Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 13
Takinu sleppt og flugið hefst. Mynd: Snorri. Rúnar Rúnarsson fallhlífastökkvari og -kennari er með reyndustu stökkvurum hér á landi, en er nú að flytjast búferlum til Bandaríkjanna til að geta stundað íþróttina Fallhlífastökk Stórkostleg tilfinning Nýtt Helgarblað í fallhlífastökki. Verður ekki lýst með neinum orðum nema kannski stórkostlegt, frábært, ótrúlegt Fallhlífastökk. Orðiö hefur óneitanlega yfir sér háskalegan blæ. Að stökkva frá því um morguninn og fljúga um loftin bláóháðuröllu, nemaauðvitað fallhlífinni. Eflaust hefur voru að lenda þegar okkur bar alladreymtumaðfljúgaeinsogfuglinnoglifaðþaðídraumumsínum, að. Ég fékk búning, gleraugu, sofandi á grænum eyrum í öruggum jarðneskum rúmum. En þótt draumurinn um að fljúga um loftin sé stór, þora fæstir að láta hann rætast. Að stökkva út úr flugvél í þúsunda feta hæð er náttúrlega meira en að segja það. En það eru margir sem gera það, og „venjulegt" fólk segir þá klikkaða, að það eigi að athuga í þeim heilann. Blaðamaður Nýs Helgarblaðs þarf þvi greinilega að fara í heilatékk, því hann lét verða af því að stökkva. Og tilfinningunni sem því fvlgir verður ekki með orðum lýst. Einn góðan veðurdag fékk ég þá hugmynd að stökkva úr fall- hlíf. Hafði reyndar langað í langan tíma, en auðvitað ekki hugsað þá hugsun til enda. Ég tók þá ákvörðun að prófa, en fékk dræmar undirtektir hjá yfir- mönnunum. „Reyndu bara, þú þorir ekki þegar á hólminn er komið,“ sögðu þeir. Og þegar maður fær svona áskorun herðir maður upp hugann og ég ákvað að láta verða af því að stökkva. Ég hafði samband við Fallhlíf- aklúbb Reykjavíkur og þeir tóku mjög vel í erindið. Að sjálfsögðu fengi ég ekki að stökkva ein, heldur í svokölluðu farþega- stökki. Þá er maður ólaður við reyndan stökkvara, og sá er með fallhlífina á bakinu. Farþeginn er eins og kengúrubarn framan á. Nema hvað. Ég fór í fylgd ljósmyndara á Sandskeið einn daginn, ekki laus við að vera dá- Iítið spennt. Það var sól og blíða og alveg heiðskírt. Þeir í Fallhlíf- aklúbbnum höfðu verið að Flugvélin að fara af stað og búnaðurinn athugaður. Mynd: Kristinn. hjálm og hanska og fékk leiðsögn í undirstöðuatriðum stökksins, svo sem hreyfingum í loftinu og lendingu. Það var Rúnar Rúnarsson, margreyndur fallhlífastökkvari og -kennari sem fékk það hlut- skipti að stökkva með mig. Ég beið spennt eftir að fara af stað, vildi komast upp sem fyrst. Þeir voru hins vegar hinir rólegustu og undirbjuggu sig mjög vel, fóru yfir allt og athuguðu að ekkert vantaði. Loks kom að því. Við vorum sex sem áttum að fara upp, Rúnar með mig á maganum, stökkvari með myndavél til að mynda herlegheitin og einn nem- andi með tvo kennara með sér. Við tróðum okkur inn í flugvél klúbbsins og loksins var farið af stað. Ég var ekki vitund kvíðin, hlakkaði bara til. Flugvélin tókst á loft og klifraði smátt og smátt upp. Útsýnið var frábært og ég sá landið í nýju ljósi. Naut útsýnis- ins til fulls og gleymdi því eigin- lega að ég væri að fara að stökkva út úr þessari flugvél. Strákarnir sögðu mjög svo „skemmtilega“ brandara, og reyndu að sjálf- sögðu að hræða mig sem mest þeir máttu á leiðinni upp. Ég var að „sjálfsögðu“ ekki vitund hrædd, eða þóttist ekki vera það. í rauninni var ég það heldur ekki, ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir hvað ég var að fara að gera. Við áttum að stökkva úr 10 þúsund feta hæð, en nemandinn með kennarana tvo úr 12 þúsund feta hæð. Ég var með hæðarmæli framan á mér og sá nálina mjak- ast upp. Nú var komið að því, 10 þúsund fetin voru komin. „Hvernig veistu hvar við eigum að lenda?“ spurði ég Rúnar, því ég gat hvergi greint Sandskeið niðri á jörðinni. Þá opnaði hann dyrnar, hallaði sér út með mig í eftirdragi og benti, „þarna beint fyrir neðan,“ sagði hann. Þá fékk ég fyrsta hræðslukastið. Ég fann skelfingarhnútinn herpast í mag- anum á mér þegar ég horfði út um dyrnar. Og hinir hlógu. Jæja, stökkvarinn með mynd- avélina klifraði fyrstur út á væng- inn og hélt sér þar. Þá sagði Rún- ar mér að stíga út. Ég hélt mér dauðahaldi í handfangið á dyrun- um og steig varlega út, eða rétt- ara sagt, Rúnar steig út og ég fylgdi með, óluð við hann. Þegar ég stóð á þrepinu á vélinni og horfði niður fann ég skelfinguna gagntaka mig. Ég hef aldrei á ævinni orðið jafn skelfingu lostin. Það flaug í gegnum huga minn að ég væri biluð. Ætlaði ég virkilega að stökkva úr örygginu í flugvél- inni út í tómið? Þetta stóð í um það bil 5 sekúndur, að ég held. Mér fannst það vera eilífð. Svo heyrði ég Rúnar öskra „go“ og við stukkum. Þeir hinir sögðu að ég hefði öskrað, en ég man það ekki. Ég man bara að við stukkum út í loftið og ég hugs- aði að fyrst ég ætti á annað borð að deyja, væri örugglega skemmtilegast að deyja svona. En hafi hræðslutilfinningin verið mikil þegar ég stóð á þrep- inu, var hamingjutilfinningin þegar ég stökk fimm sinnum meiri, minnst. Þegar við höfðum náð réttri stellingu, flugum við eins og fuglar um loftið og mér fannst við vera kyrr. En við vor- um alls ekki kyrr, heldur féllum við á nærri 200 km hraða niður. Það er hreinlega ekki hægt að lýsa tilfinningunni að fljúga svona. Það var eins og maður fyndi loks hið fullkomna frelsi. Að „líða“ um loftið og geta meira að segja stjórnað hreyfingum og stefnu er ótrúlegt. Þama svifum við Rúnar í um það bil hálfa mínútu, sem mér fannst vera helmingi lengri tími. Þá vorum við komin niður í um 5 þúsund fet og Rúnar opnaði fallhlífina. Það var alveg maka- laus tilfinning, því í frjálsa fallinu var alveg gífurlegur þytur og há- vaði, en þegar fallhlífin opnaðist kom alger þögn. Fyrst mikill kippur, en síðan ótrúleg þögn. Og við svifum ljúflega niður og spjölluðum saman. Rúnar sýndi mér hvernig ég ætti að stjórna fallhlífinni og við beygðum, fór- um í hringi og í spinn, þ.e.a.s. hratt í marga hringi. Þá æfðum við lendinguna og voram komin það lágt að Rúnar fór að stýra hlífinni að lendingar- staðnum. Síðan lentum við eins og fuglar á trjágrein. Ekkert mál. Fallhlífarstökk er stórkostleg lífsreynsla. Þessi tilfinning að svífa um loftin blá er ótrúleg. Henni er einfaldlega ekki hægt að lýsa með orðum. En það er jafn öruggt eins og að þú ert að lesa þessi orð að ég ætla að stökkva aftur, og aftur. Sem fyrst. ns. Snorri Hrafnkelsson og Rúnar Rúnarsson á vængnum. Mynd: Kristinn. Rúnar Rúnarsson er félagi í Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur og jafnframt fallhlífastökkskennari og lærður flugmaður. Hann hafði alltaf langað til að prófa að stökkva úr flugvél og það var árið 1984 sem honum gafst tækifæri til þess. Þá komu hingað til lands bandarískir fallhlífastökkvarar á vegum Fallhlífaklúbbs Reykja- víkur og eftir það varð ekki aftur snúið. „Þetta var bara einhver ævin- týramennska í mér. Ég var kom- inn með einkaflugmannspróf þegar ég prófaði fyrst að stökkva, en flugið hefur alveg setið á hak- anum hjá mér undanfarið, því all- ur tíminn fer í áhugamálið. Ég er kominn með atvinnuflugmanns- próf núna, en ég flýg frekar lítið eins og er. Þetta var þannig að bandarísk- ir stökkvarar komu hingað og skipulögðu námskeið í samráði við Fallhlífaklúbb Reykjavíkur sem þá var starfandi. Þá var eng- inn hér á höfuðborgarsvæðinu sem mátti kenna fallhlífastökk og eini maðurinn sem mátti kenna var Sigurður Bjarklind, en hann bjó á Akureyri. Eftir þetta nám- skeið lá starfsemi Fallhlífa- klúbbsins að mestu niðri, því það hafði enginn rétt til stökkva einn eða kenna. Eftir að Bandaríkiamennirnir vora farnir fór einn íslendingur, Þórjón P. Pétursson út til að læra og fékk leyfi til að kenna. Ég lærði svo hjá honum og fór til Bandaríkjanna 1986 og stundaði fallhlífastökk mjög grimmt. Upp frá því hef ég verið í Flórida á veturna og stundað og kennt fallhlífastökk, en komið heim á sumrin til að stökkva.“ - Hvað hefur núverandi Fall- hlifaklúbbur Reykjavíkur starfað lengi? „Hann hefur starfað í núver- andi mynd frá 1987. Bæði séð um kennslu, sýningar og allt sem við- kemur fallhlífastökki. En í raun- inni var klúbburinn stofnaður 14. júlí 1970 og hefur því starfað með hléum síðan. Hann á 20 ára af- mæli á morgun og vonandi verður hægt að halda upp á það síðar í sumar. Virkir félagar eru 20 til 30, en það eru fleiri sem borga félagsgjöldin þótt þeir stökkvi lítið. Þótt það hafi verið mikil starf- semi í gangi hjá klúbbnum, hefur mjög lítil fjölgun orðið undanfar- in ár. Það er aðallega vegna þess að sumrin hafa verið svo slæm síðustu ár og þá er ekki hægt að útskrifa nemendur. Svo hafa nokkrir hætt, lagt fallhlífina á hil- luna og nokkrir hafa flust út og þar á meðal ég.“ - Ertu alfarinn út? „Já, eiginlega. Ég vil vera ein- hvers staðar þar sem ég get stund- að mitt áhugamál og það er ekki hægt hér á vetuma. Hins vegar mun ég öragglega koma heim á sumrin, því það er mjög gaman að stökkva hér. En ég get ekki hugsað mér lífið án þess að stökkva.“ - Fallhlífaklúbburinn er með námskeið fyrir byrjendur, hvern- ig fer svona námskeið fram? „Námskeiðið fer fram á tveimur kvöldum, sex klukku- stundir hvort, og þá er námskeið- ið kynnt og mönnum gert ljóst hvað þeir era að fara út í. Síðan fer langmestur tíminn í að þjálfa og æfa viðbrögð við allskonar uppákomum og neyðaraðgerð- um, þannig að allt sé á hreinu. Það er náttúrlega margt sem get- ur komið uppá í stökki og það er farið ofan í saumana á öllu sem hugsanlega getur komið uppá, og hvemig bregðast á við í slíkum tilfellum. Það er ekki þar með sagt að það sé algengt að eitthvað alvarlegt gerist í fallhlífastökki, en ef eitthvað gerist er eins gott að menn kunni að bregðast við og séu með á nótunum. Námskeiðið er kannski ekki mjög uppörvandi til að byrja með. Það slasast enginn í fallhlífa- stökki vegna þess að búnaðurinn klikki, því hann er orðinn það ör- uggur. Það er með fallhlífastökk eins og allt annað, það er mann- legi þátturinn sem skiptir máli. í langflestum slysum sem verða er um að kenna mannlegum mistök- um, hvort sem það era bflslys, flugslys eða slys í fallhlífastökki. Eftir að menn eru búnir að læra þessi atriði á námskeiðinu, eiga þeir að vera tilbúnir í fyrsta stökkið. Fyrir hvert stökk era nemendurnir undirbúnir í 30-45 mínútur á jörðinni, þar sem farið er yfir allar æfingar og viðbrögð. Síðan er farið í loftið og tveir bæði manns eigin lífi og annarra og fylgir ákveðnum lágmarks ör- yggisreglum, þá er fallhlífastökk ekkert hættulegra en að labba út í búð. Ég get nefnt sem dæmi að ég hef stokkið um það bil 1500 sinn- um, og ég hef aldrei þurft að nota varafallhlífina. Ég vil að lokum undirstrika það, að það jafnast engin tilfinn- ing á við það að falla í frjálsu falli. En það trúir enginn sem ekki hef- ur reynt það sjálfur hvað það er hægt að hafa mikla stjóm á sér í fallinu. í mínum augum er þetta hið eina sanna flug, því stýriflet- irnir sem maður notar era jú, manns eigin líkami, en ekki eitthvert álrusl úti á væng sem sem maður hreyfir svo í gegnum vírarasl og stýri eins og í vélflug- inu. Vélflugið hefur samt eins og aðrar flugíþróttir sinn sjarma. Flugmenn sem ekki vita betur segja stundum að menn sem stökkva út úr flugvélum í fullkomlega flughæfu ástandi, séu ekki með fullu viti. Við þá hina sömu vil ég segja þetta: við vitum betur. Það er nefnilega ekkert heilbrigðara fyrir menn með fullu viti en að stökkva út úr pottþéttri flugvél með pottþéttan búnað á bakinu til að fljúga sín- um eigin líkama. Og persónulega segi ég það, að ef eitthvað er þá eykst mín öryggistilfinning eftir að ég stekk frá vélinni með minn útbúnað á bakinu, og hef ég þó mikla trú á flugvélum, enda flýg ég þeim líka. Blár himinn.“ ns. kennarar fara með hverjum nem- anda niður. Þeir halda í hann í frjálsa fallinu, en sleppa honum eftir að fallhlífin opnast. Þegar nemandinn kemur niður er farið yfir allt sem gerðist í stökkinu. Þá er nemandinn látinn segja frá því sem hann upplifði í stökkinu, sem er stundum frábragðið því sem kennaramir sáu. Þetta hjálpar okkur að finna út hvort nemand- inn var virkilega með á nótunum eða hvort hann hafi bara verið úti á þaki allt stökkið. Nemandi getur nefnilega stað- ið sig nokkuð vel í stökkinu, en haft óskýra mynd af því sem gerð- ist þegar hann kemur niður. Eftir að nemandi er búinn að segja sína sögu, segja kennararnir sína sögu og frá því sem raunveralega gerð- ist. Námskeiðið er í sjö þrepum og nemandi verður að sýna ákveðna fæmi og uppfylla viss skilyrði áður en hann útskrifast. í fyrstu tveimur stökkunum halda tveir kennarar í hann, en í þriðja stökkinu er honum sleppt og kennaramir era hjá honum og fljúga við hliðina á honum. Þeir geta þá gripið inní ef eitthvað ger- ist. Ef nemandinn uppfyllir á- kveðin skilyrði í þriðja stökkinu er hann kominn á fjórða stig og eftir það þarf hann bara að stök- kva með einum kennara. Þá fær hann að leika meira og minna lausum hala, en kennarinn fylgist með. Á þessum efri stigum eru nemandanum kenndar flestar þær kúnstir sem hægt er að gera í frjálsu falli. Þegar komið er á sjöunda stig- ið á nemandinn að geta sýnt fram á að hann kunni þetta allt og geti framkvæmt allt einn. Eftir það er hann útskrifaður.“ - Hvar hefur Fallhlífaklúbbur- inn stökkaðstöðu? „Það er nú vandamálið, við höfum eiginlega enga aðstöðu. Við höfum hins vegar náð ágætu samkomulagi við Svifflugfélagið sem hefur aðstöðu á Sandskeiði. Undanfarna viku hafa þeir verið mjög almennilegir og lánað okk- ur alla sína aðstöðu á Sandskeiði meðan þeir era á íslands- meistaramóti svifflugmanna á Hellu. Þeir leyfa okkur síðan að nota aðstöðuna kvöld og kvöld, en ef við ætlum að stökkva til dæmis heila helgi, föram við ann- að hvort á Flúðir eða Hellu þar sem mjög góð aðstaða er.“ - Fallhlifastökk er þá ekki eins hættulegt og margir halda? „Fallhlífastökk er bara eins og hver önnur íþrótt og er langt frá því að vera nokkuð hættulegt. Eins og ég sagði áðan gerast slys- in vegna mannlegra mistaka. Það er fullt af fólki út um allan heim að deyja í slysum, en það er mjög lágt hlutfall í fallhlífastökki. Rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið í Bandaríkjunum sýna að fall- hlífastökk er með hættuminni íþróttum og jafnvel atvinnu, sem hægt er að stunda. Svo framarlega sem maður fær góða kennslu, stundar íþróttina af skynsemi, ber virðingu fyrir Fallhlífastökk Ekki hættulegra en labba út í búð 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. júlí 1990 Föstudagur 13. Júli 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.