Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 4

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 4
Mynd Jim Smart. Er við BHMR að sakast þótt samningur bandalagsins valdi ríkisstjórninni, ykkur og ef til vill þorra landsmanna andvökunótt- um? Ég hef nú sofið ágætlega og í sjálfu sér ekki haft miklar áhyggj- ur af þeim samningi. Það er ekki verið að saka BHMR um eitt eða annað. Hins vegar er ljóst að þeg- ar einhverjir samningar hafa ver- ið gerðir, kjarasamningar eða viðskiptasamningar, og þeir standast ekki er náttúrulega eðli- legast að aðilar samningsins reyni að finna á því flöt hvernig þeir geti unnið áfram saman. í þessu tilviki er það staðreynd að það gengur ekki upp að einhver hóp- ur geti fengið launahækkanir alltaf umfram aðra og byggt á þeim grunni sem aðrir hafa lagt. Nú lá þessi samningur fyrir og var öllum Ijós þegar þið sömduð í febrúar. Já, já, og við ræddum við full- trúa BHMR um það og gerðum þeim grein fyrir því að BHMR ætti að okkar mati að vera með í þjóðarsáttinni og endurskoða sinn samning út frá þeim megin- línum sem þar var verið að leggja. Það var ekki vilji fyrir því hjá þeim þá. Við gerðum þeim líka grein fyrir því að okkar fé- lagsmenn myndu gera kröfu um að allir fylgdu þjóðarsáttinni. Margir hópar hjá okkur féllust á að bíða með leiðréttingar og for- sendan fyrir því var að allir aðrir hópar í þjóðfélaginu myndu gera það sama. Það tókst með alla ógerða samninga hingað til innan ASÍ. Það tókst líka að stöðva að- ila sem voru farnir af stað, t.d. verkfræðinga í einkageiranum. Hefði það ekki verið gert hefðu fleiri komið á eftir. Málið er einfaldlega þetta: Eru allir eða bara sumir tilbúnir að taka þátt í þessu? Þið vissuð á sínum tíma að BHMR var ekki tilbúið að taka þátt í þjóðarsáttinni, en samt var skrifað undir hana. Það var bara grundvallaratriði að ná þeim samningi og þótt þeir vildu ekki ganga inn á þá braut á þeim tíma, var ekki hægt að Iáta tvö til þrjú þúsund launþega af tugum þúsunda ráða ferðinni. Það gengur ekki upp. Ykkur var þá Ijóststrax í janúar og febrúar að þessi staða sem nú er gœti komið upp? Mér var það fyllilega ljóst að þessi staða eða einhver lík gæti komið upp. Félagsmenn okkar spurðu þegar við vorum að fara yfir samningana, hvað yrði með hina hópana sem koma á eftir og ætla alltaf að taka meira. Verður því eitthvað breytt? Svar okkar var: Það er grundvallaratriði í samningnum að aðrir fylgi á eftir. Og að því munum við vinna eins og við getum. Ennúer þessi staða komin upp. Er það ekki dálítið undarleg staða fyrirykkur í ASÍað þurfa beinlín- is að semja um það við atvinnu- rekendur og ríkisstjórnina hvern- ig eigi að bregðast við kauphœkk- unum annarra samtaka launa- fólks? Jafnvel að treysta á laga- setningu? Við erum ekki að semja við vinnuveitendur eða ríkisstjórn- ina um hvað þeir eigi að gera. Við höfum ekki verið í samningavið- ræðum við ríkisstjórnina um það. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að hafa samráð við ykkur. Ríkisstjórnin hefur óskað eftir samráði við aðila um hvernig þeir geti fullnustað það atriði í okkar samningi sem segir að launaþró- un annarra verði á sama veg og hjá okkur. Og auðvitað hefði ver- ið eðlilegast að ríkið hefði tekið upp viðræður við BHMR strax að loknum okkar samningi. En það var ekki gert og ég sé ekki ástæðu til að vera að saka menn mikið um það- Við stöndum bara frammi fyrir ákveðnum staðr- eyndum og ákveðnu verki sem verður að leysa. Var þá ekki hœgt að reikna BHMR-samninginn inn í þjóð- arsáttina? Það hefði ekki verið nokkur vandi að segja sem svo: gott og vel, til viðbótar við 1,5 prósent og 1,5 prósent tökum við 4,5 prósent líka. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þessi samningur BHMR felur í sér að BHMR hefði þá átt að fá þá hækkun líka. Svo það er sama hvað við hefðum samið um háar hækkanir og það er sama hvað verðbólgan hefði þá orðið há, samningur BHMR gerir bara ráð fyrir að bandalagið skuli alltaf fá meira. Slíka tengingu á milli samninga getur ASÍ ekki liðið. Það myndi einfaldlega þýða að ef við ætluðum að leiðrétta laun okkar lægst launuðu félags- manna fengju aðrir hópar sömu hækkanir út á það. Það hefur að vísu verið að gerast á undanförn- um árum en það er það sem þjóð- arsáttin á að skera á. BHMR fór í langt og strangt verkfall í fyrra og náði samning- um sem fólu í sér óverulegar launahœkkanir. Þessi leiðrétting sem nú á að koma að hluta er talin hafa leyst verkfallið á sínum tíma. Ein og sér þarf hún ekki að hafa veruleg áhrif á verðbólgu. Hvers vegna getur ASÍ þá ekki sætt sig við að BHMR haldi þessari hœkkun? Þetta er ekki bara spurningin um 4,5 prósent. Ég spyr beint um þau. Þessi leiðréttingarviðmiðun í samningi BHMR er enn óþekkt stærð. Hún gæti þess vegna orðið níu prósent eða meira. Þú spyrð hvort þessi 4,5 prósent myndu ekki hafa veruleg áhrif á verð- bólguna. Það má vel vera. En við getum ekki varið það gagnvart okkar félagsmönnum að þeir þurfi að bíða með leiðréttingu og segja svo við aðra: Þið þurfið ekki að bíða. Það verður eitt yfir alla að ganga. BHMR eins og aðrir hafa notið þeirra ávaxta sem hafa orð- ið af þjóðarsáttinni og það eiga menn líka að meta. Einar Oddur Kristjánsson seg- ist hafa haft ástæðu til að ætla það í febrúar að BHMR samningur- inn yrði aftur tekinn. Höfðuð þið einhverja ástæðu til að ætla það? Nei. Hins vegar gerði ég mér alltaf vonir um að þetta mál yrði leyst með einhverjum hætti milli ríícisins og BHMR. Við fengum engar yfirlýsingar um það frá ríkisstjórninni að BHMR- samningurinn yrði iátinn niður falla og báðum að sjálfsögðu ekki um það. Kemur annað en lagasetning til greina til þess að leysa þessa deilu þannig að þjóðarsáttin haldi? Fyrsti möguleikinn er auðvitað sá að BHMR gangi inn í þessa þjóðarsátt og taki þessa leiðrétt- ingarprósentu á sama tíma og launahækkanir eru í samningum annarra, í desember og mars. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að það verður erfitt fyrir þá eftir sex vikna verkfall að þurfa að breyta svo. En menn verða að meta það hver áhrif heildarsamn- ingarnir hafa haft á kjör þeirra eins og annarra. Örn Friðriksson er á beininu Lagasetning er eina úrræðið Kjarasamningur BHMR og úrskurður f élagsdóms um 4,5 prósent hækkun til félagsmanna BHMR er túlkuð þannig aðhún stefni febrúarsamningunum í hættu. ASÍ hefur krafist sambærilegrar hækkunar, en segir jafnframt Ijóst að enginn græði á víxlverkunum launa og verðlags. Örn Friðriksson, varaforseti ASÍ, er á beininu Annar möguleikinn er sá að við svíkjum okkar félagsmenn og segjum: það er allt í lagi þótt ein- hver hópur fái meiri launahækk- anir en þið fáið. Það gerum við ekki. Þá sýnist mér málið vera í slík- um hnút að við höfum fyrir fram- an okkur samning sem er sjálf- virkur hækkunarsamningur upp á endalausar kauphækkanir og endalausar verðhækkanir ef ekki verður að gert. Það verður að höggva á þann hnút. Hver á að gera það? Ef BHMR og ríkisstjórnin koma sér ekki saman um niður- stöðu, verður ríkisstjórnin eða al- þingi að taka ákvörðun. (Jm hvað? Um hvernig má stöðva þessa sjálfvirku vítisvél. Með lögum? Það er ekki hægt að gera það nema með lögum. Hvernig myndi ASÍ bregðast við efsett yrðu lög á BHMR? Ég skal ekki segja um hvernig ASI myndi bregðast við. Hvernig hugnast þér hugmynd- in? Mér sýnist málið bara vera komið í þá sjálfheldu að lög séu óhjákvæmileg. Mín persónulega afstaða í þessu er sú að maður geti ekki endalaust sagst vera á móti lögum á einhver tiltekin svið, hvort sem það eru samning- ar eða annað. Það geta verið svo vitlausir samningar í gangi að það verði að setja lög. Það er innihald laganna sem skiptir máli. Þetta er mín persónulega skoðun. Ég held hins vegar að ASÍ sé ekki tilbúið og hafi aldrei verið tilbúið til þess að óska eftir lagasetningu í þessu máli. En samtsjáið þið enga aðra leið út úr þessu? Það er engin leið önnur nema að láta vaða hér uppi verðbólgu upp á tugi eða hundruð prósenta. Það sem þú hefur sagt hér að ofan er talsverður áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Þú segir samninginn vitlausan og telur að ríkisstjórnin hefði átt að ræða við BHMR miklu fyrr. Ég sagði það í upphafi að það mætti hafa langt mál um hverjum væri um að kenna. Það sem skiptir máli núna er að menn viðurkenni að þessir hlutir ganga ekki upp og breyta út frá því. Eg stend ekki mikið í því að velta mér upp úr því hvað einn eða annar hefur gert mikil mistök. Það sem skiptir mestu er að mis- tökin verði lagfærð. Ég nenni ekki að skammast út í ríkisstjóm- ina eða aðra fyrir að hafa gert mistök. Byggist hinn margumtalaði efnahagsárangur ríkisstjórnar- innar bara á því að launafólk sætt- ir sig við litlar eða engar kjarabæt- ur? Ég vil ekki segja að þetta sé efnahagsárangur eða efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar. Þetta er fyrst og fremst stefna og árangur aðila vinnumarkaðarins. Við verðum að líta á þetta í samhengi. Það eru allir sammála um að við verðum að komast út úr þessari óðaverðbólgu sem við höfum haft. Það tekur tíma. Það þarf að skapa hér ákveðin skilyrði og þau eru meðal annars að það sé ekki innbyggt í tölvubúnað og hugsun- arhátt fólks að það verði í öllu að gera ráð fyrir svo og svo mikilli verðbólgu. Það þýðir að það þarf að komast á stöðugleiki í ákveð- inn tíma. Það er alveg klárt að það er fyrst og fremst launafólk sem hef- ur lagt það til sem þarf til þess að skapa stöðugleika. Það hefur það gert með því að kaupmáttur hef- ur meira að segja rýrnað frá 1. janúar. Þessu gerðum við okkar félagsmönnum grein fyrir á sín- um tíma. Þetta gerist til þess að skapa stöðugleika og til þess að geta byggt upp varanlegan kaupmátt sem á að geta skilað sér strax á næsta ári. Þann grundvöll viljum við ekki láta eyðileggja. Þetta var einnig spurning um atvinnustig. Það er alveg ljóst að það væru miklu fleiri fyrirtæki farin yfir og fleiri væru atvinnu- lausir ef óðaverðbólga hefði haldið áfram. Við í ASÍ búum ekki við æviráðningu eða varan- legt atvinnuöryggi. Þetta eru þættir sem við þurfum líka að taka með í reikninginn. Samt er atvinnuleysi meira en áður. Já, og það væri hryllilegt ástand ef verðbólgan hefði fengið að geysa áfram. -gg 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.