Þjóðviljinn - 27.07.1990, Page 15

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Page 15
Hellismunni" (1889) markaðinn undanfarna mánuði í tilefni hundrað ára ártíðar lista- mannsins. Pví miður hefur enn ekki birst nein góð bók um Vinc- ent á íslensku og er ekki von á að svo verði nokkurn tíma því augljóst er að allt hér á landi stefnir í samprentaða gróðahít þar sem gæði og vönduð vinnu- brögð víkja alfarið fyrir lögmál- um mammons og yfirborðs- mennskunnar. Vincent var einn af þessum álf- um í listaheiminum sem ýtti mammon til hliðar vegna þess að heilindi hans buðu honum að vinna samkvæmt boðorði lista- gyðjunnar en ekki markaðs- hyggjunnar. En það er næstum því sama hversu léleg bók kemur út um Vincent, alltaf skal ein staðreynd um hann komast til skila: Hann vann aðeins að list sinni tíu síðustu æviár sín og ák- vað að deyja 37 ára gamall. En það gleymist yfirleitt alltaf að geta þess að hann vann í nær 7 ár sem listaverkasali. Pað er á þeim. árum sem hann mótar smekk sinn í málaralistinni og fær sig fullsaddan af markaðshyggju og smásálarhætti, teprusícap og þröngsýni smáborgaranna sem ávallt munu kaupa það sem markaðurinn heldur að sé gott. Slíkur smekkur er alltaf ára- tugum á eftir tímanum þegar miðað er við þá sem ryðja brautina í nýlistum, svipað og Vincent gerði á sínum tíma. í dag vilja allir kaupa málverk eftir Vincent van Gogh en fæstir hafa efni á því, vegna þess að málverk eftir hann er hinn nýi gullfótur í efnahagslífinu. Þar spilar allt annað inní en gæði mál- verksins, sem sé peningalögmál sem koma list ekkert við. Meðan Vincent var á lífi fundust aðeins tveir menn sem létu sér detta í hug þá firru að kaupa verk eftir þennan litóða mann. Til þess að almennur skilningur fáist á fram- úrstefnulist, virðist þurfa að sía hana í gegnum margar kynslóðir. Og það er einmitt þess vegna sem almenningi er svo mjög í nöp við alla nýlist: Menn finna sig ekki örugga við að dæma hvacfer gott og hvað er slæmt. Ef 80% af þeirri list sem framleidd er í heiminum á hverjum tíma er lé- leg, þá er jú öruggara að vera bara heima heldur en að taka áhættuna að fara á málverka- eða leiksýningar. Vincent á íslensku Því miður hefur enn ekki kom- ið neitt vandað verk út á íslensku um Vincent van Gogh og list hans. Og það sem er ennþá meiri menningarhneisa er að ekki skuli vera til eitt einasta bréf sem hann skrifaði (af 650 bréfum) á ís- lensku. Spurningin er hvort ís- lendingar ættu ekki að hætta að kalla sig menningarþjóð og viðurkenna að þeir tilheyra hin- um fátæka, óupplýsta þriðja heimi. Skáldsaga Irving, Stone um Vincent, „Lust for Life“, kom út í ágætri íslenskri þýðingu árið 1949. Þó saga þessi sé vel skrifuð sem skáldsaga er hún gjörónýt sem heimildarverk og er óþarfí að rökstyðja það nánar vegna þess að skáldsaga lýtur að sjálf- sögðu öðrum lögmálum en vís- indalega samansett rannsóknar- ritgerð. „Líf og list Van Goghs“, eitt af ritunum í Time-Life ritröðinni, kom út á íslensku árið 1979. Þrír af átta köflum í þessu verki fjalla alls ekki um Vincent og auk þess eru mýmargar villur í bókinni sem vafalaust skrifast á þýðand- ann fremur en frumtextann. Sem dæmi má taka bls. 147 þegar vitn- að er í bréf Vincents þar sem hann lýsir einu flogakastinu sem hann fær og hvað það kemur óvænt yfir hann: „En strax næsta dag, hentist ég niður stiga, eins og einhver ófreskja". Hvaða stigi skyldi þetta hafa verið? í ensku þýðingunni segir: „And the next day, down like a brute“ (III. bindi, bls 260. Bréf No. 628). Vincent skrifaði: „Et le lendema- in fichu comme une brute“. E.t.v. mætti þýða þessa setningu: „Og daginn eftir jafn ósjálfbjarga og skynlaus skepna.“ Hvernig hægt er að koma stiga inn í slíka þýðingu er ekki á færi nema sér- stakra „brute" (enskra eða fran- skra) eða íslenskra brutlara. Og það er ekki nóg með að þýðandi þessa verks sé uppfullur af mis- heppnuðu hugmyndaflugi, held- ur er þýðingin öll svo sérviskuleg að ógerlegt er að vita hvað átt er við með orðum eins og t.d. „blæ- sæi“, „draumsæi", gnæfrænt" o.s.frv. Til þess að koma í veg fyrir slík mistök í þýðingu, var fenginn íslenkur listfræðingur til að hafa eftirlit með orðfæri hins íslenska þýðanda á alþjóðlegu fjölprentsbókinni um Vincent van Gogh sem kom út fyrir nokkrum dögum á íslensku og kallast „Van Gogh og list hans“. En íslenski listfræðingurinn var hins vegar ekki fenginn til að laga villumar í bókinni sem greinilega er skrifuð af blaðamanni en ekki listfræðingi. Vafalaust hefur eng- inn listfræðingur fengist til að skrifa nýja bók um Vincent á svo skömmum tíma sem til þess hefur líklega verið ætlaður, en þessi bók virðist koma út í tilefni 100 ára ártíðar listamannsins. Fyrsta villan sem menn rekast á í bókum um Vincent sem skrif- aðar em af áhugamönnum (amatömm) er alltaf: Vincent skar af sér hluta af hægra eyranu. Sönnun áhugamannsins er þá mynd af Vincent með bindi um höfuðið þar sem bindið skýlir hægra eyranu. Vafalaust er það eðlilegt að áhugalesarar geri slík mistök vegna þess að enginn er að ætlast til þess að þeir hafi nokkurn tíma sest fyrir framan spegil til að reyna að teikna sjálfs- mynd. Svo er ekkert víst að áhug- alesarar hafi nokkurn tímann gert sér grein fyrir því að það sem er hægra megin í spegli er vinstra megin í raunveruleikanum. Sem betur fer er enginn skikk- aður til að lesa bækur á-borð við þessa í svo lélegum gæðaflokki sem hið alþjóðlega fjölprent er, eða elta ólar við allar þær villur sem þar eru saman komnar. En það er þó alveg óþarfi að kalla „kassa“ „kommóðu“ (bls. 100), fyrir þann sem hefur augu í höfð- inu. En auðvitað er ekki ætlast til þess að sá sem skrifar bók um listamann, eða þýðir hana, eða hefur eftirlit með þýðingunni, hafi auga fyrir myndlist, eða áhuga á myndlist. Nóg er að rekja æviatriði listamannsins. Það er lfka alveg óþarfi að til- greina hvar hinn löngu týndi stóll Vincents er niðurkominn eins og gert er á blaðsíðu 101. Hins vegar væri kærkomið að fá að vita hvar málverk Vincents af stólnum er, nema hvað illt væri að treysta upplýsingum um það í svo óáreið- anlegri bók. Það er líka hæpið að segja um þetta fræga málverk Vincents af stólnum: „Stóll Vinc- ents er málverk af deginum" (bls. 101). Það er deginum ljósara að málverk Vincents er málverk af stól en ekki af deginum. Hins vegar er ekki um nætur- stemmningu að ræða í þessu mál- verki heldur hugblæ sem minnir fremur á dag en nóttu. Hvers vegna skyldi ganga svona illa að semja góða bók um Vincent? Hvers vegna eru svona margir lélegir þýðendur að vinna? Það er vegna þess að u.þ.b. 80% af þeim sem vinna flest störf vinna þau illa. Það er hægðarleikur að kaupa nýja og góða bók um Vincent, en menn verða þá bara að vita hvað er gott og hvað er slæmt, verða m.a. að fá ábendingar frá fólki sem mark er takandi á. Ein albesta bókin um Vincent í dag er eftir listfræð- inginn og fræðimanninn Jan Hul- sker, sem hefur kynnt sér ævi Vincents undanfarin 30 ár. Þessi bók heitir „Vincent and Theo VAN GOGH: A Dual Biograp- hy“ (1990). Náttúru- dýrkandinn Hvers vegna gerir virtur kvik- myndaleikstjóri, Robert Altman, kvikmynd um Vincent þar sem honum er lýst sem hálf- gerðum bjána? Vegna þess að Altman hefur ekki kynnt sér efn- ið sem hann er að fjalla um nægi- lega vel. Hann getur auk þess skýlt sér bak við það að hafa ekki skrifað handritið að kvikmynd- inni sjálfur. Það er enginn bjáni sem skrifar bréf á borð við það sem þessi grein hefst á. Það er því miður aðeins helmingurinn af þessu hljómkviðubréfi, sem hér birtist í fýrsta sinn á íslensku. Síðasti hluti þess er á þessa leið: „Þegar rökkrið skall á - ímynd- aðu þér þögnina, friðinn yfir öllu! ímyndaðu þér síðan litla götu varðaða háum öspum með haust- laufum, ímyndaðu þér breiðan moldarveg, allt svört eðja, heiðin teygir sig svo langt sem augað eygir til hægri og vinstri, nokkrar svartar þríhyrningslaga skugga- myndir af torfkofum; út um gluggana berst roðaglóð frá daufum eldi og nokkrir forarpoll- ar með rotnandi trjábolum spegla himininn; ímyndaðu þér þessa mýri í rökkrinu, með hvítum himnifyrir ofan og alls staðar eru andstœðurnar hvítt og svart. Og í þessari mýri rustaleg mannvera - hjarðsveinninn - ; hópur af egg- laga verum, að hluta til úr ull að hálfu leyti úrfor, sem rekast sam- an, ýta við hverri annarri- lijörð- in. Þú sérð hana koma - þú ert í henni miðri-þú snýrð þér við og eltir hana. Hægt og letilega dragn- ast hún áfram eftir moldargötu- nni. Það hillir undir bóndabæinn í fjarlœgð - nokkur mosaþök, heystakkar og móhraukar á milli aspanna. Fjárhúsið er líka eins og þrí- hyrningslaga skuggamynd dökkt. Dyrnar standa opnar eins og myrkur hellismunni. Á milli gluf- anna ífjölunum á bak við glittir í himninbjarmann. Öll hersingin, þessi hópur sem samanstendur af ull og leðju, hverfur inn í hellinn - hjarðsveinninn og kona með Ijósker loka dyrunum. Þessi heimkoma hjarðarinnar í rökkrinu var lokaþátturinn í hljómkviðunni sem ég heyrði í gœr. Dagurinn leið eins og í draumi, ég var allan tímann svo niður- sokkinn í þessa áhrifamiklu tón- list að ég gleymdi gjörsamlega að borða og drekka - ég hafðifengið mér eina rúgbrauðssneið og kaffi- bolla á kránni þar sem ég teiknaði rokkinn. Dagurinn var liðinn og frá aftureldingu til rökkurs, eða öllu heldur frá einni nótt til ann- arrar, hafði ég gleymt mér gjör- samlega í þessari hljómkviðu. Ég kom heim og þegar ég settist við eldinn, fann ég til hungurs, já, ég var mjög svangur. Nú veistu hvernig þetta er hérna. Manni líð- ur nákvæmlega eins og maður hafið verið á sýningu á Cent chef- d'œuvers til dœmis. Hver er svo uppskeran eftir slíkan dag? Aðeins nokkrar grófar skissur. En þó er annað semmaðuröðlast-sefandi vinnu- ástríðu. “ Árni Biandon er leikhúsmenntaður. Ilan&vinnur að leikriti um ævi van Goghs. Föstudagur 27. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.