Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 7
Bush ávarpi íraskan almenning Latif Nassif al-Ja$sem, upplýs- ingaráðherra Iraks, bauð Bush Bandaríkjaforseta í gær að ávarpa landsfólk í írak í sjón- varpi ríkisins, að sögn INA, fréttastofu íraks. Hefur Bush þegið boðið og segist hafa ákveð- inn boðskap að flytja írökum. Al-Jassem vék að sögn INA að ummælum Bush þess efnis, að Saddam Hussein íraksforseti hefði verið rækilega kynntur af bandarískum sjónvarpsstöðvum undanfarið, svo og það sem hann hefði að segja. Gat Bush þess um leið að hann vildi gjarnan fá tæki- Bush - fær að skýra málstað sinn fyrir alþjóð í (rak. færi til að kynna almenningi í írak skoðanir sínar. Er svo að heyra að íraksstjórn hafi tekið hann á orðinu. Að sögn Marlins Fitzwater, talsmanns Hvíta hússins, ætlar Bush að semja ávarpið til íraka næstu daga og verður því síðan komið í hendur íraska upplýsing- amálaráðherrans. í ávarpinu hyggst Bush útskýra fyrir alþjóð í írak viðhorf Bandaríkjanna í Persaflóadeilunni og rekja ástæð- ur til þess að þau sendu her til Saúdi-Arabíu. Þetta tilboð til Bush þykir nokkur frétt og er líklegt að með því sé íraksstjórn að reyna að bæta álitið á sér erlendis. Bandaríkjastjórn hefur látið útvarpa skilaboðum til landa sinna í Kúvæí> um 2200 talsins, um að halda þar kyrru fyrir þang- að til, samkomulag takist við Ir- aksstjóm um að flytja þá úr landi flugleiðis. íraksstjórn heldur enn fast við að aðeins konur og börn meðal þessa fólks, um 1200 að tölu, fái að fara úr landi, en bandaríska utanríkisráðuneytið segist leggja áherslu á að fá íraka til að leyfa fólki þessu öllu að fara. Ætlar að hlaupa eftir Kínamúr Sally Perdue, fegurðardrottning bandarfska fylkisins Arkansas 1958 og nú rúmlega fimmtug, segist ætla að „hlaupa, ganga og skríða“ eftir Kínamúrnum mikla frá einum enda til annars, en það er 3460 km leið. En kínversk ferðamálayfirvöld vilja að hún borgi þeim 87.000 dollara fyrir að fá að gera þetta, þar eð talsverður kostnaður verði við fylgd, sem yfirvöldin telja sér skylt að sjá henni fyrir. Sally segist ekki vera rík og afsegir að borga, en ætlar að leggja af stað eftir múmum á sunnu- dag, hvað sem Kínverjar segi. Hún segir aðeins handtöku eða dauða geta stöðvað sig. Sammála um að vera ósammála Viðræðum forsætisráðherra Norður- og Suður-Kóreu, þeim fyrstu í sögu ríkjanna, lauk í gær með því að þeir urðu sammála um að vera ósammála um fle/st, eins og það er orðað í Reutersfrétt. En sögulegt þykir út af fyrir sig að svo háttsettir ráðamenn ríkjanna skuli yfirhöfuð hafa ræðst við. Viðræðumar fóm fram af vinsemd, sem líka er vem- legur árangur í samskiptum ríkjanna. Samkomulag varð a.m.k. um að halda viðræðum áfram innan tíðar. Hengingar í helgri borg 48 menn voru hengdir í gær í Mashad, helgustu borg írans sem er í norðausturhluta landsins. Höfðu þeir allir verið sekir fundnir um smygl og sölu á eiturlyfjum, að sögn Teheranblaðsins Kayhan. 152 menn hafa verið teknir af lífi fyrir þessháttar afbrot þarlendis það sem af er árinu, sem er lítið hjá því sem var s.l. ár, en þá vom næstum 1000 manns teknir af lífi í íran af þessum sökum. Listaverkaþjófnaður Þjófar bratust í fyrrinótt inn í íbúð í háhýsi í Cannes, Frakklandi, og stálu 19 málverkum í háum verðflokki, þar á meðal eftir Picasso, Van Gogh, Renoir, Modigliani, Toulouse-Lautrec, Degas og Manet. Mál- verkin era metin á tvær miljónir dollara samanlagt. Sá sem í íbúðinni bjó geymdi listaverkin fyrir föður sinn, sem er á sjúkrahúsi. Þau hafa lengi verið í eigu fjölskyldunnar. Bresk lömb lifandi brennd Franskir bændur tóku í gær á vald sitt breskan flutningabíl með um 386 kindum, útfluttum frá Bretlandi til Frakklands, slátraðu þeim öllum og hlóðu skrokkunum framan við stjórnarbyggingu. Gerðist þetta í Bellac, skammt suðaustur af Poitiers. Fyrir nokkra brenndu 30 grímuklæddir franskir bændur lifandi 219 bresk lömb sem vörabflnum, sem flutt hafði þau til Frakklands. Bændur þarlendis gera þetta til að mótmæla innflutningi á kjöti, þar eð erlent kjöt er yfirleitt ódýrara en franskt og óttast bændur að þeir muni fara illa út úr þessari samkeppni. Sjálfsvíg dýravinar Taflendingur að nafni Sueb Nakasathien, sem beitti sér fyrir um- hverfisvernd, framdi í vikunni sjálfsvíg í þjóðgarði í norðurhluta Taí- lands. í bréfi til föður hans, sem fannst hjá líkinu, segist Sueb hafa örvænt um að geta verndað villidýrin og umhverfi þeirra þar eð hvora- tveggju væri ógnað af veiðimönnum og öðrum aðilum, sem nytu verndar embættismanna, þrátt fyrir friðunartilskipanir stjórnvalda. Kveðst hann ekki geta hugsað sér að lifa án þess að geta nokkuð gert til að stöðva eyðinguna. Falin myndavél Hálfsextugur kennari í ítölsku smáborginni Striano, sem náði mikl- um vinsældum í staðnum með því að lána fólki í framhjáhaldi herbergi til afnota, er orðinn að minnsta kosti verulega umdeildur eftir að upp komst að hann hafði með falinni kvikmyndavél tekið upp á myndbönd athafnir þær, sem fram fóru í téðu herbergi. Seldi hann síðan mynd- böndin með drjúgum hagnaði. Urðu viðskiptin svo mikil að kennarinn var kominn með fjóra menn í vinnu sem sölumenn er upp um hann komst. Hann hefur nú verið handtekinn, svo og sölumennirnir. Föstudagur 7. september NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7 Alþýðubandala^sfélit/gið í Reykjavík efnöi 'dl félags- fundar sl. miðvikudagskvöld um heit mál sem snert hafa marga áberandi flokksmenn undanfarið, bráðabirgðalögin á BHMR-samningana og samn- ingsréttinn almennt. Frummæl- endur voru Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, Páll Halldórsson formaður BHMR og Guðrún Kr. Óladótt- ir, varaformaður Sóknar, sem bæði eru félagsmenn í ABR. Umræðan á þessum ABR- fundi var um margt ólík því sem tiðkast hefur í fjölmiðlum í yfir- lýsingunum á liðnum vikum og mánuðum um „þjóðarsátt” febrú- arsamninganna við ASÍ og BSRB, BHMR-samningana og bráða- birgðalögin á þá. Ræðumenn lögðu sérstakt kapp á að skil- Heitu málin rædd hjá ABR greina viðfangsefnin i víðara sem- hengi og draga lærdóma af þeim á grandvelli flokkshugsjóna og framtíðarbaráttu. Og oft heyrðist á þessum fundi ABR, að öflugt verkalýðsmálaráð yrði flokknum nauðsynlegt til að komast hjá svipaðri atburðarás í framtíðinni. Ólaflir Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra gagnrýndi harka- lega sjálfa hugmyndafræðina að baki launabaráttu BHMR, fyrir það að leggja mat markaðarins á menntunina, en þau sjónarmið stönguðust á við grundvallarhug- sjón jafnaðarmanna og Alþýðu- bandalagsins, sem teldu mann- gildið væri markaðnum æðra. BHMR vildi aðeins gefa vinnunni það gildi sem markaðslögmálin settu henni, að Eimskip og Flug- leiðir ættu að skilgreina markaðs- gildið. Gildin sem stórfyrirtækin gæfu menntuninni ættu ekki að vera grandvallaratriði verkalýðs- baráttu, hagsmunir láglaunafólks- ins, sem hefði slæma markaðsað- stöðu í þeim skilningi, ættu að koma fyrst í kjarabaráttu flokks- ins. Hugmyndafræði BHMR um markaðslaun væri þar að auki ó- framkvæmanleg, erlendar rann- sóknir sýndu að ef hið opinbera hækkaði laun til jafhs við markað- inn þá hækkaði hann laun í einka- geiranum sem því næmi. Leita yrði nýrra leiða í kjarabaráttu há- skólamanna. Skólasamningur eins og sá sem menntamálaráð- herra hefði kynnt væri ein þeirra. Vandi flokksins og fulltrúa hans væri að meta hvaða grund vallarmarkmið Alþýðubandalags- ins, jöfnuðurinn, samningsréttur- inn og það að bæta lægstu launin, hefðu forgang, þegar glímt væri um kjarasamninga eins og í sum- ar. Ekkert sjálfgefið væri að formlegur samningsréttur sé æðri jöfiiuðinum. Febrúarsamningam- ir hefðu breytt öllum grundvallar- stærðum í þjóðfélaginu. 4,5% refsiákvæðið í samningi BHMR hefði t.d á sínum tíma haft allt annað gildi, í 30-60% verðbólgu, heldur en nú. ASÍ og BSRB hefðu með samningi sínum fjór- faldað verðmæti þessara 4,5% fyrir BHMR. Þótt Alþýðubanda- lagið hefði gengið úr ríkisstjóm, hefðu bráðabirgðalögin engu að síður verið sett og það reynst ör- lagaríkt fyrir flokkinn með þorra BSRB og ASÍ-félaga á móti sér og ráða engu um framhaldið. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði að saga BHMR- samningadeilunnar snerti tilvera verkalýðshreyfingarinnar. BHMR hefði tvívegis gert samn- ing og þeir báðir orðið bráða- birgðalögum að bráð. Spumingin væri hvort hér gilti nokkur raun- verulegur samningsréttur ef ríkið hefði alltaf rétt til að endurskoða samninga og setja um þá lög. Al- þýðubandalagið þyrfti að velja sér nýja forystu og frambjóðendur sem fylgdu stefnu flokksins eftir, ef vonast ætti eflir stuðningi launamanna við hann í framtíð- inni. BHMR-samningurinn yki ekki á launamun, hann réðist ekki af kjörum opinberra starfsmanna. Aðrir í opinbera geiranum hefðu brotist út úr taxtakerfinu og lág- launakerfmu. Eftir febrúarsamn- ingana hefðu ráðherrar ekki séð á- stæðu til að hafa samband við BHMR. Eftir úrskurð Félags- dóms hafi „Flateyrarundrið”, for- maður VSÍ, krafist riftunar I BRENNIDEPLI BHMR-samningsins. 15. grein hans um víxlverkanir hefði hins vegar ekki aukið verbólguna um 70% á einum degi, samkvæmt á- kvæðum samningsins hefðu getað liðið 2 mánuðir fram að aðgerð- um. BHMR hafi verið tilbúið að ræða víxlverkunaráhrifin, en eng- inn áhugi verið á því, allt gengið að hirða af því samninginn. lR-félagar nytu heldur ekki ávaxtá' þjóðarsáttar í verulegum mæli. Raunvextir hefðu ekki lækkað né gréiðslubyrði af náms- lánum. Hins vegíir hafi atvinnu- leysi aukist, meðan stórfyrirtækin græddu, jafnvel SÍS, svo spuming væri hvort það hafi ekki verið til- gangurinn með þjóðarsáttinni að gera fyrirtækin nógu stöndug. Páll sagði það verða kannað fyrir inn- lendum og erlendum dómstólum hvort bráðabirgðalögin standist og hver samningsrétturinn sé i raun hér á landi. Guðrún Kr. Óladóttir, varafor- maður Sóknar lýsti andstöðu sinni í grundvallaratriðum við setningu bráðabirgðalaga á kjarasamninga. Oft heyrðist á þessum fundi ABR að öflugt verkalýðsmálaráð yrði flokknum nauð- synlegt til að komast hjá svipaðri atburða- rás íframtíðinni Það veikti trú félagsmanna á verkalýðshreyfinguna, ef hún væri svipt grandvelli sínum með síendurteknum árásum á samn- ingsréttinn. Hins vegar^ki samn- ingur BHMR launamun, það ættu aðrar launþegahreyfingar eftir að sjá. Guðrún taldi það vafasamt að fúllyrða að febrúarsamningurinn hafi notið yfirgnæfandi fylgis hjá ASÍ-félögum, þeim hafí verið kynnt að þetta væri eini kosturinn. Þjóðarsáttin nýttist best millistétt- unum og atvinnuvegunum, en varla félagsmönnurn-í Sókn. Hún sagðist samt einkum spyija sig hvað tæki við þegar gildistíma nú- verandi samninga lyki, yrði þá allt við sama heygarðshomið? Margir ftindarmanna tóku þátt í umræðunum. Sigurður Björg- vinsson studdi afstöðu rikisstjóm- arinnar; sagði að BHMR-samn- ingurinn snerti sig illa sem sósí- alista. Haraldur Jóhannsson taldi mikið hafa á unnist í efnahags- málum með febrúarsamningun- um, en velti því fyrir sér hvort af- nám vísitölubindingar á fjár- magnsskuldbindingar hefði verið í nánu sambandi við tilganginn að baki þeim. Guðmundur Hjartar- son spurði hvort ekki mætti eins setja bráðabirgðalög á margt ann- að en laun, t.d. lúxustilþrif stór- fyrirtækja, eins og íslandsbanka og Iðnlánasjóðs sem hefðu sett upp skrautlýsingu í nýbyggingu sinni fyrir 20 miljónir króna um daginn. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði alla AB-félaga, ráðherra sem aðra, vera með gall í hálsi eflir þessa erfiðu lotu. En úrslit mála hefðu verið eina færa leiðin. Pólitískt og efnahagslegt landslag væri breytt eftir febrúar- samningana og flokkurinn gæti illa undan vikist þegar fjölmenn- ustu launamannasamtökin hefðu tekið afstöðu. Nú ætti að draga lærdóma af þessari stöðu og efla virkt verkalýðsmálaráð innan flokksins. Ríkisstjómin eigi að beita sér fyrir nýjum viðræðum við háskólamenn á svipuðum nót- um og nú væri rætt um í skóla- samningnum. Rúnar Sveinbjömsson studdi kröfúna um öflugt verkalýðsmála- ráð. Hægt væri að markaðstengja opinber laun, það sýndu m.a. samningar rafvirkja. Ragnar Stef- ánsson sagði margt vera á niður- leið þrátt fyrir þjóðarsáttina og ráðherrar AB ættu að ganga úr þessari ríkisstjóm, með þátttöku í henni sundraði AB verkalýðs- hreyfingunni. Margrét Bjöms- dóttir sagði BHMR-samningana afleita, þeir vildu bæði mark- aðstengja sig og fá hækkanir lág- launafólksins, það væri tími til kominn að innbyrðis átökum launamanna linnti. ÓHT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.