Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 17
Göngum við í kringum í grein sem Guðmundur Magnússon birti fyrir nokkru í DV segir hann á þá leið, að um- ræður um möguleg og hugsanleg tengsli íslands við Evrópubanda- lagið hafi til þessa verið um of bundnar efnahagsmálum. Menn hafi lítt litið á menningarþáttinn. Nema þá til að vara við því að innganga í Evrópu gæti leitt af sér menningarleg stórslys fyrir ís- lendinga. Það er rétt hjá Guðmundi, að umræðan um menningarþátt þessa dæmis hefúr verið rýr. Þeir sem helst fjalla um menningu og listir hér á landi hafa haft mjög hægt um sig flestir í Evrópuum- ræðunni. Hitt er svo lakara hvem- ig Guðmundur tekur þetta mál upp sjálfúr. En það gerir hann í stuttu máli sagt undir þeim for- merkjum, að allt hjal um menn- ingarleg slys í tengslum við inn- er mjög ólíklegt að tækifærin bíði framundan í löngum röðum. Markaðslögmál og fjölmiðlafár í „heimsþorpinu” svokallaða - þau hafa ekki aukið áhuga á smá- þjóðamenningu, hvað sem það annars er sem smáþjóðir hafa til bmnns að bera. Þvert á móti: í heimsþorpinu em allir að keppast við að likja eftir Stóra bróður hvers tíma, reyna að sýna að einn- ig þeir kunni vinsældaformúlur hans (alþekkt dæmi um þetta em Evróvisjónlögin). Einnig í há- menningunni svokölluðu eykst bilið á milli þeirra „tíu á toppin- um” í hverri grein og allra hinna. Og þessir tíu eiga svotil alltaf stórþjóð að baki sér. Islensk menning lifir á því að við sjálf leggjum rækt við hana og vitum af henni - allt annað er til- viljun sem getur verið gleðileg, en bjargar engu. menningarháskann göngu í Evrópu sé út í hött og beri helst vott um íhaldssemi, van- metakennd og annan aumingja- skap. Þvert á móti: innganga í Evrópubandalag sé tækifæri til að „efla listir og menningu” eins og í fyrirsögn greinarinnar segir. Væntingar smáþjóða Guðmundur notar m.a. þessa röksemd hér: „Staðreyndin er sú að það er almenn skoðun forystumanna hinna Ijölmörgu smáþjóða í lönd- um Evrópubandalagsins að þeir eigi meiri möguleika á að styrkja og rækta þjóðemi sitt og menn- ingu með því að vera innan bandalagsins en utan þess.” Þetta er svo stór íullyrðing að hún verður röng. Hér er átt við það, að ýmsir talsmenn smáþjóða, sem ekki eiga sér þjóðríki - Bask- ar á Spáni, Bretónar í Frakklandi - þeir hafa látið uppi vonir um að Evrópubandalagið gæti orðið þeim að nokkru haldi. Það bygg- ist á því, að þeir vona að fjarlæg yfirstjóm í Brussel rynist þeim skárri en ffanska eða spænska þjóðríkið sem þeir hafa ekki sem besta reynslu af á liðinni tíð. (Vita menn hér að ekki er langt síðan bömum þessara minnihlutaþjóða var refsað fyrir að tala móðurmál- ið í skólanum?) Þeir hafa gert það upp við sig að enginn muni leyfa þeim að stofna sjálfstæð þjóðríki lengur (í því efni sýnist staða þeirra vera enn þrengri en t.d. Eystrasaltsþjóða í Sovétrikjun- um) - og vona þá að það sé þeim í hag ef valdið flyst um set, er lengra frá þeim. Rétt eins og það var skárra fyrir Islendinga að eiga eitthvað að sækja undir fjarlægan páfa í Róm en að sitja uppi með einvaldan Danakóng sem tiltölu- lega nálægan hæstráðanda í ver- aldlegum og geistlegum efúum. Misjöfn staöa Allt öðru máli gegnir svo um þær þjóðir sem verið hafa sjálf- stæðar og fullvalda: þær hafa ýmsu að tapa á menningarsviði í allsheijar „samrunaþróun” í Evr- ópu. Og fátt að græða: við vitum vel að þau lítt heftu markaðslög- mál sem eru kjami máls i Evrópu- samstarfi, þau gera í sjálfu sér ekki síður ekki nokkum skapaðan hlut fyrir eigin menningu smáþjóða. Svo dæmi sé tekið af jafn öflugum menningarmiðli og veigamiklum sem kvikmyndin er þá vitum við ofúrvel, að meira að segja kvik- myndagerð stórþjóða eins og Frakka og ítala stendur afar höll- um fæti í „heimsþorpinu” gagn- vart filmurisanum engilsaxneska. Ellefu alda hreysti Guðmundur Magnússon notar í máli sínu lýðskmm og þreytt hreystiyrði um hinn mikla styrk íslenskrar menningar. Þessu safn- ar hann saman í þessa klausu hér: „Við eigum í fyrsta lagi ekki að láta vanmetakennd gagnvart útlendri menningu og siðum stjóma okkur. Við eigum enn síð- ur að telja okkur trú um að við séum öðru fremur að veijast á- sókn, varðveita og geyma. Minja- söfn em ágæt og nauðsynleg en þau em ekki fyrir þjóðir. Allra síst em þau fyrir okkur Islendinga sem höfum sýnt það og sannað með ellefú alda sögu okkar að við getum tileinkað okkur alþjóðlega menningarstrauma án þess að glata þjóðlegum sérkennum okk- ar.” Hreystiyrðin um styrk okkar þjóðemis í ellefú aldir em orðin ansi þreytt. Fyrr á öldum vom til- vemforsendur okkar blátt áfram allt aðrar en nú. Við lifðum af á þrjósk- unni — en á því, að við vomm nógu langt frá Englandi og Danmörku til að komast hjá því að fá yfir okkur er- lenda kaupstaði. Vissulega kunn- um við að taka við erlendum tíð- indum og gera þau íslensk. Siða- skiptin gengu ekki af tungu okkar dauðri vegna þess að við áttum menn sem höfðu manndóm í sér til að láta fjölmiðlun þess tíma arstrauma”. Og þess vegna tala jafnt róttæklingar sem Morgun- blaðsritstjórar um að „veijast á- sókn”, „varðveita” rætur okkar og fleira það sem herskár fijáls- hyggjumaður, Guðmundur Magnússon, telur sveitamennsku og lítilmennsku og vanmeta- kennd. Og menn gera sig seka um þennan þjóðemismálflutning blátt áffam vegna þess, að saga okkar sjálfra og annarra þjóða hefúr kennt okkur þau einföldu sannindi að tilvera smáþjóðar er aldrei sjálfsagður hlutur. Hvort sem hún er fátæk eða efnum búin. Tilvera smáþjóðar er ávallt verk- efni, málstaður, tvísýna. Leggjum undir okkur heiminn! Menn sem hugsa líkt og Guð- mundur Magnússon segjast sem fæst vilja af þessu vita. I staðinn bregða menn á eitthvert bjartsýn- isþrugl sem kostar þá ekki nokkum skapaðan hlut. Við eig- um ekki að varðveita og geyma, segja þeir, heldur ryðjast ffam Aftur til stuölanna! Eins og áðan sagði: Guð- mundur Magnússon fússaði því og sveiaði að menn hefðu mjög hugann við þá hlið menningar- vanda okkar sem veit að því að veijast, varðveita og geyma. En nú gerist það sama og í Leirgerði, sálmabók upplýsingaraldar: eitt rekur sig á annars hom. Þegar sá sami Guðmundur Magnússon fer í grein sinni að skýra ffá því hvað honum finnist að helst eigi að gera til að „styrkja innviðina” í menningunni þá nefnir hann þetta tvennt: „Við eigum svo dæmi sé tekið að kenna atburðasögu þjóðarinn- ar í skólum en leggja minna upp úr samfélagsfræðum bavíana og úlfabama eins og til skamms tíma var í tísku. A sama hátt eigum við að leggja rækt við ljóðform stuðla og höfúðstafa af því við emm eina þjóðin í heiminum sem kann að fara með þau verðmæti.” Þegar til kastanna kemur er WiÍífti^Miinniir MmiiTir tílrtWlllÍl ltliWllAjrfllfflíf Ilfflflilili WHIWIW liWIIWfWWitl miffiTi* Ílffrtli1 TMWÍllÍ W0nM fara ffam á íslensku - þýða Biblí- una og prédika á íslensku. Frammistaða okkar í fjölmiðla- málum okkar tíma, í sjónvarps- málum, er reyndar öllu lakari. HELGARPISTILL Vöm og varöveisla En hvað um það: áhrifa- streymi til landsins er allt annað nú - og það tengist Arni ekki endilega því Bergmann sem við emm vön að kalla „menning- galvaskir og leggja undir okkur heiminn með menningu eins og þá dreymdi um Einar Benedikts- son og Sölva Helgason. Guð- mundur Magnússon segir: „Á ekki íslensk menningar- sköpun fúllt erindi á alþjóðlegan vettvang? Era ekki tækifærin framundan?” Vitanlega getur íslensk menn- ingarsköpun átt fúllt erindi við aðrar þjóðir og sjálfsagt er að láta á þá möguleika reyna - enginn mælir því í mót. En við verðum víst að bíta í það súra epli að það Guðmundur Magnússon hat- rammur varðveislusinni. Meira að segja í neikvæðri merkingu. Hans ihaldssemi er svo þröng, að honum finnst bersýnilega mestu skipta að leiðrétta nú verk þeirra óþurflarmanna sem hurfú ffá stuðlum og höfuðstöfúm í ljóða- gerð með atómkveðskap skömmu eftir strið - eða þá þeirra, sem vildu að böm lærðu ekki aðeins um atburði liðinnar tiðar heldur fengju nokkum hvata til að hugsa um það í leiðinni hvers vegna at- burðir gerðust. Þannig er nú það. Föstudagur 13. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.