Þjóðviljinn - 27.07.1990, Qupperneq 18
Kortsnoj ekki dauður úr öllum
í>að fór ekki mikið fyrir Viktor
Kortsnoj á millisvæðamótinu í Man-
ila sem lauk fyrir tæpum hálfum mán-
uði. Hannvarekkíbeintífelumen
þátttaka hans hafði ekki sömu róstur í
för með sér og allajafna áður. Kann-
ski hafði reykingabann FIDE sem var
í gildi í þessu móti eitthvað að segja. í
fyrstu sjö umferðunum vann hann
þrjár skákir og gerði fjögur jafntefli
en eftir það virtist hann sætta sig við
tíðindalítil jafntefli.
Hann stóð uppi taplaus og hefur
ekki afrekað það áður á millisvæða-
móti, en þau eru nú orðin fimm tals-
ins. Þegar upp var staðið hafði hann
hlotið 8 vinninga og var í 5.-11. sæti.
Það dugði til að komast áfram í áskor-
endakeppninni en þar hefur hann
verið meðal keppenda samfellt frá ár-
inu 1968. Lajos Portisch féll hinsveg-
ar út að þessu sinni, en hann hefur
teflt í áskorendakeppninni sleitulaust
frá 1965.
Það voru ekki allir vissir um að
Kortsnoj yrði meðal þátttakenda í
Manila. Þegar hann yfirgaf Filipps-
eyjar seint í október 1978 eftir einvíg-
ið við Anatoly Karpov kvaddi hann
heimamenn með þeim orðum að
hann hefði kunnað vel við land og
þjóð en vegna framgöngu Florencio
Campomanes, sem var formaður
framkvæmdanefndar einvígisins,
myndi hann aldrei tefla þar aftur.
Kortsnoj taldi Campo hafa dregið
taum Karpovs og sovésku sendinefn-
darinnar í hvívetna. Mikið vatn hefur
runnið til sjávar síðan og ástandið
varla skánað mikið í huga Kortsnojs,
því nú er erkifjandinn Campomanes
orðinn forseti FIDE. Hann hefur
sennilega talið að táknræn mótmæli
sem fælust í því að láta sig vanta á
þetta mót færu fyrir ofan garð og neð-
an hjá flestum og bitnuðu fyrst og
fremst á honum sjálfum. Því tók hann
saman pjönkur sínar og hélt til Fil-
ippseyja á miilisvæðamótið sem Cam-
pomanes hafði skipulagt.
Enn og aftur sýndi Kortsnoj styrk
sinn og verður áreiðanlega harður í
horn að taka í áskorendakeppninni
sem hefst á næsta ári. Hann hóf mótið
með því að gera jafntefli við Spán-
verjann Illescas en síðan var röðin
Kortsnoj, taplaus í Manila.
komin að sterkasta skákmanni Fil-
ippseyja um áratuga skeið, Torre. Og
vissulega fann Kortsnoj sinn gamla
kraft.
2. umferð:
Torre - Kortsnoj
Nimzoindversk vörn
1. d4-Rf6
2. c4-e6
3. Rc3-Bb4
4. e3-b6
5. Bd3-Bb7
6. RÍ3-0-0
7. 0-0-d5
8. a3-Bd6
9. b4-dxc4
10. Bxc4-Rbd7
(Kortsnoj stillir upp á svipaðan hátt
og Tigran Petrosjan gerði í nokkrum
þ.á m. gegn Lajos Portisch í Lone
Pine 1987. Tigran lék reyndar 10.
.. a5 og eftir 11. b5-Rbd7 12. Bb2-e5
13. Hel-e4 14. Rd2-De7 15. Be2-
Had8 16. Dc2-Hfe8 17. f3-exf3 18.
Bxf3-Bxf3 19. Rxf3-Re4 20. Rxe4-
dxe4 21. Dxe4-Hxe4 22. Rd2-He6 23.
e4 fann hann sleggjuna 23. .. R5! og
náði vinningsstöðu.)
11. Bb2-De7 14. b5-axb5
12. Rb5-a6 15. Bxb5-Re4
13. Rxd6-cxd6 16. Rd2?
(Fram að þessum leik má staðan heita
í jafnvægi en Torre sést yfir tiltölulega
einfalda mannsfórn.)
16. .. Rxd2
17. Dxd2
Helgi
Ólafsson
17. .. Bxg2!
(Sennilega hefur Torre aðeins búist
við 17. .. Dg5 sem hann getur svarað
með 18. d5!)
18. Kxg2-Dg5 skák
19. Khl-Dxb5
20. d5-e5
21. Habl-Da4
22. Bc3-Dc4
23. Bb4-Rc5
24. f3-f5!
(Þó svartur hafi auðvitað alla þræði í
hendi sér þarf hann að sýna fyllstu
aðgæslu engu að síður því hann þarf
að verja ýmsa veikleika í stöðu sinni
s.s. b6-peðið.)
25. Hgl-Hf6
26. Hbcl-Dh4
27. De2-Dh5
28. Hg2-Hg6
29. Hcgl-Hc8
30. Dfl-Hxg2
31. Dxg2-Df7
32. Hdl-Rd3!
(Kortsnoj teflir af fítonskrafti og
þessi leikur, og þeir sem á eftir koma,
hreinlega rústa stöðuTorre. 33. Hxd3
er vitaskuld svarað með 33. .. Hcl
skák og drottningin fellur.)
33. Dd2-e4
34. Bxd6
(En ekki 34. fxe4 fxe4 35. Bxd6 Df3
skák og vinnur.)
34. .. Dxd5
35. Bg3-exf3!
36. Kgl
(En ekki 36. Dxd3-Dxd3 37. Hxd3-
Hcl skák og mátar.)
36. ... Hd8
37. Dc2-h6
38. Dc7-Da2!
- Lokahnykkurinn er áhrifaríkur því
jafnvel þó Torre fái hrókinn með
skák er það skammgóður vermir því
hann ræður ekki við máthótunina á
g2. Hann gafst því upp.
Fjallað hefur verið um Indverjann
Wiswanathan Anand áður í þessum
dálkum. Hann er langsterkasti skák-
maður sem Indverjar hafa eignast og
er þó gömul skákhefð þar í landi og
kenningar uppi um að einmitt þar hafi
skáklistin í núverandi mynd komið
fram. Þetta er m.a. stutt þeim rökum
að í tungumáli ýmissa þjóða er fíll
látin tákna hrók en sú öndvegis-
skepna hefir löngum verið í metum í
Indlandi og brúkuð mjög í hernaði.
Anand tefldi geysilega létt og
skemmtilega í Manila og árangur
hans, 3.-4. sæti, var fyllilega verðs-
kuldaður. Sterkustu stórmeistarar
áttu erfitt með að ráða við hraða tafl-
mennsku hyans og hinar sffelldu hót-
anir beinar og óbeinar. Lítum á
hvemig veslings Mikhafl Gurevitsj
tapaði fyrir Anand í 12. umferð:
12. umferð:
Anand - Gurevitsj
Frönsk vörn
1. e4-e6
2. d4-d5
3. e5
(Þessi leikur naut nokkurra vinsælda í
Manila því algengustu leikirnir 3. Rc3
og 3. Rd2 bíta ekki svo glatt lengur.)
3. .. c5
4. c3-Rc6
5. Rf3-Bd7
6. Be2-Rge7-
7. Ra3-cxd4
8. cxd4-Rf5
9. Rc2-Rb4
10. Rxb4-Bb4 skák
11. Bd2-Da5
12. a3-Bxcd2 skák
13. Dxd2-Dxd2 skák
14. Kxd2
(Með því að stofna til stórfelldra upp-
skipta hugðist Gurevitsj ná markmiði
sínu í þessari skák: jafntefli. Honum
fer miklu betur að tefla til sigurs eins
og skák hans við Nigel Short í síðustu
umferð bar með sér, en þá reyndi
hann aftur þessa taktík að stefna á
jafntefli með uppskiptum.
Sannleikurinn í þessari stöðu er sá að
hvítur hefur talsverða yfirburði í rými
og þar af leiðandi á svartur erfitt með
að verjast í hálfgerðum anda-
þrengslum.)
14. .. f6
15. Hacl-Re7
16. b4-Kd8
17. Bd3-Hc8
28. Hxc8 skák Rxc8
19. g4-h6
æðum
20. Rh4-Re7
21. f4-a6
22. HH-Bb5
23. f5-h5
a b c d e f g h
(Gurevitsj hefur haldið uppteknum
hætti og uppskiptin virðast ætla að
skila tilætluðum árangri. Áður en
hann lék þessum kom til greina að
skjóta inn 24. .. Bxd3. f þessari stöðu
finnur Anand stórkostlega lausn sem
byggist á meistarsalegum millileik
sem gerir aðstöðu Gurevitsj skyndi-
lega afar erfiða.)
24. Rg6!! Rxg6
25. exf6!
(Hér er kominn millileikurinn snjalli.
Riddarinn á sér ekki undankomu
auðið vegna 26. fxg7 o.s.frv. Svarið er
þvingað.)
25. .. gxf6
26. fxg6-Ke7
(En ekki 26. .. hxg4 27. Bxb5-axb5
28. Hxf6-Ke7 Hf7 skák Kd6 30. g7
ásamt 31.Hxb7 og hvítur vinnur
hróksendataflið.)
27. g5!-f5
(Alls ekki 27... fxg5 28. Hf7 skák Ke8
29. g7! Hg8 30. Bg6 og vinnur.)
28. Bxb5-axb5
29. Hcl-Kd6
30. Ke3-Hg8
31. Kf4
(Ekki var hollt að skjóta inn 31. Hc5
með hugmyndinni 31. .. Hxg6 32.
Hxb5 því svartur á svarið 31.... b6! og
nú strandar 32. Hxb5 á 32. Kc6 og
hrókurinn er f sjálfheldu.)
31. .. bl6
32. Hc3-Hxg6
33. Hh3-Hg8
34. Hxh5-Hc8
35. g6-Hc4
(Eða 35. .. Ke7 36. Ke5 og vinnur.)
36. Hg5-Hxd4 skák
37. Ke3-He4 skák
38. Kf2
og Gurevitsj gefst upp. G-peðið renn-
ur upp.
Þáttaskil hjá kvenfólkinu
Glæsilegur árangur kvennaliðsins á
Norðurlandamótinu fyrir skemmstu,
er liðið varð Norðurlandameistari,
kom flestum á óvart. Til þess hefur
„kvennabridge" á fslandi ekki verið
hátt skrifaður og af litlum árangri að
státa. Oftar en ekki hefur lið í þessum
flokki verið sent til þátttöku, til
jafnvægis við karlaliðið, sem raunar
telst Opinn flokkur (bæði kynin).
Með þessum árangri hefur þessum
hlutum nú verið snúið. Spilararnir
fjórir sem mynduðu þetta sigurlið,
eiga nú sterkari kröfur á hendur
hreyfingunni, svo og allt kvenfólk
sem metnað hefur í þessa átt. Gera
verður þeim kleift að taka þátt í stór-
mótum á erlendri grundu, útbúa svip-
að æfingarprógram og karlaliðið hef-
ur æft eftir og fenginn hæfur þjálfari,
á borð við Hjalta Elíasson. Að þessu
fengnu má fara að gera enn frekari
kröfur til þessa liðs, að því gefnu að
spilararnir sjálfir hafi raunverulegan
áhuga á framhaldi. Til þess þarf að
finna sér tíma og markmið. Og
stækka hópinn.
í 2. umferð Bikarkeppni Bridge-
sambandsins mætast (hafa mæst)
eftirtaldar sveitir (heimasveitir taldar
á undan): Guðlaugur Sveinsson
Reykjavík gegn Tryggingamiðstöð-
inni Reykjavík. Karl Karlsson Sand-
gerði gegn Fjólu Magnúsdóttur
Reykjavík. Grettir Frímannsson Ak-
ureyri gegn Samvinnuferðum/Land-
sýn Reykjavík. Sigurður Sigurjóns-
son Kópavogi er kominn í 3. umferð.
Ásgrímur Sigurbjörnsson Siglufirði
gegn Sveini R. Eiríkssyni Rvík. Est-
her Jakobsdóttir Reykjavík er komin
í 3. umferð. S. Ármann Magnússon
Reykjavík gegn Verðbréfum Islands-
banka/Eyþóri Jónssyni Delta Hafnar-
firði er komin í 3. umferð.
Ef umsjónarmaður man rétt, á 2.
umferð að vera lokið fyrir endaðan
ágúst, en undanrásir og úrslit verða
óvenju seint á ferðinni að þessu sinni,
eða ekki fyrr en í október. Núverandi
bikarmeistarar er sveit Trygginga-
miðstöðvarinnar, sem sigraði sveit
Modern Iceland í úrslitaleik á síðasta
ári, eins og frægt varð í beinni útsend-
ingu Stöðvar 2.
Athyglisvert er, að þegar blaðað er
í meistarastigaskránni, yfir áunnin
stig á síðasta keppnisári, yfir þá spil-
ara sem unnu sér inn 6 meistarastig
eða meir, kemur í ljós að aðeins 29
kvenmenn eru þar skráðar, af samtals
374 spilurum. Flest stig hlaut Hjördís
Eyþórsdóttir, eða 70. Aðeins 16
karlspilarar á Iandinu voru ofar en
Hjördís og þaraf aðeins 4 spilarar sem
hlutu 100 stig eða meir.
Hugmynd að breyttu fyrirkomulagi
í Bikarkeppni Bridgesambandsins
sem Guðmundur Páll viðraði í nýj-
asta Bridgeblaðinu (aem er nýkomið
út) að spila keppnina í riðlum, í stað
útsláttarfyrirkomulags eins og nú
tíðkast, er athyglisverð. Ekki einung-
is fyrir þær sakir, að áður hefur verið
fjallað um þessar breytingar í þessum
þætti, með það markmið í huga að
efla sjálfa keppnina, heldur er hér á
ferðinni í raun byltingarkennd hug-
mynd. Ef við skoðum þessa tillögu
aðeins nánar, þá sjáum við að eftir-
farandi vinnst;
a) Leikjum fjölgar og fleiri stig
verða því til skiptanna, er upp verður
staðið.
b) Gengið verður út frá því að 4-5-6
sveitir skipi hvern riðil og ein af þeim
sveitum fær að annast framkvæmd-
ina. Um leið og dregið verður í riðla
(handahófskennt) verður dregið um,
hvaða sveit fær heiðurinn af fram-
kvæmdinni. Sú sveit ákveður síðan
spilastað og spilatíma, í samráði við
gefinn tíma mótanefndar BSÍ og við-
komandi samráð þeirra sveita sem í
hlut eiga.
c) Slíkt fyrirkomulag er tvímæla-
laust hvetjandi, auk þess sem kostn-
aður af ferðalögum ætti að minnka
eitthvað. Sigursveit í hverjum riðli
(hvort sem riðlar verða 8 eða 16)
halda síðan áfram keppni, með
útsláttarfy rirkomulagi.
d) Slíkt fyrirkomulag getur einnig
virkað sem áhugahvati úti á lands-
byggðinni. Dæmi: 5 sveitir skipa einn
riðilinn. Heimasveit er frá Hólmavík
og hún er svo stálheppin að fá Verðb-
réfamarkað íslandsbanka, Modern
Iceland, Samvinnuferðir og Einar
Val Kristjánsson í heimsókn. Sigur-
sveitin heldur áfram keppni. Svipuð
dæmi mætti nefna, en jú Bikarkepp-
nin verður einhvern „sjarma“ að
hafa. Ekki satt?
Opnun á 1 grandi er mismunandi
eftir pörum. Þau sem spila eðlilegt
kerfi (Standard) eru flest með opnun í
sterkari kantinum. En hvað segja lík-
urnar um opnunarstyrk (punkta á
hendi)? Lítum á málið: 12 hápunktar:
8.2%. 13 hp: 6.9%. 14 hp: 5.7%. 15
hp: 4.4%. 16 hp: 3.3%. 17 hp: 2.4%.
18 hp: 1.6%. 19 hp: 1.1%. 20 hp:
0.65%.
Niðurstaða:
Ef opnun á 1 grandi er 12-14, hp:
20.8%
Ef opnun á 1 grandi er 14-16, hp:
13.4%
Ef opnun á 1 grandi er 16-18, hp:
7.3%.
f fljótu bragði virðist hagkvæmara
að spila veikara grand, eða hvað?
Áður í þessum þætti hefur verið
fjallað um hin ýmsu hugtök og heiti,
sem fyrirfinnast í bridgespilinu. Að-
ferðir sem spilarar nota daglega, hafa
allar (flestar) verið reyndar áður og
bera hin ýmsu nöfn. Lítum á dæmi:
S: 43
H: 542
T: Á3
L: KDG1093
S: G10987 S: Á52
H: K106 H: D987
T: 10984 T: K72
L: 6 L: Á54
S: KD6
H: ÁG3
T: DG65
L: 872
Suður er sagnhafi í 3 gröndum.
Vestur spilar út spaðagosa, sem
Austur vinnur á ás. f öðrum slag spil-
ar Austur tígulkóngi og spilið reynist
nú óvinnandi fyrir Suður. Innkoman í
blindan hefur verið fjarlægð. Þegar
sagnhafi spilar nú háu laufi, gefur
Austur þann lit í tvígang (dúkkar).
Þessi vörn nefnist Merrimac-
bragðið, kennt við bandaríska kola-
skipið með sama heiti, sem sökk í
Santiago-höfn 1898, í tilraun til að
lokka spánska flotann þar inn.
Annað dæmi:
Sagnir ganga:
Suður Vestur Norður Austur
1 lauf 1 hjarta Dobl Redobl
Þessi sagnvenja eða svipuð á lægri
nótunum, nefnist Kock-Werner re-
doblið, kennt við Svíana Rudolf
Kock og Einar Werner (sem voru í
liðinu með Einari Þorfinnssyni og
Gunnari Guðmundssyni, sem tók
þátt í heimsmeistaramótinu 1950).
Austur sýnir með redoblinu, að
hann hefur eyðu eða einspil í hjarta
(lit félaga) og óskar eftir því að félagi
taki út í annan lit (redoblið er því
úttekt í stöðunni, sem margir vanir
spilarar kannast við). Að sjálfsögðu
breytist þessi notkun ef andstæðingar
okkar beita ekki venjubundnu dobli
og gefa aðvörun þar að lútandi.
Ekki verður farið nánar hér í þá
sálma, hvaða afleiðingar (hugsan-
legar) þessi sagnvenja getur haft. Það
fylgir þó sögunni að besta vonin
(vörnin) sé sögn frá andstæðingun-
um, sem leysir yfirvofandi hættu á
strangri refsingu (hafi félagi komið
„létt“ inn á sagnir...).
Olafur
Lárusson
18 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. júlí Í990