Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 16
Santiago Harken Þótt allir kókaínbarónar Kólumblu næðust og iðnaður- inn legðist niður, myndi framleiðslan bara flytjast eitthvað annað. Mynd: Kristinn. Fullorðinsnámskeiðin hefjast vikuna 24.-30. sept. • 12 vikur - einu sinni í viku. • Hámarksfjöldi í hóp: 10. • Enga undirbúningsmenntun þarf. • Öllum tekst sem vilja. • Engin aldurstakmörk. • Flesterfertugumfært-ogallt áttræðum. Veljið 1 vikudag og tíma Stundaskrá: • ENSKA: BYRJUM FRÁ BYRJUN II: DAGAR: Mánud., þriðjud., miðvd., fimmtud. Tími: 18-19:30 eða 20-21:30. • ENSKA: BYRJUM FRÁ BYRJUN II: Laugard. kl. 15-16:30. Sunnud. kl. 15-16.30. • ENSKA. ÁFRAM I. Sunnud. kl. 17-18.30. • SÆNSKA. GRUNN- NÁMSKEIÐ: Föstud. 17:45-19:15. Laugard. 17-18:30. Einstaklingskennsla: • Einka- eða stuðningskennsla. • Helstu efni grunn- og framhaldsskóla. • Tími: Mánud. - fimmtud. kl. 9-18. Föstud. - sunnud. Kl. 9.-17. Innritun í fullum gangl: s. 71155 alla daga kl. 9-21 Hábergi 7, s. 71155 Eina von Kólumbíu er að e'itur- lyf verði lögleg í Bandarikjun- um og öðrum Vesturlöndum. Kólumbíumenn græða ekkert á allri eituriyfjasölunni þegar á heildina er litið, leggja aðeins til líf þúsunda karta, kvenna og bama. Ef kókaín yrði leyft í Bandarikjunum myndi mafían í Kólumbíu leggjast af. Glamúr- inn myndi hverfa af neyslunni og þótt hún myndi aukast eitt- hvað í fyrstu, næðist fljótt jafri- vægi. Eiturlyfjaneysla er ekki vandamál framleiðendanna heldur neytendanna. Sá sem þetta mælir er Santi- ago Harker, kólumbískur ljós- myndari sem dvalið hefur hér á landi í sumar og tekið myndir víða um land. Santiago er verk- fræðingur og starfaði hjá Iðn- tæknistofnun 1984-1985 en flutti þá heim til Kólumbíu þar sem hann hefur starfað sem ljósmynd- ari þar til í sumar. Hann segir að honum hafi verið orðið nær ó- kleift að sinna störfum sínum í heimalandi sínu vegna þeirrrar skálmaldar sem þar ríki. Kól- umbía er miðstöð kókaínffam- Ieiðslu í heiminum, þar ríkir nán- ast styijaldarástand og er tíðni morða miðað við fólksfjölda þar með því almesta sem þekkist. - Til þess að skilja hvað er á seyði í Kólumbíu, segir Santiago, er nauðsynlegt að rekja söguna síðustu áratugina. Ógnarástandið er ekki bara tengt eiturlyfjum heldur á það sér djúpar félagsleg- ar rætur. Skæruliðahemaður hef- ur verið í landinu svo lengi sem ég man eftir mér, eða alveg síðan á árunum í kringum seinni heims- styijöldina. Skæruliðahemaður- inn jókst mjög á áttunda áratugn- um og eiturlyfjaframleiðslan hef- ur virkað eins og olía á eldinn. Áður fyrr var stríðið bara á milli vinstri sinnaðra skæmliða- hreyfinga og hersins en nú er þetta allir á móti öllum, einkaher- ir kókaínbarónanna, skæmliðar og herinn beijast hveijir við aðra. Á sjöunda áratugnum hófst eiturlyfjastríðið fyrir alvöm með aukinni eftirspum frá Bandaríkj- unum eftir marijúana. Mexikó, Jamaika og Kólumbía sáu um að rækta gras ofaní hippakynslóðina og í Kólumbíu fór aðal ffarn- leiðslan ffam á Atlantshafsströnd- inni þar sem hægt er að rækta mun sterkara marijúana en ann- arsstaðar. Um miðjan áratuginn eftir að Víetnamstríðinu lauk, hippahreyfingin lognaðist útaf og Kanamir fóm að stunda ræktun heima hjá sér fóm Kólumbíu- menn að færa sig út í kókaínfram- leiðslu. Kólumbíumenn fundu ekki upp kókaínið Ástæðan fyrir því að Kól- umbía varð kókaínmiðstöð held ég að sé að landið er mitt á milli aðalræktunarlanda kókalaufanna í syðri hluta álfúnnar og svo aðal- neyslulandsins, Bandaríkjanna. Auk þess er auðvelt að dyljast í ffumskógunum, löggæsla er lítil og talsverð reynsla af fíkniefna- viðskiptum. Það er því mikill misskilningur að Kólumbía hafi fúndið upp kókaínið. Framleiðslan skilaði í fyrstu miklum tekjum inn í landið en eftir að Bandaríkjamenn juku eft- irlit með innistæðum í kól- umbískum bönkum flutti mafían mest allt féð á leynireikninga er- lendis. Aðal verðmætin sem hafa komið inn í landið hafa verið í formi vopna fyrir einkaheri kóka- ínbarónanna! Eiturlyf verður að leyfa Santiago Harker: Kókaínvandamálið er ekki vandi Kólumbíumanna, heldur fyrst og fremst þjóðfélagslegt vandamál í Bandaríkjunum Kókaínbarónamir hófú um- fangsmikil kaup á jarðnæði á þeim landsvæðum þar sem mestu átökin höfðu átt sér stað milli skæruliða og hersins. Jarðnæði í stríðshijáðum sveitahéruðum var mjög ódýrt og auðvelt að fá fólk til starfa við kókaínffamleiðsluna. Á þessum svæðum voru skæru- liðar allsráðandi og stjómarher- inn komst hvergi að. Kókaínbar- ónamir borguðu skæmliðunum fyrir að vemda framleiðsluna en fljótlega kastaðist í kekki milli þeirra því kókaínbarónamir urðu stærstu landeigendumir og skæruliðar höfðu áður barist gegn stóm landeigendunum. Kókaín- barónamir tóku því að koma sér upp eigin heijum. Hversu umfangsmikið er eit- urlyfjavandamálið iKólumbiu? - Eiturlyfjaframleiðslan er búin að draga tennumar úr allri annarri framleiðslu í landinu. Sem dæmi má nefna að talið er að kókaíniðnaðurinn í landinu velti um 2-3 miljörðum dollara á ári á meðan heildarverðmæti kaffi-, blóma- og vefnaðariðnaðarút- flutnings nemur rétt um einum miljarði dollara. Einnig hefúr fíkniefhaneysla innanlands aukist gífúrlega, en áður var hún hverfandi. Barón- amir fúndu upp á því að ff amleiða ódýrt eitur úr úrganginum ffá sjálffi kókaínframleiðslunni blandað saman við marijúana og ætlað til reykinga. Það er kallað Basuko og segja má að það sé undanfari krakksins. Eftiið er baneitrað, því við kókaínfram- leiðslu em notuð allskonar lífs- hættuleg efni og sannað hefúr verið að Basuko getur valdið al- varlegum heilaskemmdum. En efnið er hræódýrt og hefúr náð gríðarlegri útbreiðslu. Algert kaos ríkir Kókaínffamleiðslan hefúr raskað mjög valdahlutföllum í landinu. Áður vom átökin „bara” milli hersins og skæmliða en nú ríkir algert kaos og engar hreinar línur lengur. Almenningur í Kól- umbíu hefur stundum á orði að herinn sé tengdari kókaínbarón- unum en skæmliðamir. Einka- herir kókaínbarónanna hafa orðið gríðarlega valdamiklir og stjóm- völd hafa liðið þeim að vaða uppi vegna þess að einkaherimir hafa haldið skæmliðum niðri. Eftir að einkaherimir tóku hinsvegar að drepa stjómmálamenn og yfir- menn í lögreglu hafa stjómvöld látið til skarar skriða gegn þeim. Einkaherimir ráða öllu á lands- byggðinni og drepa alla þá sem vilja breytingar í landinu, s.s. vinstrimenn, háskólamenn, blaðamenn auk þess sem fjöldaaf- tökur í sveitum em tíðar til að halda sveitalýðnum góðum. Hvað er til ráða við að stöðva ofbeldisölduna ? - Eina von Kólumbíu er að eiturlyf verði leyfð í Bandaríkjun- um og öðrum Vesturlöndum. Bandaríkjamenn verða að átta sig á að þetta er fyrst og ffemst þjóð- félagslegt vandamál heima hjá þeim. Vandamálin í Kólumbíu era heldur ekki bara tengd eitur- lyfjaframleiðslunni. Þjóðfélags- leg vandamál em gríðarleg, stjómmálin spillt og stéttaskipt- ing mikil. Kólumbía er á leið aft- urábak, þeir ríku em að verða rík- ari og þeir fátæku fátækari, verð- bólga og atvinnuleysi aukast stöðugt. Hvemig gengur þá daglegt lif jýrirsig? - Það er nú kannski ekki allt svart en ofbeldið bitnar á fólki, í sveitum lifir fólk í stöðugum ótta vegna yfirgangs einkaheija kóka- ínbarónanna sem hafa undanfarið einnig látið til sín taka í borgum til að hræða stjómvöld sem hafa gert samning við Bandaríkin um framsal á eiturlyfjasölum. Ekki svo að skilja að hin spillta lög- regla nái nokkum tíma áhrifa- miklum dópkóngi, en einkaher- imir vilja halda „virðingu” sinni og viðhalda óttanum. Venjulegir borgarar vita ekki með hveijum á að standa því algert kaos ríkir. Herinn varpar sprengjum á sveitaþorp til að beija á skæmlið- um og einkaherimir sprengja allt í tætlur til að hræða stjómvöld! Skæraliðar sprengja oliuleiðslur í sundur og veldur það bæði efna- hags- og umhverfislegu tjóni og er mjög óvinsælt meðal almenn- ings. Þarff stríös- fréttaljósmyndara Hvemig hefur ástandið kom- ið við þigpersónulega? - Eg ljósmynda mikið á landsbyggðinni og hvar sem ég kem í sveitaþorp er ég tekinn til yfirheyrslu af her eða lögreglu um það fyrir hvem ég sé að taka myndir. Starfsskilyrði vom orðin það slæm að nær vonlaust var að vinna sem ljósmyndari. I Kól- umbíu núna þarf striðsfféttaljós- myndara en ekki ffiðsama ljós- myndara eins og mig! Þú ert þá ekki á leiðinni heim i bráð? - Nei, ekki strax. Eg held að ástandið fari versnandi ef eitthvað er. Auðvitað vill maður alltaf vera heima hjá sér en það er ein- faldlega ekki mögulegt að starfa þama eins og er. Kólumbía er að fara E1 Salvador leiðina, fram- undan em eilifir bardagar sem enginn sigrar í. Róttækra umbót er þörf inn- anlands og svo þurfa öll lönd heimsins að taka saman höndum um að leysa eiturlyfjavandann. Þótt allir kókaínbarónar Kól- umbíu næðust og iðnaðurinn legðist niður myndi framleiðslan bara flytjast eitthvað annað. Eit- urlyfjavandamálið er fyrst og fremst vandamál notendanna og því miklu mikilvægara að beijast gegn neyslunni en gegn ffam- leiðslunni. ei 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.