Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 28
DANSINN Við erum að byrja innritanir í danskennslu okkar í vetur þar sem allir dansar eru í boði s.s. Barnadansar. Allir samkvæmisdansar. Gömludansarnir. Nýjustu diskódansarnir. Freestyle dansar ofl. ofl. INNRITANIR - KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík : Brautarholt 4, Ölduselsskóli, Drafnaríell 4, Ársel, Fjörgyn Mosfellsbær: Hlégarður Símar: 20345 og 74444 Hafnarfjörður: Gúttó miUi klukkan 13-19 daglega Hveragerði Selfoss Sími: 91-74444 milli klukkan 13-19 daglega Grindavík Keflavík Garður Sandgerði Sími: 68680 miHi klukkan 20-22 daglega 5 tíma námskeið í nýjasta diskódansinum Hip Hop Kennari Ad Van Otstal frá Hollandi (allir aldurshópar) 5 tíma námskeið í Soca - Það allra nýjasta. Soca dansinn hefur fengið frá- bærar viðtökur víða erlendis. Kennari Ad Van Otstal. (allir aldurshópar). Rc OKKSKOLIHA Kennt verður í Brautarholti 4 á föstudögum. Gestakennari: Harald Liese frá Þýskalandi. Hann er í heimsmeistarahópi í Mynstrudansi. Keppnishópur í samkvæmisdönsum barna í Reykjavík Kennsla hefst föstudaginn 14. september Dansskóli Raðgreiðslur |BH V/SA MMH: EUnOCARD UEIÐARS ASTVALDSSONAR 1 Móðirin með stúlkurnar tvær. Ekki er annað að sjá en stúlkurnar hafi náð sér vel eftir þessa erfiðu aðgerð. Það kemur hins vegar ekki í Ijós strax hvernig þeim á eftir að vegna í framtíðinni. Síamstvíburar aðskildir Nýlega voru stúlkur samvaxnar á höfðum aðskildar í Moskvu Vilja og Vilalija áður en þær voru skildar að. Lffsllkur slamstvíbura sem sam- vaxnir eru á höfði eru taldar sára litlar. Nýlega tókst læknum við Bur- denkosjúkrahúsið í Moskvu að aðskilja síamastvíbura sem voru samvaxnir á höfðum. Aðgerðin sem var stjórnað var af Alexand- er Konovalov stóð í nærri tvo sól- arhringa. Stúlkunar Vilja og Vilaiija voru rúmiega eins árs þegar ákveðið var að ráðast í þessa vandasömu aðgerð. En þær voru fyrstu börn ungrar móður frá Lit- háen. Þetta mun vera 32. aðgerðin af þessu tagi sem framkvæmd er í heiminum, en líkurnar á að böm- in lifi þessa aðgerð eru sára lítlar. Stjórnandi aðgerðarinnar sagði að í raun hefði ekki komið í ljós, fyrir en hafist var handa hversu flókin og erfið aðgerð þetta var. Til dæmis hefði þá fyrst komið í ljós að heilar tvíburanna voru samvaxnir. Aðgerðin hófst klukkan hálf tíu að morgni 6. júlí sl. og stóð fram yfir miðnætti 7. júlí. Kono- valov sem sjálfur stóð við skurð- arborðið allan tímann, sagði að í raun hefði þurft að framkvæma ekki bara eina skurðaðgerð held- ur margar samtímis. Málið var ekki bara að aðskilja stúlkurnar, heldur einnig að opna höfuðkúp- urnar og laga ágalla á heilabast- inu. Það kom ekki (Ijós fyrir en stúlkumar gengust undlr skurðaðgerð að heilar þeirra voru samvaxnir. Svo virðist sem þessi einstaka aðgerð hafi heppnast. Þegar tíu vikur voru liðnar frá því aðgerðin var gerð, sagði Konovalov að mestu erfiðleikanir væru að baki og svo virðist sem aðgerðin hafi ekki haft merkjanleg áhrif á heilastarfsemi stúlknanna, þeim heilsast vel, en of snemmt er að spá nokkm um framtíðina, sagði hann. Framundan eru fleiri að- gerðir og síðan endurhæfingar- tími. Vilja og Vilalija sem geta nú horfst í augu og leikið sér eins og eðlileg börn eiga eftir að læra margt sem þær hafa farið á mis við fram til þessa. sg/APN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.