Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 11
Öskukarl í slagtogi með listagyðjunni Pétur Hraunfjörð: Hef að endingu fundið mér tímanlegan tilgang í lífinu Um þessar mundir stendur yfir all sérstæð listsýning í Hlaðvarpanum við Vesturgötuna í Reykjavík. Þar hefur Pétur Hraunfjörð sett upp ýmsar smámyndir málaðar á stein, en Pétur þekkja sjálfsagt fleiri sem öskukarl og kjaftforan Dagsbrúnarmann fremur en listmálara. Sýning- una nefnir listamaðurinn því dularfulla heiti „Málaður hugveruleikur". mála á striga ogpappír, en fundið fljótt að það ætlti'ekki við hann. - Þá uppgötvaði ég grjótið og ég hef haldið mig við það síðan. Ég nota alveg sömu tækni og frummaðurinn notaði. Ég læt misfellur og örður í steininum ráða pensilförunum og þar af leiðandi myndefninu. Þannig verður árangurinn bestur, segir Pétur. Á sýningunni gefur að líta ýms- ar smámyndir af margvíslegu fólki, sumu ágætlega kunnu en öðru miður þekktu. - Það hefur verið sagt um mig að ég máli aðeins fólk sem hafi skoðanir. Það er ekki allskostar rétt því ég mála líka skoðanaleys- ingja. Þeir eru því miður alltof margir í kringum okkur, eins og hann frændi minn hér, segir Pétur og bendir á einn gripinn á sýning- unni, - karlanginn hefur ekki hug á öðru en að safna aurum og húseignum. Á sýningunni gefur t.d. að líta myndir af Bólu-Hjálmari, Silju Aðalsteinsdóttur og Tolla Mort- hens, sem skreyta reyndar bæði sama steininn, Vésteini Lúð- víkssyni, Helgu Kress og spænsku baráttukonunni Passi- onara sem lést fyrir fáum árum í hárri elli. - Þetta fólk á það sammerkt að hafa skoðanir og að vera tilbúið til að standa og falla með þeim, segir Pétur. Óvenjulegar nafngiftir verk- anna vekja óneitanlega athygli. Eitt verkið nefnir Pétur Metorð- astritarann, annað Karlrembu. Einnig er þarna heiti eins og Klökkvi og Ótta, Neysluspreng- ur, Lassaróni, Sjálfumglaður, og er þá fátt eitt upp talið af mörgum Horfur á laugardag: Hæg suðvestan átt og smáskúrir á Suövestur- og Vesturlandi, en léttskýjað austanlands. Þykknar upp um vestanvert landið slðdegis. Hiti á bilinu 7-12 stig. - Þegar ég var orðinn atvinnu- laus af of nánum kynnum við þann eðla konung Bakkus og bú- inn að glíma við sömu spurning- una f 15 ár, hvort lífið hefði ein- hvem tilgang, án þess að finna viðhlítandi svar, er ég loksins bú- inn að finna mér tímanlegan til- gang í lífinu, segir Pétur þegar hann er inntur eftir því hvemig standi á því að hann hafi tekið til við málaralistina. Pétur segist fyrst hafa reynt fyrir sér í málalistinni með því að Pétur Hraunfjörð segist loksins hafa fundið sér tilgang þegar hann(komst í kynni við grjótið. Mynd Kristinn. Veðrið sunnudag 9. sept. Horfur á sunnudag: Suðaustan átt og rigning, einkum sunnanlands og vestan. Regnsvæðið mun þokast norður og austur yfir landið. I kjölfar þess verður suðvestlæg átt með skúrum á Suður- og Vesturlandi. Hiti 8-12 stig. sérkennilegum heitum á mynd- verkunum. - Ég hugsa, segir Pétur, - að heitin á verkunum veki fremur athygli sýningargesta en mynd- efnið sjálft, enda er ég hin síðari ár farinn að leggja meira upp úr anda verkanna en efninu, að ekki sé nú talað um pensildrætti og annað prjál. Að sögn Péturs hefur aðsókn að sýningunni verið með ágæt- um. Margar myndanna hafa selst, enda er verðinu stillt í hóf. Flestir gripanna em verðlagðir á innan við 1000 krónur. - Einhverjir útlendingar hafa þvælst hingað inn og keypt af mér. Hingað kom t.d. Amerík- ani. Ég mátti til með að stríða honum aðeins og bauð honum myndina „Ami go home“. Hann vildi ekki kaupa. Skýringin er sennilega sú að hann er af dönsku bergi brotinn og hefur því ekki tekið sneiðina til sín, segir Pétur. Sýningu Péturs í Hlaðvarpan- um á „máluðum hugvemleik“ lýkur tíunda þessa mánaðar. -rk UM EFTIR SÖTTIRÞÚ HÚSNÆÐISLÁN 1. JANÚAR1988? Hef ur þú þegar gert kauþsamning án þess aó hafa fengió lánió? Þá átt þú hugsanlega þann valkost aó sækja uhi úrlausn f húsþréfakerfinu. í júnímánuði sl. tóku gildi bráðabirgöaákvæði reglugerðar nr. 217/90. Samkvæmt þeim hefur Húsnæðisstofnun heimild til að kaupa fasteignaveðbréf vegna kaupsamninga sem gerðir hafa verið eftir 1. janúar 1988, að uppfylltum vissum skilyrðum. Fasteignaveðbréf þessi greiðir hún með húsbréfum. Húsnæðisstofnun hefur sent öllum þeim bréf, sem sótthafa um húsnæðislán eftir 1. janúar 1988, þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um skilyrði bráðabirgða- ákvæðanna. Viðtakendur eru hvattir til að kynna sér vandlega innihald þess bréfs og leita sér upplýsinga um rétt sinn. Kynningarefni um húsbréfakerfið liggur m.a. frammi í afgreiðslu Húsnæðisstofnunar og hjá fasteignasöium. Afgreiðsla stofnunarinnar er opin frá mánudegi til föstudags kl. 8-16. [&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS i Q SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 SAMEINAÐA/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.