Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 10
„Til vinarins sem bjargaði ekki lífi mínu“ Skáldsaga um eyðni velcur athygli í Frakklandi Þar sem skáldsögur gefa gjarna nákvæma mynd af þeim tíma, þegar þær eru ritaðar, og ganga oftlega á hólm við helstu vandamálin sem þá eru á dag- skrá, er engin furða þótt nú sé að skjóta upp kollinum dágóð upp- skera af skáldsögum sem fjalla um einn helsta ógnvald líðandi stundar, sjúkdóminn eyðni. Ef sagnfræðingar framtíðarinnar verða eitthvað líkir þeim sem nú troða svörðinn, má búast við að þessar skáldsögur verði síðar meir taldar hin merkasta heimild. En reyndar er alveg ástæðulaust að setja þetta í framtíð: í þeim skáldsögum sem taka þetta efni til meðferðar geta lesendur fræðst mikið, kannske um sjúk- dóminn sjálfan en a.m.k. um við- horf manna til hans og þær tilfinn- ingar sem honum eru bundnar. „Bókmennta- sjúkdómur“ En vera má að þessi sjúkdómur skipi enn stærra rúm í sumum skáldsögum. Fróðir menn hafa nefnilega bent á að svo virðist sem eyðni sé farið að leika svipað hlutverk í vissum anga samtíma- bókmennta og berklar eða frans- ós í skáldverkum nítjándu aldar- innar: sé þessi sjúkdómur okkar daga notaður sem „hvati“ eða „framkallari“ á alls kyns tilfinn- ingar manna eða í mannlegum samskiptum. Þannig sé hann orð- inn e.k. „bókmenntasjúkdóm- ur“. Dæmi um þetta allt má finna í franskri skáldsögu um eyðni, sem kom út nú í vetur og hefur fengið mjög góða dóma. Ymsum kynni þó að finnast orðið „skáldsaga“ hæpið við nánari athugun, þar sem frásögnin, sem heitir „Til vinarins sem bjargaði ekki h'fi mínu“ og er eftir ungan höfund að nafni Hervé Guibert, er sögð í fyrstu persónu, af manni sem ber nafn höfundar sjálfs, og það kem- ur strax í ljós að hún fjallar að verulegu leyti að minnsta kosti um mjög svo raunverulega at- burði. En höfundurinn vinnur sérlega vel úr efninu og lyftir hversdagslegum viðburðum upp í æðra veldi með stílnum. Verður manni stundum hugsað til austurríska höfundarins nýlátna, Thomasar Bernhards, sem Hervé Guibert vitnar reyndar rækilega í og úthúðar mjög - fyrir það að hann skrifi svo vel um skyld efni að enginn geti á eftir honum komið... Drephlægilegt Kannske freistast því margir lesendur bæði innan og utan Frakklands til þess fyrst og fremst að lesa verk Hervé Guiberts sem „lykilskáldsögu", og verður ekki um það deilt að uppskeran af slík- um lestri er auðug. Fyrri hluti sögunnar snýst t.d að verulegu leyti um örlög og dauða persónu, sem nefnd er „Muzil“, og fer ekki á milli mála, að þama er kominn ljóslifandi heimspekingurinn víð- frægi Michel Foucault, sem lést úr eyðni vorið 1984. Sjálfsagt á eitt atvik úr þessari skáldsögu eftir að komast á blöð annarrar sögu. Er þar greint frá því að ein- hvern tíma í kringum 1981 færði sögumaður „Muzil“ þá frétt, að úpp væri kominn í Bandaríkjun- um nýr sjúkdómur, sem virtist vera tegund af krabbameini og legðist fyrst og fremst á arga menn. „Krabbamein sem einungis argir menn smitast af,“ sagði „Muzil“ og var næstum því oltinn um koll af hlátri, „það er of fal- legt til að vera satt. Það er drep- hlægilegt!" En eftir því sem best verður séð var „Muzil“-Foucault þegar smitaður af eyðni, þegar þessi at- burður gerðist, þó svo að hann hefði aldrei heyrt sjúkdóminn nefndan og vissi því síður um nokkurt smit. Svo virðist reyndar sem Foucault hafí aldrei gert sér fulla grein fyrir sjúkdóminum sem hann gekk með, og kemur það glögglega fram í skáldsög- unni og öðrum sagnfræðilegri heimildum, og þegar hann lést var því vandlega haldið leyndu fyrst um sinn hvað hefði orðið honum að aldurtila. Sýnir það 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ hve mjög hugarfarið hefur breyst á sex árum. Skáldsagan segir síðan frá erf- iðleikum „Muzils“-Foucault með hina miklu sögu kynlífsins, sem hann hafði þá í smíðum, og efa- semdum hans og hiki við þetta rit. Eftir að fyrsta bindið kom út varð margra ára hlé, en svo komu annað og þriðja bindið út sam- tímis, og fékk heimspekingurinn fyrstu eintökin nýkomin úr prentsmiðjunni, þegar hann lá fyrir dauðanum. Segir skáld- sagan, að hjúkrunarmaður hafi hrifsað bækurnar af honum með orðunum: „Þessi staður er ekkert bókasafn“... Kynlífssagan var síðasta stórvirki Foucaults, en hún er reyndar ófullgerð. Sam- kvæmt skáldsögunni ætlaði „Muzil“ að ánafna sambýlis- manni sínum útgáfurétti á óbirt- um handritum, en erfðaskráin var ógild, og því fékk fjölskyldan þennan rétt: hefur hún ekki vilj- að láta birta fjórða bindi verks- ins, sem höfundur átti aðeins eftir að leggja síðustu hönd á... Dauðameinloka En þessar gagnsæju sögur um þekktar persónur, þar sem brugðið er upp kaldranalegum svipmyndum af ýmsum afkimum Parísarlífsins, eru ekki nema ein hliðin á frásögn Hervé Guiberts og ekki sú mikilvægasta. Meira máli skiptir sú persónulega hlið sem að höfundi snýr og snertir viðhorf hans sjálfs til sjúkdóms- ins og lýsir jafnframt í gegnum það þeirri röskun sem þessi nýi vágestur olli í vissum geirum manniífsins við Signu, þ.e.a.s. meðal manna sem voru yfirleitt ofarlega í þjóðlífinu og áberandi en töldust væntanlega til „áhættuhópa“. Við lestur skáldsögunnar er erfítt að verjast þeirri hugsun að sögumaður hafi verið haldinn einhvers konar „dauðamein- loku“ og það hafi nánast verið honum léttir að hún skyldi loks- ins fá eitthvert ákveðið „inni- hald“ sem ekki var unnt að kom- ast hjá: fyrir tilstilli þessa sjúk- dóms gat hann síðan horft á sam- skipti manna í kaldranalegu raunsæi og rýnt í innstu rök lífs- ins. Tengsl sögumanns við bandarískan vin hans, sem hann nefnir „Bill“, ganga eins og rauður þráður gegnum söguna: „Bill“ þessi, sem er í nánu sam- bandi við bandarískar rannsókn- arstofnanir, verður fyrstur til þess að segja sögumanni frá þess- um óþekkta sjúkdómi (það er þá sem „Muzil“ fær fréttina og hlær við), og síðan er það hann sem kemur þeim tíðindum til sögu- Michel Foucault. Hervé Guibert. manns, að búið sé að finna meðal við eyðni og muni vera hægt að nálgast það innan tíðar. Það er aðeins einn galli á þess- ari gjöf Njarðar: það er eftir að sannprófa lyfið og verður það gert á þann hátt að valinn er all- stór hópur eyðnisjúklinga, helm- ingnum er gefið lyfið en hinn helmingurinn fær gagnslaust lyf, án þess að nokkur einstaklingur geti vitað í hvorum flokkinum hann er, og síðan er athugað hvemig mönnum reiðir af. „Bill“ fullvissar nú sögumann um að hann (og reyndar ýmsir vinir hans sem eins er ástatt um) verði valdir í tilraunina og séð verði til þess að þeir fái rétta lyfið. En ef það dragist á langinn að tilraunir hefj- ist muni hann útvega þeim það beint úr rannsóknarstofunni. En svo líður tíminn. Sögumað- ur er í stöðugum rannsóknum, mætir í ömurlegum sjúkrahúsum í úthverfum árla morguns innan um eiturlyfjasjúklinga og alls kyns brogaðan lýð og fylgist með framvindu sjúkdómsins. Ekkert bólar þó á lyfinu, þrátt fyrir alls kyns loforð og undanbrögð: sögumaður fær aðeins óstaðfest- ar fréttir á skotspónum um að einhver annar hafi fengið lyfið, - sem hafði miklu minni þörf fyrir það á því stigi - og ríkir spenna og afbrýðiskennd samkeppni í hópnum. Ýmsar kviksögur ganga um lyfið: kannske gaf það ekki enn jafn góða raun og „Bill“ hafði gefið í skyn. Að lokum kemst sögumaður á þá skoðun, að „Bill“ hafi aldrei ætlað að hjálpa honum og félögum hans: hann hafi einungis veifað þessari tálvon framan í þá til að fá vald yfir þeim og njóta þess að leika sér með þá. „Bill“ er sem sé „vin- urinn sem bjargaði ekki lífi hans“. e.m.j. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Hvað er að gerast? svavar Laugardaginn 8. september kl. 10 f.h. verður fyrsti laugardags- fundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík á þessu hausti. Svavar Gestsson kemur á fundinn og segif hvað er að gerast í þessu máli hjá ríkisstjórninni, og við segjum hvað okkur finnst um málið. Laugardagsfundir ABR eru rabbfundir, þar serr. upplagt er fyrir félagana að fá upplýsingar um hitt og þetta með kaffinu, og til að láta í Ijós skoðanir sínar. Reiknað er með að laugardagsfundir verði á Borginni aðra eða þriðju hverju viku á næstunni. Allir eru velkomnir. Alþýðubandalagið f Reykjavík T/beGuarúmn The Guardian fæst nú samdægurs á íslandi. Útsölustaðir: Eymundsson, Penninn Kringlunni, Matvörumiðstöðin Laugalæk, (opið til kl. 23.30 öll kvöld), Rammagerðin Hótel Esju og Loftleiðum, Ull oggjafavörur áHóteiSögu. Áskriftarsíminn er 6210 29. Síðast en ekki síst minnum við á að í dag hefur göngu sína Evrópublað og verður framvegis alla föstudaga. ■H TT^Guardian Europe Vegna jarðarfarar Geirs Hallgrímssonar seðlabankastjóra verður Seðlabankinn lokaður frá kl. 12 á hádegi föstudaginn 7. september. Seðlabanki íslands Vegna jarðarfarar Geirs Hallgrímssonar seðlabankastjóra verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12 á hádegi í dag, föstudaginn 7. september. Fiskveiðasjóður (slands Vegna jarðarfarar Geirs Hallgrímssonar seðlabankastjóra verður Þjóðhagsstofnun lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 7. september. Þjóðhagsstofnun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.