Þjóðviljinn - 27.07.1990, Side 7
Dýrin eignast
sinn Lúther
10 greinar á stoð í Péturskirkju
John Stockwell, kennari í Berk-
eley í Kaliforníu, festi á mið-
vikudag yfirlýsingu um réttindi
dýra, í tíu greinum á súlu í Péturs-
kirkjunni í Róm. í greinunum
sem fengu ekki að vera á súlunni
nema í tvær mínútur áður en ör-
yggisverðir Páfagarðs rifu þær
niður, er því haldið fram að dýrin
hafi ódauðlega sál og þar með
réttindi, sem stöðugt séu að engu
höfð með því að veiða dýrin,
slátra þeim, nota þau við vísinda-
legar tilraunir og menga náttúr-
una.
Fyrr um daginn hindruðu ör-
yggisverðir að Stockwell, sem var
við sextánda mann, næði fundi
páfa. Erindi þeirra félaga var að
skora á Jóhannes Pál að bregðast
við til vamar dýmnum og for-
dæma dráp á þeim, sama hver til-
gangurinn með drápunum væri.
Stockwell fer ekki leynt með
að hann hafi tekið sér til fyrir-
myndar Martein Lúther, sem
negldi greinar - 95 talsins - á hurð
dómkirkjunnar í Wittenberg
1517, en það varð upphaf siða-
skiptanna. Þaö sem knúði Lút-
her, sem var háskólakennari eins
og Stockwell, til þessara mótmæl-
aaðgerða var aflátssalan á vegum
Páfagarðs, en tilgangurinn hjá
páfa með henni var ekki hvað síst
að afla fjár til byggingar Péturs-
kirkjunnar.
an sjálfur, fæddur í Halle 1927,
og síðan slakað var á hömlum á
ferðalögum milli þýsku ríkjanna
snemma á áttunda áratug hefur
hann oft heimsótt ættborg sína og
haldið uppi samböndum við
skyldfólk og kunningja þar um
slóðir.
Hann mun því ekki hafa orðið
stórlega hissa er skriðan fór af
stað þar s.l. ár. Sökum þess hve
mikla rækt hann lagði við sam-
bönd við sovéska stjómmála-
menn, einkum Shevardnadze
utanríkisráðherra, hefur honum
ekki heldur komið á óvart að
Gorbatsjov lét Honecker og þá
félaga skilja, þegar hann heim-
sótti þá í okt. s.l., að héðan af
yrðu þeir að bjarga sér án Sovét-
manna. Genscher á að öllum lík-
indum fremur en Kohl heiðurinn
af því, hve fljót vesturþýska
stjórnin var að bregðast við
hraðri atburðarásinni í austurrík-
inu á þann hátt, að leiddi til sam-
einingar Þýskalands allnokkra
fyrr en flestir höfðu gert ráð fyrir.
Þrjár höfuöborgir
í staö tveggja
Samt eru horfur á því að Kohl
fremur en Genscher uppskeri
sigurlaunin er kosið verður í
landinu öllu í desember. Kohl er
nú í báðum Þýskalöndum hylltur
sem sameinandi landsfaðir, eins-
konar nýr Bismarck. Flokki hans
er almennt spáð drjúgum sigri í
kosningunum. Vegna þess hve
lítið fylgi bróðurflokkur frjáls-
demókrata í austurríkinu hefur er
hinsvegar ekki talið útilokað að
þeir fái undir fimm af hundraði
atkvæða í kosningunum og falli
þar með út af þingi. Kaldhæðni
mætti það kalla ef sameining
Þýskalands, sem Genscher hefur
greitt fyrir flestum eða öllum öðr-
um einstaklingum fremur, yrði til
að binda endi á feril hans í
stjórnmálum.
Ekki eru allir alveg kvíðalausir
gagnvart því tímanna tákni, sem
„kákasíska undrið“ er. Níkolaj
Portugalov, ráðunautur mið-
stjórnar sovéska kommúnista-
flokksins, spyr: „Tekst þeim risa,
sem sameinað Þýskaland verður,
að vinna með gallhörðu marki
þann sigur, sem Hitler tókst ekki
að vinna með eldi og sverði?“
Ógætileg ummæli breskra
stjórnmálamanna og sagnfræð-
inga nýverið minntu á að einnig í
Vestur-Evrópu hugsa sumir svip-
að og eru ekki yfrið hrifnir af
þeirri framtíðarsýn. Stjórn Mitt-
errands í Frakklandi virðist hugsa
sér að reyna að vega upp á móti
efnahagslegum styrk Þýskalands
með hernaðarstyrk, með því að
miða áfram kjamaflaugum á
skotmörk í Þýskalandi og hliðra
sér hjá að fylgjast með í afvopn-
un. Bushstjómin bandaríska
tekur nýskipaninni í Evrópu hins-
vegar af meiri stillingu en ráða-
menn bæði í Lundúnum og París
og virðist hugsa sér að reyna að
aðlagast hinum nýju kringum-
stæðum sem best. Þær kringum-
stæður eru Bandaríkjunum ekki
heldur svo nálægar sem Vestur-
Evrópuríkjum. Fyrir aðeins
nokkrum mánuðum voru Was-
hington og Moskva höfuðborgir
Vesturs og Austurs, tveggja
andstæðra ríkjablakka. Nú er far-
ið að tala um að nýjan öxul,
Washington-Bonn (eða Berlín)-
Moskva, sem í framtíðinni muni
ríkja yfir norðurhluta hnattarins.
Afríka
Lum kaþólikka og múslíma
andi, að réttindi kaþólskra
minnihluta væru ekki virt, og
sumsstaðar væru kaþólskir menn
meðhöndlaðir sem annars flokks
þegnar. í sumum löndum gengur
þetta svo langt, samkvæmt
skýrslunni, að svo virðist sem
múslímar ætli ekki að líða nein
önnur trúarbrögð við hlið sinna
eigin.
Alice Springs
Höfuðborg drykkjuskapar
Af öllum stöðum á jörðinni er
mest drukkið í Alice Springs,
25.000 manna borg í Mið-
Ástralíu, samkvæmt skýrslu
gerðri í umboði frumbyggja á
þeim slóðum. Meðalneyslan þar á
ári á hreinum vínanda er 27,1 litr-
ar á mann, miðað við fullorðna.
í Frakklandi, þar sem meira er
drukkið af áfengi en í nokkru
öðru þróuðu landi, er meðal-
neyslan á hreinum vínanda á ári
13,3 lítrar og í Ástralíu 8,7 lítrar,
samkvæmt hagskýrslum þessara
ríkja.
Forustumenn frumbyggja í Al-
ice Springs, sem þar eru margir,
hafa miklar áhyggjur af þeim af-
leiðingum, sem áfengið hefur
fyrir þeirra fólk, en margt af því
er illa haldið af völdum of-
drykkju. Pam Lyon, einn vís-
indamanna þeirra er vann að
rannsóknum fyrir gerð skýrsl-
unnar, segir að helmingur allra
dauðsfalla meðal frumbyggja í
borginni sé að einhverju leyti af
völdum áfengis. Þar sé um að
ræða sjúkdóma, sem áfengið
veldur, slys og ofbeldi.
Sænska blaðið Dagens Nyheter birti nýlega grein um umsvif tveggja sænskra stórlaxa í fiskeldi hérá landi,
sem telja (sland kjörinn vettvang fyrir hafbeitaréldi.
Sænskir stórlaxar
í íslensku fiskeldi
« t> juli J.^90
ftoií Pet>x ucfj Otset tv'scw&i *t / ec pi taSvwt. Vví ?««&»/ /n>* b*K» *jjj <»c*ty iit Mrtf S»*«3»55J t tánrxpsg/m octs cm
Ar ixsj rfs*jgjrj$t»iwíjj!í
Svenskt storkapital hávar in vinst pá Island
a»: aödíS! Mtfvjsxa^rr
.A... JZ
SXt< *!• »X(ÍSÍ:«'M Jixwijavjxjos sjs«S vn:->x< V
vivvxt iiii <ig gsnx hii. «át
A10 Hþi-fftpeaogel
Fyrrumformaður samtaka sœnskra atvinnurekenda og höfuð
Wallenbergfjölskyldunnar hluthafar að þremur fiskeldisfyrirtœkjum
hér á landi
Stórlaxinn Curt Nicolin, fyrrverandi formaður sænska vinnuveitenda-
sambandsins rennir fyrir lax.
r
Ieinangrun úti á landsbyggðinni
hafa þeir Peter Wallenberg og
Curt Nicolin komið sér upp leyni-
legu tómstundagamni, laxeldi,
sem þeir eru stórtækir í. Þeir eru
reyndar þeir stórtækustu í fi-
skeldi á íslandi... Eitthvað á
þessa leið hefst dramtísk frásögn
sem nýlega birtist í sænska stór-
blaðinu Dagens Nyheter af um-
svifum þessara tveggja sænsku
fjármálajöfra í fiskeldi hér á
landi.
Þeir Wallenberg og Nicolin
hafa brallað margt um ævina og
eru löngu kunnir af afskiptum
sínum af sænsku atvinnulífi. Pet-
er Wallenberg, sem er höfuð
þeirrar frægu sænsku Wallen-
bergættar, er trúlega einn auðug-
asti maður Svíþjóðar. Curt Nicol-
in hefur einnig víða komið við í
fjármálavafstri og hann var um
árabil formaður samtaka
sænskra atvinnurekenda.
Blaðamaður Dagens Nyheter
hefur eftir Nicolin að hann hafi
látið gamlan draum verða að
veruleika með því að hasia sér
völl í laxeldinu. ísland er kjörið
til seiðaeldis. Hér sé bæði að hafa
ómengaða náttúru, hreint loft og
nægt vatn. Þar við bætist að bann
við laxveiðum í sjó í Norður-At-
lantshafi geri það að verkum að
hér er mjög eftirsóknarvert að
stunda laxeldi með hafbeit.
Af frásögn blaðsins má ljóst
vera að þeir félagar, Wallenberg
og Nicolin, telja að að uppgrip í
fiskeldinu felist fyrst og fremst í
hafbeitinni. Bæði er að bann við
laxveiðum í sjó gerir það að verk-
um að heimtur á göngulaxi eru
miklar og að hafbeitarlaxinn er í
miklum metum á mörkuðum úti í
hinum stóra heimi.
- Á sjöunda og áttunda ára-
tugnum staldraði ég oft við á ís-
landi og komst þar í kunnings-
skap og sambönd við ýmsa, er
haft eftir Nicolin, sem segir að
bann við laxveiðum í sjó geri ís-
land alveg einstakt til að stunda
þar laxeldi.
Félagamir eiga hlut í þremur
fiskeldisfyrirtækjum, í Höfnum,
á Núpum í Ölfusi og í Hrauns-
firði. Samkvæmt skýrslu forsætis-
ráðherra um fjárfestingar er-
lendra aðila í atvinnurekstri hér á
landi, er var lögð fram á síðasta
þingi, kemur fram að Nicolin er
hluthafi að þremur fiskeldisfyr-
irtækjum. Hann er skráður fyrir
29,5 af hundraði hlutafjár eða
hlutafé upp á 32 og hálfa miljón
króna í Silfurlaxi, sem er með
bækistöðvar á Núpum í Ölfusi og
í Hraunsfirði á Snæfellsnesi. Þá á
Nicolin einnig lítilsháttar í laxeld-
isfyrirtækunum Silfurgen í
Höfnum og Silfurbergi, eða eitt
prósent í því fyrmefnda og 2,28
prósent í því síðarnefnda.
Wallenberg er meðeigandi
Nicolins í Silfurbergi og er sá fyrr-
nefndi skráður fyrir 58.43 prós-
enta hlutafjárins eða fyrir and-
virði 48,260 króna. Samanlögð
hlutafjáreign þeirra félaga í fi-
skeldi hér á landi er tæpar 62 milj-
ónir króna.
Þeir Wallenberg og Nicolin eru
langt í frá að vera einu útlending-
arnir sem hafa haslað sér völl í
fiskeldi og sjávarútvegi hér á
landi. í skýrslu forsætisráðherra
frá því í vetur kemur fram að
hlutafjáreign útlendinga í fiskeldi
og sjávarútvegi er tæpur einn og
hálfur miljarður króna eða sem
nemur um 26,7 hundraðshlutum
heildarhlutafjárins. Auk þeirra
félaga eiga nokkrir sænskir aðil-
ar, norskur og bandarískur hlut í
fiskeldisfyrirtækjum hér á landi.
Að sögn Friðriks Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra Lands-
sambands fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva, hefur eignarhlutdeild er-
lendra aðila farið snarminnkandi
hin síðari ár. - Þar munar vitan-
lega mest um að stór fiskeldisfyr-
irtæki sem útlendingar hafa átt
hlut í hafa orðið gjaldþrota, segir
Friðrik.
Hann segir að því miður sé
fjárfestingargleði útlendinga tak-
mörkuð sem stendur. Menn haldi
að sér höndum, ekki bara hér á
landi, heldur almennt að því er
virðist.
- Það mætti koma miklu meira
erlent fjármagn inn í fiskeldið hér
á landi heldur en er til staðar í
dag, segir Friðrik, sem bendir á
að hér sé um fjármagnsfrekan
atvinnurekstur að ræða og
stofnkostnaður við fiskeldi sé
mjög mikill og vart mögulegur
nema að verulega fjársterkir aðil-
ar standi straum af kostnaðinum.
-rk
Föstudagur 27. júlf 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA)7 .