Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 5
• • j^jt^ jpjj^ BHMR-deilan Aftur sest að samningum BHMRfellst á endurskoðun á hinni umdeildu 15. grein. Ólafur Ragnar óskar eftirfundi með BHMR. Lagasetningþó enntalin óumflýjanleg. Ásmundur Stefánsson: Höfum ekkifarið fram á lagasetningu. Bíðum eftir ríkisstjórninni og mars yröu teknar af BHMR. Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra óskaði í gær- kvöldi eftir fundi með samninga- nefnd BHMR um endurskoðun á 15. grein samnings þessara aðila. BHMR hefur lýst sig reiðubúið ti) þess að endurskoða þessa grein, sem felur í sér að BHMR fái hækkanir sem aðrir kunna að fá. En Páll Halldórsson segir að aðr- ar tryggingar verði að koma í staðinn, binding við verðlag eða hugsanlega laun háskólamanna á almennum markaði. Þrátt fyrir þetta er lagasetning fyllilega inni f myndinni. „Ef BHMR fellur frá 15. greininni án þess að koma með nýjar leikfléttur sem ekki sam- rýmast markmiðum okkar í efnahags- og kjaramálum, er það mikilvægur áfangi í málinu,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson við Þjóðviljann. Fundur Ólafs Ragnars og samninganefndar BHMR átti að fara fram í morgun, en óvíst er hvaða áhrif samþykkt BHMR! mun hafa. Hún kemur ekki í veg| Stríðið um BHMR stendur enn sem hæst og í gær komu félagsmenn saman til baráttufundar. Bandalagið ákvað í gær að fallast á endurskoðun á hinni umdeildu 15. grein samnings síns, enda segir Páll Halldórsson að 15. greinin hafi verið hugarfóstur fjármálaráðherra. Mynd Kristinn. fyrir hækkun um 4,5 prósent frá 1. júlí og enn bendir allt til þess að sú hækkun verði jöfnuð út gagnvart öðrum með lagasetn- ingu. Það yrði þá líklega gert þannig að hækkanir í desember Sveitarfélög Lítill munur á hægri og vinstri Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafrœðingur: Vinstri meirihlutar í sveitarfélögum leggja meiri áherslu á dagvistarmál. Annars hafa stjórnmál ekki mikil áhrifá útgjöld sveitarfélaga „Um aðra teljandi fylgni stjórnmálalegra þátta og útgjalda var varla að ræða,“ segir Grétar Þór í grein sinni í Sveitarstjóm- armálum, og bætir við að sú niðurstaða komi heim og saman við niðurstöður rannsókna í Nor- egi og Danmörku. Á hinn bóginn kemur fram að útsvarshlutfall var í nær öllum til- vikum það sama, óháð því hvort hægri menn eða vinstri voru við völd. Grétar Þór kemst að þeirri niðurstöðu að mikil fylgni sé milli stærðar sveitarfélags og útgjalda til félagslegrar þjónustu. Hins vegar virðist það ekki skipta miklu máli hvort um er að ræða sjávarútvegs- og fiskvinnslupláss eða þjónustusveitarfélag. -gg Grétar Þór Eyþórsson stjórn- málafræðingur hcfur komist að þeirri niðurstöðu að það hafi lítil áhrif á útgjöld sveitarfélaga hvort hægri meirihluti eða vinstri meirihluti er við völd. Þó kemst Grétar Þór að því að vinstri meirihlutar leggja meiri áherslu á Pakkhús postulanna Lögreglan ekki í stríði Ómar Ármannsson aðstoðar yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir langt f frá að lögreglan sé í stríði við fjöllistahópinn Pakkhús postulanna. Ómar segir einnig rangt að lögreglan hafi haft tfu sinnum afskipti af Listahátfð næt- urlífsins um síðustu helgi. Lög- regian hefði aðeins fylgst með því að lögum og reglum væri fram- fylgt, sem ekki hefði verið reyndin í Tunglinu á föstudag. f samtali við Þjóðviljann sagði Ómar, að skilja hefði mátt af frétt blaðsins í gær, að afskipti lögregl- unnar af erlendum gestum Lista- hátíðar næturlífsins hafi hafist við komuna til Keflavíkur. Ómar sagði lögregluna hvergi hafa komið þar nálægt, heldur toll- gæsluna. Að öðru leyti hafi lög- reglan haft einu sinni afskipti af hátíðinni þegar hún lokaði Tung- linu á föstudag, vegna þess að þar hefðu verið vínveitingar sem ekki var leyfi fyrir. Samkvæmt skýrslum lögregl- unnar fóru fimm lögregluþjónar í Tunglið á föstudag, að sögn Óm- ars. Lögregluþjónar á vakt í mið- bænum gætu hins vegar hafa blandað sér í hópinn. Ómar sagði aftur á móti fráleitt að 20-25 lög- regluþjónar hefðu komið í Tung- lið, eins og aðstandendur hátíð- arinnar héldu fram, þar sem lög- reglan hefði ekki svo mikið lið á vakt. -hmp dagvistarmál. Stærð sveitarfé- laga og aðrir umhverfisþættir hafa meiri áhrif en stjórnmál á útgjöld sveitarfélaga, samkvæmt niðurstöðum BA-ritgerðar Grét- ars Þórs. Grétar Þór greinir frá helstu niðurstöðum BA-ritgerðar sinn- ar í nýjasta hefti tímaritsins Sveitarstjórnarmál. Ritgerðin var lokaverkefni hans í stjórnmálafræði við H.í. vetur- inn 1988-1989. Grétar Þór kannaði skipulega hvort hefði meiri áhrif á útgjöld sveitarfélaga, ýmsir umhverfis- þættir eða stjórnmálastefnur. Hann skoðaði útgjöld 22 sveitarfélaga árið 1985. Könnuð voru útgjöld til félagslegrar þjón- ustu annars vegar og til menning- armála, skólamála, íþrótta- og æskulýðsmála hins vegar. Fjórir síðarnefndu málaflokkarnir voru allir settir undir einn lið. Dagvist- armál voru skoðuð sérstaklega. Meirihlutar voru flokkaðir vinstri meirihlutar ef Alþýðu- bandalagið átti aðild að þeim en ekki Sjálfstæðisflokkur. Hægri meirihluti var skilgreindur þann- ig að Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að honum en Alþýðu- bandalagið ekki. Félagslegir og efnahagslegir þættir sem teknir voru til viðmið- unar voru m.a. stærð sveitarfé- lags í fjölda íbúa, atvinnugrund- völlur og sameiginlegar tekjur. Samkvæmt niðurstöðum Grét- ars Þórs er merkjanlegan mun á - útgjöldum hægri meirihluta og vinstri meirihluta aðeins að finna í dagvistarmálum. Enda eru uppi sterkar raddir um það innan ríkisstjórnarinnar, ASl og VSÍ að lög verði sett. ASI hefur þó ekki farið fram á að lög verði sett. BSRB vill að málið verði leyst með samkomulagi en ekki lögum. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir óhugsandi að launahækkun BHMR verði tekin af afturvirkt. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún verði tekin af með lögum um síðari hækkanir sem fyrirhugaðar hafa verið. Steingrímur segist vonast til að endanleg niðurstaða í málinu fá- ist í dag. Fulltrúar ASÍ og VSÍ funduðu með ríkisstjórninni í gær, en Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Þjóðviljann að enn hafi ekki fengist skýr svör frá ríkisstjóminni um hvernig hún hyggst taka á vandanum. „Við sættum okkur ekki við annað en að okkar fólk fái hækk- un til jafns við BHMR. BHMR og öðrum hefur verið það ljóst allt frá því í ársbyrjun. Við rædd- um við BHMR þegar samning- arnir voru í burðarliðnum í vetur og lýstum þá strax þeirri skoðun að við teldum rökrétt að þeir tækju sinn samning til endur- skoðunar með hliðsjón af því að þeir samningar sem við væram að gera færðu BHMR-fólki sömu ávinninga og öðram, það er lækk- un nafnvaxta, óbreytt búvöru- verð, stöðugt gengi og svo fram- vegis. Þessa afstöðu ítrekuðum við á fundi með BHMR í morg- un. Það er augljóst að launamis- réttið milli iðnverkafólks, fisk- vinnslufólks, afgreiðslufólks og fleiri hópa í ASÍannars vegar og háskólamanna á almennum markaði hins vegar er stórum meira en misréttið á milli há- skólamanna innbyrðis. Fulltrúar BHMR vora okkur ekki ósam- mála um þetta. En ríkisstjómin er upphafsað- ili að þessu máli og mér finnst eðlilegt að hún fái tíma til þess að skoða hugsanlegar aðgerðir. En við höfum ekki gert kröfu um lag- asetningu,“ segir Ásmundur. VSÍ hefur ekki hafnað kröfu ASÍ um launahækkanir, en bíður eftir að ríkisstjórnin tilkynni um aðgerðir sínar. gg Vaxtabœtur Greiðslum flýtt um mánuð Hjón geta í mesta lagifengið 174 þúsund krónur. 10 þúsund hjónfá vaxtabætur, 1500 einstœðirforeldrar og3500 einstaklingar Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að flýta útgreiðslum vaxtabóta um einn mánuð og verða greiddir út 1,4 milljarðar. Einnig verða greiddar út 600 milljónir í húsnæðisbætur sam- kvæmt eldri lögum. Þessi ákvörð- un ráðuneytisins felur í sér að samtímis verða greiddar út barn- abætur, vaxtabætur og húsnæðis- bætur. Samkvæmt lögum þarf ekki að greiða vaxtabætur út fyrr en 1. september en í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að það sé sanngirnismál að greiða allar þessar bætur út á sama tfma. Um síðustu áramót var lögum breytt þannig að þáttur tekju- og eignatengingar varaukinn. Þann- ig segir í tilkynningu fjármála- ráðuneytisins að jöfunarhlutverk vaxtabótanna hafi verið aukið. 1 ár verða greiddir út 1,4 milljarðar í vaxtabætur. Um 10 þúsund hjón koma til með af fá bætur að þessu sinni, að meðaltali 100 þúsund krónur en hæstar geta þær orðið 174 þúsund krónur samkvæmt lögum. Rúmlega 1,500 einstæðir foreldrar fá bætur, að meðaltali 80 þúsund krónur og um 3,500 einstaklingar fá bætur, að með- altali 60 þúsund krónur hver ein- staklingur. Vaxatabætur voru ákveðnar með lögum í fyrra í tengslum við upptöku húsbréfakerfisins. Þeir sem byggja eða kaupa húsnæði í fyrsta skipti eiga rétt á vaxtabó- tum. Bæturnar miðast við fjöl- skyldu og eru tengdar tekjum og eignum. Húsnæðisbætumar sem voru áður, voru hins vegar föst upphæð á hvern einstakling í sex ár frá kaupum. Þeir sem hafa keypt íbúðarhús- næði og áttu rétt á húsnæðisbó- tum árið 1988, geta haldið sig við gamla kerfið. Þeir geta hins vegar einnig sleppt húsnæðisbótunum og tekið vaxtabætumar í staðinn. Þeir sem byrjuðu að byggja eða keyptu eftir árið 1988, eiga bara rétt á vaxtabótum. í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir, að í raun hafi vaxtabæturnar tekið við af tvenns konar bótum, húsnæð- isbótunum og svo kölluðum vax- taafslætti. Vaxtaafslátturinn var aðeins tekjutengdur en ekki eignatengdur eins og vaxtabæt- urnar. Um 11 þúsund manns fá greiddar húsnæðisbætur sam- kvæmt eldra kerfinu, samtals 600 milljónir króna. Fjármálaráðu- neytið segir að heildarfjárhæð vaxta- og húsnæðisbóta hafi vax- ið um fimmtung að raungildi mið- að við það sem vaxtaafsláttur og húsnæðisbætur vora samtals í fyrra. Gjalddagar og greiðsludagar v kerfinu eru frumskógur út af fyrir sig. í tilkynningu ráðuneytisins segir að stjórnvalda, Alþingis og forráðamanna fjármálastofnana hljóti að bíða það verkefni að endurskoða þetta kerfi. Núver- andi kerfi kalli á mjög ójafna ál- agsdreifingu og talsvert óhagræði í fjármálakerfinu. Þetta mun vera í athugun í fjármálaráðuneytinu. -hmp Föstudagur 27. júif 1990 NYTT HELGARBLAÐ - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.