektor varaði við því í ræðu og ítrekaði það svo í viðtali við Þjóðvilj- ann, að með inngöngu í Evrópubandalagið kynnu menn að missa sjálfræðið fýrir tímabundið hagræði og óttaðist hann að ekki yrði langt að bíða vemlegrar hnignunar hér. Ekki síst vegna þess að risavaxin fjölþjóðafýrirtæki gætu auð- veldlega keypt mest allan íslenska veiðiflotann og þá veiðikvótann og þær fiskvinnslustöðvar sem arðbærar þættu. Þessi ummæli Sigmundar Guðbjamasonar háskólarektors gengu mjög þvertá hinn almenna Evrópusöng, sem hefur ekki síst verið hávær í sjónvarpinu. Einnig ganga þau þvert á óskhyggju sem útbreidd er meðal yngri menntamanna um merkileg atvinnutækifæri sem þeirra kynnu að bíða í sameinaðri Evrópu. Menn hafa svo verið að leggja út af ræðu rekt- ors með ýmsum hætti. Morgunblaðið rakti hana ítariega í fréttum og svo Reykjavíkurbréfi, eins og vert var. En athyglisvert er, að eftir að höfundur síðasta Reykjavíkurbréfe klippir saman drjúgar í- vitnanir í ræðu rektors er sem hann dragi sig inn í skel og segir eins lítið og hægt er. Eða aðeins þetta hér: „Hvort sem menn em sammála eða ósam- mála dr. Sigmundi Guðbjamasyni, fer ekki á milli mála að sjónarmið hans eiga rík erindi inn í þær umræður sem nú standa yfir í landinu.” Það er að sjálfsögðu satt og rétt, að sjónarmið rektors eiga mikið erindi við fólk. En hvers vegna er Morgunblaðsmaður svona hógvær og feiminn við að taka afstöðu í þeim pistli blaðsins sem einmitt er ætlaður til þess að viðra skoðanir, af- stöðu, í meiriháttar málum? Því hér er um þá hluti að raaða að annaðhvort em menn sammála eða ósammála - málið verður ekki afgreitt með því að segja að allt sé þetta forvitnilegt eða eitthvað á þá leið. Við skulum leyfa okkur að ætla að hér sé höf- undur Reykjavíkurbréfe í nokkmm tilvistarvanda. Hann sér að rektor er að tala um raunvemlegan háska sem ekki dugir að vísa frá sér með ein- hverri ódýrri bjartsýni. En hann sér líka, að sá háski sem um ræðir, hann er skilgetið afkvæmi þess frjálsa Ijármagnsstreymis, þeirra lítt sem ekki heftu markaðslögmála sem Morgunblaðið hefur að öðm leyti gert að sínu keppikefli og trú- arjátningu. Það er auðvelt að sýna fram á að mest fiskveiðihagræðing fýrir Evrópu í heild væri sú, að skip, skráð á íslandi til að ekki þyrfti að standa í pólitískum erfiðleikum um kvótaskipt- ingu, veiddu fiskinn, skipstjómarmenn væm ís- lenskir, aðrir sjómenn héðan og þaðan eftir því sem kaupin gerast á atvinnumarkaði og aflinn yrði svo unninn í Norður-Þýskalandi. Og allt væri reyndar undir stjóm og eignarhaldi risavaxins matvælahrings. En þessi þróun gæti um leið þýtt að stómm hluta felensks samfélags væri „hag- rætt út af kortinu” ef svo mætti segja - svo stómm hluta þess reyndar, að hér mundi reynast afartor- velt að halda uppi því menningariífi íslensku sem risi undir nafni. Gáum að þessu. ÁB 0-AUT 7 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.