Þjóðviljinn - 21.12.1990, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Qupperneq 15
Tizian: Refsing Marsia. Oliumálverk frá þvl um 1570. 212x207 sm. Rlkislistasafnið I Kromeriz, Tékkóslóvaklu. hendinni hélt hann strengjabog- anum. Einnig tilburðir hans voru listfengnir. Og með þaulasfðum þumalfingrinum stýrði hann strengjunum af slíkri snilld að Tmolo, hrærður af mýkt tónanna, lýsti því yfir að Pan væri sigrað- ur“ (Ovidíus: Metamorfosis). All- ir voru sammála dómi hins heil- aga fjalls, nema Mídas og Marsia, sem töldu Pan hafa leikið betur. Apolló kunni áliti þeirra illa og taldi Mídas ekki þess verðan að bera mannseyru, svo þau um- breyttust í asnaeyru. Marsia var hins vegar refsað með þeim hætti að hann var fleginn lifandi og um- breyttist síðan í fljót sem við hann er kennt og rennur enn til sjávar frá Tmolofjalli. Apolló og Díonýsos Þessi merkilega goðsögn sem Tizian þekkti úr Ovidíusi varð honum yrkiseíni í mynd þeirri sem hér er um fjallað, og er jafh- framt ein af síðustu goðsögulegu myndunum sem hann gerði. Fannst hún í vinnustofúnni að málaranum látnum, og greinir ffæðimenn á um hvort hún hafi verið fullgerð, eða hvort aðstoð- aimenn Tizians hafi hugsanlega „lokið“ verkinu að einhverju leyti að honum látnum. En túlkun mál- arans á yrkisefninu er þess eðlis, að ekki verður villst um höfund- areinkennin. Þetta verður ekki síst ljóst, þegar málverkið er borið saman við teikningu Giulio Romano af sama eíni, sem talið er að Tizian hafi haft undir höndum og byggt verk sitt á. Giulio Romano var nemandi Rafaels, vel kunnugur Tizian og mætur málari, en ekki þekktur fyrir byltingarkennda nýbreymi í málverki sínu. I málverki Tizians sjáum við hvar Marsia hefúr verið hengdur upp í tré á geithafúrsfótunum. Apolló, hálfnakinn en krýndur lárviði, krýpur á kné til vinstri, bregður hnífi á bijóst Marsia og blóðið sprettur undan hnífúum og lekur niður í ána. Hundur sleikir upp blóðið. Fyrir ofan hann er að- stoðarmaður skeggjaður sem af samviskusemi sker skinnpjötlu af hægra læri Marsia. A bak við hann leikur maður á fiðlu, en sjö- föld skógarflauta Pans eða Marsia eins og hangir í loftinu undir lauf- krónu trésins. Hægra meginn sjáum við satír koma aðvífandi með vatnsfötu, eins og til að svala þorsta Marsia og milda kvalir hans. Mídas kon- ungur situr í þungum þönkum með hönd undir kinn og horfir á það sem er að gerast. Asnaeyrun eru lítt áberandi, en gullkórónan hangir höll á höfði hans. Lengst til hægri sjáum við litið bam eða Amor halda affur af hundi sem virðist þyrsta í blóðið. Öll er myndin skuggaleg yfirlitum og máluð með grófum impressíó- nískum pensilstrokum eins og Tizian ástundaði síðustu æviár sín. Giuliano Romano og Tizian Til þess að skilja túlkun Tizi- ans í þessu viðfangsefúi er í raun- inni nauðsynlegt að bera hana saman við hina hefðbundnu túlk- un Giulio Romano, þar sem lögð er áhersla á andstæðumar tvær, voluptas et virtus, nautnahyggju og dyggðastefnu: Marsia er tákn hins dýrslega hjá Romano, og það er undirstrikað með kynfærum hans -sem Tizian hylur með hægra fótleggnum. Og aðstoðar- maður Apollos beinir sjónum sin- um og hnífnum beint á kynfærin með áfergju. Hjá Romano hefur Apollo ennisband og örvamæli á baki, en engan hníf, heldur húð- flettir hann Marsia eins og hann sé að færa hann úr skyrtu. Örva- mælirinn er i þessu tilfelli sólar- tákn, þar sem örvar em í nýplat- ónskri táknfræði ímynd sólar- geislans eða þeirrar hugsunar sem veitir hugljómun. Guð göfúgrar tónlistar, samræmis og reglu þarf ekki að óhreinka hendur sínar i blóði í teikningu Romano. En hjá Tizian hefúr Apolló engan örva- mæli, heldur lárviðarsveig skáld- skaparins á höfði og blóðugan hníf í hendi. Andlit Marsia er afskræmt af kvöl og með hljóðum hjá Ro- mano, og það er eins og teiknar- inn vilji sýna okkur hvemig hann taki þama út sína réttmætu hegn- ingu fyrir hroka sinn og tónlistar- smekk. Hjá Tizian er andlit Marsia hins vegar svipbrigðalaust og augun lokuð. Satírinn með vatns- fotuna er hreðjamikill og mdda- legur hjá Romano, en fúllur sam- úðar og mennsku hjá Tizian. Míd- as konungur hylur andlit sitt í skelfmgu og hefúr áberandi asna- eym hjá Romano, en hjá Tizian sjáum við gullkórónuna halla, en asnaeymn em vart sjáanleg og hann horfir þungbúnum þrúmum augum til jarðar. Öll þau smáatriði sem hér greinir á milli varða persónulega túlkun Tizians á þessari sögu. Dregið er úr hinu dýrslega eðli Marsia og í stað kvalaöskursins virðist hann íhuga píslarvætti sitt. Mídas er heldur ekki afmyndaður af skelfingu, heldur djúpt sokkinn í hugleiðslu. Píslarvætti og hreinsun Hefðbundin túlkun þessarar sögu er tengd kristnum/nýplat- ónskum hugmyndum um frels- andi áhrif píslarvættisins. Margir kristnir píslarvættir héngu öfúgir eins og Marsia (t.d. Pétur postuli), eða vom fláðir lifandi (t.d. heil. Bartólómeus) og út frá krist- inni/platónskri táknfræði má líta á fláninguna sem hreinsandi helgi- athöfú er losi sálina úr viðjum hins ógeðfellda ytra hulsturs eða leiði hinn innri platónska kjama eða vemleika í ljós sem leynist undir sýnilegu yfirborði likam- ans. Þá er Apolló í hlutverki Krists/ffelsarans við þessa helgi- athöfú. Sumir hafa viljað túlka mynd Tizians út ffá þessari for- sendu, og vafalaust á þessi skýr- ing við um teikningu Giulio Ro- manos. Augusto Gentili er hins vegar á annarri skoðun, sem hann bygg- ir á nokkuð traustum rökum. Hann vísar þar meðal annars til þess álits margra sérffæðinga, að Mídas konungur í málverki Tizi- ans sé sjálfsmynd málarans. Málverkið skiptist vissulega í tvennt um miðju, bæði hvað formbyggingu og hugmynda- ffæðilegt innihald snertir: þeir sem em á bandi Apollós em til vinstri, en þeir sem em á bandi Marsia era til hægri. Marsia hafði átt hina sjöfoldu skógarflautu Pans, sem hangir eins og í lausu lofti undir trénu. Þessi flauta er tákn samræmisins í náttúmnni. Sjálfúr hangir Marsia öfugur og fláður skinninu og táknar þannig þau tímalegu um- skipti sem verða þegar horfið er frá hinum ffumstæða tima Díoný- síusar og Satúmusar til upphafs siðmenningar í nafúi Apollós og Júpiters. Mídas er fylgismaður Díoný- síosar og hins náttúrlega sjónar- miðs og hann er jafnframt ftilltrúi þess mannlega sjónarmiðs sem fyllist efasemdum um meinta yf- irburði hins guðdómlega sam- ræmis og reglu eins og þeir birtast í sláturverkum sólguðsins. Dómurinn sem hér er fúllnægt er um leið eins konar stéttardóm- ur, þar sem hin appolóníska regla er þvinguð upp á náttúruna með valdboði og dýrum fómum í nafúi „æðri“ siðmenningar. Siðmenn- ingar, sem í nafni sögunnar eyði- leggur fyrir fúllt og allt hinn frumstæða heim hirðingjanna, skógardísanna, satíranna og fán- anna, en kemur þess í stað á vald- stjóm hins stéttskipta þjóðfélags. Afstaða Mídasar er þá afstaða Tizians sjálfs, sem þama situr með asnaeym og hallandi gull- kórónu á höfðinu, ekki vegna þess að hann dró reglu Apollós í efa, heldur öllu ffemur vegna þess að hann lét blekkjast af ffeisting- um gullsins. Við sjáum þá fyrir okkur í þessari mynd harmsögu- leg uppgjör hirðmálara voldug- ustu hertoga og keisara í Evrópu á 16. öld, sem þama situr á effi ár- um sínum með skakka gullkórónu á höfðinu í satúmískum þung- lyndisþönkum yfir tálbeitu gulls- ins og algjörum vanmætti listar- innar gagnvart hörmulegum af- leiðingum hinnar sögulegu nauð- hyggju Apollós. Og þarf nú eng- inn að fara í grafgrötur með merk- ingu þessarar myndar fyrir nútím- ann andspænis þeirri náttúmeyð- ingu sem siðmennig Apollós hef- ur haft í for með sér fyrir lífsskil- yrðin á jörðinni við lok 20. aldar- innar. Heimildir: Augusto Gentili: Da Tiziano a Tiziano, Mito e allegoria nella cultura venéziana del cinque- cento, Milano 1980. Marsilio Editori: Tiziano, sýningarskrá Palazzo Ducale og National Gallery of Art, Feneyj- utn 1990. LJgo Fasolo: Tiziano, Becocci Editore 1980. Maria Luisa Rizzatti: I geni della pittura — Tiziano. Monda- dori 1976. Giulio Carlo Argan: Storia dell'arte italiana, Firenze 1988. Jean Chevalier/Alain Gheer- brandt: Dizionario dei simboli, Rizzoli 1986. Ovidio: Metamorfosi. Einaudi editore, Torino 1979. -ólg. Föstudagur 21. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.