Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 19
Millisvæðamótið fyrir síðustu umferð Jóhann vann Agdestein Jóhann Hjartarson vann nor- ska stórmeistarann Simen Agde- stein í tólftu og næstsíðustu um- ferð millisvæðamótsins í Manila á Filippseyjum og hefur hlotið 7 vinninga. Síðasta umferðin verð- ur tefld á laugardaginn og verður Jóhann að vinna til að eiga von á sæti í áskorendakeppninni. Sú von er að vísu veik því jafnvel þótt Jóhann vinni verða önnur úrslit að ganga nákvæmlega eftir til að hann hreppi eitt af sætunum ellefu sem um er keppt. Greinar- höfundur fékk það staðfest hjá FIDE í gær að einungis 11 skák- menn komast áfram og ef ein- hverjir verða jafnir að vinningum ferekki fram aukakeppni, heldur verður heildarstigatala and- stæðinga hvers og eins iátin ráða en stigalægsti keppandinn er undanskilinn. Þarna stendur Jó- hann illa að vígi. Jóhann hefur tekið sig veru- lega á í síðustu umferðum og hlotið 5 vinninga af sex mögu- legum. Hann byrjaði afar illa og hafði aðeins hlotið 2 vinninga úr sex skákum en síðan verið nær óstöðvandi. Ekki er vitað við hvern hann teflir í síðustu umferð en möguleikar hans byggjast mikið á því að hrein úrslit fáist í einhverjum skákanna á toppnum og síðan verði jafntefli í sem flest- um skákum þeirra sem eru með 7 vinninga. Til nánari glöggvunar birtist hér staða þeirra sem eiga möguleika á sæti í áskorenda- keppninni: 1. Með 8 Vz vinning: Ivantsjúk 2. -3. Með 8 vinninga: Gelfand og Anand SKÁK 4.-11. Með 7 V2 vinning: Gurev- itsj, Kortsnoj, Dreev, Short, Hii- bner, Sax, Ehlvest og Judasin 12.-19. Með 7 vinninga: Jóhann Hjartarson, Khalifman, Ljuboje- vic, Shirov, Adams, Ki, Georgi- ev, Rechiis og Damljanovic. Þeir ellefu sem komast áfram bætast við Timman, Jusupov og Speelman og verða þá háð sjö einvígi. Síðan bætast við Karpov eða Kasparov, þ.e. sá sem tapar einvíginu um heimsmeistaratitil- inn sem hefst í New York í októ- ber n.k. Um frammisstöðu þeirra Jó- hanns og Margeirs er það að segja að Jóhann er að rífa sig upp úr miklum öldudal og er greini- lega að finna sitt gamla form. Frammistaða Margeirs Péturs- sonar veldur vonbrigðum en hann hefur aðeins hlotið 5 vinn- inga sem er mun lakari árangur en búast hefði mátt við. Efsti maður, Vasilij Ivantsjúk, er maður framtíðarinnar í sov- ésku skáklífi. Hann lagði Khalif- man að velli í 12. umferð eftir að hafa gert fimm jafntefli í röð að afloknum miklum spretti, fimm sigrum. Frammistaða Anand er athyglisverð og verður skáklífi Indverja væntanlega mikil lyfti- stöng. „Sláturhúsið hraðar hend- ur“, eins og hann hefur verið nefndur teflir ekki eins hratt og áður. Hann gerði sér lítið fyrir og lagði Mikhaíl Gurevitsj að velli í 12. umferð og hefur þá væntan- lega gulltryggt sæti sitt í áskor- endakeppninni. Úkraínumaðurinn Vailij Iv- Helgi Ólafsson antsjúk er tvímælalaust maður þessa móts og birtast hér tvær skákir hans. Önnur þeirra birtist í Morgunblaðinu en var slíkum villum skreytt að ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi komist í gegnum það dæmi. Má þetta ágæta blað muna sinn fífil fegri hvað varðar frásagnir af skákviðburðum. Englendingurinn Murray Chandler sigraði Ivantsjúk glæsi- lega í fyrstu umferð en Úkraínu- maður sá rautt og vann þá fimm skákir í röð: I. umferð: Chandler - Ivantsjúk Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re7 7. Rf3 Bd7 8. a4 Da5 9. Bd2 Rbc6 10. Bb5 0-0-0 11. 0-0 c4 12. Bcl! (Sterkur leikur. Hvítur kemur biskupnum fyrir á skáklínunni a3 - f8 þar sem hann lamar allt athafnafrelsi svörtu mannanna. Að vísu getur svartur tekið peðið á c3 en þá hefur hvítur jafntefli í hendi sér með 13. Bd2 Db2 14. Hbl Da3 15. Hal o.s.frv. Einnig kemur til greina að leika 14. c3 og freista þess að fanga svörtu drottninguna sem er illa á vegi stödd.) 12. .. f6 13. Del IlheS 14. Ba3 Kb8 15. Bxc6 Rxc6 16. De3 Ka8 17. Hfbl Bc8 18. Bd6 Hd7 19. Hb5 Dd8 20. a5 g5 21. Bc5 (Með hverjum leiknum bætir hvítur sóknina.) 21. .. g4 22. Bb6! 22. .. Hc7 (Ivantsjúk ákveður að láta skiptamun af hendi. 22. .. axb6 kom ekki til greina vegna 23. axb6+ Kb8 24. Dcl ásamt 25. Da3 með mátsókn.) 23. Rel fxe5 24. dxe5 Bd7 25. Dc5 He7 26. a6 bxa6 27. Hxa6 Be8 28. Bxc7 Hxc7 29. Dd6! (Knýr fram drottningaruppskipti og tryggir sigurinn í endatafli. Ivantsjúk á ekki mikla möguleika í framhaldinu þrátt fyrir góða til- burði.) 29. .. Dxd6 30. exd6 Hb7 31. Hxb7 Kxb7 32. Hal Kc8 33. Hbl a5 34. f3 h5 35. Kf2 Kd7 36. h3 gxf3 37. g4 Kxd6 38. Rxf3a4 39. Rd4 e5 40. Rxc6 Kxc6 41. Ke3 Kc5 42. Kd2 Kd6 43. Hb6+ Kc5 44. Hf6 Kb5 45. Hc6 - og Ivantsjúk gafst upp. í fimmtu umferð mætti Ivant- sjúk Júgóslavanum Nikolic sem hóf mótið með þrem sigrum: Nikolic - Ivantsjúk Hollensk vörn 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. c3 c6 5. Bg5 Bg7 6. Rd2 d5 7. Rh3 0-0 8. 0-0 De8 9. c4 Re5 10. Rxe4 dxe4 11. f3 exf3 12. exf3 Df7 13. Hel Dxc4 14. Bxe7 He8 15. Khl Ra6 16. Bfl Df7 17. Rg5 Dd5 18. Dcl b5 19. Bg2 Bb7 20. f4 Dxd4 21. a4 Hab8 22. axb5 cxb5 23. Hxa6 Bxa6 24. Dc6 h6 25. De6+ Kh8 26. Rf7+ Kh7 27. Re5 Bxe5 28. fxe5 Dc4 29. Df6 Bb7 30. e6 Hg8 31. h4 Bxg2+ 32. Kxg2 Dd5+ 33. Kh3 Hhc8 34. h5 g5 35. De5 g4+ 36. Kh4 Hc2 - Nikolic gafst upp. Hann á enga haldgóða vörn gegn hótuninni 37. .. Hh2 mát. Stórkostlegur sigur Islenska kvennalandsliðið varð Norðurlandameistari 1990, á mótinu sem spilað var í Færeyjum í síðustu viku. Liðið hlaut 192 stig úr 10 leikjum. Vann 8 leiki en tapaði 2. Glæsilegur árangur. Liðið skipuðu: Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Anna Þóra Jónsdótt- ir, Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördís Eyþórsdóttir. Fyrirliði var Sigmund- ur Stefánsson. Landsliðið í Opnum flokki hafnaði í 4. sæti af 6 þátttökuþjóðum, sem verður að teljast afar slök útkoma. Þó var mjótt á mununum á milli 2.-4. sætis, og með smáheppni hefði liðið' hæglega náð 2. sæti. Efsta sætið var hins vegar frátekið fyrir spænsku spilarana, sem höfðu tryggt sér sigur fyrir síðustu umferðina, að segja má. I sigurliðinu voru stórspilarar á borð við Hans Göthe og Anders Morath, sem hafa verið sigursælir með af- brigðum undanfarin 10-15 ár. Orðið Evrópumeistarar í tvígang og verið fulltrúar Evrópu á heimsmeistara- mótinu. Frændur okkar Færeyingar stóðu sig vel í skipulagningu og undirbún- ingi mótsins, sem þótti takast með afbrigðum vel. Fullyrða má, að þessi sigur kvenn- anna okkar á Norðurlandamótinu sé einn hinn stærsti í sögu bridge á fs- landi. Esther Jakobsdóttir á litríka sögu að baki í bridgehreyfingunni. Fastamaður í landsliði um árabil og almennt talin sú besta í þeim flokki í dag. Félagi hennar er Valgerður Kristjónsdóttir, en þær hófu félags- skap fyrir um 6-7 árum og verið afar sigursælar saman. Valgerður er gift Birni Theódórssyni, fv. forseta Bridgesambandsins. Áður en Val- gerður hóf félagsskap sinn á móti Est- her, höfðu þau hjónin lítillega haft afskipti af opinberri keppni. Anna Þóra Jónsdóttir er dóttir Estherar. Greinilegt er að eplið hefur ekki fallið langt frá eikinni, en nokkuð er um það að spilamennska „erfist“ milli ættliða. Sambýlismaður Önnu er Ragnar Hermannsson, sem hefur get- ið sér ágætt orð við græna borðið. Hjördís Eyþórsdóttir, félagi Önnu, á einnig litríka sögu að baki í kvenna- spilamennskunni, og raunar bridge- sögunni. Þrátt fyrir þá staðreynd, að innan við 3 ár eru síðan stelpan hóf keppnisspilamennsku, er Hjördís trú- lega með þeim skæðari á Norður- löndum í dag. Geysimikið efni þar á ferð. Til hamingju með glæsilegan ár- angur. Evrópumót landsliða í yngri flokki (spilarar 25 ára og yngri) hófst í Ne- umúnster í Þýskalandi sl. laugardag. Um 20 þjóðir taka þátt í mótinu. Lið íslands skipa: Matthías Þorvaldsson, Hrannar Erlingsson, Sveinn R. Eiríksson, Steingrímur G. Pétursson, Ólafur og Steinar Jónssynir. Fyrirliði er Björn Eysteinsson. Eftir 9 umferðir var liðið í 6. sæti, sem er afar góður árangur. Mótinu verða gerð skil í næsta þætti. Sveit Jóns Hjaltasonar sigraði sveit Trésfldar frá Reyðarfirði í 1. umferð Bikarkeppni BÍ, og lék síðan í beit við Ólafur Lárusson sveit Sigurðar Sigurjónssonar í 2. um- ferð, en sú síðamefnda vann þann leik og er þar með komin í 3. umferð, fyrst allra sveita. Sveit Sigurðar skipa, auk hans: Júlíus Snorrason, Ómar Jónsson og Guðni Sigurbjama- son. Sveit Einars Vals Kristjánssonar ísafirði, sigraði sveit Sigfúsar Árna- sonar Reykjavík í 1. umferð. Og dag- inn eftir léku vestanmenn við sveit Delta Reykjavík. Delta-menn sigr- uðu þann leik, en áður höfðu þeir slegið út sveit Jóhannesar Sigurðs- sonar Keflavík í 1. umferð. Sveit Delta er því önnur sveitin til að tryggja sér sæti í 8 sveita úrslitum. Sveit Sveins R. Eiríkssonar Reykja- vík sigraði sveit Baldurs Bjartmars- sonar Reykjavík, nokkuð örugglega. Sveit Ásgríms Sigurbjömssonar Siglufirði sigraði sveit Alfreðs Krist- jánssonar Akranesi í 1. umferð. Á miðvikudaginn áttust svo við sveitir Þrastar Ingimarssonar Kópavogi og Karls Karlssonar Sandgerði. Sveit Þrastar vann leikinn, sem var jafn. Einnig áttust við sveitir Fjólu Magnúsdóttur og sveit M.L. Refimir í sveit Fjólu (áður Modern Iceland/ Flugleiðir) mörðu leikinn nokkuð ör- ugglega, og mæta Þresti Ingimarssyni í 2. umferð. Landsmót ungmennafélaganna hófst sl. miðvikudagskvöld í Mos- fellsbæ. Meðal greina á mótinu er bri- dge, en það er í fyrsta skipti sem keppt er í þeirri grein á landsmóti. Um 16 sveitir taka þátt í mótinu, sem spilað verður eftir Monrad- fyrirkomulagi, alls 9 umferðir. Spilað er í samkomuhúsinu. Skemmtileg keppni þar á ferð. Áhorfendur vel- komnir. Kostnaður við kaup á spilagjafar- vél liggur nú fyrir. Vélin sjálf kemur til með að kosta um 175 þús. krónur og 1500 spilabakkar með um 115 þús. krónur. Samtals því um 300 þús. krónur. Mikil fjárfesting þar á ferð- inni. hjá konum I síðasta þætti sáum við dæmi um mögulega þvingun hjá sagnhafa, gegn okkar hendi (spilum). Lítum á svipað dæmi í dag: Norður S: G1084 H: KG5 T: 763 L: Á 103 Vestur S: D93 H: 8643 T: G L: KG874 Sagnir hafa gengið: Suður Vestur Norður Austur 1 hjarta pass 1 spaði 2 tíglar 3 hjörtu pass 4 hjörtu pass pass pass Við sitjum í vestur og hefjum leikinn á tígulogosa. Félagi yfirtekur kóng, síðan tígulás og þriðja tígulinn, sagnhafi lætur drottningu og við trompum. Hvað nú? Hvað getur sagnhafi átt fyrir stökk- sögn sinni íhjarta? óhjörtu, 3 tígla, ás og kóng í spaða og mögulega laufa- drottningu. Hann á því9 slagi á toppi, af þeim sem eftir eru. Sá tfundi kemur sjálfkrafa á þvingun á okkur, því við höldum á dömunni í spaða auk laufakóngs. Hver er þá lausnin? Hvað ef sagnhafi á Iaufadömuna staka? í raun er það eina vömin og ætti að finnast hjá flestum bridgespil- urum, að spila laufakóng. Með þeirri vörn rýfur þú fyrirsjáanlega þvingun gegn eigin hendi (spilum) og sagnhafi neyðist til að taka spaðaíferðina. Hendi saghafa er: S; ÁK6 H: ÁD10972 T: D54 L: D Glæsilegt dæmi um fullkomna vörn. (Tekið úr Vígreif Vörn. Þýðandi Þórarinn Guð- mundsson.) Nýbakaðir Norðurlandameistarar kvenna. Frá vinstri eru: Sigmundur Stefáns- son fyrirliði, Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Hjördís Eyþórsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir. Föstudagur 13. júlí 1990 NÝrr HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.