Þjóðviljinn - 21.12.1990, Side 4

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Side 4
„Umbótamennirnir horfnir“ Afsögn Shevardnadze leiðir athygli að vaxandi áhrifum íhaldsafla og rússneskra þjóðernissinna, sem einbeita sér gegn lýðrœði og sjálfstæðisviðleitni lýðvelda Einræðið er í sókn. Umbóta- mennirnir eru horfnir af sviðinu. Enginn veit hvers kyns það einræði verður, sem gengur í garð eða hver verður einræð- isherra. Ég segi af mér.“ Þannig fórust Eduard She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétrikjanna í rúm fimm ár og einum nánasta samstarfsmanni Gorbatsjovs forseta frá því að hann kom til valda, orð í ræðu í gær á þjóðfulltrúaþingi. Sakaður um ólæsi Hann var hrærður er hann flutti ræðuna og stundum skjálf- raddaður. Þingheimur hlustaði í þögn, að því er virtist fúrðu iost- inn, en Shevardnadze var ákaft hylltur er hann lauk máli sínu. Hann sagðist hafa séð sig til- neyddan að segja af sér vegna samtaka árása afturhaldssinna gegn sér sem utanrikisráðherra. „Sömu mennimir og nú mæla gegn mér sökuðu mig áður um einhliða undanlátssemi, ónytj- ungsskap, ólæsi. En enginn ein- asti þingmaður, ekki heldur þing- forseti, stóð upp til að segja að svona hegðun væri ekki samboð- in siðmenntuðu ríki,“ sagði She- vardnadze ennífemur. Hann sakaði andstæðinga sína um persónulegar móðganir og beinar ofsóknir. Um andstæðinga sína sagði hann ennfremur að of vægt væri að orði kveðið að kalla þá íhaldsmenn. Þeir væra sann- kallað afturhald. Svarti ofurstinn Að sögn fféttastofúnnar Inter- fax minntist Shevardnadze, er hann íjallaði um andstæðinga sína, sérstaklega á menn með „of- urstaaxlaskúfa“. Ekki er talið efa- mál að þá sneið hafi átt þeir Vík- tor Alksnis (sem margir kalla „svarta ofurstann“) og Níkolaj Petrashenko, báðir ofurstar og forkólfar íhaldssamra stjómmála- samtaka, sem nefnast Soyuz og munu njóta mikils fylgis. Við- brögð við afsögn Shevardnadzes benda til þess að hún hafi komið flestum mjög á óvart, innan Sov- étríkjanna sem utan. En Ijóst er af ummælum hans að afsögnin er tilkomin af vaxandi hörku frá „hægri“ í pólitisku andrúmslofti Sovétrikjanna. Undanfarið hafa sést merki þess að í myndun sé einskonar samfylking herforingja, íhalds- manna í kommúnistaflokknum og rússneskra þjóðemissinna sem beina spjótum gegn stjóm Gor- batsjovs, róttækum og frjálslynd- um öflum og þó einkum gegn sjálfstjómar- og sjálfstæðissinn- um lýðveldanna, sem Sovétríkin samanstanda af. Þetta bandalag virðist vera að setja Gorbatsjov þá úrslitakosti, að annaðhvort láti hann og stjóm hans af völdum eða innleiði harðstjóm kommún- istafiokksins á ný. Sérstaka áherslu leggja aðilar þessir á að sjálfstæðisviðleitni lýðveldanna verði bæld niður. Ríkirslen íRússa her Við þessu mátti búast. Stjóm Gorbatsjovs hefur hleypt af stað umskiptum, sem eiga sér enga hliðstæðu í sögu Rússaveld- is/Sovétríkjanna eða neitt nálægt því. í fyrsta sinn í sögunni er risa- veldi þetta Iýðræðisríki. Jafn- framt hafa Sovétríkin látið gott Shevardnadze (t.v., hér með Kohl og Gorbatsjov) var hægri hönd Gor- batsjovs I utanríkismálum og átti flestum öðrum einstaklingum meiri þátt í að sætta austur- og vesturblökk, en þau umskipti í sögunni gerðu sam- einingu Þýskalands mögulega. heita að áhrifasvæði þeirra í Aust- ur-Evrópu gekk þeim úr greipum á nokkram mánuðum. Þesskonar áfollum era stórveldi ekki vön að taka með jafnaðargeði. Stjóm Gorbatsjovs hefúr gert ráðstafanir til fækkunar í hemum, til samdráttar hergagnaiðnaðar og gert samninga við Vesturlönd um stórfellda afvopnun. Við það hef- ur vaknað ótti herforingja, sérrétt- indastéttar meðan allt var með gamla laginu, við að þeir færist neðar í samfélagsþrepin. Sama er að segja um áhrifamenn í her- gagnaiðnaðinum, sem þar er voldugur ekki síður en í Banda- ríkjunum, þótt kerfin séu ólík. Undanhaldið ffá Austur-Evr- ópu, fyrirlitning og hatur sem íbú- ar þar og í sovétlýðveldum sýna hemum, versnandi kjör óbreyttra liðsmanna vegna bágindanna í efnahagsmálum, skynjun þess að Sovétríkin séu á niðurleið sem stórveldi, allt þetta hefúr leitt til þess að svo er komið, eins og skáldið sagði, að það „ríkir slen í Rússa her“. Liðhlaupum fjölgar, herforingjar óttast óhlýðni her- manna af öðrum þjóðemum en því rússneska, í Austur-Þýska- landi snapa sovésku hermennimir á sorphaugum. Herinn næstum eina sameiningaraflið Þetta leiðir til þess að herfor- ingjamir era famir að verða hræddir um að herinn sé að leys- ast upp. Ljóst má vera að miklar líkur era á að svo fari um Sovét- ríkin sjálf. Ríki þessu miklu og sundurleitu hefúr alltaf verið haldið saman með valdi, og þegar mörgum og ólíkum þjóðum þess í fyrsta sinn í sögunni bjóðast telj- andi valkostir er ekki nema eðli- legt að þær vilji fara eigin leiðir, því ffemur sem margar þeiiTa, burtséð ffá þjóðemishyggju, þykjast sjá fram á að þeim vegni betur í efnahagsmálum sjálfstæð- um en sem fylkjum í Sovétríkjun- um. r A kommúnistaflokknum, al- ráðum ríkisflokki ffá stofhn Sov- étríkjanna, er nú mikið los, og helst þeirra tengsla, sem halda Sovétríkjunum enn saman, era að öllum líkindum herinn og sú gamalkunna stofhun KGB. Nú vilja mörg lýðveldanna taka ör- yggismál sín í eigin hendur, og ljóst má vera að þróun í þá átt myndi hraða upplausn hersins. Fækkar í kringum Gorbatsjov Við óttann við missi valda og forréttinda bætist sært rússneskt þjóðarstolt; í augum Rússa hafa Rússland og Sovétríkin alltaf ver- ið nokkumveginn eitt og hið sama. Það þjóðarstolt hefúr tekið við sér við minnkandi áhrif Sov- étríkjanna í heimsmálum, „rnissi" Austur-Evrópu og síðast en ekki síst líkumar á því að rússneska risaveldið leysist upp í þjóðríki. Enn er þess að geta að í mörgum Rússum situr rótgróin tortryggni í garð Vesturlanda, rússneskur söguarfur ræktaður allt frá mið- öldum sem magnaðist við kalda stríðið. Þeir era því áreiðanlega margir þar, sem telja sáttastefnu Gorbatsjovsstjómar gagnvart Vesturlöndum ábyrgðarlausa undanlátssemi er gangi landráð- um næst. Afsögn Shevardnadzes hefði ef til vill ekki þurft að koma svo mjög á óvart að því athuguðu að hann er ekki sá fyrsti í innsta hringnum kringum Gorbatsjov, sem orðið hefur að þoka fyrir sókn herforingja og íhaldsmanna. Vadím Bakatín, innanríkisráð- herra og fijálslyndur, lét af emb- ætti fyrir skömmu og við tók „hægrisinninn“ Borís Pugo. Al- eksandr Jokovlev, talinn einn helstu höfunda perestrojku og einnig áhrifamaður um utanríkis- mál, er ekki heldur lengur meðal helstu ráðamanna. Ljúfmannlegur en fastur fyrir Shevardnadze var hægri hönd Gorbatsjovs við mótun nýrrar utanríkisstefnu, sem leiddi til mestu umskipta í alþjóðastjórnmálum á síðari hluta aldarinnar Allar horfur eru nú á því að Eduard Shevardnadze sé að hverfa úr hópi æðstu manna Sovétríkjanna. Þar hefur hann verið í rúm fimm ár og á þeim tíma einnig einn atkvæðamestu manna í heimsstjórnmálum. Hann var hægri hönd Gorbat- sjovs Sovétríkjaforseta við mótun nýrrar utanríkisstefnu, sem leiddi til sátta við Vesturlönd, hvarfs jámtjaldsins er skipt hafði Evrópu í tvær fjandsamlegar blakkir frá lokum heimsstyijaldarinnar síðari og endursameiningar Þýskalands. Þessi nýja stefna þeirra félaga leiddi og til sátta Sovétríkjanna og KJna. Maður Gorbatsjovstímans Þessi ljúfmannlegi, kurteisi og einkar geðfelldi Georgíumað- ur var frá því að Gorbatsjov kom til valda einn af mönnunum í innsta hringnum kringum hann. Þeirra stíll er fágaður og opinn, gerólíkur hrjúfú og lokuðu yfir- bragði manna Brezhnevstímans. Eduard Amvrosíevitsj She- vardnadze er 62 ára að aldri, fæddur 1928 í Mamati, smáborg sunnanvert í Georgíu. Hann vann sig upp í gegnum kommúnista- flokkinn, varð leiðtogi æskulýðs- samtaka hans í Georgíu 1947 og var leiðtogi georgísku fiokks- deildarinnar 1972- 85 og þar með helsli valdhafi lýðveldisins í raun. Á þeim árum gat hann sér góðan orðstír með því að beita sér kappsamlega gegn spillingu, sem þar var landlæg frá fomu fari samkvæmt vesturasískum hefð- um, mútum, braski, fjárkúgunum og öðra álíka. Þeir Gorbatsjov, sem er þremur áram yngri, vora þá grannar að kalla. Gorbatsjov fæddist og ólst upp í Stavropol- umdæmi, grannsvæði Georgíu norðan Kákasusfjalla, og vann sig þar upp í flokknum á sama hátt og hinn. Áreiðanlega hafa þeir vitað vel hvor af öðram og það leitt til samstarfs þeirra síðar. Vinur Bakers og Genschers Fáum mánuðum eftir að Gor- batsjov varð húsbóndi í Kreml gerði hann Shevardnadze að utan- ríkisráðherra. Þar sem þá síðar- nefndi hafði þá nánast enga reynslu af utanríkismálum héldu margir að þetta benti til þess að Gorbatsjov ætlaði sjálfur að sjá um utanríkismálin að mestu og hefði skipað Shevardnadze í þetta háa embætti aðallega til að afla sér vinsælda í ættlandi hans. En Shevardnadze var eldfijót- ur að setja sig inn í utanríkismálin og jafnt heimafyrir sem erlendis varð mönnum fijótlega ljóst að hann fór ekki með þau aðeins að formi til. Vestrænir viðsemjendur Shevardnadze - höfum lært að tala við aðrar þjóðir. hans komust fljótlega að raun um að hann hafði auk ljúfmennsku og fágunar til að bera festu og lagni. Hann ávann sér virðingu á al- þjóðavettvangi og komst í góð persónuleg sambönd (vináttu eins og sumir orða það) við áhrifa- mestu starfsbræður sína á Vestur- löndum, ekki síst þá Hans-Diet- rich Genscher hinn þýska og Jam- es Baker í Bandaríkjunum. Þess- konar tengsli vora alveg ný í sam- skiptum stjómmálamanna austur- og vesturblakkar. Sefaöi eigin reiði og landa sinna og þjóðrembu og má vera að þeir hafi hom í síðu hans vegna þess að hann er Georg- íumaður, auk annars. Af sov- éskum stjómmálamönnum Gorbatsjovstímans, sem ekki era Rússar eða Slavar, var hann háttsettastur og beitti áhrifúm sínum til að reyna að draga úr átökum milli þjóða, einkum í föðurlandi sínu. Honum er þakkað að lægja tókst öldumar í Georgíu eftir að hermenn drápu 20 manns úr hópi kröfufúndarfólks í Tíflis í apríl í fyrra. Hann reiddist mjög við þann hömlulausa hrottaskap, er herinn sýndi af sér við það tækifæri, og sagt er að Gor- batsjov hafi þá með naumindum tekist að koma í veg fyrir að hann segði af sér í mótmælaskyni. Þá sagði hann við landa sína, er hann reyndi að sefa reiði þeirra: „Nú höfúm við (Sovét- menn) lært að tala við aðrar þjóð- ir. Nú verðum við að læra að tala saman innbyrðis.“ Georgíumenn, sem þegar hafa lýst því yfir að þeir steftii að skilnaði við Sovétríkin, verða varla ófúsari til þess eftir að landi þeirra er úr leik í Kreml. Shevardnadze hefur upplýst að hann stundi býflugna- og vín- viðarrækt í frístundum. Hann á tvö böm, dóttur sem er dagskrárstjóri við sjónvarp og son sem vinnur að vísinda- rannsóknum. Dagur Þorieifsson Meðal andstæðinga She- vardnadze gætir veralega rússneskrar þjóðemishyggju 4.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.