Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 22
Árbæjarsafn, opiö alla daga nema má kl. 10-18. Prentminjasýning í Mið- húsi, kaffi í Dillonshúsi, Krambúðog stríðasárasýningin:''og svo kom blessaðstríðið. Djúpið, kjallara Hornsins, Sigríður Ólafsdóttir sýnir. Opið alla daga frá kl. 11, til 19.7. Félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra við Bólstaðarhlíð 43, María Ásmundsdóttir, málverkasýning. Opin má-fö kl. 14-16, til 1.8. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Inga Þórey Jóhannsdóttir opnar sýningu á lau kl. 16-18, málverk, opið alla daga kl. 14-18, til 7.8. Gallerí 8, Austurstræti 8, sýnd og seld verk e/um 60 listamenn, olíu-, vatnslita-, og grafíkmyndir, teikning- ar, keramík, glerverk, vefnaður, silf- urskartgripirog bækurum íslenska myndlist. Opið virka daga og lau kl. 10-18ogsu 14-18. Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu- múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, keramikverk og módel- skartgripir, opiðlau 10-14. Gallerí Nýhöfn, sumarsýning, mál- verk og skúlptúrare/núlifandi lista- menn, auk þess einnig ávallt til sölu verk e/látna meistara. Opið kl. 10-18 virka daga, lokað um helgar, til 25.7. Hafnarborg.Toshikatsu Endofrá ■Japan. Á kaffistofu Jordan Sourtchev frá Búlgaríu opið alla daga nema þri kl. 14-19, til 22.7 Kjarvalsstaðir, árleg sumarsýning á verkum Kjarvals hefst á lau, nú undir yfirskriftinni Land og fólk. Vestursal- ur: Nína Gautadóttir opnar sýningu á málverkum á lau. Opið daglega f rá kl. 11-18. Listasafn Elnars Jónssonar opið alla daga nema má 13.30-16, högg- myndagarðurinn alla daga 11-17. Listasafn íslands, André Masson 1896-1987, opið um helgar kl. 12-22, virka daga kl. 12-18. Til 15.7. Ath. síðastasýn.helgi. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns. Opið lau og su kl. 14-18, má, þri, mi og fi kl. 20-22. Tónleikar á þrioju- dagskvöldum kl.20:30. Llsthús vlð Vesturgötu 17, Einar Þorláksson, ElíasB. Halldórsson, Hrólfur Sigurðsson og Pétur Már Pét- ursson sýna málverk. Opið daglega kl. 14-18,til31.7. Menntamálaráðuneytið, Húbert Nói og Þorvaldur Þorsteinsson. Minjasafn Akureyrar, Landnám í Eyjafirði heiti sýningar á fornminjum. Opiðdaglega kl. 13:30-17, til 15.9.1 Laxdalshúsi Ijósmyndasýningin Ak- ureyri, opið daglega kl. 15-17. Minjasafn Rafmagnsveitunnar, húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su 14-16. Norræna húsið, kjallari: Snorri Arin- bjarnar, málverk. Opin 14-19 dag- lega, til 26.8. Nýllstasafnið Vatnsstfg 3b, opnun á lau kl. 16, þrjár sýningar: Forsalur: Bauduin frá Frakklandi. Miðhæð: Ní- els Hafstein. SÚM-salur: Ásta Ólafs- dóttir, ívar Valgarðsson, RúnaÁ. Þorkelsdóttirog Þór Vigfússon. Opið kl. 14-18 til 29.7. Reykholt, M-hátíð í Borgarfirði, sýn- ing borgfirskra myndlistarmanna. Samsýning 19 listamanna. Opið dag- legakl. 13-18, til 6.8. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, sumarsýning á olíu- myndum og vatnslitamyndum. Opið alla daga nema má kl. 13:30-16. Sjóminjasafn fslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið alla daga nema má kl. 14- 18. Slunkaríki, ísafirði, franski listamað- urinn Bauduin m/sýningu. Opiðfi-su kl. 16-18, til 22.7. Þjóðmínjasafnið, opið 15.5-15.9 alla daga nema má kl. 11 -16. Boga- salur: Frá Englum og Keltum. TÓNLISTIN Sumartónlelkar í Skálholtskirkju, fyrsta helgi: lau kl. 15 Hamrahlíðakór- Hvað á að gera um helgina? Þorbjörn Broddason dósent - Ég ætla að keyra vestur á Barðaströnd í rólegheitum, vera þar í nokkra daga, skoða mig um og aka stðan aftur í bæinn. Ég ætla meðal annars að skoða Látrabjarg. Svo ætla ég að fara niður í Arnarfjörð þangað sem ég á ættir að rekja. innstj. Þorgerður Ingólfsdóttir. Fé- lagar úr ísleifsreglu og prestar f lytja latnesku andstefin úr aftansöng Þor- lákstíða. Kl. 17frumflutningurtón- verka e/Þorkel Sigurbjörnsson og Mist Þorkelsdóttur. Hamrahlíðar- kórinn, söngvararog hljóðfæraleikar- ar flytja. Su kl. 15 tónverk byggð á stefjum úr Þorlákstíðum, kl. 17 messa. Stuðmenn áferð um landið, Lyng- brekku á Mýrum í kvöld, Miðgarði Skagafirði lau, og á su Hótel Sögu R.vík, tilefni Rótaradagsins. LEIKLISTIN- Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói Tjarn- argötu 10E, Light Nights, í kvöld, lau og su kl. 21. HITT OG ÞETTA Framdagurinn á sunnudag Fram- heimilinu, Safamýri. 4.fl. Fram-ÍR kl.12:30,5.ÍI.A Fram-Gróttaog5.fl.B Fram-Grótta kl.13:45.6.fl.A Fram- KR og 6-fl.B Fram-KR kl. 14:30. Víta- spyrnukeppni Fram 1990, þrjú lið, Brotiö land og bramlað Eitt af því sem útlendingar reka augun í á íslandi og finnst sérkennilegt eru gapandi gjár og lóðréttir brot-veggir í íslensku landslagi. Okkur sjáifum þykir slíkt sjaldnast í frásögur færandi enda hluti af eðlilegu umhverfi í landinu. Fiestir þekkja Þingvalla- svæðið af eigin raun eða af mynd- un en þar má einmitt sjá mest af því sem um er rætt. Aður fyrri reyndist náttúru- fræðingum erfitt að skýra þessi fyrirbæri; landið er brotið og bramlað en skýringin sjaldnast augljós. Talið var að t.d. að um væri að ræða brot sem kæmu í jarðskorpuna af því að jörðin kólnar og skreppur saman. Síðar kom í ljós að kólnun jarðar er ó- veruleg ef nokkur (geislavirk efni í iðrum hennar klofna sífellt og framleiða varma) og svo rann upp fyrir mönnum að jarðskorpan skiptist í fleka (plötur) sem hreyfast innbyrðis. Skýringanna á sprungum og brotveggjum í landslaginu er m.a. leitað í þessu flekaflakki. A Islandi skera plötu- skil landið og spennan í jarðlög- um, ýmist vegna tognunar eða hliðrunar, nær slíkum stærðum að bergið brotnar. Við hreyfingu á nýjum eða gömium brotalínum í jarðskorp- unni verða ýmist til opnar sprung- ur eða misgengi en þar sést að spildur beggja vegna línunnar ganga á mis; þær rísa eða síga og hliðrast í gagnstæðar áttir, allt eft- ir því hvemig kraftar plötuhreyf- inganna magna upp spennuna. Fagheiti misgengjanna eiga að lýsa hvemig hreyfingar urðu við myndun þeirra samfara jarð- skjálftum: Risgengi, sniðgengi (hliðrunarmisgengi) og siggengi. Spmngur og misgengi sjást i gömlum jarðlögum jafnt sem nýj- um og eru yfirleitt og auðvitað mun greinilegri í þeim nýlegu. Á virku jarðskjálfta- og/eða eld- gosabeltum landsins raða spmng- ur og misgengi sér yfirleitt í af- langar spildur sem nefnast spmnguþyrpingar, sprungureinar eða spmngusveimar. Þetta er nær einhlítt í rekbeltinu (þar sem Is- land er að kiofna) og em bæði Þingvallasvæðið og svæðið milli Voga og Svartsengis á Reykja- nesskaganum dæmigerð. Þing- vallasigdældin er hluti stærri spmnguþyrpingar sem kennd er við megineldstöðina Hengil og er um 5 kílómetra breið mill Hrafna- gjár og Almannagjár sem em stór siggengi. Samkvæmt úttekt Ágústs Guðmundssonar hjá Norrænu eldfjallastöðinni em a.m.k. 100 stórar eða allstórar missamfelldar spmngur milli aðalspmngnanna tveggja (með misgengjunum). Af þeim em 12 lengri en 1000 metr- ar, en meðallengdin 620 metrar (Almannagjá er 7700 metra löng), mesta vídd er 68 metrar og mesta sig 28-40 metrar eftir hvort miðað er við barma eða land við Almannagjá en dýpi spmngna þama er væntanlega nokkur hundmð metrar (aðeins lítil hluti efst er opinn) en slíkt má meta eða reikna eftir lóðréttri færslu í misgenginu og fjarlægð milli spmngna (homrétt á þær). Jaðarmis- gengin stóm kunna þó að ná UR RIKINATTURUNNAR18 nokkra kílómetra niður. Utan rekbeltisins em spmngumynstrin flóknari og reinaskiptingin óalgengari. Þekktustu slík svæði em i upp- sveitum Borgarfjarðar og á Suð- urlandsundirlendinu. Þar er mikill fjöldi yfirborðsspmngna sýnileg- ur með N-S stefnu (eftir alla Suð- urlandsskjálftana) en undir niðri er talið fullvíst að sé sniðgengi (hliðrunarmisgengi) sem stefnir A-V. Misgengi og spmngur geta verið bein afleiðing plötuskriðs- ins umrædda, þau geta verið af- leiðingar þess þegar þillaga kvinuinnskot (spmngufyllingar, gangar) þröngva sér upp í átt tií yfirborðs jarðar og þrýstinga- breytingar í kvikuþró valda stundum brotum og misgengjum. Með því að kanna brotalínur, nota aflfræðina sem tengist þeim og kanna ný og gömul brot er hægt að skýra um margt sögu plötu- skriðsins og flakk gossvæða á íslandi. Einnig kemur allt slíkt til góða þegar reynt er að afla þekkingar vegna jarðskjálfta- spáa. Ari Trausti Guðmundsson markverðir ýmsir frægir Framarar. 7.ÍI.A Fram-UBK og 7.A.B Fram-UBK kl.15:20.3.fl. Bikarkeppni KSÍ: Fram- Víkingurkl. 16. Hana-nú í Kópavogi, samveraog súrefni á morgun lau, lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl.10. Komum sam- an upp úr hálftíu og drekkum mola- kaffi. Púttvöllurinn á Rútstúniöllum opinn. Félag eldri borgara, Göngu-Hrólfur hittist á morgun lau kí. 10 að Nóatúni 17. Opið hús Goðheimum á su frá kl. 14. Frjálst spil og tafl. Dansleikur hefstkl.20. Útivist, þrjár ferðir á sunnudag: Bás- ar, kl. 08, og fjallganga: Hrafnabjörg kl. 10:30, Núpafjall (létt ganga) kl. 13. Brottför í allar f erðir f rá BSÍ- bensínsölu, stansað v/Árbæjarsafn. Ferðafélag íslands, helgarferðir: Þórsmörk-Langidalur, Landmanna- laugar og Kjölur-Hveravellir útilegu- mannaslóðir. Uppl. og farmiðar skrifstofunni Öldugötu 3. Myndina málaði Hrólfur Sigurðsson, sem er einn fjögurra listamanna sem eiga verk á samsýningu þeirri sem stendur yfir í Listhúsi við Vesturgötu 17um þessarmundir. Brotalínur og opnar sprungur Skástígar ii iíp™Si Sniðgengi (hliðrun) 22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.