Þjóðviljinn - 28.09.1990, Qupperneq 13
abriel
sími 67 - 67 - 44
Pjakkur líkist helst klnverskum virðulegum öldungi til foma. Hann er mjög
spekingslegur til augnanna og veiðihárin eru snúin. Hann er mjög værukær
og vildi helst ekki hreyfa sig nema þegar Þórður kom með sælgæti. Myndir
Kristinn.
Kynja-
kettir
á sýningu
Fyrsta sýning kynjakatta á sunnudag. Ymsar
tegundir katta keppa í fegurð
Kynjakettir, Kattaræktarfélag
íslands heldur sína fyrstu katta-
sýningu á sunnudaginn. Sýningin
verður haldin í Gerðubergi og
verða sýndar þær kattategundir
sem til eru á landinu. Kettir lands-
ins munu því keppa sín í milli í
fegurð, mikilleika og fleiru.
Til sýnis verða m.a. pers-
neskir kettir, síamskettir, norskir
skógarkettir, angórakettir og
meira að segja íslenski heimilis-
kötturinn. Langflestir kettir hér á
landi eru blandaðir og lítið til af
hreinræktuðum köttum. Sem
dæmi má nefha að einungis þrir
hreinræktaðir persneskir kettir
eru til hérlendis. Eigandi tveggja
þeirra er Þórður Jóhann Þórisson.
Þórður á þau Pjakk og Kan-
dísi, sem eru sérdeilis fallegir og
indælir kettir. Eins og aðrir pers-
neskir kettir eru þau með mjög
sérstakt útlit, síðhærð, kringluleit
og trýnið ílatt. En Pjakkur og
Kandís eru ekki einu kettimir á
heimilinu, því auk þeirra er læðan
Isa Tai Fu. Hún er blanda af pers-
neskum ketti og síams.
Kynjakettir, Kattaræktarfélag
íslands, var stofnað 5. apríl sl. og
telur um 80 félaga. Þórður var
einn af stofnendum félagsins, en
það vom áhugamenn um katta-
rækt sem stóðu að stofnun þess.
Ekki er byrjað að skrá kettina
ennþá, en stefnan er að hefja
skráningu á þeim eftir sýninguna
á sunnudaginn, en þá verða bara
skráðir íslenskir síamskettir.
Þórður segir að allir geti orðið fé-
lagar i Kynjaköttum, jafnvel þótt
fólk eigi ekki kött.
A sýningunni verða sýndir
rúmlega 50 kettir og henni verður
skipt í 5 deildir. Þar verður pers-
nesk deild, síamsdeild, angóra-
deild, norsk skógarkattadeild eða
síðhærðrakattadeild, heimilis-
kattadeild og svo verður öldunga-
deild. Þar verða sýndir kettir sem
em eldri en 8 ára, en elsti köttur
sýningarinnar er tæplega 15 ára.
Hins vegar verða yngstu meðlim-
ir sýningarinnar persneskir kett-
lingar sem fæddust í júní sl. og
em afkvæmi Pjakks. Kettimir
verða í búmm og eigendur þeirra
verða væntanlega á staðnum til að
veita upplýsingar.
Kandls virtist vera ögn hressari en Pjakkur, enda yngri og alveg ólm (gotteriiö.
Þórður flutti Pjakk og Kan-
dísi inn frá Danmörku í fyrra, og
þurfti að fá sérstakt leyfi fyrir því.
Persneskir kettir em sérlega ljúfir
og blíðir og mjög vel til þess
fallnir að vera innikettir. Þegar
Nýtt Helgarblað heimsótti Þórð,
Pjakk, Kandísi og Isu Tai Fu
vildu hin tvö fyrmefhdu helst
ekki hreyfa sig eða gera neinar
kúnstir fýrir ljósmyndarann. Það
var ekki fyrr en Þórður kom með
sælgæti að þau komust á hreyf-
ingu. Isa Tai Fu virtist vera hress-
ari, en var samt ekkert um ljós-
myndarann gefið. Hún vill helst
vera ein út af fyrir sig.
Um þijátíu skilgreind aíbrigði
em til af heimilisköttum, og sem
fyrr segir verða öll þau afbrigði
sem til em á íslandi sýnd á sýn-
ingunni. Hún verður opin frá kl.
10-18 og gestir fá atkvæðaseðil
þegar þeir koma inn. Þeir kjósa
síðan fallegasta köttinn í hverri
deild og svp fallegasta kött sýn-
ingarinnar. Úrslitin verða tilkynnt
kl. 16 og fær vinningshafinn m.a.
verðlaun frá dýrabúðum. Sýning-
in er að sjálfsögðu opin fyrir alla
og er aðgangseyrir 300 krónur
fyrir fúllorðna og 150 krónur fyr-
ir böm. Á sýningunni getur fólk
gerst meðlimir í félaginu og fær
þá fréttabréf o.fl. Ætlunin er að
Kynjakettir verði meðlimir i Evr-
ópusamtökum kattaræktarfélaga,
Federation Intemational Féline,
og fái þar með alþjóða viðurkenn-
ingu. ns.
fsa Tai Fu vildi ekk-
ert hafa með Pjakk
og Kandísi að gera.
Hún er blanda af
persneskum og s(-
ams og vill helst
vera útaffýrir sig.
(sa Tai Fu er mjög
falleg, steingrá og
frekar snögghærð.
HANDBRAGÐ MEISIARANS
BAKARI BRAUDBERGS
Ávallt nýbökuð brauð
- heilnæm og ódýr^
Aðrir útsölustaðir:
Hagkaup: Skeifunni
- Kringlunni
- Hólagarði
Verslunin Vogar,
Kópavogi
Brauöberg
UftuhóUr 2 • 6 »imi 71539**
Hrounborgi 4 sim 77272
Föstudagur 28. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 13