Þjóðviljinn - 26.10.1990, Síða 17
Þegar
íþróttastjarna
er alveg
búin að vera...
Þegar íþróttastjörnur eru hættar að
vinna frækilega sigra fyrirföðurlandið
eða firmað sem rekur þær í auglýs-
ingaskyni, þá finnst mörgum sem
þeir hafi alla fótfestu misst í tilver-
unni. Margir verða að enn einu „fé-
lagslega vandamálinu".
í samantekt í Spiegel um þessi efhi seg-
ir fyrst frá hollenskum atvinnumanni í hjól-
reiðum. Hann var handtekinn fyrir að geys-
ast um á miklum steypubíl sem hann hafði
stolið, og á fögreglustöðinni játaði hann á
sig slatta af innbrotum um leið. Maður
þessi, Johan van der Velde, afsakaði sig
með því, að hann hefði fundið hjá sér þörf
fyrir spennu og áhættu og ævintýri sem
ekki fékk útrás eftir að hann gat ekiki leng-
ur keppt með árangri.
Hægur leikur er að tína saman ótal hlið-
stæðar sögur. Þegar ferli íþróttastjömu er
lokið, reynist þetta frægðarfólk furðu
hjálparvana og úti að aka í heiminum. Fer
hér margt saman: Iþróttamenn hafa oft ekki
þurft að hugsa hið minnsta um venjulega
praktíska hluti, sem skella svo á þeim með
miklum þunga um leið og
vemdinni lýkur. Um leið og sá frægð-
arljómi sem hélt þeim á floti er ekki lengur
til staðar. Hver man sigurvegarann frá því í
gær?
Hvar skal nú snjórinn
frá liðnum vetri?
Það tekst ekki einu sinni lengur að
byrja nýtt líf með því t.d. að selja íþrótta-
vaming. Enginn fer að kaupa neitt af þér út
á það að einu sinni varst þú manna fljótast-
ur að hlaupa, segir afdankaður þýskur
spretthlaupari.
Afleiðingin er svo sú, að allt að því
helmingur íþróttagarpa á við verulega að-
lögunarerfiðleika að striða. Og kemur það,
Van der Velde á mektardögum sfnum: Ég vildi áfram fútt í tilveruna...
sem fyrr segir, m.a. ffarn í því, að furðu
margir lenda í kasti við lögin fyrir líkams-
meiðingar, innbrot, citurlyfjastúss og fleira
því Hkt. Og harðnandi samkeppni gerir líf-
ið jafnt og þétt enn erfiðara fyrir þá sem
heltast úr lestinni á hinni löngu göngu til
gullverðlaunanna.
í meöferö
Hollendingar, sem em mjög félagslega
sinnaðir, hafa bmgðist við þessum vanda
með því að skipuleggja félagslega og sál-
fræðilega aðstoð fyrir þá íþróttamenn sem
komast ekki alminnilega niður á jörðina.
Þjóðveijar og fleiri era nú að kynna sér ár-
angurinn og hvort þeir eigi að fara að hol-
lenskri fyrirmynd. Og sannast hér enn, að
margur er lífsháskinn og að seint mtm
skortur verða á félagslegum vandamálum.
áb byggði á Spiegel
NUERAÐ HITTAA
Efþú hittirfœrðu milljónir
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
SAMEINAÐA/SÍA