Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 4
Þorvarður Elíasson er á beininu Skólabókardæmi um það hvemig ekki á að stofna fyrirtæki Að undanförnu hafa naprir vindar leikið um Stöð 2. Af fréttum í vikunni virðist mega ráða að að óbreyttu verði ekkert af sameiningu Stöðvar 2 og Sýnar eins og stefnt hafði verið að. Meirihlutaeigendur íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Stöð 2, boðuðu til blaðamannafundar fyrr í vikunni þar sem fram kom að fjárhagsstaða fyrirtækisins væri verri en upp var gefið þegar þeir gengu inn í fyrirtækið um sl. áramót. Fram kemur samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár að eiginf járstaða fyrirtækisins hafi verið neikvæð um 671 miljón króna í stað 500 miljóna eins og Verslunarbankinn hafði gefið upp á þeim tíma sem kaupin fóru fram. Þar af leiðandi reyndist tap vera sem því nam á síðasta ári og samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrstu mánuði þessa árs var fyrirtækið enn rekio með 18 miljón króna halla. Þorvarður Elíasson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 er á beininu í dag og gerir grein fyrir stöðu mála hjá íslenska sjónvarpsfé- laginu. Voru núverandi meirihlutaeig- endur Stöðvar 2 einfaldlega snuð- aðir þegar þeir gengu inn í Is- lenska sjónvarpsfélagið? - Sú spurning sem þessir hlut- hafar eru núna að spyrja stjórn Eignarhaldsfélagsins að er hvaða skýringar og skoðun hún hefur á þessu misræmi. Þarna gerast at- burðir sem enginn sem að þessu kom, sá fyrir að mundu gerast. Hinir nýju hluthafar keyptu í góðri trú af þeim sem þeir treystu og þeir sem seldu vissu ekki ann- að en að væri góð söluvara. Síðan kemur allt annað í ljós og þá verða menn að spyrja sig hvað var það sem gerðist og hver sé eðlileg meðhöndlun þess máls. Það var ekki ætlunin að snuða neinn. Á þessum tíma varst þú vara- formaður bankaráðs Verslunar- bankans og því er eðlilegt að spurt sé hvernig standi á því að svo miklu skakkar á þeim tölum sem bankinn gefur upp og því sem siðan var reyndin? Var innra eft- irliti bankans einfaldlega áfátt? Innra eftirlit banka byggir á bókhaldi fyrirtækja og því eftirliti sem endurskoðendur eiga að hafa á því að það bókhald sé rétt. Bankar hafa ekki annarskonar eftirlit. En finnst þér sjálfum ekki skakka full miklu á því sem gefið var upp og þvi sem reynist vera? - Eg vil ekki annað segja en að það kom mér óneitanlega á óvart að það skyldi á fáum mánuðum fínnast 150 miljón króna tap. Formaður stjórnar Stöðvar 2 hefur lýst því yfir að það endur- reisnarstarf sem hinir nýju eigendur ætluðu að vinna taki mun lengri tíma en ætlað var vegna þess að staða fyrirtækisins reyndist verri en þeim hafði verið talin trú um. Hvernig verður þessu endurreisnarstarfi háttað í Ijósi þessa? - Á síðasta hluthafafundi var samþykkt að bregðast við með því að samþykkja að auka hlutafé fyrirtækisins úr 500 miljónum í 800 miljónir króna. Það er hins vegar eitt að samþykkja að auka hlutaféð og annað að finna hlut- hafa. Þetta er leið sem verið er að horfa á. Við getum hins vegar ekki boðið þetta hlutafé til kaups á almennum markaði fyrr en að loknum margvíslegum undirbún- ingi. Búið er að setja löggjöf sem gerir mjög strangar kröfur til undirbúnings almenns hlutafjár- útboðs. Við erum í þeim sporum fyrst nú að vera í stakk búnir til hefja þann undirbúning þar sem ársuppgjör síðasta árs liggur fyrir. Við getum ekki unnið nema að hafa réttan grunn til að standa á og við teljum okkur hafa hann nú. Hvaða áhrif hefur þetta á dag- skrá Stöðvar 2, eins og innlenda dagskrárgerð? - Við munum halda uppi inn- lendri dagskrárgerð með ein- hverjum hætti - það er alveg ljóst. Okkar áskrifendur vilja hafa á dagskrá innlenda dag- skrárþætti og við munum reyna eftir megni að verða við þeim óskum. Það er hægt að standa með margvíslegum hætti að því að framleiða slíkt efni. Reksturs- áætlanir fyrir haustdagskrá eru núna í smíðum og við erum reyndar langt komnir með að ljúka þeirri áætlanagerð. Þegar við birtum haustdagskrá okkar mun koma í ljós að við ætlum okkur að gera hvort tveggja - vera bæði með spennandi inn- lenda þætti, jafnframt því að styrkja fjárhagsstöðu okkar með því að hagræða hlutum og gera reksturinn ódýrari. Þetta þýðir þá ekki nauðsyn- lega niðurskurð á innlendri dag- skrárgerð? - Nei ekki nauðsynlega. Verk- ið er ekki það langt komið að ég geti fullyrt að það verði fleiri eða færri mínútur. Við gerum okkur vonir um að vera með gæðamikla innlenda dagskrá sem áhorfend- ur geta beðið spenntir eftir. A blaðamannafundinum sem þið boðuðuð til kom fram að þrír hluthafar skulda fyrirtækinu samkvæmt þremur skuldabréf- um 24 miljónir króna. Athygli vekur að bréfin eru til 15 ára, á 5% vöxtum og án verðtryggingar - þau eru sem sagt nánast því einskis virði. Greiddu þessir þrír hluthafar hlutafé sitt með þessum bréfum eða er um að ræða að fé hafi verið tekið út úr rekstrinum gegn útgáfu bréfanna? - Þessi bréf eru frá þeim tíma áður en ég kom að Stöð 2 og hluti af þessum ársreikningi 1989, sem ég varð að vísu stöðu minnar vegna að undirrita, en hef beðist undan því að þurfa að fjalla um að öðru leyti. Hans Kristján Árnason, útgef- andi eins þessara bréfa, hefur staðhæft að ykkur hafi verið fullkunnugt um þessi bréf. Með því að draga skuldabréfin inn í umræðuna núna séuð þið aðeins að beina athyglinni frá vonlausri fjárhagsstöðu fyrirtækisins. - Ég hlýt að mótmæla því. Fjárhagsstaða Stöðvar 2 er ekki vonlaus. Fjárhagsvandi stöðvar- innar verður leystur og rekstri hennar komið í gott horf. Á því er enginn vafí í mínum augum. Það mun að vísu taka lengri tíma en ráð var fyrir gert í upphafi. Ég frétti fyrst af þessum skuldabréfum eftir að ég kom að þessu máli fyrr á þessu ári og það var eftir að sala hlutabréfanna hafði átt sér stað til hinna nýju eigenda. Það er ekki stjórn Stöðvar 2 sem vill draga þetta inn í um- ræðuna heldur kemur þetta fram í áritun endurskoðanda á ársreikning fyrirtækisins. Beiðni Stöðvar 2 um að Reykjavíkurborg gangist í ábyrgð fyrir 200 miljón króna lántöku Stöðvar 2 hefur vakið töluverða athygli. Skýtur það ekki skökku við að sjálfskipaðir talsmenn einkaframtaks og frjáls- hyggju skuli hlaupa í náðarfaðm þess opinbera - hver borgar brú- sann ef dæmið gengur ekki upp? - Ég get ekki séð að það skjóti skökku við þó að menn sem eru talsmenn frjálshyggju fari fram á stuðning í þessu tilviki vegna þess að það er ekki ríkjandi það um- hverfi í sjónvarpsrekstri hér á landi sem hægt er að kenna við frjálshyggju. Það er ekki frjáls markaður í sjónvarpsrekstri á ís- landi. Til þess að mega reka sjón- varp þarf leyfi frá menntamála- ráðherra, til þess að fá leyfi til að senda út, þarf leyfi frá samgöngu- ráðherra. Þessi rekstur er meira og minna háður leyfum. Ríkið rekur sjálft sjónvarp er nýtur allrar þeirrar aðstoðar frá ríkis- valdinu sem við förum fram á og meira til. Ef við lítum á þetta út frá sjónarmiði frjálshyggju- manna þá á að ríkja jafnræði á markaðnum og það fæst ekki nema með því að ríkisvaldið hætti að styrkja annan samkeppnisað- ilann. Hvað gerið þið ef borgaryfir- völd hafna beiðni ykkar um að gangast í ábyrgð fyrir ykkur? - Ég minni á að hluthafafund- ur er búinn að samþykkja hluta- fjáraukningu upp á 300 miljónir. Þessi beiðni um lánsábyrgð borg- arinnar er aðeins til að brúa þann tíma sem undirbúningur hlutafj- árútboðs krefst. Það er alveg ljóst að það þýðir ekkert að efna til hlutafjárútboðs nema eftir mjög góðan undirbúning þar sem frá öllum hlutum verður rétt gengið í samræmi við gildandi lög. Við verðum að tryggja það að úboð- inu verði vel tekið og þá trúum við því að okkar hlutabréf seljist mjög vel ekki síður en síðast. Þá var búið að undirbúa málin mjög vel. Það gerði okkur mun auðveldara fyrir, ef við fengjum þessa ábyrgðarfyrirgreiðslu með- an að við brúum þann tíma. Fram hefur komið að samn- ingaviðræður milli Sýnarmanna og ykkar um sameiningu hafa legið niðri í þrjár vikur. Eru samningaumleitanir milli þessara tveggja aðila ekki einfaldlega farnar út um þúfur? - Þetta eru ekki samningvið- ræður milli tveggja aðila, heldur þriggja. Ég held að það sé rétt að ég útskýri aðeins stöðu þessara samningamála. Það var samið um það á sínum tíma að Stöð 2, ís- lenska útvarpsfélagið og Sýn skyldu sameinast. Þetta átti að gerast með þeim hætti að Stöð 2 og íslenska útvarpsfélagið átti að sameina samkvæmt sérstöku ákvæði hlutafjárlaga sem fjallar um það hvernig slík sameining skal eiga sér stað. Hið sameinaða félag á að heita íslenska út- varpsfélagið og það verða sam- þykktir Útvarpsfélagsins sem munu gilda eftir þá sameiningu. Hins vegar er stærðarmunur gífurlegur á þessum tveimur fé- lögum þannig að hið sameinaða fyrirtæki mun af þeim sökum bera yfirbragð Stöðvar 2. Ég von- ast til þess að frá þessari samein- ingu verði gengið í næstu viku. En hvað með áform um sam- einingu Stöðvar 2 og Sýnar? - Sameiningin við Sýn átti að gerast með allt öðrum hætti. Hún átti að gerast þannig að Stöð 2 keypti hlutabréf Sýnar og greiddi þau með hlutabréfum í Stöð 2. Ástæða þess að af þessu hefur ekki orðið stafar fyrst og fremst af því að þegar að því kom að Sýnarmenn áttu að afhenda sín hlutabréf til Stöðvar 2, þá gerði DV, sem er einn hluthafi að Sýn, kröfu til þess að neyta forkaups- réttar á þessum hlutabréfum. Þar með gátu Sýnarmenn ekki afhent bréfin. Þeir héldu hluthafafund hjá sér og afnámu forkaupsrétt- arákvæðið í sínum samþykktum. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi losað sig undan þessu vanda- máli vegna þess að DV-menn voru þá þegar búnir að gera til- kall til forkaupsréttarins. Mér er ekki ljóst ennþá í hvaða farvegi þetta mál er - hvort DV er með forkaupsréttinn, hvort þeir fái að neyta hans eða hvort þeir hafi fallið frá honum. Ég hef ekki fengið nein afgerandi svör þar um. Fari svo að Sýn hefji útsending- ar, sem mér heyrist að flest bendi til samkvæmt þessu, hvernig leggst þá slík samkeppni í þig? - Sú samkeppni mundi að sjálfsögðu kosta Stöð 2 erfið- leika. Hitt liggur einnig ljóst fyrir að ef Stöð 2 á að kaupa sig frá þeim erfiðleikum með því að kaupa hlutabréf í Sýn þá er það ef til vill ennþá dýrara. Hefur það verið rætt? - Já og það er verið að ræða það núna. Hvenær má búast við niður- stöðum í þessu máli? - Eftir því sem ég best veit þá eru Sýnarmenn að bjóða tveimur aðilum hlutabréf sín til sölu, það er DV og Stöð 2. Heildarskuldir Stöðvar 2 eru nú um einn miljarður króna, eiginfjárstaða er neikvæð um tæpar 700 miljónir króna, eignir eru takmarkaðar. Er þetta ekki skólabókardæmi fyrir skólastjóra Verslunarskólans um það hvern- ig ekki eigi að standa að fyrir- tækjarekstri og viðskiptum? - Þetta er frekar skólabókar- dæmi um það hvemig ekki á að standa að stofnun fyrirtækis. Það hefur lengi legið ljóst fyrir. Þegar núverandi meirhlutaeigendur komu að rekstri Stöðvar 2 og vildu halda þeim rekstri áfram var það fyrst og fremst vegna þess að hér væri um að ræða fyrirtæki sem ástæða var til að hafa trú á að hægt væri að reka þrátt fyrir að ekki hafi verið staðið rétt að stofnun þess, fjármálum og markaðssetningu. Sú staðreynd blasir samt sem áður við, að stofnendur Stöðvar 2 unnu markaðslegt stórvirki. Að vísu má segja að stórvirkið sé ekki eins mikið þegar til þess er litið hvaða gjald var greitt fyrir þá styrku markaðsstöðu sem Stöð 2 hefur nú. Engu að síður, þó það hafi verið greitt dýru verði, þá er búið að markaðssetja Stöð 2, hún er komin í loftið og menn hafa trú á því að það sé unnt að reka fyrir- tækið og að hægt sé að greiða þessar skuldir ef það fæst nægjan- legt svigrúm til þess. Þess vegna fengust nýir hluthafar sem eru reiðubúnir að greiða þær skuldir sem fyrri eigendur stöðvarinnar voru búnir að stofna til. Ég held að allir hljóti að vera sammála um það að það sé mikið æskilegra að taka þannig á mál- um og standa við skuldbindingar sínar, heldur en að gera þetta með öðrum hætti. Mér finnst ástæða til að taka með meiri vel- vilja á móti þeim mönnum sem leggja fram fé og vilja greiða af lánum og standa við allar skuld- bindingar, heldur en þeim mönnum sem bíða eftir nauðung- aruppboði og vilja þá kaupa. Að lokum Þorvarður. Hver er staða þín innan Stöðvar 2? - Staða mín innan fyrirtækisins er jafn ljós og hún hefur verið frá upphafi. Ég var ráðinn af fyrir- tækinu 1. febrúar s.l. og ráðning- arsamningurinn er til eins árs. Að þeim tíma loknum geri ég ráð fyrir að hverfa aftur til fyrri starfa við Verslunarskólann. _rk 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. júlí 1990 Mynd Kristinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.