Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 3

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 3
FRETTIR 68 55 msam Rúna og Gestur opnuðu í gær sýningu í Gallerí Borg í Pósthússtræti 9. Var þar samankominn mikill fjöldi gesta til að gleðjast með þeim hjónum. Gestur og Rúna hafa tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis, og haldið tólf einkasýningar, þá síðustu i Kaup- mannahöfn íágúst 1989. Sýningin í Gallerí Borgeropinfrákl. 14 til 18 um helgina, en stendur til (ariðjudagsins 18. september. Á myndinni má sjá þau Rúnu og Gest í hópi vina og listunnenda við opnunina í gærdag. Mynd: Jim Smart. Glóðvolgar þýðingar Mál og menning gefur nú í haust út þýðingar á tveimur glæ- nýjum bókum. Þetta er nýjustu bækur þeirra Milan Kundera og Isabelle Alliende. Báðar bæk- umar komu út sl. vor og em ís- lensku þýðingarnar meðal fyrstu þýðinganna á bókunum. Skáldsaga Kundera nefnist í þýðingu Friðriks Rafnssonar „Ódauðleiki". Tómas R. Einars- son þýðir bók Alliende og nefnist hún „Eva Luna segir frá“. -Sáf Þýðingar Stefán Hörður á sænsku Safn Ijóða Stefáns Harðar Grímssonar kemur út á sænsku í tengslum við bókamessuna í Gautaborg. Það er bókaforlagið Fripress, sem m.a. hefur gefið út bækur Einars Kárasonar, sem gefur bókina út. Ljóðasafnið nefnist „Bilder utan vágg“ og er í þýðingu Inge Knutsson, sem hefiir áður þýtt lióð Snorra Hjartarsonar og Ölafs Jóhanns Sigurðssonar. í bókinni er úrval Ijóða úr bókunum Svartálfadans, Hliðin á sléttunni, Farvegir og Tengsl. AIls em 55 ljóð í bókinni. -Sáf SÍF Styrkir sig í Ewópu Hafa fest kaup á frönsku matvælafyrirtœki Um mánaðamótin tók Sölusam- band íslenskra flskfram- leiðenda formlega við franska matvælafyrirtækinu Nord Mor- ue, sem samtökin keyptu nýverið. Það er sölu- og framleiðslufyrir- tæki sem sérhæfir sig í sait- fiskréttum fyrir franskan neyt- endamarkað. Með þessum kaupum á franska fyrirtækinu fær SÍF greiðari að- gang að frönskum markaði fyrir íslenskan saltfisk, sem er. virt gæðavara þar í landi. Jafnframt er SÍF með því að fjárfesta í frönsku fyrirtæki að styrkja stöðu sína á Evrópumarkaði og um leið að auka sölu á saltfiskafurðum héðan. Sigurður Haraldsson aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍF segir að á ársgmndvelli hafi franska fyrir- tækið keypt af söltuðum fiskaf- urðum héðan um fjögur þúsund tonn. Búist er við að það verði ekki minna eftir eigendaskiptin en það er þó háð því hvernig framleiðendum gengur í barátt- unni við að fá hráefni til vinnsl- unnar. Sighvatur Bjamason hefur ver- ið ráðinn sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, en hann hefur gegnt starfi sölustjóra hjá Sölusamtökum íslenskra fisk- framleiðenda. -crh BALimSKOLá Innritun frá og með mánudeginum 3. september í síma 38360 frá kl. 12-16. Kennsla hefst um miðjan september. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa frá 4ra ára. Afhending skírteina í skólanum laugar- daginn 15. septemberfrá kl. 13-16. Ballettskóli ik. Eddu Scheving Skúlatúni 4 Meðlimur í Félagi íslenskra listdansara. Dagvistarmál Foreldrasamtökin hafa óskað eftir viðræðum við stjórnend- ur Dagvistar barna um erfiðleika i starfsmannahaldi stofnunarinn- ar í tilefni af fréttum af svo mikl- um starfsmannaskorti að það standi vistun og uppeldisstarfi fyrir þrifum. Þá hefur Fagdeild Dagvistar barna einnig óskað eftir því að stjórn Dagvistar taki til umfjöllunar launamun starfs- fólks dagvistarheimila í Reylga- vík og í öðrum sveitarfélögum en eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir stuttu er hann Reykjavík mjögí óhag. Að sögn Harðar Svavarssonar framkvæmdastjóra samtakanna hefur stjórn Dagvistar lofað fundi fljótlega. „Því hefur yfir- leitt verið vísað á bug að um ein- hvem vanda sé að ræða. Bréf Fagdeildar staðfestir hins vegar að eitthvað verulegt sé að. Þar segir m.a. að orðspor stofnunar- innar sé í hættu og fóstruskortur- inn standi árangursríku uppeldis- starfi fyrir þrifum, sagði Hörður. „Þetta bréf var tekið fyrir á fundi stjómarinnar í vikunni og sent áfram til samninganefnda viðkomandi félaga og borgarinn- ar. Með því er e.t.v. verið að viðurkenna að vandinn sé vegna launanna. Það sem foreldrar gera kröfu um er að Dagvist lýsi yfir einhverri stefnu í þessu máli þannig að starfsmannaskorturinn verði ekki áfram jafn reglulegur viðburður á haustin eins og ferðir farfugianna.“ í bréfi fagdeildar koma einnig fram tölur um ráðningar nýút- skrifaðra fóstra. í Hafnarfirði em 8 dagvistarstofnanir, þangað hafa 5 fóstmr ráðið sig. í Kópavogi eru 10 leikskólar og þangað réðu sig 7 fóstmr en á þau 67 dagvistar- heimili sem Dagvist bama rekur hafa einungis 7 nýútskrifaðar fóstmr ráðið sig. -vd. Foreldrar vilja aðgerðir Fagdeild Dagvistar: Launamunur starfsfólks á dagvistarheimilum í Reykjavík og annarra sveitarfélaga alltofmikill. Foreldrasamtökin: Dagvist barna verður að móta einhverja stefnu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.