Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 9
„Röðun á unglingastigi er orðin áberandi. Sterk andstaða virðist í uppsigl- ingugegn blöndun fatlaðra og ófatlaðra ískóla. Eða eins og einn skólamaður orðaði það fyrir skömmu: „Þessi grey eiga heima á stofnunum, þau eiga ekkert með að draga grunnskólann niður í svaðið. Hvernig læknuðum við ekki berkla á sínum tíma, jú, við söfnuðum þeim saman á stofnun og einangruðum þá“, “ segir m.a. ígreih Arthúrs. Já, lesandi góður, kuldinn er farinn að hafa áhrif inn í skólakerfið. Þær breytingar er hafa orðið á íslensku þjóðfélagi á umliðnum áratugum hafa ekki hvað síst haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna og uppeldishlutverk hennar. Bæði réttindabarátta kvenna og at- vinnuþátttaka þeirra sem og krafa atvinnulífsins hafa gert það að verkum að báðir foreldrar vinna nú utan heimilis. Lág laun og mikill fjármagnskostnaður vegna íbúðarkaupa og óhagstætt lánakerfi hafa ekki síður knúið á um atvinnuþátttöku beggja for- eldra. Þessir óhagstæðu þættir hafa beint foreldrum inn í langan vinnudag. Sú vinnuþrælkun sem hér viðgengst, á líklega ekki sinn líka í nálægum löndum. Öll vitum við að börnum er afar mikilvægt að fjölskyldan móti sameiginlega sterka um- gjörð uppeldis, hlýju og festu. Fyrstu ár ævinnar eru mjög mót- andi fyrir persónugerð og þroska einstaklingsins. Við þau ytri sam- félagsskilyrði er hér hafa verið nefnd að framan, með löngum vinnudegi og fjárhagsáhyggjum hefur uppeldis- og umönnunar- hlutverk fjölskyldunnar stórlega veikst. Álagið á ungum foreldr- um er mikið og allt of margir kikna undan því. Ein afleiðing þessa er stóraukin skilnaðartíðni hér á landi, oft á tíðum með til- heyrandi sársauka fyrir börnin. Löngun okkar til að nálgast fullkomnun í veraldlegum gæð- um hefur leyst úr læðingi eyði- leggjandi öfl af margvíslegum toga er bitna af fullum þunga á börnum í dag og í næstu framtíð. Slæm uppvaxtarskilyrði barna í íslensku samfélagi er eitt þeirra. Nýir uppalendur í mörgum tilvikum hafa nýir uppalendur tekið við uppeldinu. Uppalendur með sterkari mótunaráhrif en dæmi eru um áður. Hér er átt við sjónvarp og myndbandavæðinguna, er hér hefur dunið yfir með meiri þunga, en víðast hvar annars staðar. Þeir eru margir sem halda því fram að þessir nýju uppalendur hafi eyðilagt hinn verndaða heim barnæskunnar og barna- menningu byggða á bókinni. í könnun Þorbjarnar Brodda- sonarkemurm.a. íljós að horfun á sjónvarp og myndbönd hafa tvöfaldast á 10 ára tímabili, á meðan bókalestur dregst stórlega saman meðal barna og unglinga. Þegar erlenda gesti ber að garði sannast oft það forn- kveðna, að glöggt sé gests augað. Norskur kunningi minni benti mér á, að sér þætti annkannalegt hve mjög auglýsingar beindust að unglingum. „Þeir virtust vera sá neysluhópur sem fyrst og fremst væri höfðað til. Tískuklæðnaður væri hér meira áberandi heldur en annarsstaðar á Norður- löndurn." Höfum við gert okkur grein fyrir því, hvað sjónvarp, myndband og auglýsingar hafa gríðarlega sterk uppeldismótandi áhrif á börn og unglinga? Fá börn ekki að vera börn? í stórfróðlegu erindi Baldurs Kristjánssonar, sálfræðings, á ráðstefnu Barnaheilla sl. vor, benti hann m.a. á, hve þung ábyrgð væri sett á ung börn hér á landi. íslensk börn njóta almennt minni leiðsagnar og verndar full- orðinna en tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Hér er vissu- lega hreyft athyglisverðu máli. Þar eð báðir foreldrar vinna utan heimilis vegna þjóðfélags- aðstæðna, vex ábyrgð barna á eigin lífi og yngri systkina stór- lqga. Mörgþeirra koma sér sjálf í skólann, sjá um að koma yngri systkinum í skólann, fá sér að borða í hádeginu, gefa þeim yngri Miljarða skuldir verðbólgu- kynslóðarinnar við böm sín að borða o.s.frv. Börn ferðast ein og óvarin í umhverfi sínu. Á síðastliðnu ári komu 11.000 börn 6 mán til 14 ára á slysadeild. Uppeldishlutverk foreldra er um margt komið yfir á börnin. Leikurinn og ævintýraheimur barnæskunnar víkur fyrir hinum harða heimi raunveruleikans. Nörn eru tekin í fullorðinna tölu miklu fyrr hér á landi en t.d. á Norðurlöndunum. Vinna barna og unglinga er hér langtum meiri en þar. Hinn harði heimur—hver er sinnargæfu smiður í hinum kaldrifjaða heimi kvikmynda og myndbanda, þar sem hraði og ofbeldi ræður ríkj- um, nú um stundir, er hinn miskunnarlausi „action“-maður allt í öllu. Hann er sinnar gæfu smiður í baráttunni við önnur fól og öll meðul eru notuð. Árangurinn skiptir öllu. Ef við lokum augunum fyrir hinu kaldranalega uppeldisum- hverfi barna og unglinga og yppt- um aðeins öxlum, verðum við gangverk í feigðarflani næstu kynslóðar. Afskiptaleysi gagn- vart ofbeldinu sem viðgengst í samfélaginu, kann að verða upp- vakning nýrrar tegundar barna, miskunnarleysis og ofbeldis. Aðeins með markvissu starfi í leikskólum og grunnskólum tekst okkur hugsanlega að hindra að hinir kaldrifjuðu þættir í fari mannsins nái yfirhöndinni í samfélaginu. Ef ekkert er að gert skapast sú hætta, að við ölum upp kynslóðir sem einkennast af framkvæmdargleði án tillits til siðferðiskrafna og afleiðinga fyrir aðra. Mér sýnist margt í við- skiptasiðferði hér á landi ein- kennast nú þegar af þessu. Kuld- inn og tillitsleysið sjáum við í markvissum gjaldþrotum og fjár- glæfrum harðsvíraðra fjárglæfra- manna í sókn eftir hámarks- gróða. Saklausir einstaklingar, sem verða fyrir barðinu á þessum aðilum, skipta þá engu. Kuldinn, sem hluti siðmenningar okkar er óþægileg staðreynd. Skólinn Nú þegar skólastarfið er að hefjast og bömin streyma inn í skólana á ný, er rétt að velta fyrir sér uppeldishlutverki skólans. í grannskólalögum og erindis- bréfi kennara er að finna ítarlegri ákvæði varðandi uppeldi og mótun, en fræðslu, m.a. í mark- miðsgrein laganna 42. gr. og 43. gr. svo að dæmi séu tekin. í nefndaráliti um endurmat á störf- um kennara frá 1985 segir m.a.: „Hlutverk skólans er því ekki einungis að miðla þekkingu, heldur einnig að kenna nemend- um að afla sér þekkingar, þjálfa samstarfshæfni, sýna tillitssemi og umburðarlyndi og auka skiln- ing þeirra á sjálfum sér og um- hverfi sínu.“ í nýrri aðalnámsskrá fyrir grunnskóla er uppeldishlutverk skólakerfisins rækilega undir- strikað. 1 hinum kalda heimi sérhagsmuna, er uppeldishlut- verk skólans brýnna en nokkra sinni fyrr. Virðingin fyrir ein- staklingnum og séreinkennum hans og virðingin fyrir mis- munandi skoðunum, þjálfun í fé- lagsfærni og mannlegum sam- skiptum er forsenda fyrir, að okkur takist að koma í veg fyrir að kuldinn taki yfir samfélagið. Kennarar og skólastjórnendur í Reykjavík finna í æ ríkara mæli fyrir félagslegum og tilfinninga- legum erfiðleikum nemenda í skólakerfinu. Ofbeldi og einelti virðist færast í vöxt innan skól- anna, á skólalóðinni og í um- hverfinu. Síðastliðinn vetur voru tíð blaðaskrif vegna þessa. Skólinn er ekki eyland, ein- angraður frá samfélaginu, hann er hluti samfélagsins og þegar hið félagslega vistkerfi samfélagsins verður fyrir skakkaföllum hefur það óhjákvæmilega áhrif á skóla- starfið. Stórir skóla og fjölmennar bekkjardeildir, eins og eru í Reykjavík, eru erfiðari í stjórnun en litíir skólar og litlar bekkjar- deildir. Því vill það oft verða svo, að erfitt reynist að sinna ein- staklingnum og þörfum hans. Við þær aðstæður er hér hefur verið dregið fram skapast oft sú hætta, að vonbrigði manna beinist að leit að blóraböggli. Mér virðist sem sterk öfl í samfé- lagi okkar beini spjótum sínum í ríkara mæli að þeim, sem ein- hverra hluta vegna eiga erfitt með hið hefðbundna bóklega nám. Þeir eru taldir „draga“ hina duglegu niður. Röðun á unglingastigi er orðin áberandi. Sterk andstaða virðist í uppsiglingu gegn blöndun fatl- aðra og ófatlaðra barna í skóla. Eða eins og einn skólamaður orð- aði það á fundi fyrir skömmu: „Þessi grey eiga heima á stofnun- um, þau eiga ekkert með að draga grunnskólann niður í svað- ið. Hvernig læknuðum við ekki berkla á sínum tíma, jú, við söfnuðum þeim saman á stofnun og einangruðum þá.“ Já, lesandi góður, kuldinn er farinn að hafa áhrif inn í skóla- kerfið. Ábyrgð stjórn- valda — syndir verðbólgukyn- slóðarinnar Nú mætti halda að stjórnvöld síðustu áratuga gerðu sér fulla grein fyrir því ástandi er hér hefur verið að skapast og hefðu gert viðeigandi ráðstafanir til að mæta þessum breyttu uppeldisskil- yrðum barna í samfélaginu. ís- lendingar gengju á undan öðrum þjóðum með góðu fordæmi. Hér væri búið að: - Móta markvissa fjölskyldu- pólitík. - Byggja upp leikskóla - heils- dags - hálfsdags vistun fyrir öll börn. - Koma á einsetnum skóla, eins og í öðrum siðuðum löndum. - Koma á skólamáltíðum. - Byggja upp heildstæða fé- lagsmálaþjónustu. - Koma á skipulagðri fjöl- skylduráðgjöf. - Styrkja réttarstöðu barna og festa þjóðréttarsamninga um málefni barna í landslög. - Styrkja mannréttindaákvæði í lögum. - Þýða, kynna og efna til um- ræðna hér á landi um nýgerðan Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. - Festa Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna inn í lög er varðar börn og ungmenni, eins og nú er verið að gera í öðram löndum. Svo að fáein dæmi séu tekin. Börn hafa orðið að fórna miklu í sókn verðbólgukynslóðarinnar fyrir veraldleg gæði. Miljarðar hafa verið fluttir frá upp- byggingarverkefnum, svo sem skóla og dagvistun. Er ekki kom- inn tími til þess, að þessu fjár- magni sé aftur skilað? Er verð- bólgukynslóðin orðin svo hel- tekin kuldanum, að hún sé ekki lengur fær um að skila því sem hún hefur tekið? Eru fórnir bamanna ekki orð- nar nógu miklar? Arthúr Morthens er varaformaður Barnaheilla og sérkennslufulltrúi hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Arthúr Morthens skrifar Föstudagur 7. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.