Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 07.09.1990, Blaðsíða 23
 Ævintýrin gerast enn Hrekkjusvínagengið úr Pappírs Pésa. Ari Klængur Jónsson, Sigríður Þórdís Bergsdóttir, fvar og Rík- harður Kolbeinssynir í hlutverkum sínum. Háskólabíó Ævintýri Pappírs Pésa Leikstjóri: Ari Kristinsson Handrít: Ari Kristinsson eftir hug- mynd Herdísar Egiisdóttur Kvikmyndataka: Tony Fosberg, Ari Kristinsson, Jón Karl Helgason Tónlist: Valgeir Guðjónsson Aðalhlutverk: Krístmann Óskarsson, Högni Snær Hauksson, Rannveig Jónsdóttir, Magnús Ólafsson, Ingólf- ur Guðvarðarson, Rajeev Muru Ke- svan Það er alltaf (misánægjulegur) viðburður þegar ný íslensk mynd er frumsýnd. í þetta skiptið var gluggað í annan höfund en nóbel- skáldið og afraksturinn er bama- myndin um Pappírs Pésa. Pési varð fyrst til í bók eftir Herdísi Egilsdóttur, síðan varð hann sjónvarpsmynd og nú hefur hann vaxið upp í alvöru bíómynd. Og hver segir að þetta sé það síð- asta sem við sjáum af honum, kannski kemur framhald að am- erískum sið. Pappírs Pési II eða Fleiri ævintýri Pappírs Pésa. Stundum held ég að það sé al- veg sérstaklega erfitt að skrifa góða barnabók og þá sömuleiðis að gera góða barnamynd. Það er alltaf hætta á að höfundur tali niður til lesenda síns eða verði óþægilega væminn. Höfundur hefur Iíka stundum gleymt hvern- ig börn haga sér svo að söguhetj- urnar verða annaðhvort litlir full- orðnir eða algjör fffl. Það er þess- vegna sönn ánægja að sjá kvik- myndina Ævintýri Pappírs Pésa sem er ekkert af þessu, hún er einfaldlega skemmtileg. Myndin byrjar þegar Krist- mann er nýfluttur og enginn í nýja hverfinu vill leika við hann. Petta vandamál kannast allir við sem hafa einhverntímann flutt. í leiðindum sínum teiknar hann strák sem er jafnstór og hann sjálfur og ævintýrin gerast enn, teikningin lifnar við. Þá er Krist- mann ekki lengur einmana, því Pési er ekki aðeins ágætur leikfé- lagi heldur er það líka honum að þakka að Kristmann er tekinn í sátt af krökkunum. í hverfinu. Klíkan lendir svo öll í allskonar ævintýrum, sem eru náttúrlega misskemmtileg. Krakkarnir eru í bland dónaleg og indæl, sem sagt mjög ekta og gera alvöru prakk- arastrik sem allir hafa einhvemtí- mann gert eins og t.d, bjölluat. Þau leika öll alveg prýðilega undir stjórn Ara og leika alltaf betur og betur eftir sem líður á myndina. Magnús er eins og allir leiðinlegu kallarnir í öllum götum á íslandi. (Hann minnir mig sér- staklega á einn sem bjó á Klepps- veginum í gamla daga.) Aðalpersónan í myndinni er náttúrlega Pési sjálfur, og honum er fagmannlega stjórnað af Ogrodnik og Katrínu Þorvalds- dóttur, og hvað með það þó að maður sjái stundum strengina, það eykur bara á sjarmann. Tónlistin hans Valgeirs er eins- og tónlistin hans Valgeirs er vön að vera og það ætti að vera nokk- uð ljóst að landsmenn elska hana annarri tónlist fremur. Allt í allt finnst mér að Ara Kristinssyni og samstarfsmönn- um hans hafi tekist vel að gera barnamynd. Byrjunin er dálítið hæg en hún verður skemmtilegri með hverri mínútu. Og á leiðinni út úr bíó gekk ég fram hjá helling af brosandi börnum og það eru bestu meðmæli sem myndin getur fengið. SIF Fram í rauðan dauðann Stjörnubíó Fram í rauðan dauðann (Love you to death) Leikstjóri: Lawrence Kasdan Handrit: John Kostmayer Aðalleikarar: Kevin Klein, Tracy Ullman, River Phoenix, Joan Plow- ríght, William Hurt, Kenau Reeves Leikstjórinn Lawrence Kas- dan velur yfirleitt sömu leikara í aðalhlutverkin í myndunum sín- um. Þannig lék William Hurt að- alhlutverkin í Accidental Tourist og Body Heat en Kevin Kline lék aðalhlutverkið í Soverado. Þeir leika báðir í Fram í rauðan dauðann eins og þeir gerðu í myndinni The Big Chill. Kannski eru þeir allir vinir og borða sam- an á sunnudögum, kannski ekki. En tilfellið er að Kasdan fær þá alltaf til að leika sérstaklega vel. Kline leikur hér pizzugerðar- manninn Joey Boca, hann er ítalskur og kvennamaður mikill og heldur grimmt fram hjá kon- unni sinni Rosalie (Tracey Ullman). Hann getur ekkert að þessu gert, svona eru ítalir bara. Þessi framhjáhöld fara ógurlega í taugarnar á heimilisvininum Devo (River Phoenix) af því að hann er ástfanginn af Rosalie. Joey fer líka agalega í taugarnar á tengdamömmu sinni, hinni júgó- slavnesku Nödju (Joan Plow- right) og hún í taugarnar á hon- um. Það er sem sagt allt á suðup- unkti þegar Rosalie stendur mann sinn að verki, og þá sýður upp úr. Hún ákveður að drepa hann og fær mömmu sína og Devo til hjálpar. En Joey virðist ódrepandi svo að Devo þarf að ná í atvinnumennina Harlan og Marlon, tvo útúrruglaða dópista, til að ganga endanlega frá hon- um. Fram í rauðan dauðann, er farsi sem minnir stundum á bestu sprettina hjá Blake Edwards, fár- ánleikinn er í fyrsta sæti og maður á erfitt með að trúa að myndin sé byggð á sannsögulegum atburð- um. En það er hið glæsilega leikaragengi sem gerir þessa mynd eins skemmtilega og raun ber vitni. Kline er sniðugur gamanleikari eins og maður sá síðast í fiskinum Vöndu, Joan Plowright er frá- bær, þvílíkur hreimur, þvílíkt augnaráð! River Phoenix sýnir hér að hann getur slegið á fleiri strengi en grátstrengina og það 1 endar örugglega með því að hann hættir að leika ráðvillta táninga og fær fullorðinshlutverk. Wil- liam Hurt er alveg kapítuli út af fyrir sig, hverjum hefði dottið í hug að setja hann í hlutverk síð- hærðs dópista? Ég sé hann alltaf fyrir mér í hádramatískum hlut- verkum eins og í Kiss of the Spiderwoman. En hann er þrælg- óður og samleikurinn milli hans og Kenau Reeves er oft ótrúlega fyndinn. Nú hugsar kannski ein- hver, hún gleymir alveg að minn- ast á Tracey Ullman, en ég hef ekki gleymt henni, síður en svo. Hún er það eina sem dregur þessa mynd örlítið niður. Hún hefði ef- laust verið fín ef hlutverkið henn- ar hefðu verið aðeins minna eða ef það hefði verri leikarar leikið á móti henni. En innan um Kline og Plowright verður hún dálítið útundan. Þrátt fyrir það er þetta örugglega fyndnasta mynd í bíó- húsum bæjarins og fín tilbreyting frá öllum bófahasarnum. SIF frumhljóðfæri rokksins, gítara, bassa og trommur. Jeff Lynne tekur sömu stefnu á „Armchair Theatre" og þess vegna hljómar platan mjög „hrein“ og ef til vill dálítið gamaldags. Lögin á plöt- unni sem eru eftir Lynne sjálfan eru flest vel samin en hann tekur líka lög eftir aðra. Á plötunni má meðal annars finna vel með farið lag eftir Ted Koehler og Harold Arlen, „Stormy Weather" og smekklega útgáfu af gamla stand- ardnum „September Song“ eftir Maxwell Anderson og Kurt Weill. Besta lagið eftir Lynne sjálfan er síðan að mínu mati „Now You're Gone“. Þetta er dálítið Harrisonlegt lag, þó Harrison komi ekkert við sögu í þessu lagi. Sérstaklega finnst mér bakraddirnar, sem eru með aúst- urlenskum blæ, vera góðar. „Armcher Theatre" er af- slöppuð og fagmannlega unnin plata. Þeir sem hrífast af rokki fimmta og sjötta áratugarins ættu að leggja við hlustir. -hmp Jeff Lynne sáttur við lífið og tilveruna I hægindastólaleikhúsinu. Theatre", en þeir sem kunna að meta gamla góða frumrokkið í bland við léttan djass ættu að finna þar eitthvað sem höfðar til smekksins. Platan byrjar á lögum sem eru í stíl fimmta áratugarins en fer síðan fljótlega yfir í þann stíl sem Lynne og Harrison hafa verið að föndra við saman og með Traveling Wilburys. Það var stefnan á „Cioud 9“ að taka upp plötu eins og gert var á velmektarárum The Beatles, það er án þess að nota gervihljóð eða effekta og notast einungis við Föstudagur 7. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 Ljóðormur 10 Helgaður lióðaþýðingum Fyrir þá sem ekki hafa heyrt Ljóðorms getið þá er ormur sá tímarit um Ijóðlist, sem komið hefur út um nokkurra ára skeið. ( ritsjórn Ljóðorms sitja þau Eysteinn Þorvaldsson, Heimir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Vigdís Grímsdóttir, Þórður Helgason og Pjetur Hafstein Lárusson, sem Nýtt helgarblað ræddi við um út- gáfu Ljóðorms, og efni tíunda tölublaðs hans, sem nýkomið er út. - Tímaritið hóf göngu sína árið 1985. Upphaflega byrjaði ég ásamt Sigrúni Ragnarsdóttur með þetta, og var ætlunin að gefa ritið út í félagi við þá sem væru að yrkja. Frá því var horfið, og föst ritsjórn sér nú um útgáfuna. Framan af gáfum við út eitt tölublað á ári, en fyrir nokkrum árum tók bókaútgáfan Iðunn að sér að fjármagna útgáfuna, og er ætluninaðgefaút þrjúritáári. Sú breyting hefur einnig orðið á út- liti ritsins að verk myndlistar- manna munu prýða kápuna fram- vegis eins og nú. Að þessu sinni er það verk eftir listamanninn Elínu Pjet. Bjarnason, íslenskan myndlistarmann búsettan í Kaupmannahöfn, sem skreytir kápu Ljóðorms. Tilgangur ritsins er að kynna lesendum það sem er að gerjast, og koma frá yngri höfundum, og einnig að birta efni eftir eldri ljóðskáld. Greinar um ljóð, bæði bókmenntagagnrýni og viðtöl við ljóðskáld og annað slíkt sem því tengist, fá einnig pláss á síðum ritsins. Tíunda tölublaðið sem nú er nýkomið út er helgað ljóðaþýð-' ingum. Að vanda er þar einnig að finna yfirlit yfir nýútkomnar ljóð- abækur, sem er harla mikilvægt þegar haft er í huga að um 80 af hundraði ljóðabóka koma út á vegum höfundanna sjálfra. Hinn almenni lesandi á erfitt með að fylgjast með því sem er að gerast, nema þeir sem eru tíðir gestir á krám í bænum þar sem þessar bækur eru helst seldar. Þýðingarnar í þessu hefti eru úr latínu, þýsku, rússnesku, ensku, frönsku og sænsku. Ekkert af þessum Ijóðaþýðingum hefur birst áður, því það er ófrávíkjan- leg regla Ljóðorms nú að birta ekki áðurbirt efni. Ljóðin að þessu sinni eru eftir Nígeríumanninn Wole Soyinka, sem skrifar á ensku. Baldur Ósk- arsson þýddi. Þá er að finna í orminum Ástarljóð eftir róm- verska skáldið Gaius Valeríus Katúllus, sem uppi var fyrir Krist, í þýðingu Kristjáns Áma- sonar. Þrjú ljóð eftir Norður- frann Seamus Heany í þýðingu Karls Guðmundssonar. Heinz Czechowski er þýskur höfundur fæddur í Dresden árið 1935. í heftinu eru þrjú ljóð eftir hann í þýðingu Franz Gíslasonar. René Depestre er blökkumaður fædd- ur á Haíti, sem nam í Frakklandi. Jón Óskar hefur snarað nokkmm Ijóðum eftir hann og franska nú- tímaskáldið Yves Bonnefoy. Braggaljóð kallast þau ljóð sem ort eru í fangabúðum í Sovétríkj- unum. Geir Kristjánsson hefur þýtt nokkur slík ljóð úr rússnesku eftir þá Igor Holín og Genrikh Sabgír. Johann P. Tammen er einn af ritstjómm þýska bók- menntatímaritsins Die Horen, Eysteinn Þorvaldsson birtir í heftinu þýðingar á fimm ljóðum hans. Thomas Tranströmmer í þýðingu Njarðar P. Njarðvík er ennfremur að finna meðal þýð- inganna, og Pardusdýrið eftir Ra- iner Maria Rilke, eitt áhrifa- mesta skáld Evrópu á öndverðri tuttugustu öld, í þýðingu Harðar Einarssonar. Friðrika Benónýs hefur þýtt ljóðið Lady Lazarus eftir bandarísku skáldkonuna Sylvia Plath. Þá er ógetið þýðinga Pjeturs Hafsteins Lámssonar á ljóðum íslenska arkitektsins Halldóru Briem, sem lifir og starfar í Stokkhólmi, en hún yrkir á sænsku. Ljóðin eru bæði birt þýdd og á frummálinu. Loks eru fjögur ljóð eftir Henrik Nord- brandt í þýðingu Hj artar Pálsson- ar. Einnig má geta um grein eftir Eystein Þorvaldsson Spunnin sannindi, sem höfundur nefnir yfirlitshugleiðingu um ljóð nýrra höfunda 1989, og ljóðabóka- dóma Þórðar Helgasonar. í lokin má svo geta þess að næsta hefti Ljóðorms er væntan- legt um mánaðamótin október/ nóvember. BE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.