Þjóðviljinn - 07.09.1990, Síða 18

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Síða 18
íslandsþingið á Höfn Héðinn mætir Margeiri í síðustu umferð Úrslit frá keppni i landsliðsflokki á Skákþingi íslands hafa vakið feikna athygli undanfarna daga. 15 ára gam- all nýliði, Héðinn Steingrímsson, hef- ur gjörsamlega stolið senunni og hef- ur þegar þetta er ritað vinningsfor- skot á næstu menn. Af 12 skák- mönnum eru meðal þátttakenda stór- meistararnir Margeir Pétursson og Jón L. Árnason og alþjóðlegu meistararnir Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson og auk þess hafa flestir aðrir þátttakendur heyjað sér mikilsverðrar reynslu á skák- mótum mörg undanfarin ár. Héðinn vakti þjóðarathygli fyrir þrem árum er hann varð heimsmeistari barna 12 ára og yngri á móti sem fór fram í Puerto Rico en síðan hefur fremur lítið á honum bor- ið. Hann tefldi á alþjóðlega mótinu í Reykjavík i mars sl. og náði þar eftir- tektarverðum árangri. í júlí sl. tefldi hann á opnu móti í Biel í Sviss og hlaut 6 Vi vinning úr 12 skákum sem er afbragðs árangur því hann mætti þar mörgum sterkum meistaranum. Rétt fyrir íslandsmótið tók hann þátt í Norðurlandamóti grunnskólanema og náði þar einnig góðum árangri. Hann var því í góðri æfingu er hann settist að tafli á Höfn en að hann skyti svo þekktum nöfnum aftur fyrir sig átti enginn von á. Vissulega getur allt gerst á lokasprettinum og spennan nær hámarki í síðustu umferð en þá mætir Héðinn Margeiri Péturssyni en staðan að loknum átta umferðum (9. umferð var tefld f gærkvöldi) er þessi: 1. Héðinn Steingrímsson 6 v. 2.-3. Margeir Pétursson og Björgvin Jóns- son 5 v. 4.-5. Þröstur Árnason og Þröstur Þórhalisson 4Vi v. 6.-8. Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefáns- son og Halldór G. Einarsson 4 v. 9. Tómas Björnsson 3'/2 v. 10.-11. Snorri Bengtsson og Sigurður Daði Sigfússon 3 v. 12. Árni Á. Árnason IV2 v. Hin fjölmörgu óvæntu úrslit í þessu móti gætu gefið til kynna að styrk- leikahlutföllin séu að riðlast í íslensku skáklífi. Það tel égþó ekki vera. Und- anfarin ár hefur keppni í landsliðs- flokki á Skákþingi Islands verið eitt allsherjar kapphlaup stigahæstu skákmannanna: 1987: 1. Margeir 12 v. (af 13)2. Helgi 11 v. 1988:1.-2. Jón L. og Margeir 9'/2 v. af 11. 1989: 1. Karl Þorsteins 9 v. 2. Jón L. 8V2 v. Leita má til ársins 1986 eftir svipuð- um úrslitum og nú. Þá voru Jóhann Hjartarson og Jón L. Ámason með ólíkindum seinir í gang, Jóhann var t.d. með 50% vinningshiutfall eftir átta umferðir og Jón endaði mótið með 6 vinninga af 11 mögulegum. Hann á oft erfitt uppdráttar gegn hin- um svokölluðu minni spámönnum en stendur sig betur þegar við öflugri andstæðinga er að etja. Margeir Pétursson virtist ætla að hefja mikla sigurgöngu á Höfn, vann þrjár fyrstu skákir sfnar þ.á m. Jón L. Ámason, en tap í 5 umferð fyrir Hannesi Hlífari hefur greinilega sett ’ stórt strik í reikninginn hjá honum. í þeirri skák og síðar gegn Halldóri G. Einarssyni gerði hann sig sekan um slík mistök að maður hlýtur að ætla að hann sé víðsfjarri sínu besta. Nú þegar velta menn vöngum yfir því hvort Héðinn verði yngsti íslands- meistari frá upphafi en Jón L. á metið' frá árinu 1977 er hann sigraði í lands- Uðsflokki aðeins 16 ára gamall. Síð- ustu umferðirnar skera vitaskuld úr um þetta en geta má þess að áfangi að alþjóðlegum meistaratitli er 7 vinn- ingar af 11 mögulegum. Mótið er í 5. styrkleikaflokki FIDE, meðalstig em 2772. í síðustu umferðunum verða eftirfarandi skákir í sviðsljósinu: 9. umferð: Héðinn - Halldór, Margeir - Snorri, Björgvin - Árni, Þröstur Þ. - Hannes, Tómas- Þröstur Á. 10. umferð: Snorri - Héðinn, Margeir - Þröstur Árnason, Björgvin - Tómas, Halldór - Þröstur Þ. 11. umferð: Héðinn - Margeir, Þröstur Árnason - Björgvin, Þröstur Þ. - Snorri. Lítum á tvær skákir hins unga Héð- ins. í þeirri fyrri tapar hann sinni fyrri skák gegn Jóni L. Ámasyni en lætur það ekki á sig fá: 7. umferð Héðinn Steingrfmsson - Jón L. Árnason Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 (Hótar 32. .. Rf3+ og drottningin fellur. Héðinn sér við þeirri hótun en ekki hinni.) 32. Bel Helgi Ólafsson Héðinn Steingrímsson: Vinningsfor- skot þegar þrjár umferðir eru eftir. (Nokkuð hefur dregið úr vinsæld- um þessa afbrigðis Nimzoindversku varnarinnar og 4. £3 tekið yfir sem vinsælasta leið hvíts gegn Nimzoind- versku vöminni.) 4. .. 0-0 8. Rh3 h6 5. a3 Bxc3+ 9. Bh4 d6 6. Dxc3 b6 10. f3 Rbd7 7. Bg5 Bb7 11. e3 (Héðinn byggir stöðu sína upp á svipaðan hátt og Karpov gerði gegn Ulf Andersson á skákmótinu í Han- inge í vor.) U. ..c5 14. b3 He8 12! dxc5 bxc5 1S- 0-0 Db6 13. Be2 a5 16- Hldl eS • (Undir svipuðum kringumstæðum lék Andersson d6 - d5 sem er sýnu lakara. Með þessum leik leggur Jón áhersiu á að halda biskupum svarts niðri.) 17. Rf2 He6 21. Dd2 Rh5 18. Ha2 Hb8 22. Bd3 f5 19. Hb2 Bc6 23. Bh4 Rg7 20. Bg3 g6 24. h3 e4! (Eftir að hafa byggt stöðu sína upp á markvissan hátt leggur svartur til atlögu.) 25. fxe4 fxe4 26. Be2 Rf5 27. Bg4 Re5 28. Bxf5 gxf5 29. Dc3 (Æskilegt hefði verið að leika 29. Bg3 en sá leikur strandar á 29. .. Rxc4! o.s.frv.) 29. .. Hg6 30. Kh2 Dc7! (Nauðsyniegur leikur því hvítur hafði í hyggju að fóma skiptamun með - Hxd6.) 31. Rhl? (Héðinn freistar þess að koma biskupnum fyrir á g3 þar sem hann ver kónginn vel. 31. Bg3 strandaði strax á 31. .. Hxg3! 32. Kxg2 Dg7+ 33. Kh2 Rf3+ og drottningin fellur.) 31. .. Dg7! a b c d e 32. .. Hxg2+! 33. Hxg2 Rf3 mát. Vel teflt hjá Jóni en í öðmm skákum hefur gæfan ekki verið hon- um hliðholl. Héðinn virtist ekki fara úr jafnvæginu við þessi úrslit því hann gerði sér lítið fyrir og sigraði Hannes Hiífar ömgglega í 8. umferð. Byrjun- artaflmennska Hannesar var ekki upp á marga fiska og svo furðulegt sem það var þá virtist hann vanmeta andstæðing sinn. Sigur hefði ger- breytt stöðu hans í mótinu og raunar gert það afar opið. Tap gerir það hins- vegar að verkum að möguleikar Hannesar á sigri em úr sögunni og það sama henti Jón L. Hann tapaði fyrir Þresti Þórhallssyni og á enga möguleika. 8. umferð Hannes Hlífar Stefánsson - Héðinn Stcingrímsson Grúnfelds vörn 22. Dc2 Hce8! (Nákvæmara en 22. .. Hxe3 23. Dxf5 og hvítur hefur gott mótspil.) 23. d6 Hxe3 26. Khl H8e5 24. Bc4b5 27 Bb7 Dd8! 25. Bd5 Bd4 (Svartur héfur alla þræði í hendi sér og vinnur nú d-peðið. Eftir það ætti úrvinnslan að vera létt verk en hún vefst dálítið fyrir Héðni.) 28. Hadl Dxd6 37. Hxel Dxel+ 29. b4 c4 38. Dxel Bxel 30. Df2 De7 39. Kgl Bd2 31. Bf3 Bc3 40. Kfl Bcl 32. Dg3+ Kf8 41. Bc6 Bxa3 33. a3 Hel 42. Bxb5 c3 34. Hdxel Hxel 43. Ba4 Bxb4 35. Db8+ Kg7 44. Ke2 f4 36. Dg3+ Kf8 (Þetta endatafl er að öllum lfkind- um unnið á svárt því hvíti kóngurinn getur ekki óstuddur haldið niðri frí- peðunum á drottningarvæng, og líti biskupinn af skákinni hl-a8 er alltaf von á peðsfóminni f4-f3. Þrátt fyrir góðar tilraunir tekst Hannesi ekki að verjast vinningstilraunum hvíts. 45. Kd3 Kc7 48. Kd4 Kf6 46. Kc4a5 49. Ke4 Kg5 47. Bc2 h6 50. Bdl Bd6 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 Ra6 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 (Þetta afbrigði Griinfelds- varnarinnar hefur komið mikið við sögu i einvígjum Karpovs og Kaspar- ovs.) 8. Db3 c5 *2- exd5 Rb4 9. d5 Db6 13- Be2 He8 10. Bb5e6 í4- Be3 Bf5 11. 0-0 exd5 (Eftir aðeins 14 leiki hefur svartur hrifsað til sín frumkvæðið.) 15. Dc4 Hac8 16. Rh4 Rc2! 17. Rxf5 gxf5 (Héðinn kærir sig kollóttan um tví- peðið. Yfirráð hans á miðborðinu og eftir e-línunni gera meira en að vega þann galla upp.) 18. Ra4 Rxc3 19. fxe3 Da5 20. Rc3 Re4 21. Rxe4 Hxe4 a b c d e f g h (Þar sem svartur hótar nú 51. ... f3 neyðist hvítur til að veikja peðastöðu sína á kóngsvæng.) 51. h3 Ba3 57. Kf2 Ke5 52. Bb3 Bb2 58. Ke2 Kd4 53. Bdl Bcl 59. Bxf5 a4 54. Bb3 Bd2 60. Kdl a3 55. Bc2 f5+ 61. Be6 Kd3 56. Kf3 Kf6 - og Hannes gafst upp. Hann getur reynt 62. Bf5 en eftir 62. .. Ke3 63. Be6 Kf2 er öliu lokið. Mótið í Höfn hefur í alla staði farið vel fram og aðstæður á keppnisstað góðar að sögn Ólafs Ásgrímssonar skákstjóra. Vegna þess að ekki gaf til flugs þriðjudaginn 28. ágúst féll niður eini fyrirhugaði frídagur mótsins sem gerir það að verkum að flestir kepp- endur em teknir að lýjast. Fjöldi áhorfenda hefur verið eins og á meðal málverkasýningu en búast má við því að þeim fjölgi í síðustu umferðunum. Mjög góður árangur ytra Hjördís Eyþórsdóttir og Valur Sig- urðsson stóðu sig hreint frábærlega á heimsmeistaramótinu í parakeppni. Þau náðu 10. sætinu af tæplega 600 pörum sem tóku þátt í keppninni. Önnu Þóru Jónsdóttur og Ragnari Hermannssyni gekk hins vegar afar ilia og enduðu vel fyrir neðan miðjan hóp. Þetta er lang besti árangur sem ís- lendingar hafa náð í parakeppni á er- lendum vettvangi og undirstrikar vel þá getu sem Hjördís hefur náð í íþróttinni. Undankeppni í Rosenblum- sveitakeppninni (óopinberri heims- meistarakeppni sveita) lauk á þriðju- dag. Báðar íslensku sveitimar, Tryg- gingamiðstöðin og Modern Iceland náðu fram í hóp 128 sveita. Á miðvik- udag var sveitum fækkað í 64 og í gær, fimmtudag f 32 sveitir. í dag hefjast svo úrsiit þessara 32 sveita, sem spilað verður með útsláttarfyrirkomulagi, þar til sigurvegari stendur eftir. Það var naumt hjá sveit Modern að komast í undanrásina, því sveitin hafnaði í 7. sæti í sínum riðli, eftir frekar slakt gengi framan af. En ein- mitt 7 sveitir fóru áfram úr hverjum riðli og skorin 159 stig hjá þeim fé- lögum dugði, en sveitin sem hafnaði í 8. sæti hlaut 158 stig (Modem vann þá sveit 24-6 sama daginn) og sveitin sem hafnaði í 9. sæti hlaut 157 stig (og Modern vann þá sveit einnig sama daginn með 25-2). Mjórra getur það varla verið. Vonandi tekst strákunum vel upp í áframhaldinu og ná að velgja þeim bestu undir uggum. I sveit Trygging- amiðstöðvarinnar em: Bragi Hauks- son, Sigtryggur Sigurðsson, Ásgeir Ásbjörnsson og Hrólfur Hjaltason. í sveit Modern Iceland em: Jón Bald- ursson, Aðalsteinn Jörgensen, Sig- urður Vilhjálmsson og Valur Sigurðs- son (sem mun taka þátt í öllum þrem- ur mótunum, sem mun vera einsdæmi af spilara héðan til þessa, í heimsmeistaramótinu). mennsku sína á þriðjudaginn kemur. Spilað er í Drangey v/Síðumúla 35 og hefst spilamennska kl. 19.30. Allt áhugafóik er velkomið og em gamlir félagar hvattir til að vera með frá byrjun. Heimsmeistarar í parakeppni urðu Juanita Chambers og Peter Weichsel frá USA, en Peter hefur komið hing- að til lands á Bridgehátíð, þá sem fé- lagi góðvinar okkar, Alan‘s Sontag. Spilamennska hjá Bridgefélagi kvenna mun hefjast mánudaginn 17. september. Kvenfólkið mun spila í Bridgesambandshúsinu. Og Skagfirðingar hefja haustspila- Olafur Lárusson Óstaðfest mótaskrá Bridgesam- bandsins mun nú liggja fyrir. Vakin er þó athygli á því að dagsetningar geta . breyst í nánari meðfömm mótanefnd- ar. 1. Undanúrslit Bikarkeppni 29.-30. sept. 2. Úrslit í sömu keppni 6.-7. októ- ber. 3. Minningarmót um Alfreð Al- freðsson 13. október. 4. Landstvímenningur BSÍ 15.-19. október. 5. Minningarmót um Einar Þor- finnsson á Selfossi 20. október. 6. íslandsmót kv. og yngri spilara í tvím., 27.-28. okt. 7. Ársþing Bridgesambandsins 3. nóvember. 8. Stórafmælismót B. Kópavogs 3,- 4. nóvember(?) 9. Stofnanakeppni BSÍ 6.-10. nóv. (þriðjud. laugard. og sunnud.) 10. Jóiamót Hafnfirðinga 29. des- ember. 11. Jólamót Akureyringa um sömu helgi. 12. Bridgehátíð 1991 15.-18. febrú- ar. 13. íslandsmót kvenna og yngri spil- ara í svk. (undanúrslit og úrslit) 1.-3. febrúar. 14. Undanrásir íslandsmótsins í svk. 14.-17. mars (Hótel Loftleiðum). 15. Úrslit í íslandsmóti í svk. 27.-30. mars (páskavikan). 16. Undanrásir íslandsmótsins í tví- menning 13.-14. apríl (Gerðu- berg). 17. Úrslit í sömu keppni 27.-28. apríl (Hótel Loftleiðir). 18. íslandsmót í parakeppni 4.-5. maí. Inn í þessa upptalningu vantar ýmis stórmót sem einstök svæðasambönd eða félög standa fyrir. Einnig virðast viðburðir stangast á hjá BSÍ og Kópa- vogsmönnum, sem stafar aðallega af seinkun í Bikarkeppni Bridgesamb- andsins, sem er mun seinna ferðinni að þessu sinni, vegna heimsmeistar- amótsins í Genf í Sviss. Þegar þetta er skrifað eru allar iík- ur á þvf að ieikur sveita S. Ármanns Magnússonar og Verðbraéfa íslands- banka verði á morgun, seinni partinn. Spilað verður í húsi BSÍ. Þetta er leikur í 2. umferð Bikarkeppni BSÍ. Flestir kannast við þá erfiðleika sem kornabörn geta lent í, þegar nauðsynlegt hjálpartæki á borð við pela eða snuð eru fjarlægð. Lítum á laglegt dæmi frá Óla Má Guðmunds- syni úr Sumarbridge sl. þriðjudag: S:982 H:D972 T:Á82 L:ÁG2 S:K4 H:K865 T:D96 L: 10984 S:DG105 H:104 T:1054 L:K765 S:Á763 H:ÁG33 T:KG73 L:D3 Eftir grandopnun Suðurs (15-17 hp) varð Suður sagnhafi í 3 gröndum. Útspil Vesturs (áttum breytt) var laufatía, sem sagnhafi hleypti. Óli Már í Austur tók á kónginn og eftir nokkra umhugsun kom spaðadrott- ning á borðið. Sagnhafi sá enga ást- æðu tii að lengja lífdaga dömunnar og drap strax. Spilaði síðan lágum tígli upp á ás (gleymdi ég að segja ykkur frá því að félagi Óla henti spaðakóng undir ásinn?) og litlu hjarta úr borði. Lítið frá Óla og gosanum svínað. Vestur tók á kóng og spilaði spaða um hæl. Óli Már tók þar sína tvo upp- lögðu slagi og bókin komin (þ.e. sagnhafi var búinn að gefa 4 slagi). í þessari stöðu horfir Óli Már á borðið. Sér að hjartað verður gott þegar tían hans fer undir ásinn, en með opnun sagnhafa í huga (15-17 hp.) var lík- legast að fimmtándi punktur sagn- hafa væri einmitt tígulgosinn. Vitandi þessa staðreynd, spilaði Óli Már nú tígli. Og sagnhafi var í erfiðri stöðu. Átti hann að „sleppa“ svíningunni og treysta á að hjartað gæfi 3 slagi eða hvað? Og sagnhafi lét gosann. Einn nið- ur. Ef Óli Már spilar ekki tígli í þess- ari endastöðu, hefur sagnhafi nægan tíma til að aðlaga sig að pelaleysinu eða snuðleysinu og venur sig laglega á 9 slagi í spili sem þessu í framtíðinni. Að ekki sé minnst á að sagnhafi leyfir nú spaðadömunni að lifa einum slag lengur. Þá væri þetta spil í glatkist- unni góðu. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ i Föstudagur 7. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.