Þjóðviljinn - 21.12.1990, Side 7

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Side 7
Að spila á spil framyfir miðnætti á laugardagsnótt var talið óheillamerki. Þegar svo var eitt sinn gert í sam- kvæmi rússneskra liðsforingja á Álandi kom í mannfagnaðinn gestur, sem ekki þurfti á þessa heims hljóm- sveit að halda til að láta dansinn duna fiindur þeirra sá fyrsti. Einhveijir sögðu svo frá löngu eftir þetta að þegar Hammarlandsklerkur kom hefði ókunni gestur verið með öllu laus við einkennisbúning og tignargráður ffá Rússakeisara, en verið svartur allur orðinn og loð- inn með undarlega útvexti á höfði og fótum. Fyrst í stað lét gestur sér hvergi bregða við lestur klerks og virtist jafhvel heldur magnast, en eftir drykklanga stund tók af honum að draga. Var þá og ekki lengur leikið fyrir dansi. Gaut gestur á klerk ásökunaraugum með ergelsissvip, og eftir lestur enn um hrið missti hann prests- konuna á gólfið. Hlupu menn til, báru hana afsíðis og dreyptu á hana vatni og vodka. Kom hún þá til meðvitundar. Áffam hélt klerkur lestrinum og brá nú svo við gesturinn óboðni var tekinn að skreppa saman, eða ekki sáu menn betur. Minnkaði hann hraðar og hraðar og varð að lokum svo örsmár að vart mátti auga á honum festa. Sýndist sumum að hann væri orðinn að flugu. Leitaði hann nú útgöngu, en dyr allar á salnum voru lokaðar. Kom þar að hann smaug út um skráargatið á úti- dyrahurðinni. Klerkur veitti hon- um eftirfor og aðrir fylgdu á eft- ir. Sáu þeir það síðast til hins óboðna gests að hann flaug eins og kólfi væri skotið upp á lágan mel þar nálægt. Heitir þar síðan Djavulsberget. Ekki hefur gests þessa síðan orðið vart á Álandi í þeirri mynd er hann birtist þessa nótt við Bo- marsund. Prestskonan í Sundi jafhaði sig en sótti eftir það ekki á dansleiki. Prestur maður henn- ar varð og eftir þetta ekki áfjáðari í spil en gekk og gerðist. Skömmu eftir atburði þessa braust út Krímstríðið milli Rússa annarsvegar og Breta, Frakka, Tyrkja og Sardiníumanna hins- vegar. 1854 komu Bretar og Frakkar á flota miklum inn á Eystrasalt og smeygðu sér milli eyja inn á lægið við Bomarsund. Var byggingu virkisins þá enn ekki lokið og vopnabúnaður þess enn takmarkaður. Lið var sett á land og virkið sótt af sjó og landi. Kom þar að rússneska setuliðið sá sitt óvænna og gafst upp. Bretar og Frakkar sprengdu virkið í mél og mask og er það síðan rústir einar. Rússar biðu ósigur í Krím- stríði og voru eftir það ekki leng- ur ffemstir meðal meginlands- stórvelda álfunnar. Þegar friður var saminn í París eftir ófriðinn 1856 mæltust Álendingar til þess af sigurvegurunum að þeir yrðu losaðir við yfirráð Rússa og fengju að sameinast Svíþjóð á ný. Því var hafnað, en mælt svo fyrir um að ekki skyldi eftir þetta byggja hemaðarvirki á Álandi. Við það hefur að mestu verið staðið síðan. dþ. Föstudagur 21. desember NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.