Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 19
Leirinn er margra meina bót Sund og vatnsnudd er mikilvægur þáttur í starfsemi heilsuhælisins. Ekki er alltaf nauðsynlegt að fara alveg í leirbað, heldur eru fætur eða hendur þakin leir. Flestir kannast við heilsuhælið í Hveragerði, sem rekið er af Nátt- úrulækningafélagi (slands. Og stór hluti þeirra hefur gert sér einhverj- ar hugmyndir um starfsemi hælisins, sem oftar er ekki eru byggðar á bæði misskilningi og vanþekkingu. Margir halda nefnilega að heilsu- hælið sé einhvers konar elliheimili eða sjúkrahús fyrir aldraða. Og ekki nóg með það, fjölmargir eru haldnir fordómum í garð hælisins vegna fæðisins sem þar er neytt og tala um „fólkið sem er í grasinu". Þeir hinir sömu þekkja ekki hugmyndafræðina sem liggur að baki starfsemi heilsuhælisins, en ættu hins vegar að kynna sér hana og ekki síst að reyna að lifa eftir henni. Á heilsuhælið kemur fólk á öllum aldri til að fá bót meina sinna og ekki síður til að slaka á, borða heilsusamlegan mat og stunda líkamsrækt. Heilsuhælið hefur verið starf- andi í 35 ár, en Náttúrulækninga- félagið hefur hins vegar starfað í 53 ár. Það var Jónas Kristjánsson læknir sem var aðalhvatamaður að stofnun heilsuhælisins, en hann hafði orðið fyrir áhrifum náttúrulækningastefnunnar á Norðurlöndum. Náttúrulækni- ngastefnan átti í vök að verjast til að byrja með, og reyndar lengi framan af, en hin síðari ár hefur fólk verið að vakna til vitundar að gildi hennar. Eitt helsta sérkenni heilsuhæl- isins er leirböð. Þau hafa verið stunduð frá upphafi við misjafnar undirtektir lærðra og leikra, en hlotið einróma lof þeirra sem þau stunda. í leirböð er notaður svo- kallaður eldfjallaleir eða hvera- leir sem tekinn er úr fjallinu ofan við heilsuhælið. Hann þykir sér- lega góður vegna ýmissa efna sem hann inniheldur, s.s. steinefna. Gísli Einarsson yfirlæknir á heilsuhælinu segir leirböð aðal- lega vera notuð þegar um er að Gísli Freysteinsson sér um leirböðin. Hér er hann að moka yfir Maríu Kristjánsdóttur. Myndir: Jim Smart. ræða gigt ýmiskonar. „Hitaleiðni leirs þykir mun betri en hitaleiðni vatns. Einnig hefur það verið rannsakað af þýskum vísindamönnum að steinefni leirsins hafa áhrif inn í líkamann fyrir utan góða hita- leiðni. Leirinn hefur þess vegna þau áhrif að mýkja stirða liði. Það hefur ekki verið hægt að sýna Heilsuhælið í Hveragerði heimsótt fram á efnafræðilega niðurstöðu þessu til sönnunar, en hins vegar er sönnunin kannski vellíðan og liðlegri hreyfingar fólks sem stundar böðin,“ segir Gísli. Fólk með liðagigt, vöðvagigt og slitgigt stundar leirböð, en að sögn Gísla hefur leirinn ekki af- gerandi áhrif á sjúkdóminn sem slíkan. „Leirinn hefur hins vegar afgerandi áhrif á líðan fólks. Það eru gefin lyf til að draga úr bólg- um og vandamál gigtsjúklinga er stirðleiki, annaðhvort einhvern tíma sólarhringsins eða allan sól- arhringinn. Fólk með liðagigt, þ.e. þegar sjúkdómurinn er í liðnum, er yfirleitt stirðara á morgnana, en fólk með slitgigt á kvöldin vegna álagsins yfir dag- inn. Gigtarlyfin sem eru gefin til að draga úr bólgum ganga öll mjög hart að líkamanum, sér- staklega að maga og skeifugöm. Þess vegna er oft um að ræða blæðandi magasár hjá gigtarsjúk- lingum vegna langvarandi töku gigtarlyfja. Þess vegna er oft nauðsynlegt að hætta tökunni um tíma og þá er leirmeðferð mjög góð aðferð til að koma til móts við lyfin meðan fólk hvílir sig á þeim,“ segir Gísli. Hiti hefur mjög góð áhrif á gigtarsjúklinga, bæði heitt vatn og hlýtt loftslag. Heilsuhælið býður upp á vatnsnudd, vatns- potta í sundlaug sem eru góðir fyrir þá sem geta „farið í eigin meðferð“ og svo leirböð sem þykja best. Meðferð leirsins fer þannig fram að hann er tekinn úr fjallinu á haustin og vorin. Þá er hann hrærður út með vatni og settur í upphituð ker. Kerin eru úr tvö- földu plasti og milli „þilja“ er 80 stiga heitt vatn sem heldur leirn- um heitum, eða í um 37 stiga. Annaðhvort fer fólk í leirbað eða leirinn er borinn á þau svæði sem þarf. Til dæmis fara sumir með hendurnar í leir, en aðrir með fætur. En leirinn er ekki bara góður fyrir gigtarsjúklinga, heldur hef- ur fólk með psoriasis fengið nokkurn bara af leirböðum. Einnig hefur leirinn góð áhrif á asmaveika. Á heilsuhælinu fer fólk í leirbað og er þar í 10 mínútur. Eftir það er farið í sturtu og það- an í hvíldarherbergi þar sem fólki er „pakkað inn“ í teppi. Þar er fólk látið liggja í 15-20 mínútur og látið slaka á. Þá er aftur farið í sturtu og líkami og sál eru endur- nærð. Þeir sem hafa farið í leirbað segja það engu líkt. Það sé nánast eins og maður sé 5 kíl- óum léttari á eftir, húðin eins og barnsrass, sársaukinn farinn úr liðunum og sálin aldrei hressari. ns. Föstudagur 7. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 HANDBRAGÐ MEISTARANS BAKARI BRAUÐBERGS Avallt nýbðkuð brauð - heilnæm og ódýr^ Aðrir útsölustaðir: Hagkaup: Skeifunni - Kringlunni - Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi Bmuöbem Lóuhétar 2 • 6 *lmi 71539*^ Hraunborgi 4 tkni 77272

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.