Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 2
SKAÐi SKRIFAR
Heldur vil ég á
huldufólk trúa
Ég var aö blaða í DV sem er óábyrgt blað
og kann ekki gott að meta eins og formann-
inn okkar í Sjálfstæðisflokknum.
Ábyrgðarleysið og ruglið í því blaði sann-
aðist eina ferðina enn, þegar ég skoðaði rit-
dóm sem þar birtist á dögunum um bók sem
Sigurður A. Magnússon hefur skrifað á
ensku um íslendinga. Ritdómarinn, sem er
reyndar flokksbróðir minn, Hannes Hólm-
steinn (misjafn sauður í mörgu fé), hann er
eitthvað að nöldra út í þessa bók. Hann kvart-
ar yfir til dæmis því að Sigurður einbeiti sér
að því að vekja forvitni ferðalanga í leit að
skrýtnu fólki.
Það var þá kvörtunarefnið!
Svo kallar þetta sig markaðshyggjumann,
hugsaði ég. Veit hann ekki að skrýtileikinn er
besta fjárfesting íslendinga og á við meðal-
eldgos á ári hverju í ferðamannaiðnaði. Vill
hann að við séum allir normal eins og Danir
sem ekki gera annað en éta og tala um það
að þeir séu búnir að éta?
Svo heldur Hannes Hólmsteinn áfram og
vælir yfir því að Sigurður hafi skrifað heilan
kafla um trú okkar á álfa og huldufólk. Og
segir þá með sínum gikkshætti: „Enginn
heilvita maður trúir á slíkt, hverju svo sem
fólk kann að svara að gamni sínu í könnun-
um.“
Nú gat ég ekki stillt mig og hringdi í þennan
ritdómarabjálfa og skammaði hann eins og
hund.
Hvaða þvæla er þetta um að vera heilvita
maður? spuröi ég. Hvar á svoleiðis skepna
heima, mér er spurn? Eða heldur þú, mann-
skrattinn, að sexhundruð miljón múslímar
séu hálfvitar vegna þess að þeir trúa því að
heimurinn hafi frelsast af því að einhver Mú-
hameð reið í hassvtmu milli borga í Arabíu?
Jáen, Skaði, sagði Hannes Hólmsteinn, ef
maður hugsar þetta huldufólksdæmi til
enda...
Það á maður aldrei að gera, sagði ég, sá
sem hugsar sín dæmi á enda hann gerir
aldrei neitt og fer aldrei neitt og er ekki neitt.
Ef forfeður okkar hefðu alltaf verið að hugsa
sín mál á enda þá sætum við enn í þessu
leiðindalandi Noregi þar sem allir tala vonda
dönsku og fiskurinn er búinn.
Já en svona hjátrúarþrugl..., sagði ritdóm-
arinn.
Það skiptir engu máli hvort íslendingar trúa
eða trúa ekki á álfa og huldufólk og drauga,
sagði ég.
Ekki það nei, sagöi ritdómarinn.
Nei, sagði ég. Það sem skiptir máli er að
þeir vilja hafa drauga og huldufólk (ég læt
álfana eiga sig enda eru þeir upphaflega
áreiðanlega einhver innfluttur misskilningur).
Og eins og skáldið okkar sagði: vilji er allt
sem þarf.
Sá vilji margborgar sig á öllum plönum.
Hann dregur hingað ferðamenn sem vilja sjá
síðustu villimennina í Evrópu. Hann kemur I
veg fyrir að við sjálfir drepumst úr leiðindum á
ferðalögum: heldurðu að það geri ekki þetta
eyðimerkurlandslag okkar meira spennandi
að vita af öllum þessum draugum allt í kring?
Hann eyðir einsemd og vanmetakennd: við
erum 250 þúsundir í stóru landi, en ef við
höfum huldufólk og drauga okkur við hlið þá
erum við miljónaþjóð og landið er millu þétt-
býlla og eiginlega byggilegra. Huldufólkiö er
líka nauðsynlegt vopn í baráttu við trygginga-
félög: ef að verktakar brjóta allar sínar græjur
í klettum þá er það ekki þeim að kenna heldur
sérviskunni í hulduliðinu sem er á móti óþarfa
vegalagningum í dreifbýlinu.
Og gáðu að því, að huldufólkið er í rauninni
okkar eina fyrirmynd og siðferðilegt haldreipi
í tilverunni. Heldurðu það sé ekki munur að
hafa við hliðina á sér huldubændur sem
kunna vel að búa og lenda aldrei í vand-
ræðum út af loðdýrabúskap og fiskeldi og
æðislegum bílakaupum? Heldurðu það sé
ekki munur á þessum Hafskipstímum og
BHMR-tímum og brennivínstímum að hafa
við hliðina á sér trausta þjóð, sem gleymir
aldrei því sem hún segir og stendur við hvert
einasta orð?
í RÓSA-
GARÐINUM
EKKERT NÍÐ UM
MITT PLÁSS!
Heilbrigðisfulltrúi Hafnar-
fjarðar segist aldrei hafa orðið
var við lykt úr skólpinu.
DV
ÁSMUNDUR RÆÐUR
MANNKYNS-
SÖGUNNI LÍKA
Engin bylting án samráðs við
ASÍ.
Stórfyrírsögn
í Tímanum
BUSH VERÐUR
AÐ FLYTJA
íslenska auglýsingastofan hf
orðin stærri en Hvíta húsið.
Fyrírsögn í DV
JÁ OG UTAN
HENNAR LÍKA
Erum við fábjánar í umferð-
inni?
Fyrírsögn í DV
ÓDÝR MUNDI
LAXINN ALLUR
Norsk Hydro hefur selt öðrum
eigendum fiskeldisfyrirtækisins
ísnó sinn hlut í félaginu, eða 43
prósent fyrirtækisins, fyrir eina
krónu norska.
DV
ENN LIFIR BJARTUR
í SUMARHÚSUM
Hér á íslandi býr sjálfstætt
fólk. Ég þekki marga sem hafa
lagt hálfa öld af vinnu í að byggja
yfir sig þakið.
Morgunblaðið
GEGN VÖRUSVIKUM
KARLA
Konur sem réðu karlmann til
að hátta sig í kvennaboði hafa
borið fram kvörtun við embættis-
mann ástralskra neytendamála
vegna þess að sýningaratriði
mannsins var aðeins 10 mínútur í
stað 30.
Tíminn
ALLTAF EITTHVAÐ
ÓHREINT VIÐ HANN
Þannig hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn aldrei verið hreinn hægri-
flokkur.
Morgunbiaðið
HLÁTURINN
LENGIR LÍFIÐ
Helmingur þeirra sem byggja
Mars er hryllilega afskræmdur
vegna geislunar... Þetta er furðu-
lega lítið sláandi en gefur Verho-
even sérstakt tækifæri til að upp-
lýsa okkur um sirkushúmor sinn
sem birtist m.a. í mörgum
skotum af þríbrjósta mellu.
Kvikmyndarýni
í Morgunblaðinu
OG ÞÁ VÆRI
MANNKYNS-
SÖGUNNI LOKIÐ
Ýmislegt bendir samt til þess
að Guð sé ekki kona... Hún væri
nú búin að kippa málunum í lag.
Morgunblaðið
2 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ FÖstudagur 27. júlí 1990