Þjóðviljinn - 21.12.1990, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Qupperneq 22
Fólkið og launin eru fyrir ,JEi, þú ert alltaf fyrir.“ Þessa setningu hafa magir heyrt og þessa setningu hafa margir hugsað. Við getum séð fyrir okkur litlu bömin í röð- inni fyrir frarnan skólastofuna. Eitt þeirra rekur sig í annað og þá hendir að slík orð falla. - „Svona, svona krakkar mínir,“ segir kennarinn og bætir við: „Það er nóg pláss fyrir okkur öll.“ Já, og það tekst að stilla til friðar. Bömin ganga sátt inn í skólastofúna og læra samfé- lagsfræði um önnur böm úti í heimi. Sjálfsagt fer það mjög eftir kennumm hvað bömin okkar læra um önnur böm og lífsskil- yrði þeirra. Er t.d. vakin at- hygli á því að gífúrlegur fjöldi bama á „skólaaldri“ eygir litla sem enga von um að vera lif- andi næstu viku? Em sem sagt dauðans matur. Lítt rekur mig minni til þess háttar ffæðslu úr bemsku minni. E.t.v. var það ekki talið hafa neitt upp á sig þar eða þau yrðu ekki til hvort eð er eftir stuttan tíma. En þegar ég fór að eldast og læra félagsfræði og sögu í Menntaskólanum fékkst skýr- ing á þessu hungri og óþarfa dauða. Þetta stafaði af offjölg- un. Þeim bömum sem fæddust á vissum stöðum í veröldinni og dóu of fljótt var ofaukið, íjöldi þeirra var sem sagt of mikill. Þau dóu af því að það var offjölgun. Þetta alheimsvandamál, of- Qölgunin, vex og vex vegna þess að æ fleiri böm deyja sak- ir hungurs, sjúkdóma og ann- arrar skelfingar. Ef enginn væri svangur i heimi þeim sem við byggjum væri ekki offjölg- un. Og það er skrýtið ef efnis- heimurinn er svo ríkur að geta lagt til í öll þessi nýfæddu böm ef hann býr ekki yfir nægjan- legri fæðu til að viðhalda þess- um litlu kroppum og lofa þeim að stækka eitthvað. Það er margt sem hindrar að þessi böm fái mat. Náttúm- legar aðstæður má segja. En ég er viss um það að Guð er á þeirri skoðun að það séu frekar mennimir en náttúran er valdi hungri og mörgum sjúkdóm- um með afskiptaleysi sínu. Meira að segja kristnar þjóðir gera lítið sem ekkert til hjálpar. íslendingar em kristnir að mestu og flestir þeirra sem ekki telja sig hér kristna, kenna sig við mannúð eða jöfnuð. Þeir sem stjóma landinu okkar standa að vinstri stjóm og sumir ráðherramir em að vissu marki jafnaðarmenn og kristnir í senn. Þrátt fyrir þetta tvöfalda ágæti hefúr engum þeirra auðnast að tala í alvöru um að við Islendingar ættum að koma hinum bágstöddu bömum til hjálpar, svo einhveiju nemi. Hvað ætlum við að gera fyrir bömin á Filippseyjum, í Tæ- landi, á mörgum öskuhaugum í Suður- Ameríku, Víetnam og víðar og víðar? Getum við nokkuð gert? Er hagur fyrir- tækja landsins enn svo bágur eftir að „Operation þjóðarsátt“ hefúr verið í gildi? Ég hef verið að tala um böm annarra landa. Ég þarf ekki að vera með áminningar um íslensk böm. Velferðar- kerfið okkar fúllkomna sér um sína. Kaupmátturinn er góður, en ef hann er ekki nægur, sem á sér stað í örfáum tilvikum, þá er alltaf hægt að fara til félags- málastofnananna og fá hjá þeim. Annars væri besta fyrir- komulagið þannig að enginn fengi greidd laun hjá fyrirtækj- unum, þannig mundu þau hagnast og styrkja um leið ís- lenskt þjóðlíf. Og fólkið gæti sótt til nefndar um styrki. Ás- mundur, Ögmundur, Einar Oddur, Þórarinn og einhver ráðherrann gætu setið þessa nefnd. Pælið í því hvað þetta væri hagkvæmt. Þá yrðu engar deilur á vinnumarkaðinum og þeir létu okkur vita hvað hægt væri að láta af hendi rakna hveiju sinni. Þetta myndi líka styrkja rikissjóð og efla hina opinberu þjónustu. Menn sem hafa verið á uppskurðarbiðlist- um mánuði og jafnvel ár bíð- andi eftir því að skorið sé í hjarta þeirra eða blöðmháls- kirtil fengju skjótari afgreiðslu og veikindatími þeirra myndi styttast. Með þessu yrði öllum bömum landsins tryggð góð og viss framtíð. En víkjum nú aftur af of- ijölgun. Tekur hennar fyrst að gæta þegar hungrið heijar á manninn? Eða er réttara að miða við atvinnu? Það er vitað mál að atvinnuleysingjum hættir til að upplifa sjálfa sig eins og þeim sé ofaukið. Og miðað við það er offjölgun í öllum löndum veraldarinnar. Kannske endar þetta með þeim ósköpum að þeim sem ofaukið er dettur í hug að segja vð okk- ur hin sem höfúm næga vinnu og mat: „Æ, þið erað alltaf fyr- • u Lúðvlk Jósepsson og Jóhannes Stefánsson. Myndin er tekin ( Reykjavik fyrir fáum árum. Þríeykið í Rauða bænum Árangurinn í Neskaupstað byggðist á fjölmennum hópi manna sem stóð ábyrgur á bak við meirihlutann í bæjarstjóm, virkri atvinnu- og félagsmálastefnu og náinni persónulegri samvinnu forystumannanna, segir Lúðvík Jósepsson í spjalli um bók Helga Guðmundssonar, „Þeir máluðu bæinn rauðan“ Nýlega kom út hjá Máli og menningu bókin „Þeir máluðu bæinn rauðan, saga vinstrihreyf- ingarinnar á Norðfirði“ eflir Helga Guðmundsson. Þar er rak- in hálfrar aldar saga sósíalískrar hreyfingar á Norðfirði og eink- um þáttur þríeykisins Bjama Þórðarsonar, Jóhannesar Stef- ánssonar og Lúðvíks Jósepsson- ar í þeirri sögu, sem er um margt einstök hér á landi. En vinstri- sósialistar hafa sem kunnugt er haldið meirihluta í bæjarfélag- inu í nærri hálfa öld. í tilefhi útkomu bókarinnar lögðum við þá spumingu fyrir Lúðvík Jósepsson, hvemig hann skýrði í stuttu máli þá sérstöðu sem Norðfjörður hefði haft og hefði enn í dag í þessu tilliti. - Það er rétt, eins og fram kemur í bók Helga, að verka- lýðsflokkamir hafa farið með meirihlutavald í Neskaupstað ffá því að bæjarfélagið var stofnað 1929, fyrst undir forystu Al- þýðuflokksins, en fljótlega upp úr 1938 ná sósíalistar yfirhönd- inni og hafa síðan haldið meiri- hlutanum í tæp 50 ár. Ástæður þessarar þróunar eru fleiri en ein, en ljóst er að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar í Nes- kaupstað urðu snemma áberandi og þama völdust til forystu ein- staldingar sem bára gæfú til að eiga náið persónulegt samstarf og sýna meiri samheldni en víð- ast annars staðar. - Voru ástæðumar þá að stórum hluta persónulegar? — I bók Helga kemur fram að á þessum tíma hafi þrír félagar verið mjög fyrirferðamiklir í stjóm bæjarfélagsins, þeir Bjami Þórðarson, Jóhannes Stefánsson og Lúðvík Jóseps- son. Verkaskipting þeirra varð þó fljótlega sú, að Lúðvík varð alþingismaður og átti langa setu í Reykjavík, Bjami varð bæjar- stjóri og ritstjóri flokksmál- gagnsins og Jóhannes ffam- kvæmdastjóri fyrirtækja, sem rekin vora með beinum eða óbeinum hætti af bæjarfélaginu eða meirihlutavaldinu í bænum. Samstarf þessara manna og sam- heldni varð nánara en víðast annars staðar, og skiptir auðvit- að miklu, þegar á málið er litið í heild. Önnur skýring er sú, að sósíalistar urðu snemma mjög athafnasamir í meirihlutanum, og okkur tókst að mynda mjög breiða samstöðu og fá fjölmenn- an hóp hæffa manna til þess að stjóma bæjarfélaginu í flestum greinum. Það urðu mikil um- skipti í atvinnumálum strax eftir að sósíalistar tóku við meirihlut- anum og í stað atvinnuleysis tók við langt tímabil mikillar at- vinnu og fjölþættrar uppbygg- ingar bæði í félagslegri þjón- ustu, fiskvinnslu og útgerð. Þriðja skýringin á velgengni meirihlutans felst að mínu mati í því, hvemig róttækir sósíalistar í Neskaupstað náðu að fá fjöl- mennan hóp manna til að starfa af fúllri ábyrgð að stjóm bæjar- málefna. Þannig vora það ekki bara bæjarfúlltrúamir 5 og vara- menn þeirra sem báru ábyrgðina, heldur var lengi starfandi með þeim svokallað „öryggisrúð“ 25 manna, sem stóð einnig sem ábyrgur aðili að því sem var að gerast á hveijum tíma. - Félagar þínir, Bjami og Jó- hannes, hafa um margt verið óvenjulegir stjómmálamenn? - Já, eins og kemur ffam í bók Helga, þá var Bjami Þórðar- son ekki bara bæjarstjóri, heldur líka þungamiðjan í flokksstarf- inu í bænum og hafði óslökkv- andi pólitískan áhuga. Hann var afburða duglegur, ritfær og vann það afrek að ritstýra flokksmál- gagninu samfellt í 29 ár þannig að aldrei liði svo vika að Áustur- land kæmi ekki út. Jóhannes Stefánsson hafði einnig ódrep- andi áhuga á félagsmálum, auk þess sem hann hafði afar víð- tæka starfsþekkingu. Hann var lengi formaður verkalýðsfélags- ins og vann sér þar traust fylgi. Hann varð forstjóri Pöntunarfé- lags alþýðu og stjómandi margra af þýðingarmestu fyrirtækjum okkar, og hæfileikar hans lýstu sér ekki síst í því að þótt hann væri forstjóri stórra atvinnufyr- irtækja í mörg ár, þá naut hann alltaf trausts verkamanna og sjó- manna. - Þið félagamir komið allir úr svipuðu umhverfi? - Já, okkar fólk var í raun- inni fátækt og réttlaust þurra- búðarfólk, sem hafði búið við langvarandi atvinnuleysi og ör- yggisleysi um alla afkomu. Við höfðum allir sterka löngun til að bæta kjör alþýðunnar, byggja mannsæmandi húsnæði og skóla og veita aðgang að menntun... - Hveijir voru ykkar pólit- ísku valkostir sem ungir menn? - Þetta er spuming, sem ég hef verið að velta fyrir mér. Okkar fólk úr verkalýðshreyf- ingunni átti á þessum áram í bar- áttunni við kaupmannavaldið, sem hafði líf þess í hendi sér. Framsóknarflokkurinn tók þátt í þeirri baráttu og við áttum að því leyti samleið með honum. En hann brást í því að styðja rétt verkalýðsfélaganna til að semja um kaup og kjör, vegna þess að hann var í raun á móti myndun þéttbýlis á landsbyggðinni. Þess vegna gátum við ekki stutt hann. Alþýðuflokkurinn átti í sam- starfi við Framsóknarflokkinn og studdi meðal annars ríkis- stjóm hans 1926-31. Okkur fannst þeir vilja semja á miðri leið og ekki ganga nógu langt í kröfúm. Þess vegna varð vinstri armurinn í verkalýðshreyfing- unni okkar valkostur. Rússneska byltingin var ekki inni í umræðunni á þessum tíma, og það var ekki fyrr en seinna að þróun heimsmálanna fór að hafa áhrif. Það voru því algjörlega staðbundnar innlendar aðstæður sem gerðu okkur að róttækling- um... — Ert þú ánægður með bók- ina „Þeir máluðu bæinn rauð- an“? — Þetta er þarft verk, og eldri sagan er vel rakin. En það gerist oft með sagnfræðinga að þeim veitist erfiðara að skrásetja sög- una eftir því sem nær dregur samtímanum, og ég neita því ekki, að þetta á einnig við um bók Helga. En það er mitt per- sónulega mat og breytir því ekki að bókin er þarft innlegg í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar. - ólg. 22 S(ÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.