Þjóðviljinn - 26.10.1990, Page 4

Þjóðviljinn - 26.10.1990, Page 4
Sjóslvs Trillusjó- manni bjargað Valgeiri Sigurðssyni trillusjó- manni frá Djúpavogi var bjarg- að úr Papey um hálf-tvöleytið í gær, en hans hafði verið saknað síðan á miðvikudag. Trilla Valgeirs steytti á skeri skammt fyrir utan Papey og sökk, en honum tókst að komast um borð í gúmbjörgunarbát. Eftir að Valgeir komst að landi í Papey hafðist hann við í húsi í eynni og var að laga sér kaffi þegar björg- unarmenn fundu hann. Hann var við góða heilsu, en hafði brunasár eftir neyðarblys sem hann hafði reynt að tendra í björgunarbátn- um. Ekki er vitað um tildrög slyss- ins, en Valgeiri er bannað að tala við íjölmiðla þar til sjópróf hefúr 'farið fram. -hmp Landbúnaður Innflutningur hækkar matarreikn- inginn Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra sagði í gær á opnum fundi bændasamtak- anna um GATT-málefni, að frjáls innflutningur búvara á næstu árum mundi senniiegast hækka en ekki lækka matar- reikninga landsmanna. Steingrimur benti því til sönn- unar á spár manna um 20-30% hækkun heimsmarkaðsverðs bú- vara ef niðurgreiðslum og útflutn- ingsbótum verður hætt í áföngum á alþjóðamarkaði, eins og margar þjóðir kreíjast. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagðist telja að Islendingar yrðu að fara að flytja inn jógúrt og aðrar unnar mjólk- urvörur, en beita jöfnunargjöldum til að vemda innlenda fram- leiðslu. ÓHT Iðnnemasambandið Iðnnemar með verkfallsrétt Með afnámi laga um iðnfræðslu og upptöku laga um framhalds- skóla hafa iðnnemar skyndiiega öðlast verkfallsrétt, að áliti lög- fræðinga sem stjórn Iðnnema- sambands íslands hefur leitað til. A morgun hefst 48. þing Iðn- nemasambandsins á Holiday Inn. Yfirskrift þingsins verður „Iðn- nemar með verkfallsrétt. Á þing- inu verður fjailað um þessa nýju stöðu og mótaðar tillögur um hvemig iðnnemar geti nýtt sér verkfallsréttinn til að tryggja sem best hagsmuni sína. Krafan um verkfallsrétt er jafn gömul og Ið- nemasamband lslands, en það var stofnað árið 1944. Meðal annarra mála sem fjall- að verður um eru iðnffæðslumál, félagsmál iðnnema og kjaramál. Þinginu lýkur á sunnudag. Sáf Frysting í viðskiptum á tímum þíðu egar leiðtogafundurinn var haldinn í Reykjavík árið 1986, óraði fáa fyrir þeim miklu þjóðfélagsbreytingum sem síð- an hafa átt sér stað í Sovétríkj- unum. Heimsbyggðin hefur staðið á öndinni undanfarið ár, og stórfréttirnar úr austurvegi eru orðnar svo margar, að fólk er nánast orðið ónæmt fyrir þeim. Flestir eru sjálfsagt sam- mála um að slökun alræðis- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna á þegnum iands- ins og nágrönnum sínum sé já- kvæð þróun. En nú kemur í Ijós að sú jákvæða þróun kemur niður á viðskiptum við Islend- inga. Reynsla íslenskra fiskútflytj- enda af viðskiptum við Sovétríkin er frekar góð og Sovétmenn hafa haft það orð á sér að standa við gerða samninga. Stjómmála- ástandið í Sovétríkjunum hefur hins vegar ekki verið eins ótryggt og nú, síðan í byltingunni 1917 og árunum þar á eftir. Umbætur Gorbatsjovs hafa bæði styrkt hann og veikt, og svo gæti farið að þær leiddu á endanum til al- gerrar upplausnar í landinu. En hvort sem þannig fer eða ekki er ljóst að miklar breytingar eru framundan í viðskiptum Sovét- manna við önnur ríki. í fyrsta lagi verða ekki lengur gerðir víðtækir viðskiptasamningar við ríkið sjálft og í öðru lagi munu vöru- skiptasamningar sennilega líða með öllu undir lok. Stór markaður í húfi íslendingar verða því að bregðast skjótt við þessari þróun. Frystiiðnaðurinn stendur betur að vígi en síldarverkendur, vegna þess að eftirspum eftir frystum og ferskum fiski er mikill annars staðar. Síldarmarkaðurinn er mun duttlungafyllri og erfiðari viður- eignar. Gunnar Jóakimsson við- skiptafræðingur hjá Síldarútvegs- nefnd segir sovéska markaðinn mjög stóran og miklu stærri en sala Islendinga undanfarin ár gefi til kynna, hún væri bara brot af því sem markaðurinn gæti tekið við. Töluvert stór markaður væri innan Efnahagsbandalagsins fýrir alls konar síld, sérstaklega í Þýskalandi. Þar væri hins vegar mikið framboð á síld úr Norður- sjónum, sem kæmi mest frá Dan- mörku inn í bandalagsríkin. Engu að siður sagði Gunnar þennan markað geta tekið við meiri síld, en það sem hefði gert Islendingum erfitt fýrir í þeim efnum í mörg ár, væru mjög háir tollar í Evrópubandalaginu á salt- aða síld. Þessir tollar væru á bil- inu 12-20%, sem væru mun hærri tollar en lagðir væru á aðrar sjáv- arafúrðir. Þó dregið sé úr veiðum á síid í Norðursjó um þessar mundir vegna ofveiði, sagði Gunnar það magn sem kæmi þaðan svo mikið að ómögulegt væri að segja til um hvort sá samdráttur liðkaði til fýr- ir Islendinga í Evrópu. Samkvæmt þeim samningi sem gerður hafði verið við Sovét- menn, áttu þeir eftir að taka á móti 50 þúsund tonnum, að verð- mæti 350 milljónir króna. Þegar skeyti þeirra um stöðvun samn- ingsins barst, hættu menn um- svifalaust að salta. Gunnar sagði menn nú bíða viðbragða ffá Sovétmönnum við skeyti sem Síldarútvegsnefnd sendi í fýrra- dag, þar sem óskað var ffekari viðræðna. Áfall í atvinnulífi Hvort sem Sovétmenn ganga til frekari viðræðna eða ekki, er stoppið sem komið er í söltunina mjög alvarlegt fýrir atvinnulífið í landinu. Á þessum árstíma miðast atvinna í fiskvinnslu nær öll við síldarsöltun í byggðarlögum á Austfjörðum og Suðurlandi. Síld- in hefur fyllt upp í dauðan tíma fram að vetrarvertíð. Fyrir utan tekjutap fýrirtækjanna verða hundruð einstaklinga af tekjum sem þeir höföu stólað á, og marg- ir hafa enga aðra vinnu að hverfa til. Bjöm Grétar Sveinsson for- maður Verkalýðsfélagsins Jökuls í BRENNIDEPLI Sovéski markaðurinn hefur verið sá lang- mikilvægasti Jyrir saltaða síld. Gunnar Jóakimsson við- skiptafrœðingur segir markað vera fyrir hendi innan Evrópu- bandalagsins, en hann sé hins vegar verndaður með 12-20% tollum á Höfn í Homafirði segir að þar hafi verið reknar tvær stórar sölt- unarstöðvar, sem útvegað hafi á annað hundrað manns vinnu. Hann þyrði ekki að hugsa þá hugsun til enda ef allt færi á versta veg. Á Höfn heföi verið saltað í mörg þúsund tunnur á hverju ári og því alltaf verið treyst að Sovétmenn stæðu við gerða samninga. Ofl hefði verið saltað meira en samningar gerðu ráð fýr- ir í trausti þess að Sovétmenn keyptu meira. Það heföi því kom- ið mönnum í opna skjöldu þegar Sovétmenn tilkynntu að þeir gætu ekki staðið við samninginn. Akall til ráða- manna Bjöm Grétar sagði síldarsölt- unina hafa komið í veg fýrir at- vinnuleysi á haustin á Höfh. Mál- ið væri þess vegna það alvarlegt að það yrði að koma til kasta manna á efstu stöðum i stjómmál- um. Málið yrði greinilega ekki leyst eftir viðskiptalegum leiðum Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, lýsti þeirri skoðun sinni í forsíðufrétt Þjóðviljans í gær, að rikisstjóm og Seðlabanki ættu að lána Sovétmönnum fýrir síldinni. í þessari tillögu felst mikið traust á skilvísi Sovét- manna og byggir Finnbogi það á áreiðanleika viðskiptasamninga Sovétríkjanna við Island í áratuga sögu þeirra. Finnbogi bendir einnig á að gjaldeyristekjur af saltaðri síld séu fimrn sinnum meiri en af bræddri síld. Fyrir brædda síld fást 5-6 krónur á kílóið, en um 30 krónur fýrir salt- aða. Með hliðsjón af því sem sagt var hér að framan, er hins vegar ekki öruggt að þessir áreiðanlegu aðilar verði hinum megin borðs þegar kemur að því að gera upp reikningana. Tilvist sovéska ríkis- ins sjálfs er ekki trygg. Þjóðvilj- inn spurði Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hvort til greina kæmi að ríkið lánaði Sovétmönn- um. „Þetta er mál fýrir bankana. Rikissjóður fer ekki að taka ríkis- ábyrgð á Sovétríkjunum,“ sagði Ólafúr Ragnar. Það væri ekki eðlilegt að veita ríkisábyrgð á viðskipti af þessu tagi við önnur ríki. Enn er ekki vitað hvort hægt verður að semja við Sovétmenn um aðrar greiðslur fýrir síldina en samið var um. Gunnar Jóakims- son sagði það ekki skýrast fyrr en málin heföu verið rædd betur. Á meðan geta menn ekki gert annað en beðið og vonað að þessi árlegi happdrættisvinningur komi eins og venjulega. -hmp/hágé 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.