Þjóðviljinn - 28.09.1990, Page 6
Vargöld í Líberíu
Horfur eru á að borgarastríðið, sem lagt hefur landið að miklu leyti í eyði, snúist upp í átök milli Vestur-Afríkuríkja
Heimurinn, að Vestur-Afríku
frátalinni, hefur verið áhugalítill
um líberíska borgarastríðið. Hann
hefur verið upptekinn við annað,
endalok kalda stríðs, umskiptin í
austantjaldslöndunum fyrrver-
andi, sameiningu Þýskalands og
nú síðast Persaflóadeilu. Svo
hefði varla orðið ef kalda stríðið
hefði staðið enn; þá hefðu a.m.k.
Bandaríkjamenn að líkindum að
einhverju marki skorist í leikinn,
þó ekki væri nema til að tryggja
að Sovétmenn fengju ekki færi á
að ná fótfestu í landinu með því
að styðja einhvem stríðsaðilann.
Bandaríkjamenn hafa raunar
vissar ástæður til áhuga á Líberíu
umfram öll Afríkuríki önnur. Lí-
bería hefur þá sérstöðu þar í álfu
að sem ríki getur hún kallast öld-
ungur í samanburði við flest hin;
af núverandi ríkjum sunnan Sa-
hara er Eþíópía ein eldri. Líbería
á það sammerkt með Eþíópíu að
hún er án nýlendufortíðar, sem
flestum þykir auðmýkjandi.
Stofnendur þessa litla Vestur-
Afríkuríkis voru raunar Banda-
ríkjamenn, nánar tiltekið leys-
ingjar. Má segja með sanni að Lí-
bería hafi komið til sögunnar sem
afkvæmi bandarísku þræiahalds-
andstöðunnar, sem efldist hröðum
skrefum á fyrri hluta 19. aldar.
Ríki bandarískra
leysingja
Leysingjar voru þar þá þegar
íjölmennir en höfðu það flestir
litlu eða engu betra en kynbræður
þeirra sem enn voru í þrældómi.
Komust þá sumir hvítra þræla-
haldsandstæðinga að þeirri niður-
stöðu að gæfulegast myndi reyn-
ast að hjálpa frjálsum blökku-
mönnum til að setjast að i álfúnni
sem forfeður þeirra eða jafnvel
sumir þeirra sjálfra voru frá
komnir.
Þetta varð til þess að keyptir
voru handa leysingjunum land-
skikar nokkrir á Vestur-Afríku-
strönd og úr þeim var búið til lýð-
veldið Líbería 1847. Minna varð
þó úr en til stóð, því að þegar til
kom reyndust flestir leysingjanna
vera orðnir það miklir Banda-
Einn stríðsmanna Taylors í Monróvíu - stríðsaðilar skreyta gjaman umhverfi sitt með höfuðkúpum og öðr-
um iíkamsleifum myrtra og fallinna fjenda.
ríkjamenn að þeir vísuðu á bug
þessu tækifæri til að flytjast til
álfu feðra sinna. Líberíumenn
þeir, sem komnir eru af leysingj-
unum, eru á að giska aðeins þrír
af hundraði landsmanna, eða um
60.000-70.000 af 2,3 miljónum
íbúa.
Þeim tókst eigi að síður að
leggja undir sig allstórt svæði inn
af ströndinni, enda kunnu þeir
meira fyrir sér og voru betur
skipulagðir en innfæddir. Þeir
gerðu sig að hástétt, bandaríska
að menningu, og tileinkuðu sér
eftir bestu getu lífsstíl hástéttar
„gamla landsins“, einkum hús-
bænda forfeðra sinna í Suðurríkj-
unum. Bandarískum ferðamönn-
um sem til landsins komu þótti
furðumargt minna á gamla Suðr-
ið. Innfæddum stjómaði yfirstétt
þessi með harðri hendi og hafði
marga þeirra í þrældómi i raun,
enda þótt þrælahald væri bannað í
stjómarskránni, sem var eftir-
mynd þeirrar bandarísku.
Bandaríkin slepptu aldrei al-
veg hendinni af þessu afkvæmi
sínu og á fýrri hluta þessarar ald-
ar náðu bandarísk stóríyrirtæki
slíkum ítökum í landinu að það
var kallað „Firestone Country“
eftir umsvifamesta bandaríska
fyrirtækinu þar, sem framleiddi
gúm. Þegar kalda stríðið gekk í
garð jókst pólitískur áhugi
Bandaríkjanna á Affíku og fannst
þeim þá þjóðráð að nota Líberíu
sem brúarsporð til eflingar ítök-
um sínum þar í álfu. Um skeið
eftir heimsstyrjöldina síðari var
Líbería í raun réttri bandarískt
leppríki. En síðustu áratugi hafa
umsvif Bandaríkjanna þar minnk-
að, bæði vegna minnkandi áhuga
bandarískra stórfýrirtækja á land-
inu og nú síðast vegna þess að
kalda stríðið er ekki lengur.
1980 urðu þáttaskil í Líberíu-
sögu. Undirforingjar í hemum
stóðu fýrir uppreisn og steyptu af
stóli amerísk-afrísku yfirstéttinni.
Forkólfur þeirra var 28 ára gamall
yfirliðþjálfi, ómenntaður og lítt
mælandi á ensku, máli yfirstéttar-
innar og opinberri tungu landsins.
Samuel Doe hét hann, gerði sig
írak
að forseta og stjómaði einvaldur í
áratug. Forvera sinn í embætti lét
hann drepa, sem og marga aðra
ráðamenn og fjölmarga fleiri fýrir
það eitt, að þeir vom amerísk-
afrískrar ættar.
Vinur Reagans
I þann mund kom Ronald Re-
agan til valda vestanhafs, blés
nýju lífi í kalda stríðið á loka-
skeiði þess og hélt það við áhuga
Bandaríkjanna á Líberíu enn í
nokkur ár. Afkomendur banda-
rísku landnemanna vora of fáir og
of óvinsælir af þorra landslýðs til
að ráðamönnum í Washington
þætti borga sig að hjálpa þeim til
að endurheimta völdin. Tóku þeir
því það ráð að gera Doe að „sín-
um tíkarsyni“, þótt ekki væri
nema til að tryggja að hann ving-
aðist ekki við þá í Kreml og menn
eins og Gaddafi Líbýuleiðtoga.
Bauð Bandaríkjastjóm honum í
heimsókn til Reagans og var svo
örlát á efnahagshjálp við hann, að
á níunda áratugnum hefúr ekkert
ríki sunnan Sahara fengið meira
af bandaríkjadollurum en Líbería,
að tiltölu við fólksfjölda. Að því
er séð verður, dró það ekkert úr
þessu örlæti Bandaríkjastjómar
að Doe var svo afkastamikill við
hryðjuverk á þegnum sínum, að
fréttamenn þar kunnugir jafna
honum við Idi Amin í Úganda og
Bokassa Mið-Afríkukeisara.
Dolluranum frá Bandaríkjunum
stakk Doe mestanpart í eigin vasa
og varð einn mestu ríkismanna
álfunnar, jafnframt því sem
landsmenn almennt höfðu það
heldur verra en fýrr. Stjóm efna-
hagsmála var eftir öðru og þegar
borgarastríðið hófst var Líbería
gjaldþrota í raun.
Hagskýrslur gefa að einhverju
marki hugmynd um þetta, sem og
það að hvað sem líður háum aldri
Líberíu á afrískan mælikvarða, þá
var hagur landsmanna við upphaf
borgarastríðsins engu betri, nema
síður væri, en nýsjálfstæðu ríkj-
anna yfirleitt. Væntanleg meðal-
ævilengd var þá 50 ár og ólæsi 75
af hundraði. Landsmenn eru einn-
ig eftir rúmlega 140 ára sögu rík-
isins jafn sundraðir í þjóðflokka
og ættbálka og lausir við samein-
andi hollustu við ríkið og íbúar
Afríkuríkja sem ekki eiga nema
þijá áratugi að baki.
Doe varð um síðir hált á því
að hann var ekki jafn örlátur á
landsins gæði og sérstaklega
bandarísku dollarana við gæðinga
sína og við sjálfan sig. Hann brást
þannig reiður við er einn gæðing-
anna, Charles Taylor að nafni,
nældi sér í eina miljón dollara úr
ríkiskassanum. Vera má að Tayl-
or hafi og orðið tortryggilegur í
augum forseta síns vegna þess að
hann er amerísk-afrískur í aðra
ættina.
Taylor flúði land með dollar-
ana sem hann hafði náð í og brúk-
aði þá til að leigja sér 200 manna
herflokk. Vopn, þjálfún og aðra
hjálp fékk hann frá Líbýu, Búr-
kína Faso og Fílabeinsströnd og
gerði síðan frá síðastnefnda land-
inu innrás í föðurland sitt um síð-
ustu jól. Hann var sem sé liðfár í
byrjun, en fékk fljótt mikinn
stuðning frá sumum þjóðflokka
landsins, sem gripu þetta tækifæri
Utlendingum bönnuð matarkaup
Um tvær miljónir þeirra eru enn þarlendis og í Kúvœt
þarlendis og
Írösk stjómvöld tilkynntu í
gær að útlendingum þarlendis
(sem og í Kúvæt, sem írakar líta
nú á sem eitt af fylkjum lands
síns) yrði frá og með n.k. mánu-
degi bannað að kaupa skammtað-
ar matvörur. Þar sem flestar
helstu matvörur hafa verið
skammtaðar þar í landi vegna af-
leiðinga viðskiptabanns Samein-
uðu þjóðanna, þýðir þetta í raun
að útlendingum er bannað að
kaupa mat nema á svörtum mark-
aði.
Á þeim markaði er nú Iítið af
vörum og ekki nema á upp-
sprengdu verði.
Þetta era ógnvænleg tíðindi
fyrir útlendinga í írak og Kúvæt.
Oryggisráð S.þ. hefur að vísu
ákveðið að leyfa matvælaflutn-
inga til útlendinganna að því til-
skildu að alþjóðlegar hjálpar-
stofnanir útbýti vöranum. En Ir-
aksstjóm neitar að ganga að því
skilyrði.
I tilkynningu Iraksstjómar um
téða ráðstöfún segir, að hún telji
sig ekki ábyrga þótt útlendinga
hijái matarskortur. Ætla má að
ráðstöfun þessi sé svar Iraks við
flugflutningabanni Öryggisráðs
S.þ., sem samþykkt var í ráðinu á
þriðjudagskvöld.
Samkvæmt nýjustu tölum frá
Reuter um útlendinga í Irak og
Kúvæt era um tvær miljónir
þeirra þar ennþá, langflestir frá
Arabalöndum og Suður-Asíu.
Egyptar eru yfir helmingur þeirra
og þar næstir að fjölda eru Palest-
ínumenn, Bangladeshmenn og
Indveijar. Hætt var á laugardag
flugi með vestrænar konur og
böm frá Irak, þar eð talið var þá
að allar þær af konum þessum,
Ahmed Ben Bella, fýrsti for-
seti Alsírs, sem verið hefur í
fangelsi og útlegð frá því að hon-
um var steypt af stóli 1965, kom
aftur til föðurlandsins í gær og
var ákaft fagnað af tugþúsundum
stuðningsmanna í Algeirsborg.
Ben Bella, sem greinilega ætlar
sér drjúgan hlut í stjómmálum
lands síns á næstunni, lýsti við
þetta tækifæri yfir fullum stuðn-
ingi við Saddam Hussein íraks-
forseta og hvatti landa sína til að
gerast í hundruðþúsunda tali
sjálfboðaliðar í her hans.
Forsetinn fyrrverandi, sem
sem komast vildu úr landi, væru
famar. Nokkrar konur, sem áttu
þess kost að fara, kusu að verða
eftir hjá eiginmönnum sínum,
sem era í gíslingu hjá Irökum.
Af Evrópu- og Norður-Amer-
margir Alsíringar hafa í hávegum
sem hetju frá því í sjálfstæðis-
stríðinu gegn Frökkum, hafði áð-
ur sagt að hann teldi að Saddam
hefði haft fullan rétt á að taka
vesturlandamenn í írak og Kúvæt
í gíslingu. í ræðunni til stuðnings-
Þing Póllands samþykkti í
gær að stytta kjörtímabil
Wojciechs Jarazelski, forseta, og
láta kjósa eftirmann hans í al-
mennum kosningum innan fárra
mánaða. Verkalýðsleiðtoginn
íkumönnum þeim, sem enn eru í
Irak og Kúvæt, era Sovétmenn
flestir (5800) og þar næst Júgó-
slavar (3500), Bretar (1430), Pól-
veijar (1213) og Bandaríkjamenn
(um 1000).
manna sinna í gær sló Ben Bella,
sem kominn er yfir sjötugt en em
að sjá, mjög á sömu strengi og ís-
lamskir bókstafstrúarmenn, sem
era öflugir þarlendis, og for-
dæmdi vestræn áhrif á alsírska
menningu.
Lech Walesa hefur lýst því yfir að
hann muni bjóða sig fram til for-
setaembættisins og er hann talinn
hafa mikla möguleika á að vinna
kosningamar.
Dagur
Þorleifsson
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. september 1990
Ben Bella
Sjálfsagt af Saddam að taka gísla
Jaruzelski hættir