Þjóðviljinn - 28.09.1990, Side 17

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Side 17
Sergej Paradsjanov lést ný- lega í Jerevan, höfuðborg Armen- íu. Eg var svo seinheppinn að skxifa um þennan fágæta mann og kvikmyndameistara einskonar eftinnæli tólf árum áður en hann dó. Eg var þá að setja saman bók um menn og vanda sem ég hafði kynnst á námsárunum í Moskvu og einn kaflinn var um Sergej. Hann hafði þá verið settur i fang- elsi ( sakargiftir voru hinar undar- legustu, ein var sú að hann væri hommi) og ég sá i blaði að hann hefði látist í fangabúðum. Hann átti ekki að sleppa Sem betur fór var þetta mis- skilningur og það tókst að fá Par- adsjanov leystan úr haldi. Vin- kona hans og aðdáandi, Lílja Brík, sem fyrir Iöngu hafði verið ástkona skáldsins Majakovskís, átti þar hlut að máli. Hún átti syst- ur og mág í Frakklandi, Elsu Trio- let og Louis Aragon, en Aragon var þekkt skáld og einn helsti menningarviti franskra kommún- ista. Og Aragon tók að sér að tala fyrir hönd alþjóðlegrar nefndar um að frelsa Paradsjanov úr haldi við Brézhnev sovétforseta. Bréz- hnev brást sæmilega við í þetta sinn, en það tók svo KGB, leyni- lögregluna, hvorki meira né minna en sex mánuði að komast að því, hvar Paradsjanov var nið- ur kominn, í hvaða fangelsi! Ástæðan var sú, að hann var „fangi með fyrirmælum“ - það er að segja, honum fylgdu fyrirmæli um að það ætti aldrei að sleppa honum lausum. Þegar hann væri búinn að afþlána einn dóm, átti að láta hann fá annan - fyrir hvað sem vera skyldi, fyrir óhlýðni, skapar í myndum sem lengi situr eftir, hvort sem við skildum betur eða verr söguna sem myndimar festu sig við. >7~* /» u‘— n7* J7‘ •>> V* £ 'SV—, ut , Upphaf bréfs með sjálfsmynd Sergejs. Örlátur maður I minningargrein um Sergej sem félagi hans Júrí íljenko skrif- aði segir m.a.: „Hann átti sér smitandi gáfú, gáfúna að sjá, meta og skapa fegurð. Hann hafði þann fágæta eiginleika að kunna að vekja til lífs hæfileika og sköp- unargáfú í öðrum. Hann stráði þrótti sínum af miklu örlæti yfir fleiri nemendur og eftirhermur en tölu verði á komið, öfúndarmenn og aðdáendur, hina útvöldu og hina útskúfúðu, yfír þá sem margt kunnu og yfir hina fáfróðu. Hann gaf þeim allt sem hann átti: hug- myndir, teppi, vín, myndir, sögu- þræði, ávexti og brauð - og varð þeim mun ríkari sem hann gaf meira. Þetta er vel að orði komist. Svo sannarlega var Sergej Parad- Verði moldin honum létt sem fiður fyrir að brjóta fangelsisreglur og guð má vita hvað. Handritin sem hurfu Æxlið illkynjaða sem varð Sergej að bana stöðvaði í annað skipti tökur myndar sem hann hafði unnið að og átti að heita „Játning". í fyrra skiptið var gerð myndarinnar hætt að skipan þá- verandi flokksformanns í Ukra- ínu. Valdhafamir léku Sergej grátt hvað eftir annað: þegar hann var handtekinn í síðara skiptið hurfú til að mynda ein sautján kvik- myndahandrit sem hann hafði til- búin. Óteljandi vom þær hug- myndir sem byltu sér í huga hans á fangelsisárununum og aldrei komust á blað eða filmu. Við fá- um heldur aldrei að sjá kvikmynd sem Sergej ætlaði sér að gera um Sturlungu þeirra Rússa, „Kviðuna um ígor kóng“, herfor hans gegn herskárri sléttuþjóð á 13. öld. En honum tókst samt að gera nokkrar kvikmyndir síðustu árin sem hann lifði. Eina sáum við á listahátíð: hún var byggð á einni þeirra sagna sem flækjast á milli þjóð- anna i Kákasus og hver segir hana með sínum hætti. Hún minnti okkur með glæsilegum hætti á það, að Paradjasnov sá „dásemd- ina í ásýnd hlutanna“ af meiri krafti, magnaðri ástríðu en aðrir menn. Okkur var boðið til skáld- sjanov lifandi maður og örlátur. Ög ég skammast mín enn fyrir það, að einu sinni þegar Sergej kom heim til okkar í Moskvu og sá þar danska kertastjaka úr tré sem honum þóttu fallegir í form- inu, þá tímdi ég ekki að gefa hon- um nema tvo af fjórum sem ég átti. Ég þekkti heldur ekki glæsi- lega siði Armena (Paradjsanov var amk hálfúr Armeni) og Grú- síumanna, sem aldrei heyra svo gest hrósa einhveijum hlut í sínu húsi, að þeir gefi honum ekki gripinn. Við hittumst í lestinni Það var algjör tilviljun að fúndum okkar Paradjsanovs bar saman í næturlestinni á leið til Kijev vorið 1961. Við Lena vorum að fara í fjöl- skylduheimsókn og þá lenti með okkur í klefa lítill maður og glað- beittur með fjörleg augu og kol- svart skegg og fullur af smitandi velvild og forvitni og strax búinn að komast að því hver er hvað: Island já, einhvemtíma fékk ég bréf þaðan, það var út af hjarð- mönnum í mynd sem ég bjó til, heyrðu er ekki allt íúllt af sauða- þjófum á Islandi? Ég á íslenska duggarapeysu, helvíti góða peysu sem allir öfunda mig af, hún fer líka svo vel við Að Sergej Paradsjanov látnum skeggið. Þú ættir að safna skeggi, kragaskeggi eins og norskur skip- pari, það færi vel við skallann. Segðu mér ffá íslenskri náttúru, hefúr nokkuð verið kvikmyndað hjá ykkur svo heitið geti? Ég ætti að fara til íslands að filma. Það er miklu meira gaman að fara til lands eins og Islands sem maður getur uppgötvað fyrir sjálfan sig og aðra en til Frakklands til dæm- is sem allir djöflar hafa plægt þvers og kruss. Já, ég þarf að fara til Islands eða þá Páskaeyjunnar. Kenndu mér nokkur íslensk kven- mannsnöfn. Þegar ég rifja upp þetta sam- tal þá man ég að Paradsjanof átti reyndar að koma hingað á síðustu kvikmyndahátíð, en var orðinn of veikur til að leggja í langa ferð. Ég deili öllu meö ykkur Nema hvað: áður en lestin kæmi til Kænugarðs vissum við allt um Paradsjanov, meira að segja um flókin hjúskaparmál hans og yfirvofandi skilnað og deilur út af forræði yfir syni hans. Og hann vissi að skötuhjúin ferðafélagar hans áttu von á erf- ingja og tók að sér að gerast guð- faðir hans með öllum vemdar- skyldum sem hefðin býður. Skömmu síðar skrifaði hann mér Mér þykir mjög vænt um ykk- ur og mér leiðist án ykkar. Þögn mín til þessa er sú prófraun sem nauðsynleg er til að ég sannfærist um að þið séuð vinir mínir um alla framtíð og að ég sendi ykkur um ljósvakann á hveijum degi þúsund hugsanir og deili með ykkur öllu sem fýrir mig kem- ur“.... Nú er ekki nema um tvennt að ræða: annaðhvort telur þú svona tal marklausa tilgerð og skilur ekkert í þessum mglaða kvik- myndara, þótt hann svo væri þeg- ar orðinn frægur fyrir kvik- myndaljóðið „Skuggar gleymdra forfeðra“. Eða þú trúir því að eld- sálir geti verið til og gerir ráð fyr- ir þeim og hrósar happi yfir því að hvunndagsleikinn hefúr beðið eftirminnilegan ósigur: nú er sunnudagur vináttunnar. Paradsjanov kom stundum i heimsókn og einu sinni bauð hann á prufusýningu á mynd sem hann hafði nýlokið við. Það voru sárafáir í salnum og ég áttaði mig ekki fyrr en siðar á því að þetta var sérsýning fýrir sjálfa ritskoð- unina, fyrir þá sem gáfu út sýn- ingarleyfi. Sergej var ekkert hrif- inn af þessu verki sínu, þetta er svona „milliverk“ sagði hann, myndin var byggð á ferli þekktrar ópemsöngkonu ffá Úkraínu, lýsti æsku hennar og uppvexti. En út- smogin hugkvæmni hans leyndi sér ekki í ýmsu smáskrýtnu í út- færslu hugmyndanna, enn og aft- ur vomm við minnt á að Sergej gat hvað sem var. Svo bauð hann okkur og tveim aðstoðarmönnum til veislu í kákasísku veitingahúsi, þar sátum við og hlustuðum á armenskar gátur: Útvarp Jerivan spyr: Er hægt að lifa við sósíal- isma án þess að gera nokkum skapaðan hlut?... Aö vinna úr þjáningum Ég fékk fáeinar orðsendingar frá Sergej eftir að heim til íslands var komið. En það var víst árið 1973 sem hann var settur í fang- elsi og það bárast fféttir milli manna af því að hann ætti þar illa vist. Einhveiju sinni var hann svo óheppinn að háttsettur embættis- maður heilsaði honum með virkt- um og þjófamir í fangabúðunum héldu þá, að hann væri bara þykj- astfangi og væri að safna efni um þá, og hefndu sín á honum með því að láta hann standa í ísköldu vatni heila nótt: Hann fékk lungnabólgu sem aldrei læknaðist alminnilega. En hann bar sig oft- ast vel. Allir hafa þörf fyrir að sjá einhveija glóm í því sem yfir þá gengur og stundum fannst Sergej það nauðsynleg lífsreynsla að hafa setið í fangabúðum. Hann sagði til dæmis við vin sinn og starfsbróður Andrej Tarkovskíj: „Þú ættir að sita a.m.k. tvö ár inni til að verða mikill listamaður í raun. Án slíkrar reynslu geturðu ekki orðið mikill rússneskur kvik- myndastjóri." Og nú er hann allur, þessi ör- láti og göfúgi maður, og nú er ekki annað eftir en ítreka þau kveðjuorð sem honum vora send í bókarkomi fyrir tólf áram: Megi moldin verða honum létt sem fið- ur. HELGARPISTILL bréf sem byijar svona: _ Mínir kæra og Bergmann elskuðu Bergmannar! Arni Föstudagur 28. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.