Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 3
íslensk mennipgarsaga ekki einkamál íslendinga Mótmæli frá stjórn Félags ísleiiskra fræða við ákvörðun þjóðminjaráðs um að neita erlendum fornleifafræðingi um leyfi til rannsókna hér. á iandi Útlendingar hafa aldrei skilið íslenska menningu. Öldum sam- an hafa þeir glímt við íslenska sögu og bókmenntir með litlum árangri og hafa jafnan mátt láta í minni pokann fyrir íslenskum menntamönnum sem hafa ávallt Blaðaprent Prentsmiðjan biluð Nýtt Helgarblað er einungis 24 síður í dag. Ástæða er ekki leti á ritstjórn heldur sú að prentvél Blaðaprents, sem prentar Þjóð- viljann, Tímann og Alþýðublað- ið, auk Nýs Helgarblaðs og Press- unar bilaði á þriðjudagskvöld og þurfti þá að prenta blöðin í Odda. Einungis er hægt að prenta 24 síðna blöð í lit í þeirri prent- smiðju og því var ákveðið að minnka Nýtt Helgarblað að þessu sinni. Þessi bilun í Blaðaprenti er einnig ástæðan fyrir seinkun Þjóðviljans undanfarna daga. -Sáf I staðið fremst í hverskonar rann- sóknum sem varða íslensk mál- efni. Þessar fullyrðingar eru bull. Svipuð sjónarmið virðast samt hafa verið leiðarljós þeirra sem höfnuðu umsókn Thomasar McGoverns, fornleifafræðings, um heimild til að halda áfram víð- tækum rannsóknum sínum á lífi manna við strendur Norður-At- lantshafs. Frá þessu var greint í kvöldfréttum útvarps 11. júlí og blöðum og hádegisfréttum dag- inn eftir, en samkvæmt nýlegum lögum um fornleifarannsóknir þarf fornleifanefnd að fjalla um umsóknir útlendinga sem vilja stunda fornleifarannsóknir hér á landi. Fomleifanefnd samþykkti að veita McGovern leyfið með þremur atkvæðum (borgarminja- varðar, Margrétar Hallgríms- dóttur, þjóðminjavarðar, Þórs Magnússonar og deildarstjóra fornleifadeildar, Guðmundar Ól- afssonar) gegn tveimur (Ingu Láru Baldvinsdóttur og Svin- björns Rafnssonar) en Svein- björn Rafnsson, sagnfræðingur, lét þá vísa málinu til þjóðminja- ráðs, sem mun vera valdameira, og þar var umsókninni hafnað. I fréttum hafa þeir Gunnlaugur Haraldsson, þjóðháttafræðingur, og Sveinbjörn verið í forsvari ráðsins og Sveinbjörn segir í Morgunblaðinu að hér sé um „prinsip-samþykkt“ að ræða og að ekki sé „rétt að veita útlend- ingum leyfi til fornleifarann- sókna hérlendis, nema í undan- tekningartilfellum“. Því er borið við að Thomas McGovem sé ekki læs á íslenska menningarsögu og hafi flutt úr landi fjöldann allan af beinum úr íslenskum söfnum og úr eigin uppgreftri án þess að þau hafi verið nægilega vel skráð. Á undanförnum ámm hefur McGovern rannsakað msla- hauga í kringum fornar manna- byggðir á Grænlandi, á annesjum hér á landi og á Bretlandseyjum til þess meðal annars að fá vitnes- kju um mataræði, húsdýrahald og lífskjör fólks á liðnum öldum. Hann hefur átt farsælt samstarf við íslenska fornleifafræðinga, sem hafa meðal annars aðstoðað hann við uppgröft hérlendis, og með rannsóknum sínum hefur McGovern aflað þess konar upp- lýsinga sem erfitt er að fá með öðrum hætti en aðferðum forn- leifafræðinnar. Vinna með ís- Höfum ávallt fyrirliggjandi: Gosbrunna, úti og inni, styttur, dælur og Ijós, garðdverga, fugla o.fl. til garðskreytinga. Vörufell hf. Heiðvangi 4, Hellu Sími 98-7 58 70 Opið kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. Lokað þriðjudaga. lenskar ritheimildir kemur því að litlu haldi við rannsóknir hans. Þetta grundvallaratriði kom skýrt fram í fyrirlestri sem McGo- vern flutti í Þjóðminjasafninu sumarið 1988. Við það tækifæri var honum m.a. fagnað af þjóð- minjaverði, Þór Magnússyni, sem óskaði honum alls hins besta í framtíðinni og vonaði að við mættum áfram njóta krafta hans við rannsóknir á íslenskri menningarsögu. í fyrirlestrinum kom fram að með aðferðum sín- um getur McGovem meðal ann- ars varpað ljósi á hvaða dýr menn hafi nýtt sér til matar allt frá land- námsöld og í hvaða hlutföllum. Rannsóknir hans gætu jafnvel gefið okkur hugmynd um hvaða húsdýr landnámsmenn höfðu með sér í öndverðu og hvernig þau tímguðust - sem hefur lengi verið nokkur ráðgáta. Þær sýna ennfremur hvaða sjávardýr hafa verið hér við land og staðfesta til idæmis að rostungar hafa verið al- gengan tu roma en nu er- eins og örnefni og ritheimildir benda raunar líka til (sbr. Bjarni Einars- son um „Hvallátur“ í Griplu VI (1984) og sama í Mæltu máli og fortium fræðum (1987). Ef þessi ákvörðun þjóðminja- ráðs á að verða „prinsip-sam- þykkt“ um afskipti erlendra manna af íslenskum fræðum eru næg verkefni framundan við öryggisgæslu. Til að byrja með mætti setja upp vegabréfaskoðun við dyr Árnastofnunar og próf- borð við hliðina þar sem erlendir fræðimenn yrðu að sanna færni sína í íslensku máli og læsi á ís- lenska menningarsögu. Einnig mætti hugsa sér að innkalla allar íslenskar bækur og bækur um ís- lenskt efni úr erlendum bóka- söfnum og lána þær síðan aðeins til þeirra sem sérskipað þjóð- menningarráð veitir heimild til að lesa slíkar bækur. Við leyfis- veitinguna yrði vitaskuld að taka tillit til þess að kenningar og hug- myndir hinna útlendu lesenda og fræðimanna stönguðust í engu á við ríkjandi skoðanir í Háskóla íslands. Stjóm Félags íslenskra fræða mótmælir harðlega þeim viðhorf- um sem hafa komið fram hjá þjóðminjaráði, eins og þau birt- ast í frásögn fjölmiðla, af rök- semdum þess gegn umsókn Thomasar McGoverns um að stunda fomleifarannsóknir sínar hér á landi. Það er sjálfsagt mál að slíkar rannsóknir séu háðar leyfi íslendinga og fari fram undir eftirliti þeirra til þess að tryggja að menn spilli ekki fomminjum eða fari með þær úr landi án vit- undar yfirvalda. Slíkar öryggis- kröfur er auðvelt að uppfylla. Við ættum hins vegar að taka feg- ins hendi við þeim sem vilja hjálpa okkur að rannsaka ís- lenska menningarsögu, jafnt með aðferðum fomleifafræði sem og í öðmm greinum í stað þess að mæta þeim með tortryggni. Með slíkri samvinnu er von til þess að fræðunum miði nokkuð á leið og lokist ekki inni með þeirri ranghugmynd að einungis íslend- ingar geti skilið íslenska menn- ingarsögu - „nema í undan- tekningartilfellum". Stjórn Félags íslenskra fræða Gísli Sigurðsson, Þórunn Valdi- marsdóttir, Örnólfur Thorsson Finguma burtu! Nú skal öllu þukli og þreifingum úthýst á vinnustöðum í Efnahagsbandalagslöndunum mega óforbetranlegar karlremb- ur á vinnustöðum heldur betur fara að vara sig. Ráðherraráð Efnahagsbandalagsins hefur samþykkt að nú skuli loksins stemmd stigu við óþarfa þreifing- um og þukli karlmanna á starfs- mönnum af gagnstæðu kyni. Létt klapp karlmanna á afturenda kvenna á vinnustöðum og önnur kynferðisleg áreitni verður sem sagt ekki lengur látin óátalin. Frá þessu greinir færeyska blaðið 14. september nýlega. í frétt blaðsins er réttilega bent á að þúsundir kvenna á vinnu- markaði um gervalla Evrópu líði önn fyrir slíkt óþarfa þukl og þreifingar karl-vinnufélaga sinna. Því er samþykkt ráðherr- aráðs EB mikilsverð búbót í rétt- indabaráttu útivinnandi kvenna. Ráðherraráðið hefur jafnframt samþykkt að brýna þörf beri til að setja reglur um umgengisvenj- ur kynjanna á vinnustöðum, sem verndi konur fyrir kynferðislegri áreitni karl-samstarfsmanna er gildi fyrir öll aðildarlönd banda- lagsins. -14. september/rk Eitt klapp í afturpartinn, ella tað ið verri er, er ein daglig plága fyri tíggjutúsundir av kvinnum... men nú skal nakað gerast við taðl, segir í frásögn 14. september. Nú er það stóra spurningin hvort ekki sé hér komin fullgild ástæða fyrir íslenskar konur að knýja á um að ísland gerist aðili að EB þar sem á þessum málum er tekið með snöggtum meiri rögg en hér heima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.