Þjóðviljinn - 28.09.1990, Qupperneq 15
Þeirra
daglega
brauö
40.000 börn látast á hverjum sólarhring sökum vannœr-
ingar, sjúkdóma og bágra efnahagslegra og félagslegra
aðstœðna
Síðasta sólarhring dóu yflr 40.000 börn um víða veröld. Ár-
lega látast 14 miljónir barna í þriðja heiminum sk. af völdum
vannæringar og sjúkdóma, s.s. mislinga, kíghósta, niðurgangs,
malaríu, stífkrampa, en alla þessa sjúkdóma er tiltölulega auð-
velt og kostnaðarlítið að koma í veg fyrir. Stærstur hluti þess-
ara barna deyr áður en þau ná fímm ára aldri. Og það sem
verra er, verði ekkert að gert mun þessi tala hækka ískyggilega
á næstu árum og hafa sérfræðingar getið sér til að allt að 44.000
börn muni látast sérhvern dag ársins, eða 16 miljónir barna ár-
visst.
Þar við bætist að böm um
víða veröld lifa við ömurlegar að-
stæður. Vannæring, skortur á
heilsugæslu og menntun, heilsu-
spillandi húsnæði og bamaþrælk-
un em daglegt brauð miljóna
bama.
Þessar staðreyndir láta óhugn-
anlega í eyrum, en samt sem áður
hafa ráðamenn og almenningur
um víða veröld lengst af látið þær
sér sem vind um eyru þjóta. Menn
geta farið nærri um það hvílíkur
harmagrátur yrði vakinn upp væri
um dýr að ræða í stað bama.
Nægir í því sambandi að
minna á samhent átak stórveld-
anna, Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjarina, er lögðust á eitt og kost-
uðu formúgu fjár til að bjarga
tveimur hvölum fostum í ís fyrir
utan strendur Kanada fyrir einum
tveimur ámm. Gott ef þeir Iags-
bræður Reagan og Gorbatsjov
lögðu ekki á ráðin með björgunar-
aðgerðimar og gervöll heims-
byggðin tók þátt í dauðastríði
þessara ólánsömu skepna fyrir til-
stilli sjónvarpsstöðva sem sendu
þindarlaust beint af vettvangi!
Sitthvað er orö og
æði
Um helgina verður sett í New
York heljarmikil ráðstefria á veg-
um Bamahjálpar Sameinuðu
þjóðanna - UNICEF - sem ætlað
er að vekja menn til umhugsunar
um vandamál og aðgerða til
hjálpar
þeim sem jörðina eiga að
erfa.
Víst er að þar verður margt
stórmennið samankomið og er
haft á orði að aldrei hafi fleiri
þjóðarleiðtogar séð sér fært að
vera viðstaddir ráðstefnuhald á
vegum Sameinuðu þjóðanna en
einmitt nú.
Hitt greinir menn á um hvort
ekki hefði verið nær fyrir Bama-
hjálpina að verja þeim kostnaði
sem óhjákvæmilega hlýst af slíku
ráðstefnuhaldi til brýnni mála.
Þeir sem halda slíku fram segja
sem svo að brýnni þörf sé fyrir
aðgerðir en orð.
Orð eru til alls fyrst
Aðstandendur ráðstefnunnar
vonast þó til að með henni verði
stigið fyrsta skrefið til að snúa
vöm í sókn í baráttunni fyrir
bættu lífi bama um víða veröld.
Gert er ráð fýrir að þjóðaleið-
togamir muni samþykkja áskomn
til þjóða heims um að taka hönd-
um saman við að bæta kjör og að-
búnað bama, þar sem m.a. verði
stefnt að því fyrir árið 2000 að
dauðsföll bama undir fimm ára
aldri verði aðeins þriðjungur af
því sem nú er, og lömunarveiki og
stífkramapa verði útrýmt. Þá er
stefrit að því að öllum konum
standi til boða heilbrigðiseftirlit
meðan á meðgöngu stendur, en
mjög skortir á að þær njóti slíkrar
þjónustu. Árið 1986 gekkst að-
eins rúmur helmingur kvenna í
Afríku, sem gengu með bam und-
ir belti, undir mæðraskoðun.
Ástandið var Iitlu betra víða ann-
arsstaðar að undanskildum iðríkj-
unum.
Að sögn fréttaskýranda Tim-
es má ef að líkum lætur reikna
með að mörgum leiðtoganna sem
mæta til leiks í New York um
helgina leiki hugur á að nota tæki-
færið og hitta kollega að málum
til að ræða önnur mál sem ofar-
lega em á baugi í alþjóðamálum,
þróunina í Austur- Evrópu, deil-
una fyrir botni Persaflóa og olíu-
verðshækkanir svo fátt eitt sé
nefnt.
Hver hinn endanlegi árangur
verður af ráðstefnunni getur tím-
inn aðeins tíminn skorið úr um.
Hvað sem gagnrýni á ráðstefnu-
haldið Iíður skulum við vona að
það fomkveðna eigi við hér að
orð séu til alls fýrst. -rk
Næg og rétt fæða ræður úrslitum um vöxt og þroskaskilyrði bama. Þessir þrfr pattaralegu krakkar i Afríku em sýni-
lega sæmilega haldnir. bví miður er ekki sömu sögu að segja um miljónir jafnaldra þeirra.
* Á hverjum sólarhring deyja yfir 40.000
börn undir fimm ára aldri af völdum sjúk-
dóma sem auóvelt er aö koma í veg fyrir
* Um 150 miljónir barna í heiminum eru
vannærö, þar af eru um 25 miljón börn á
hungurmörkunum
* Ríflega 100 miljónir barna á skólaaldri
hafa aldrei inn í kennslustofu stigiö. Þar
af eru stúlkubörn í meirihluta
* Yfir 30 miljónir barna eru heimilislaus
og eru á vergangi á götum úti
* Fyrir áriö 2000 munu yfir 10 miljónir
barna í Miö- og Austur- Afríku hafa misst
a.m.k annaö foreldri sitt úr eyöni
* Sjö miljónir barna eru flóttamenn af
völdum stríös og annarra hörmunga
Með bólusetningu er hægt að draga verulega úr ótímabæmm dauðsföllum
bama. Aðgerðin er einföld og kostnaðarlítil.
Mengað drykkjarvatn
er uppspretta sýkla og
sjúkdóma. Hægt er að
draga verulega úr
bamadauða með
nægu og góðu drykkj-
arvatni.
Lýsandi staðreyndir
Lausnirnar eru oft einfaldari en menn kann að renna grun í
Mafurer
mannsins megin
Það er löngu kunn staðreynd
að matur er mannsins megin.
Rekja má stóran hluta af dauðs-
föllum bama bæði beint og óbeint
til vannæringar.
í Suður-Asíu þjást 50 miljónir
sökum vannæringar og í Róm-
önsku- Ameríku er eins ástatt fýr-
ir öðmm 25 miljónum bama. Ar-
lega verða 250.000 böm um víða
veröld blind vegna vöntunar á A-
vítamíni.
I mörgum ríkjum þriðja
heimsins hefur hlutfall vannærðra
bama hækkað ískyggilega á síð-
ustu árum. Nefna má að í Perú á
árabilinu 1980 til 1983 hækkaði
hlúttalfbáma undir sex ára aldri
sem em vannærð úr 41% í 68%
í Ghana hækkaði þetta hlut-
fall úr 35 af hundraði í 54 milli
1980 og 1984. í Botswana erhlið-
stæða sögu að segja, eða úr 25 af
hundraði í 31.
Vannæring hijáir ekki aðeins
böm í þriðja heiminum. í Banda-
ríkjunum, auðugasta landi verald-
ar, er vannæring sökum fátæktar
orðin stórtækt vandamál. Talið er
að allt að því 12,6 miljónir banda-
rískra ungmenna lifi undir fátækt-
armörkum og þar af er stór hluti
bama í fátækrahverfum stórborg-
anna vannærður. Þar í landi er
dánartíðni ungbama um 9,7 böm
á hver 1000, sem er snöggtum
meira heldur en gerist á meðal
annarra iðnvæddra ríkja. í sumum
borgum Bandaríkjanna er dánar-
tíðnin mun hærri, s.s. í höfuð-
borginni Washington sem slær fá-
Hlutfall van-
nærðra bama
(nokkrum
löndum. Með-
altal 1980-
1986.
BmgUdesh Guatemala Vtetnam Maurltanla Sudan Yemen, Dem Buriúna Pasc Tanzania
tækum löndum eins og Jamaika
og Chile við í þessum efnum.
Móöurmjólkin er
engulík
Að sama skapi og rétt og næg
fæða skiptir sköpum fyrir vöxt og
þroska bama, kemur ekkert í stað
móðurmjólkurinnar fyrstu mán-
uðina í ævi sérhvers bams. Með
því að hafa hvítvoðung á brjósti
er tryggt að hann fái þau næring-
arefni sem hann þarfnast til eðli-
legs vaxtar og mótefni gegn ýms-
um pestum og sjúkdómum, s.s.
niðurgangi. Þá er ekki sama hætta
á að mæður verði þungaðar með-
an þær hafa böm á brjósti, sem
leiðir aftur til þess að lífslíkur
hvítvoðungsins em meiri en ella.
Víða í löndum þriðja heims-
ins hafa mæður hætt að hafa böm
sín á bijósti. Kemur þar ekki síst
til að ýmis fjölþjóðleg fyrirtæki
sem ffamleiða þurrmjólk og
bamamat hafa haldið úti stöðug-
um áróðri
fýrir gildi framleiðsluvöru
sinnar á kostnað brjóstagjafarinn-
ar. Fremstur þar í flokki er auð-
hringurinn Nestlé sem hefúr verið
óþreytandi í áróðrinum fýrir þurr-
mjólk og fóðrað sjúkrahús og
heilsugæslustöðvar víða í löndum
þriðja heimsins ókeypis á ffam-
leiðsluvöru sinni.
Talið er víst að unnt sé að
draga verulega úr bamadauða
með jafn einfaldri aðferð og að fá
mæður til að gefa bömum sínum
brjóst. Reikna má með að allt að
10 miljónum tilfella vannæringar
og niðurgangs hjá bömum megi
rekja til þess að mæður hafi hætt
brjóstagjöf. Vitað er að í fátækari
löndum heims em tvisvar sinnum
meiri líkur á að pelaböm deyi en
böm sem höfð em á bijósti.
Einföld lausnvið
vessaþunð
Frá því árið 1949 hafa yfir
150 miljónir bama látist af vessa-
þurrð af völdum niðurgangs.
Þetta er snöggtum hærri tala en
samanlagt mannfall í heimsstyij-
öldunum báðum. Gera má ráð
fýrir að vessaþurrð verði daglega
10.000 bömum að aldurtila. Samt
sem áður er til ósköp einfold
lausn til að stemma stigu við
þessum vágesti. Salt og sykur-
lausn í vatni í réttum hlutfollum
er halbesta meðalið sem til er við
þessum bráðabana. Aðferðin hef-
ur svo sannarlega sannað gildi sitt
þar sem henni hefúr verið mark-
visst beitt, en talið er að lífi einn-
ar miljón bama sé bjargað árlega
með þessum hætti.
Mengað vatn iro-
spretta sjúkdóma
Um það bil 80 af hundraði
allra sjúkdóma er að rekja til
mengaðs drykkjarvatns. Víða um
lönd er drykkjarhæft vatn af
skomum skammti. Víðasthvar er
ástandið mun verra til sveita en í
borgum og bæjum. Með mark-
vissum aðgerðum víða um lönd
hefúr um 700 miljónum manna
sem ekki höfðu áður aðgang að
ómenguðu vatni verið séð fyrir
drykkjarvatni. Víða um lönd á þó
fólk enn ekki aðgang að drykkjar-
hæfu vatni.
-rk
Hlutfall íbúa I lönd-
um þriðja heimsins
sem aðgang eiga
að ómenguðu
drykkjarvatni 1970-
1985.
-Við hjá Rauða krossinum er-
um með í gangi tvö verkefni sem
sérstaklega eru miðuð við þarfir
bama. Bæði þessi verkefni em
fjármögnuð með íslenskum fjár-
munum en um framkvæmdina sjá
Rauða kross félögin í löndunum,
sagði Sigríður Guðmundsdóttir
hjúkmnarfræðingur, sem starfar
um þessar mundir hjá alþjóða-
deild Rauða kross lslands.
Sigríður hefúr unnið við
hjálparstarf í um það bil áratug.
Aðspurð sagði hún að á þessum
tíu ámm mætti sjá ýms dæmi þess
að tekist hefði að fækka dauðs-
föllum hjá bömum, en hún sagði
að sú barátta gengi seint.
-Aðalvandamálið er fáfræði
og fordómar. Þvi miður er það
svo að mæðmm í þróunarlöndun-
um er ekki kunnugt um að hægt er
á mjög einfaldan hátt að komast
hjá alls kyns sjúkdómum sem
leiða bömin til dauða. I þvi sam-
bandi er hægt að nefna niðurgang.
emm við með tvö verkefni þar
sem við fjármögnum. Fyrst er að
nefna verkefni sem fengið hefúr
nafnið Child alive, eins og það er
kallað á ensku, þar sem við styðj-
um 3.000 fjölskyldur í ákveðnu
héraði í Bangladesh. Rauði kross-
inn í Bangladesh sér um ffam-
kvæmd þessa verkefnis. Verkefh-
ið gengur fýrst og fremst út á
fræðslu um það hvemig koma
megi í veg fýrir niðurgang og
hvemig bregðast eigi við honum.
Þetta er hluti af enn stærra þróun-
arverkefni sem þama er í gangi,
sagði Sigríður.
Jafnffamt verkefni í Bangla-
desh fjármagnar Rauði kross Is-
lands verkefni í Mósambik í sam-
starfi við Rauða krossinn þar.
-Þetta samstarfsverkefni
snýst um aðstoð við götuböm þar
í landi. Þau koma frá sveitunum -
flýja til borganna vegna stríðs-
ástands sem ríkt hefúr í Mosam-
bik í mörg ár. Þessi böm lifa á
íslendingar með
tvö bamaverkefni
Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur: Fáfræðin og fordóm-
amir versti óvinur bamanna
Árlega er talið að um 7 miljónir
bama látist af niðurgangi. Enn
þann dag í dag er það útbreiddur
misskilningur hjá mæðmm víða í
heiminum að þegar böm fá niður-
gang þá eigi ekkert að gefa þeim
að borða eða drekka. Nú er unnið
að því markvisst að eyða þessum
fordómum og koma því inn hjá
mæðmnum að í stað þess að
svelta bömin eigi að gefa þeim að
borða og drekka auk þess sem þau
eiga að fá salt- eða sykumpp-
lausn. Flestir hafa aðgang bæði að
salti og sykri og það eina sem þarf
að gera er að gefa bömunum
hreint vatn með salti eða sykri í, á
þann hátt er hægt að koma í veg
fýrir ótímabæran dauða þessarar
bama, sagði Sigríður, og bætti við
að fáffæðin segði einnig til sín
hvað varðaði bólusetningar.
-Það hefur gengið misvel að
koma mæðmm bama í þróunar-
löndum í skilning um að hægt sé
að koma í veg fýrir marga sjúk-
dóma með bólusetningu. Það er
ekki skortur á bóluefni eða fólki
til að annast hana, heldur skortir
mikið á að koma mæðrum í skiln-
ingum um að bólusetning hafi
eitthvað að segja. Til þess að
koma þessari fræðslu á framfæri
hefúr verið gripið til ýmissa ráða
og get ég nefnt sem dæmi að þeg-
ar ég var í Súdan var ég viðstödd
leiksýningu sem Rauði krossinn
þar stóð að. Þessi leiksýning var
þannig uppbyggð að þeir sem
hana sáu skiidu alvöm þess að
láta bólusetja bömin sin, en þar
sem íbúar Súdan em múhameðs-
trúar, komu einungis karlmenn á
þessar leiksýningar en það var
séð til þess að konumar, sem vom
fyrir utan, heyrðu það sem fór
fram, því það em þær sem sjá um
bömin. Þetta dæmi sýnir að það
er ekki nóg að segja þessu fólki
hvað bólusetning getur gert, held-
ur verður að sýna því það með
áþreifanlegum hætti, sagði Sig-
ríður.
- íslendingar hafa gert ýmsi-
legt, sagði Sigríður þegar hún var
spurð um framlag Islendinga til
baráttunnar við bamadauða. -Um
þessar mundir er Rauði kross Is-
lands með átta starfsmenn á sín-
um vegum í þróunarlöndunum og
þar af em sjö hjúkmnafræðingar.
Þeir starfa bæði á sjúkrahúsum og
úti í sveitum, gegnum gangandi i
starfi þessa fólk sem við sendum
er ffæðsla, eins og reyndar allra
annarra sem vinna við þróunarað-
stoð. það má því segja að á þann
hátt sinnum við baráttunni gegn
bamadauða. Auk þess sem við er-
um með þessa starfsmenn á okkar
vegum við störf í þróunarlöndum,
betli og sofa á götum úti. Það er
verið að reyna að hjálpa þessum
bömum með því að koma þeim af
götimni. Við byrjum smátt og gef-
um þeim að borða fýrst til að
byija með, en með tlð og tírna
komum við þeim vonandi í skóla
þannig að þau geti séð um sig
sjálf. Ríkisstjóm íslands hefur
styrkt þetta verkefni með fimm
miljóna króna framlagi, sagði
Sigríður.
Hún sagði að þeir peningar
sem notaðir væm í þessi verkefni
kæmu að mestu leyti úr spilaköss-
um Rauða krossins víðsvegar um
land. Auk þessara verkefna hefur
Rauði krossinn svarað um tuttugu
aðstoðarbeiðnum erlendis frá
með fjárframlagi.
Að lokum nefndi Sigriður að
Rauði krossinn stæði fýrir um-
fangsmiklum fatasendingum til
þróunarlandanna.
-Þetta er góð aðstoð sem við
veitum og það er skemmtilegt
hvað það em margir einstaklingar
sem taka þátt í þessu. I raun er
það með ólíkindum hve mikið af
fotum við fáum, en þau em öll
mjög vel þegin, sagði Sigríður
Guðmundsdóttir hjá alþjóðadeild
Rauða kross Islands. -sg
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. september 1990
Föstudagur 28. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA15