Þjóðviljinn - 21.12.1990, Síða 10
Þegar hátíð er í bæ
Jólahaídið reynist mörgum þungt í skauti. Mun fleiri hafa lítil auraráð um þessi jól en endranær
Jólin hafa verið nefnd hátíð ljóss og
ffiðar. Og víst er að bamshjörtun i okkur
flestum gleðjast þegar hátíð er í bæ; allt
er skrubbað í hólf og gólf og skrýtt í há-
tíðabúning, ættingjar og vinir treysta íjöl-
skylduböndin og gera sér glaðan dag í
mat og drykk og tilefni gefst til að leiða
hugann að dýpri merkingu tilverunnar.
Samt er eins og einhvem skugga beri á.
Undir niðri leynist vitneskjan um það, að
um jól sitji ekki allir við sama borð.
Sumir eiga um sárt að binda vegna
ástvinamissis, aðrir liggja sjúkir og
krankir á sjúkrastofnunum, og enn aðrir
sjá sér ekki fært að gera sér og sínum
glaðan dag eins og þeir helst vildu sökum
fjárhagsþrenginga. Og þá em þeir
ónefndir sem hafa engin íjölskyldubönd
að treysta og eiga helst ekki í nein hús að
venda yfir hátíðimar.
Þverbrestir
gnægtasamfélagsins
Að sama skapi og jólin em hátíð ljóss
og friðar em þau ekki síður hátíð kaupm-
angara og eyðslu. Mörgum vikum fyrir
jól dynja á landsmönnum lævíslegar aug-
lýsingar kaupahéðna er æra óstöðugan.
Allir eiga að dansa með, það er ekki mað-
ur með mönnum sem ekki tekur þátt i
dansinum kringum gullkálfinn. Mitt í öll-
um darraðardansinum vill það gleymast
til hvers við höldum jól.
Fyrir þessi jól má gera ráð fyrir að
miljónir skipti um eigendur.
En þótt kaupmenn hafi vart ástæðu til
að beija lóminn, er Ijóst að kjaraskerðing
sem láglaunafólk hefúr orðið að þola á
tíma marglofaðrar þjóðarsáttar og viðvar-
andi atvinnuleysi hefúr leitt til þess að
mun fleiri eiga í hinu sárasta basli með að
standa straum af jólakostnaðinum í ár en
oft áður. Slíkir eru þverbrestimir í
gnægtasamfélaginu.
Víöa þröngt í búi
Og það er ekki um að villast. Þeir
sem þurfa aðstoðar við fyrir þessi jól eru
að öllum líkindum fleiri en endranær.
Það var allsstaðar svipaða sögu að
segja hjá þeim Félagsmálastofnunum
sem rætt var við: „Hingað leita fleiri eftir
íjárhagslegri aðstoð en endranær“.
- Skjólstæðingum Félagsmálastofn-
unar hefur fjölgað um 43 af hundraði
undangengin tvö ár, sagði Sveinn Ragn-
arsson, félagsmálastjóri Reykjavíkur-
borgar.
- Þetta er mun meiri aukning en oft
áður, sagði Sveinn og gat þess að um síð-
ustu mánaðamót og ffá því á sama tíma
fyrir ári hafi skjólstæðingum stofnunar-
innar fjölgað um 16%, og milli áranna
1988 og 1989 hafi þeim Qölgað um 27%.
Sveinn sagði að desembermánuður
væri þungur og margir leituðu til Félags-
málastofhunar eftir stuðningi til fram-
færslu.
- Það er þó ekkert sem segir mér að
desember sé þyngri núna en t.d. í fyrra.
Við höfúm ekki enn tekið mánuðinn sam-
an, enda er hann ekki á enda runninn.
Starfsmenn eru sammála um það að
til okkar hafí leitað í þessum mánuði fjöl-
skyldufólk sem ekki hefúr leitað til okkar
áður. Þar kemur til atvinnuleysi, kjara-
skerðing og minni vinna. Fólk getur ekki
bætt sér upp tekjumissinn með aukavinnu
eins og það gat áður, sagði Sveinn.
Guðrún Snorradóttir, félagsráðgjafi
hjá Félagsmálastofnun Akureyrar, sagði
að erfitt væri að segja ákveðið til um það
hvort desember væri þyngri í ár en oft áð-
ur.
- Því má þó slá fostu að það sem af er
mánuðinum hefur verið óvenju mikið um
fjárhagsbeiðnir, og þá sérstaklega ffá ein-
stæðum foreldrum og bammörgum lág-
launa fjölskyldum.
Ástæðan er einfaldlega sú að tekjum-
ar duga ekki fyrir útgjöldum.
Það er alls ekki svo, að allt þetta fólk
eigi í kröggum vegna óreglu og óráðsíu -
öðm nær. Þetta em bamafjölskyldur sem
hafa verið árið um kring að ströggla við
að láta enda ná saman. Þegar loksins
kemur að desember og undirbúningi jóla-
hátíðarinnar þá er ekkert eftir til skipt-
anna þegar búið er að borga af húsnæði
og kaupa allra brýnustu nauðþurftir,
sagði Guðrún.
Hjá Félagsmálastofnun Kópavogs
fengust þær upplýsingar að beiðnir um
ffamfærsluaðstoð væm ekki áberandi
fleiri í þessum mánuði en í fyrra.
Ingibjörg Broddadóttir, félagsráð-
gjafl hjá Félagsmálastofnun Kópavogs-
bæjar, sagði að árið í ár væri ekki það
fyrsta sem lágmarkslaun og örorkubætur
nægðu ekki til framfærslu. Á síðasta ári
nutu um þetta leyti í fyrra 65 einstakling-
ar framfærslustyrks ffá stofhuninni, en
það sem af er mánaðarins hafa hátt í
hundrað manns fengið styrki til fram-
færslu.
Féiagsmálastofn-
anir í spreng
í ár hafa framfærslustyrkir sem fé-
lagsmálastofnanimar hafa veitt farið
fram úr fjárhagsáætlunum - mismikið þó.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg-
ar hefur þeirra þyngstan drösul að draga,
enda er óvenjulega hátt hlutfall öryrkja,
þar með talinna áfengissjúklinga, aldr-
aðra og einstæðra foreldra í Reykjavík,
hærra en i öðmm kaupstöðum.
Á fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að
stofnunin greiddi í ár 260 miljónir króna
til framfærslu. Þegar liðið var að hausti
var sýnt að aukafjárveiting þyrfti að
koma til og fengust 80 miljónir til viðbót-
ar. Sveinn Ragnarsson sagði að sam-
kvæmt síðustu spám mætti gera ráð fyrir,
að í ár verði í það heila tekið greiddar
milli 344 og 345 miljónir króna til fram-
færslu.
Ingibjörg Broddadóttir sagði að Fé-
lagsmálastofnun Kópavogs væri lítillega
komin fram úr fjárhagsáætlun, en aukn-
ing ffamfærslu miðað við síðasta ár er
ríflega 20 af hundraði hærri. - Okkur
vom úthlutaðar 22,8 miljónir króna til
framfærslu í ár. Það sem af er höfúm við
greitt út um 26 miljónir króna.
- Aukning hefur verið á ffamfærslu-
styrkjum hér á Akureyri sl. tvö ár og við
höfum þurft að sækja í bæjarsjóð eftir
aukafjárveitingum, sagði Guðrún Sigurð-
ardóttir. Hún sagði að Félagsmálastofnun
Akureyrar hefði greitt út riflega níu milj-
ónir króna í framfærslustyrki það sem af
væri árinu, eða um það bil eina miljón
umfram það sem ákveðið var á fjárhags-
áætlun.
En hvers geta þeir vænst sem leita til
félagsmálastofnana eftir stuðningi fyrir
jólin?
Sveinn Ragnarsson sagði að t.d þeir
einstaklingar sem væm á föstu framfæri
Félagsmálastofhunar fengju 25% ofan á
framfærslueyrinn. Við ákvörðun á upp-
hæð ,jólabónussins“ er einnig tekið tillit
til fjölskyldustærðar og aðstæðna.
- Það er mjög misjöfn upphæð sem
menn fá. Einstaklingur fær um 800 krón-
ur að jafnaði til viðbótar við fasta fram-
færslu, sagði Sveinn.
- Það er ákveðin upphæð sem fólk
fær og ætlaðar em til daglegra heimilisút-
gjalda. Jólaaðstoðin er 30% af þeirri upp-
hæð. Algengast er að við veitum þetta
15-20.000 í jólaaðstoð, en það fer vitan-
lega eftir fjölskyldustærð og aðstæðum
viðkomandi, sagði Guðrún Sigurðardótt-
ir á Akureyri.
Hlaupiö undir bagga
Þeir sem eiga erfitt með að standa
straum af þeim kostnaði sem er því sam-
fara að halda sér og sínum hátíðleg jól,
eiga reyndar í fleiri hús að venda en til fé-
lagsmálastofnana einna. Svo er einnig
um þá sem ekki eiga rétt á bótum sam-
kvæmt skilgreiningum félagsamálakerf-
isins.
í áratugi hefúr Mæðrastyrksnefnd rétt
mæðmm aðstoð eftir megni, jafnt með
peninga- og fatagjöfúm.
Það var mikill handagangur i öskj-
unni á skrifstofú nefndarinnar þegar
blaðamann og ljósmyndara bar að garði.
Fólk hringdi látlaust, ýmist til að bjóða
fram fatagjafir og peninga ellegar til þess
að spyijast fyrir um aðstoð.
- Það er búið að vera mikið meira um
að vera í desember en nokkm sinni fyrr.
Hingað leitar fólk á öllum aldri og mikill
meiri hluti þeirra sem koma er bamafólk.
Margt af þessu fólki er að koma hingað í
fyrsta skipti, sögðu þær Guðlaug Run-
ólfsdóttir og Unnur Jónasdóttir sem ráða
ríkjum á skrifstofú nefndarinnar, en þær
áætla að nú þegar hafí Mæðrastyrksnefhd
úthlutað 300 manns peningagjöfum og
miklum mun fleiri hafi fengið föt að gjöf.
- Því miður hefúr Mæðrastyrksnefhd
ekki úr miklu að moða. í desember í fyrra
úthlutuðum við um einni miljón króna til
skjólstæðinga okkar. Hvað það verður í
ár er ekki gott að segja, en við útdeilum
öllu sem hingað berst, sagði Unnur.
Mæðrastyrksnefnd hefur í haust og í
vetur fengið heilu bílfarmana af klæðnaði
sem úthlutað er núna fyrir jólin. - Ótrú-
legur fjöldi fólks hefur komið til okkar
sem hefur ekki efni á því að klæða sig og
bömin upp fyrir hátíðimar. Blessað fólk-
ið er mjög fegið og þakklátt sem von er,
sögðu þær Unnur og Guðlaug.
Hjálpræðisherinn hefur undanfarin ár
deilt út fötum til þeirra sem þurfa. Að
sögn Steinunnar Kristiansen hjá Hjálp-
ræðishemum komu mjög margir á fataút-
hlutunina í þessum mánuði. - Það er ljóst
að margir hafa mjög lítið milli handanna
fyrir þessi jól. Það kom hingað fólk á öll-
um aldri, en mest áberandi var bamafólk,
segir Steinunn.
-rk
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ - Föstudagur 21. desember 1990