Þjóðviljinn - 27.07.1990, Page 14

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Page 14
llff'T „Haustlandslag meö fjórum trjám“ (1885). Árni Blandon skrifar í tilefni af hundrað ára ártíð van Goghs HLJOMKVIÐA NATTURUNNAR Vinœnt van Gogh 30.3.1853 - 29.7.1890 „Þegar komið er inn í þorpið blasir við skemmtileg sjón: Geysi- mikil mosagróin þök á hýbýlum, gripahúsum, kindakofum, hlöð- um. Þessi breiðu hús standa á milli eikartrjáa sem eru í dásamlegum koparlitum. í mosanum eru gul- grœnir tónar; í jarðveginum eru rauðleitir tónar, eða bláleitir eða gulir og dökklillagráir; í gróand- anum á kornökrunum eru ólýsan- lega tœrir tónar; í blautum trábol- unum, svartir tónar, andstœðu- litir hins gullna haustlaufaregns sem sviðrast og þyrlast um - lafir í lausum skúfum, eins og því hafi verið þeytt saman, himinbjarm- inn glitrar í gegnum það - hang- andi á öspunum, linditrjánum, birkinu og eplatrjánum. Himinninn heiður og tœr, geisl- andi, ekki hvítur heldur í óræðum fjólubláum lit, hvítglitrandi og rauður, blár og gulur, allt er ið- andi og maður finnur fyrir raka- num fyrir ofan og hvernig hann rennur saman við þunna þokusl- œðuna neðra - og samræmir allt í tónarófi úr mildum gráum litum. “ Framanritað er hluti úr bréfi sem Vincent van Gogh skrifaði til bróður síns í nóvember 1883. Hann var þá þrítugur að aldri, hafði barist í þrjú ár við að reyna að ná tökum á teikningu og málaralist, átti sjö ár óiifuð. Hann lést 29. júlí árið 1890. Eins og kunnugt er reyndi hann að stytta sér aldur með því að skjóta sig (fyrir nákvæmlega 100 árum) en skotið geigaði og því tók það hann tvo daga að deyja. Pað kemur fram síðar í bréfinu (sjá lok þessarar greinar), að hann er á þessum árum langt frá því að vera kominn á það flug í list sinni að hann geti gripið and- rúmsloft augnabliksins í lands- laginu og málað það á striga. En h§nn er nægilega næmur og sk'arpur til að draga upp mynd í orðum af því sem hann sér og lýsa því skýrt og greinilega. Vincent Hann vildi láta kalla sig Vinc- ent vegna þess að það er ekki á nokkurar þjóðar færi, nema Hollendinga, að bera fjölskyldu- nafn hans rétt fram (það er borið fram á hollensku eitthvað á þessa leið: Fan Hgrogrh). Við íslend- ingar köllum hann venjulega fan Gogh, en enskumælandi þjóðir van Gogh. Okkar framburður á nafni hans er því að hálfu leyti enskur en ekki nema að hálfu leyti hollenskur. Þess vegna er lang best að fara að ráðum hans sjálfs og nota einungis fyrra nafn- ið hans, Vincent. Enda merkti hann myndir sínar þannig (þær fáu sem hann merkti). Margar óheillavænlegar mynd- ir hafa verið dregnar upp af Vinc- ent. í nýjustu kvikmynd japanska kvikmyndameistarans Kuros- awa, „Draumar“, sem er saman- sett úr draumum hans, lætur þessi aldni meistari bandaríska kvik- myndaleikstjórann Martin Scors- ese leika Vincent í stuttu atriði. Vincent er þar spurður að því hvers vegna hann hafi skorið af sér eyrað. Svar hans er á þessa leið; „Mér tókst ekki að mála það nógu vel, svo ég skar það af“. Líklega kæmist enginn upp með að láta slíka firru frá sér fara nema heimsfrægur listamaður. Það er ákaflega óviðkunnanlegt þegar viðurkenndur (en dekr- aður) listamaður, sem hefur fengið allan meðbyr hins stóra listaheims samtímans, gerir slík elliglöp og níðist með þessum hætti í misheppnaðri aulafyndni á þeim sem alla sína ævi var fá- tækur, minnimáttar og að mestu leyti misskilinn. Fólki ætlar seint að lærast að hafa samúð með þeim sem erfitt eiga eða þá að menn vilja ekki skilja að það var slys að Vincent skyldi skera af sér eyrnasepilinn í absint-, floga- og geðveikiskasti, hinn 23. desemb- er 1888. Eftir þennan atburð fékk hann sex svipuð flogaveikiköst og dvaldi í heilt ár á geðveikrahæl- um í Suður-Frakklandi. í nýjustu kvikmynd sinni, „ Vincent og Theo“ fer bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Ro- bert Altman ekki betur með Vincent. Verið getur að Altman hafi rétt fyrir sér í því að Theo, bróðir og fjárhaldsmaður Vinc- ents, hafi verið með sífilis, orðið geðveikur af þeim sjúkdómi, sem síðan gæti hafa dregið hann til dauða (Theo var fjórum árum yngri en Vincent og dó aðeins fimm mánuðum og 23 dögum á eftir honum). En hitt er víst að Vincent var ekki sá vanstálpaði stauli sem Altman lætur í veðri vaka í þessari mynd að hann hafi verið. Bréf hans til bróður síns Theos og listamannanna van Rappards og Emile Bemards bera vitni um mjög sterkar gáfur, afar mikið sjálfstæði, frumleika og djúpa hugsun. Raunin er sú að öll hans mynd- list er sprottin upp úr heimspeki- legum vangaveltum hans þar sem kenningin er alltaf undanfari út- færslunnar. Hann var af prestum kominn en hafnaði öllum trúar- kreddum eftir að hann tók að hugsa sjálfstætt. Framan af ævi hafði hann verið mjög trúaður en þegar honum fór að ofbjóða trú- arhræsnin sem alls staðar blasti við, ásamt mislestri opinberra handhafa trúarinnar á breytni Krists, sneri hann sér alfariö’áð dýrkun á náttúrunni og hljóm- kviðunum sem hann heyrði þar. Það má því segja að náttúran hafi orðið hans Guð upp frá því. Listaverkasalinn Það er ýmislegt í lífi Vincents sem vill gleymast í afmælisbóka- flóði því sem streymt hefur á „Sjálfsmynd. Með reifað höfuð og reykjarpípu" (1888). 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.