Þjóðviljinn - 21.12.1990, Side 14
Tizian: Díonýsfos og Arianna, oliumálverk frá 1570. 150x187 sm.
Kunsthistorisches Museum, Vín.
einum ástafundi þeirra neytir
hann tækifæris á meðan hún er
annars hugar og stingur af á veið-
amar, þar sem hann bíður bana í
gini villigaltarins sem hann ætlaði
að drepa. Harmi lostin safnar ást-
argyðjan blóði hans og umbreytir
því í vorblómið anemónu.
Þessi goðsaga úr Myndbreyt-
ingum Ovidíusar er eins konar al-
legóría um hringrás tímans og
náttúmnnar. Fæðing Adónis úr
trjábolnum er allegóría um hin
myrku tengsi mannsins við nátt-
úmna, segir Augusto Gentili. Og
umbreyting hans í vorblómið ane-
mónu táknar afturhvarfíð til móð-
urkviðar og hringrás lífsins. Ast-
arsamband Adonis og Venusar
táknar þá árstíðaskiptin. Adonis
er eins konar tákn sólarinnar og
fijóseminnar þar sem hann er
með Venusi, en þegar hann deyr
hverfúr sólin og veturinn skellur á
og Venus verður köld. Endur-
koma hans í vorblóminu markar
endurkomu sólarinnar og vorsins.
Veiöiástríðan
sem bölvun
Veiðiáráttan hefur táknræna
merkingu. Hún var í upphafí sú
bölvun sem sett var á manninn
við brottreksturinn úr Paradís.
Veiðimaðurinn cr í stöðugri leit út
í óvissuna og fúllkomlega á valdi
örlaganna. Veiðiáráttan getur ver-
ið hliðstæð ástríðu kvennaflagar-
ans, en hún er, segir Augusto
Gentile, líka hliðstæða við rann-
sóknaráráttu húmanistanna á 15.
öldinni sem trúðu á mátt skyn-
seminnar og vald hennar yfir nátt-
úmnni til framfarasóknar fyrir
manninn.
Það er athyglisvert að sjá
hvemig Tizian túlkar þessa sögu
um Adónis í málverki sem hann
gerði fyrir Filippus II. Spánar-
konung 1554. Venjan var að
leggja áherslu á hið erótíska sam-
band Adónis og Venusar, þ.e.
voluptas, þegar þessari sögu var
lýst í mynd. Tizian beinir augum
sínum hins vegar að því hvemig
veiðiáráttan leiðir Adónis frá ást-
argyðjunni. Hann ber vopn sín í
hægri hendi, veiðihomið hangir
við síðu og hundamir toga ólmir í
ólamar. í homi myndarinnar ligg-
ur vasi munúðarinnar tæmdur og
á tijábolnum hanga tæki Amors,
boginn og örvamælirinn, og sjálf-
ur hefúr ástarengillinn lagst til
svefns undir laufgrænu tré. Hér
víkur ástarhvötin fyrir kuldanum
og Adónis hefúr tekið sína
ákvörðun. Hann vill á veiðar, burt
frá algleymi munúðarinnar, en
við vitum að um leið hefur hann
valið dauðann.
Tizian skilur okkur eftir í
nokkurri óvissu í myndinni um
Venus og Adónis. En ef við setj-
um þá mynd í samhengi við aðrar
goðsögulegar myndir sem hann
gerði bæði fyrr og síðar, þá sjáum
við að úr henni má lesa allegóríu
um þau tímamót í sögu mannsins,
þegar hann yfirgaf hinn goðsögu-
lega tíma Satúmusar og Díonýsí-
osar og hélt á veiðar til að leggja
undir sig náttúmna. Efahyggja
Tizians gagnvart vali Adónis
kemur fram í vissunni um enda-
lok hans, sem ekki þurfti að rekja
í myndinni því goðsagan greinir
frá henni. En sé veiðiáráttan skil-
in sem tákn fyrir þá trú húmanist-
anna, að rannsóknir og undirokun
náttúmnnar leiði til framfara, þá
má skilja boðskap goðsögunnar
sem gagnrýni á hina bjartsýnu
ffamfaratrú húmanistanna.
Díonýsíos
og Arianna
Sú mynd Tizians, sem hér er
kölluð Díonýsíos og Arianna og
er talin vera gerð í kringum 1570,
hefúr oftast verið kölluð Hirðir-
inn og gyðjan, því nafngift Tizi-
ans er ekki til. Hún fjallar hins
vegar augljóslega um það alvana-
lega þema sem hér hefúr verið
kallað voluptas eða nauma-
hyggja. En gyðjan liggur á hlé-
barðaskinni og band af hlébarða-
skinni er yfir öxl hjarðsveinsins,
og þar sem hlébarðaskinnið teng-
ist Díonýsíosi má álykta að hann
sé hér á ferð.
Arianna var hins vegar dóttir
Minosar og Pasife og er í goða-
heiminum persónugervingur
tímamótanna á milli goðsögu og
sögu, á milli goðsögulegs tíma-
leysis og sögulegs tíma.
I Myndbreytingum Ovidíusar
segir frá því að Pasife, faðir Arí-
önnu, hafði fengið Dedalo til þess
að smíða trékúna sem kona hans
notaði síðan á hugvitsamlegan
hátt til að fúllnægja holdlegri
gimd sinni til nautsins. Fór hún
inn í trékúna áður en nautinu var
hleypt upp á hana og átti þannig
langþráð kynmök við nautið. Af-
leiðing þessa ástafúndar var svo
hinn hræðilegi getnaður Mínót-
ársins, sem var maður með nauts-
höfúð og nærðist á mannsblóði.
Dedalo teiknaði síðan völundar-
húsið fyrir Mínos, sem óffeskjan
var falin í, og lét Ariönnu fá snúr-
una sem hún gaf Þeseifi þegar
hann fór í völundarhúsið að drepa
Mínótárusinn. Síðan rændi Þesei-
fúr Aríönnu, fór með hana til eyj-
arinnar Naxos og yfirgaf hana þar
með svikráðum í svefni. Þar kom
svo Díonýsíos/Bakkus, átti með
henni ástafúnd og gerði hana
ódauðlega með því að kasta enn-
isskarti hennar upp á himinfest-
inguna.
Ástafundurinn á
Naxos
Þótt Tizian sé greinilega að
lýsa díonýsiönskum ástafúndi í
mynd sinni, þá er einhver dapur-
legur drungi yfir myndinni, sem
ekki tilheyrir hefðbundnum lýs-
ingum á slíkum fúndi. Hjarð-
sveinninn er hættur að leika á
flautuna, og Aríanna virðist ný-
vöknuð af svefni. Hér ríkir ekki
sú taumlausa gleði sem Tizian
hafði reyndar lýst mætavel í eldri
myndum sínum af sama efni. Hér
er ekki verið að lofsyngja hina
taumlausu frumstæðu nauma-
gleði með eftirsjá eða sem nei-
kvæðri andstæðu hinnar sið-
menntuðu appolónísku reglusemi
og dyggðar. Nei, geithafúrinn, hið
táknræna dýr Dionýsiusar og
nautnastefnunnar teygir sig upp
eftir feysknum og brotnum tijá-
stofni í bakgrunni og nartar í leif-
amar af því laufi sem þetta deyj-
andi tré hefúr að bjóða. Þama er
engin veisla, enginn dans, engin
jarðnesk paradís, heldur bara
vitneskjan um nautnastuldinn: á
sama hátt og vonir húmanistanna
um himneskt samræmi og fegurð
hafa reynst blekking ein, þá er
einnig goðsagan um jarðneska
sæluvist brostin.
Myndin er kveðja Tizians til
naumanna, náttúmnnar og hins
jarðneska samræmis. Þetta er um
leið kveðja hans til læriföðurins,
Giorgione. Þetta er jaftiffamt ein
af síðusm goðsögulegu mynduin
Tizians.
Appolló
og Marsia
Mídas konungur hafði óskað
þess að allt sem hann snerti yrði
að gulli. Eftir að ósk hans hafði
verið uppfyllt komst hann að því
sér til skelfingar að þetta gilti
einnig um það sem hann tók sér
til munns. Díonýsíos aumkaði sig
þá yfir hann eftir að hann hafði
iðrast fyrir heimsku sína og
ágimd, og leysti hann úr álögun-
um. Mídas gekk þá til skógar, frá-
bitinn veraldarvafstri, og gekkst
skógarguðinum Pan á hönd.
Eitt sinn var hann á gangi í
skóginum ásamt satimum Marsia
(sem var hálfúr maður og hálfúr
geit eins og Pan). Heyrði hann þá
fagran söng og flautuspil í
Tmolofjalli og rann á hljóðið. Þar
lék Pan á sjöfalda skógarflaum
sína og hafði storkað Apollo og
sagst leika bemr en sjálfur sólar-
guðinn. Guðinn Tmolo (kenndur
við fjallið) var þá fenginn til að
dæma í tónlistarkeppni Pans og
Apolló. Þegar Pan hafði lokið leik
sínum lim Tmolo og öll tré
Tmolofjalls í andlit Apollós, sem
hafði ljósgullið hár og var krýnd-
ur lárviði af Pamassusfjalli og dró
purpuralita skykkju við svörðinn.
„Með vinstri hendi hélt hann lút-
unni sem öll var sett gimsteinum
og indversku fílabeini; í hinni
Giulio Romano: Appolló húöflettir Marsia. Pennateikning. Louvre- safnið.
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. desember 1990