Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 21

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 21
HELGARMENNINGIN MEGAS í fjölleika- húsi sálar- lífsins Ef ferill Megasar er skoðaður í þeim plötum sem hann hefur sent frá sér, blasir við litrík og krassandi flóra. Hann kom inn á íslenskan plötumarkað sem ein- hvers konar hryðjuverkamaður og henti sprengjum í plussklædd- ar hlustir, þannig að í heilu mis- serin skeggræddu menn hvort þarna væri tónlist á ferðinni eða hljóð utan úr geimnum. Að sjálf- sögðu höfðu þeirsíðarnefndu rétt fyrir sér, því fyrsta plata Megasar var eins og skilaboð úr himing- eim sálarlífsins og gaf þeim sem leiðir voru á poppskarkala von um að hægt væri aö gera skap- andi rokktónlist á íslandi. En síðan Megas gaf út sam- nefnda plötu hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá honum og í íslenskri rokksögu. Plötur Meg- asar hafa allar verið kærkomin ögrun á íslenskum plötumarkaði sem sést kannski best á því „að fólki finnst nýjasta platan alltaf verst“, eins og Megas sagði sjálf- ur í viðtali við Nýtt Helgarblað í vor. Hér skiptir ekki máli hvort nefndar eru plöurnar „Fram og aftur blindgötuna“, „Á bleikum náttkjólum“ eða „Höfuð- lausnir". Ég hef frá því ég komst af leiðinlegasta gelgjuskeiðinu beð- ið spenntur eftir hverri plötu Megasar og biðin eftir „Hættu- legri hljómsveit og glæpakvend- inu Stellu“ hefur verið nokkuð ströng. Platan átti að koma út á vormánuðum en ýmsar tafir urðu til að seinka útgáfunni. En nú er þessi tvöfalda veisla loksins kom- in. Til að njóta tónlistar Megasar, verður maður að vera svolítið vel að sér í lífinu og þar skortir undir- ritaðan tilfinnanlega á. Megas er eins og þroskaður ávöxtur innan um her grænjaxla, tónlistarlega, textalega og heimspekilega. I textum sínum nær Megas oft að setja annan vinkil á málin þannig að tilveran verður önnur en hún lítur út fyrir við fyrstu sýn. Samstarf Megasar við Hilmar Örn stórkuklara hófst fyrir al- vöru á „Höfuðlausnum“, sem verður að teljast með allra bestu plötum Megasar. Hilmar Örn mætir síðan aftur til leiks á „Hættulegri hljómsveit...“ og það verður að segjast eins og er að útkoman er þroskaðri og fín- stilltari en á „Höfuðlausnum“. Hilmar Örn skapar hljóm með Megasi sem ekki hefur heyrst á íslenskri plötu áður, ef hann hef- ur þá nokkurn tfma heyrst á plötu. Það er betur unnið úr bakröddum Bjarkar Guðmunds- dóttur og barnakórs en á „Höfuð- lausnum". Á fyrri plötu „Hættu- legrar hljómsveitar...“ eru marg- ar perlur, en ég nefni sem dæmi „Greip & eplasafa". Þar samein- ast snildarleg útsetning, glúrinn texti, góður söngur Megasar og ljúf röddun Bjarkar. Þetta er lag sem ætti að geta orðið mjög vin- sælt ef það fær nauðsynlega spil- un og mikið væri yndislegt af út- varpsstöðvunum að miðla manni þessu lagi við vinnuna. Það sama má reyndar segja um fleiri lög, til dæmis „Rauðar rútur“ og „Söng um ekki neitt“. Nú ber að sjálfsögðu að varast að gera Megasi upp pólitískar skoðanir en „Rauðu rúturnar“ gefa vinstrisinnum nokkra hugg- un þegar þeir eru barðir með molum úr Berlínamúmum af sjálfumglöðum tilbiðjendum auðvaldsins. „Bláar rútur þær bæta engu við fótinn/og beinlínis Megas bregður oft öðrum sjónauka á tilveruna en maður á að venjast. Mynd: Jim Smart. hefta för þína útí bláinn/þú hang- ir og þú heggur ennþá sama móinn/þó húsbóndinn þinn gamli sé fyrir löngu dáinn/ætli þú hafir ekki urðað sjálfur það hræ/en rauðar rútur/þessar rauðu rútur/ já og rauðu rúturnar/fara rak- leiðis heim á bæ.“ Dragi hver sínar ályktanir af þessu erindi. En Megas er ekki að íþyngja manni með predikunum frekar en fyrri daginn. Eins og oftast áður spanna textar hans allt fjölleikahús sálarlífsins. Það er kíkt á drottningamar á veiting- astaðnum 22 f laginu „Ungfrú Reykjavík“ og litið inn á dansleik þar sem sömu drottningar stíga dans og drepa með augnaráðinu í laginu „Dansleikur". Þetta er fé- lagsfræðileg könnun sem Félags- vísindastofnun hefur látið sitja á Myndlist Verðug verk fyrir verðugt fólk Steingrímur St. Th. Sigurðsson með 70. einkasýningu sína í Eden, Hveragerði Steingrímur í Roð-í-gúl. Mynd: Jim Smart. Fáir íslenskir málarar hafa ver- ið jafn iðnir við að sýna verk sín og Steingrímur St. Th. Sigurðs- son. í gærkvöldi opnaöi hann sína 70. einkasýningu í Eden, Hveragerði og mun það vera í 14. sinn sem hann sýnir á þeim bæ. Þjóðviljinn leit inn á vinnustofu meistarans þar sem hann var að leggja síðustu hönd á plóginn og tók hann tali. Er það betri málari sem sýnir nú í 70.sinn en sá sem hélt fyrstu sýninguna í Bogasalnum 1966? „Ef ég verð að svara þessari spurningu, segjum þá að mér hafi farið fram. Annars er það náttúr- lega ekki mitt að segja til um það, fólk verður að meta það eftir verkum mínum. Málari ber nefnilega mikla ábyrgð, verðugt fólk á skilið verðug málverk.“ Eru þetta nýjar myndir sem þú sýnir? „Af þessum 47 sem ég sýni eru allar nema ein nýlegar. Myndirn- ar á þessari sýningu eru allar mál- aðar hérna í nýju vinnustofunni minni, á sama punktinum undir þakglugganum. Birtan hérna er yndisleg, ég sný mér bara eftir því hvernig birtunni hagar. Það er kannski ljótt að segja það en ég hef ekkert elskað eins mikið og þessa vinnustofu - maður hefur náttúrlega elskað nokkrar skvís- ur já og börnin sín - en mér finnst eins og þessi vinnustofa hafi beð- ið eftir mér alla tíð. Ég vinn vel hérna og skírði húsið „Roð-í- gúl“ eftir húsi sem ég bjó í á Stok- kseyri. Heitið er gott, merkir „hér bjó maður sem veiddi fisk í kjaft“. í sambandi við það sem ég sagði áðan varðandi framfarirnar vona ég þó að ég hafi varðveitt eitthvað af unga andanum frá 1966. Ég held mér í formi, hleyp 6-7 sinnum í viku og er hættur að reykja og drekka. Þó veiti ég vín, enda er ég enginn fanatíker." Steingrímur heimtaði í lokin að fá að lofa ljósmyndarann, sagði að það væri einhver demon í hon- um. Og víst er að sýningardem- oninn í Steingrími St. Th. grass- erar á fullu og 70. einkasýning hans er ekki sú síðasta. el. hakanum. Og hvernig sem á mál- in er litið, er hægt að efast um sannleiksgildi setningar eins og þessarar sem kemur fyrir í „Ekki heiti ég Elísabet“: „Og eins og fiskur flæktur í netsokka og það er sannað/að auðvitað heiti ég elísabet - hvað annað?“? Það yrði allt of langt mál að fjalla hér um hvert lag „Hættu- legrar hljómsveitar". Éins og áður sagði bregður Megas oft öðrum sjónauka á málin en mað- ur á að venjast. Hann gerir til að mynda háðulegt grín að íslenskri stríðsrómantík í laginu „Styrjald- arminni“. Lokaerindið í þeim texta er svona: „Já öll þessi grimmd hún gaf af sér vesæld mína/og góðærið mesta/en mér er samt þungt um mál á þessari stundu/því ég missti af því besta. “ Góður vinur minn sagði eitt sinn við mig að það væri enginn einn bestur, það væru margir bestir. Ég ætla ekki að segja að „Hættuleg hljómsveit og glæpak- vendið Stella“ sé besta plata Megasar, þær eru margar bestar. Það leikur samt enginn vafi á að Megas hefur ekki áður lagt til eins góðan hljóm og nú, og lagði Hilmar Örn þar hönd á plóg. Hljómlega séð er platan stórt inn- legg í íslenska tónlistarsögu. Þau fjölmörgu sem koma við sögu á plötunni eiga líka góð orð skilin, þar sem greinilega er valinn mað- ur í hverju rúmi. -hinp NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.