Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 5
Launakjör 10% kaupmáttarrýmun á einu ári Kaupmáttur mánaðartekna skrifstofukvenna hefur rýrnað mest eða um 17.7%. Allt að 58% munur á launum kvenna og karla Könnun sem Kjararannsóknar- nefnd hefur gert leiðir í ljós að kaupmáttur greidds tímakaups landverkafólks innan Alþýðu- sambands íslands hefur rýrnað um 10% frá fyrsta ársfjórðungi ársins 1989 til fyrsta ársljórðungs i ár. Á þessu tímabili hækkaði greitt tímakaup um 10% en fram- færsluvísitalan hækkaði um 22%. Enn er mikill munur á launum karla og kvenna og hafa skrifstofukarlar til dæmis að meðaltali 58% hærri mánaðar- tekjur en skrifstofukonur. I fréttatilkynningu frá Kjara- rannsóknamefnd eru ma. birtar töflur yfir þróun tímakaups, vinnustunda og viku- og mánað- arlauna. Par kemur fram að meðalfjöldi vinnustunda er nokkurn veginn óbreyttur frá fyrsta ársfjórðungi 1989 til fyrsta ársfjórðungs 1990. Það vekur hins vegar athygli að kaupmáttur mánaðarlauna skrifstofukvenna hefur rýmað mest, eða um 17,7%. Þar á eftir hefur kaupmáttur verkakarla rýrnað um 11,8% og verkakvenna um 10,2%. Kaupmátur mánaðar- launa afgreiðslukarla hefur rým- að minnst, að meðaltali um 7,4%. Mánaðartekjur skrifstofu- kvenna vom á fyrsta ársfjórðungi þessa árs að meðaltali 78,083.kr., meðaltekjur verkakarla vom 90,466.kr., verkakvenna 70,562.kr. og meðalmánaðar- tekjur afgreiðslukarla vom 101.689. kr. Eins og sést á þess- um tölum er enn mikill munur á tekjum karla og kvenna, þar sem tæplega tuttugu þúsund króna munur er á meðalmánaðartekj- um verkakvenna og verkakarla. Munurinn á launum skrifstofu- kvenna og skrifstofukarla er þó enn meiri, eða 45.121. kr. Kon- urnar höfðu að meðaltali 78.083.kr. á mánuði í heildar- tekjur en karlarnir 123.204.kr. Þessi munur samsvarar tveggja vikna heildarlaunum afgreiðsluk- arla, samkvæmt könnun Kjara- rannsóknamefndar. í prósentum er munurinn 58%. -hmp Landsmótið Mikið um dýrðir Opnunarhátíð í kvöld kvöld fer fram opnunarhátíð á I Landsmóti umgmennafélag- anna en í gær var þar sérstök há- tíðadagskrá jafnframt því sem keppni er hafin í frjálsíþróttum og handbolta. Mótið er haldið að þessu sinni í Mosfellsbæ á nýjum og glæsilegum Varmárvelli. Hörður Óskarsson í Lands- mótsnefnd segir að framkvæmd og skipulag mótsins hafi til þessa gengið mjög vel og dagskráin afar fjölbreytt. Af mörgum spennandi keppnisgreinum á mótinu em væntingarnar einna mestar til spjótkastskeppninnar á sunnu- dag. Þar munu leiða saman hesta sína fremstu spjótkastarar heims með fyrrum heimsmeistara í far- arbroddi og íslendingarnir Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einars- son. í körfuboltanum keppa sterkustu lið landsins og nægir þar að nefna lið Njarðvíkinga og Grindvíkinga svo einhver séu nefnd. Búist er við mikilli aðsókn áhorfenda á mótið enda haldið i við bæjardyr höfuðborgarinnar og því stutt að fara. Það fer síðan eftir því hyernig viðrar hvað margir munú\síðan leggja leið sína í Mosfellsbk;. Á morgun og á sunnudag verður Sjónvarpið svo . með beinar útsendingar frá mót- 1 inu. Alls hafa um tuttugu og níu héraðssambönd skráð sig til leiks á mótinu sem er með þeim stærri íþróttahátíðum sem haldnar eru hérlendis. Landsmót ungmenn- afélaganna eru haldin á fjögurra ára fresti en það var síðast haldið á Húsavík árið 1986. -grh i Á hátíðadagskrá Landsmótsins í gær voru gróðursett um 40 tré í væntanlegan skrúðgarð þeirra Mosfellinga við Hlégarð. Þar var margt manna saman komið í blíðviðrinu þó svo að sólin hafi ekki látið sjá sig þá stundina. Mynd; Jim Smart. Rauð strik Gengishækkun út úr myndinni Steingrímur Hermannsson: Ríkisstjórnin mun leggja sittað mörkum til að slá á hœkkunframfœrsluvísitölunnar. Aðrir aðilar sem ráða verðlagi verða einnig að vera með Nýtt álver Framsókn vill gult Ijós Steingrímur Hermannsson: Þingflokk- urinn vill að ríkisstjórnin samþykkilOO milljónir til Landsvirkjunar. Restin eftir að staðarákvörðun álvers liggur fyrir Rflrisstjórnin fór yfir stöðu verðlagsmála með tilliti til rauðu strikanna í kjarasamning- um Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins, á fundi sínum í gær. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina sammála um að leggja til þeirra mála citthvað sem um muni, en vill ekki rekja nánar hvað felist í þessum vilja rflrisstjórnarinnar. Forsætisráðherra sagði Þjóð- viljanum í gær að mjög mikil áhersla væri lögð á það innan ríkisstjórnarinnar að kaupmenn, innflytjendur og allir aðrir sem einhverju réðu um verðlag, leggðu ekki síður sitt að mörkum. Ekki væri eingöngu hægt að vísa málinu á ríkissjóð, það væri fár- ánlegt. Gengishækkun virðist vera út úr myndinni sem leið til að vega upp á móti hækkun framfærslu- vísitölunar. Forsætisráðherra sagðist aldrei hafa talið gengis- hækkun koma til greina við nú- verandi aðstæður. Hækkunin yrði kannski upp á 1,5% og hann teldi óvíst að hún kæmi fram í verðlagi. „Hver ætlar að tryggja það, ég hef engan hitt sem treystir sér til þess,“ sagði Steingrímur. Hann sagði sjávar- útvegi og fiskvinnslu heldur ekki veita af að ná vopnum sínum, eins og stundum væri sagt. En hann hræddist þær hættulegu yfirborganir sem orðið hefðu á hráefni og spilltu fyrir fiskvinnsl- unni. Þá sagði forsætisráðherra ákvörðun hafa verið tekna um að beita verðjöfnunarsjóði og ekki væri sanngjarnt að beita hvoru tveggja, gengishækkun og inn- heimtu í verðjöfnunarsjóð. Margir telja að sá hluti hækk- unar framfærsluvísitölunnar sem er fram fyrir rauð strik og ríkis- stjórnin dekkar ekki með aðgerð- um sínum, fari út í verðlagið og þar af leiðandi komi til einhverra kauphækkana þann 1. október. Steingrímur sagðist vita að mjög ákveðinn vilji væri fyrir því hjá verkalýðshreyfingunni og Vinnu- veitendasambandinu að ná settu marki samninganna. Þessir aðilar hefðu fundað mikið með sínu fólki að undanförnu. -hmp ingflokkur Framsóknar- flokksins fundaði í gær og sendi þau skilaboð til rflrisstjórn- arinnar, að hún samþykki að Landsvirkjun fái heimild til að taka 100 milljónir að láni af þeim 300 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að fyrirtækið verji til undirbúningsframkvæmda vegna virkjana í sambandi við nýtt ál- ver. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði að lokn- um fundi, að þetta ætti að nægja Landsvirkjun til að framkvæma þann undirbúning sem nýttist hver sem staðarákvörðun verði í sambandi við nýtt álver. Forsætisráðherra sagði þetta auðvitað einungis álit þingflokks Framsóknarflokksins, það væri ríkisstjórnarinnar að taka loka- ákvörðun. Hann vonaðist þó til þess að hinir stjórnarflokkarnir væru svipaðrar skoðunar. Steingrímur sagði það álit þing- flokksins að skoða bæri hvenær Landsvirkjun fái afganginn, 200 milljónir, eftir því sem álmálinu miðaði áfram. Ymislegt væri eftir óafgreitt, eins og endanlegt sam- komulag um orkuverð, skatta og staðsetningu, sem væri stóra mál- ið í þessu öllu. Þingflokkur Framsóknar- flokksins eyddi miklum tíma fundar síns í gær í umræðuna um staðsetninguna, að sögn forsætis- ráðherra. Sjónarmið manna þar hefðu ekki farið leynt. Meirihluti væri fyrir því í þingflokknum af byggðaástæðum, að álver verði reist í Eyjafirði eða Reyðarfirði. „Eftir því sem mér hefur skilist vill Atlantsálshópurinn skoða alla þá staði sem koma til greina, þannig að ég get ekki séð að það hafi verið lokað á neinn,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins fundar ma. um þetta mál á mánudag. -hmp StÖð 2 Mönnum hrókerað Páll Magnússon gerður aðframkvœmda- stjóra þjónustusviðs. SigurveigJónsdóttir tekur við fréttastjórn Ee hef tekið að mér fram- kvæmdastjórastöðu sem er ný hér á Stöð 2 um sex mánaða skeið. Samkvæmt nýju skipuriti sem stjórn stöðvarinnar samþyk- kti á fundi sínum nýverðið hefur fyrirtækinu verið skipt upp og deildir sameinaðar, sagði Páll Magnússon sem verið hefur fréttastjóri stöðvarinnar frá upp- hafi, en við starfi hans tekur Sig- urveig Jónsdóttir sem verið hefur aðstoðarfréttastj ór i. Páll sagði að þessi nýja deild hefið fengið nafnið þjónustudeild og annaðist hún allt sem birtist á skjánum, og alla vinnu sem því fylgi s.s dagskrárgerð, val á er- lendu efni og alla tæknivinnu. Þá hefur afgangnum af fyrir- tækinu verið skipt upp í sölu- deild, deild sem annast fjármál og deild fæst við rekstrarmál. Páll sagði að enn væri óráðið hverjir myndu veita þessum deildum forstöðu, og að sér væri ekki kunnugt um hvort einhverjir af stofnendum stöðvarinnar fengju þær stöður. -sg NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.