Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 28

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 28
I Bókaútgáfa: Miljóna- póker með metsölu- bækur Bókin hefur farið halloka í Bandaríkjunum á næstliðnum árum hinnar „algjöru sjónvarpsvæðingar" eins og stundum er að orði kveðið. Viðbrögð bókaútgefenda hafa ekki síst verið fólgin í því, að veðja með enn meiri fyrirgangi en áður á örfá nöfn manna, sem hafa framleitt metsölubækur og er trúandi til að endurtaka þá dáð. Óskrifaðir reyfarar Það er ekki síst veðjað á þá menn sem semja vinsælar spennusögur. Til að mynda er skýrt frá því að Ken Follett hafi nýlega selt tvær óskrifaðar bækur fyrir 12 miljónir dollara í fyrir- framgreiðslur. Breski stjórnmálamaðurinn og reyfara- höfundurinn Jeffrey Archer hef- ur fengið 20 miljónir dollara fyrir þrjár óskrifaðar bækur. Tilboðin ganga samt ekki aðeins til spennusagnahöfunda, Tom Wol- fe hefur t.d. fengið tilboð upp á 5-7 miljónir dollara fyrir óskrifað handrit. Ekki vantar að útgefendur sjálfir eru hræddir við þessa þró- un, líkja henni við móðursýki og vitfirringu. En allir telja sig neydda til að dansa með. Til dæmis hlaupa nú bæði Viking Penguin og New American Li- brary á eftir reyfarameistaranum Stephen King og bjóða sem svar- ar 300 miljónum króna fyrir næstu fjórár hrollvekjur hans. Siðirnir breiðast út t>ýska vikublaðið Spiegel greinir frá því, að þessir siðir breiðist út frá Bandaríkjunum, til dæmis til þýskra forleggjara (þótt upphæðir séu vitanlega lægri sem þar eru í boði). Þá hafa og heyrst þær fréttir frá Evrópu, að um- boðsmenn bandarískra höfunda, sem eitthvert nafn hafa (hvort sem það er fyrir „góðar“ bók- menntir eða „afþreyingu") séu farnir að verðleggja þá svo hátt að það sé að verða evrópskum útgefendum ofviða að kaupa verk þeirra til þýðinga. j »> I \‘‘ l |í; |V r Stórbisnessinn ræður Þessi miljónapóker sem Spieg- el kallar svo, er tengdur því, að allt er á hverfanda hveli í bókaút- gáfunni. Það er hægt að græða stórfé, en flestir tapa, gömul og virt forlög eru komin út á barm gjaldþrots fyrr en varir. Og þá koma markaðsglöggir og fjár- sterkir aðilar úr allt öðrum bisn- ess og kaupa útgáfurnar upp. Síð- an efna þeir til blóðbaðs - og þá fjúka fyrst hausarnir af svonefnd- um menningarvitum, sem setja metnað sinn í að forlögin gefi út merkar bækur við hlið þeirra bóka sem auðveldast er að græða á. Slík saga gerðist nýlega þegar virtur útgáfustjóri, André Schif- frin, sem um 28 ára skeið hafði stýrt Pantheon, dótturfyrirtæki Random House, var rekinn úr starfi, eftir að einbeittir markaðs- menn höfðu yfirtekið fyrirtækið. Um 300 höfundar mótmæltu harðlega og fóru í mótmæla- göngu - en hver ansar því? skammgóður vermir. Leikurinn verður alltaf dýrari og dýrari, og innheimtan óvissari. áb tók saman. Hraðvirk hakkavél Um leið er að gerast sú þróun, að bóksalan færist í hendur stórra bóksölukeðja. Þar ríkir fyrst og síðast miskunnarlaus hraði: nýjar pappírskiljur hafa aðeins tvær og í mesta lagi þrjár vikur til að brjóta sér leið gegnum sam- keppnismúrinn - síðan eru þær hakkaðar í spað ef lítt gengur. Bundnar bækur fá aðeins tveggja mánaða náðartíma í bókaskáp- unum áður en þeim er slátrað. Þetta ýtir á eftir því, að búnar séu til metsölubækur, sem hægt er að auglýsa fyrirfram - og byrja með rokufrétt kannski um risa- vaxna fyriframgreiðslu sem reidd er af hendi áður en orð er skrifað. Það hlýtur að verða eitthvað imerkilegt sem svo mikið er borg- að fyrir! Hitt er svo annað mál, að einn- ig allur sá æsingur sem hægt er að píska upp í kringum væntanlegar, hugsanlegar og mögulegar met- sölubækur, einnig hann er ^fSgíSPtó ERLÁGtJST NNI í MYNDINNI HJÁ ÞÉR? Gjalddagi húsnœðisldna er 1. dgúst. Gerðu rdð fyrir honum í tœka tíð. 16. dgúst ieggjast dróttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. september leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. Gjalddagar húsnœðislána eru: 1. febrúar - 7. maí - 1. ágúst- 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.