Þjóðviljinn - 21.12.1990, Side 23
Andrea Jónsdóttir skxifar um bækur
Bubbi - var
ekki komið
nóg?
Bók um Bubba. Er maður nú
ekki búinn að heyra allt sem
mann langar til að vita um hann -
og meira en manni kemur við,
jaíhvel þótt maður hafi gaman af
að hlusta á hann á hljómleikum
og setji plötumar hans af og til á
fóninn heima...? Jæja, en bezt að
kíkja í bókina fyrst Silja var svo
sæt að gefa mér hana...Hún er nú
helvíti flott í útliti og uppsetn-
ingu...og vá!, meiri háttar skil-
merkileg skrá aftast yfir allar
plötur Bubba, og líka þær sem
hann hefur sungið inn á íyrir
aðra...vönduðustu vinnubrögð
sem ég hef séð á bók sem við
kemur íslenzku rokki - sambæri-
leg við það sem bezt gerist í út-
löndum! Stuðmannabókin er að
vísu skrautleg og listræn, en þessi
er auk smekklegheitanna virki-
lega nytsamleg poppskríbentum
og pælurum...jú, og svo auðvitað
aðdáendum Bubba...en hvemig
ætli sé með ævisöguna
sjálfa?...ætli hún sé áhugaverð
nema fyrir síðast talda hópinn
sem er nú svo harður og dyggur,
að maður lendir í tveggja tíma
langlínusamtölum við fólk sem
maður hefur aldrei séð, ef manni
verður á að segja eitthvað annað
en hrósyrði um ffammistsöðu
Bubba á plötum eða hljómleik-
um. Og þá er maður sko tekinn á
beinið. Þetta fólk gleypir allt i sig
sem við kemur Bubba. Það kemur
ekki inn í búð og segir: Má ég
hlusta á nýju Bubba- plötuna?;
heldur: Ég ætla að fá nýju Bubba-
plötuna! Þetta er eins og þegar
maður var að kaupa Bítla-plöt-
umar...en það er bezt að þræla sér
í lesturinn...
...og hefst nú umsögnin, en
mér fannst nauðsynlegt að festa
þessar vangaveltur mínar á blað
sem formála, því að svona get ég
trúað að margur hugsi, sem fylgzt
hefur með Bubba frá því að hann
kom ffam á sjónarsviðið fyrir um
áratug. En ég verð að segja eins
og er, að þessir fordómar mínir
hurfu stuttu eftir að ég hóf lestur-
inn og bókina las ég af ánægju, i
tveim lotum, þrátt fyrir skæðan
og mér er nær að halda viðvarandi
atvinnusjúkdóm, eftir að hafa
starfað sem prófarkalesari -
nefnilega litla nennu til lesturs.
(En það er önnur saga). Einkum
og sér í lagi þykir mér góður kafl-
inn þar sem Bubbi segir ffá móð-
ur sinni, og unglingsámm. Bubbi
er ekki beinlínis ævisaga, heldur
ffásögn Bubba af eigin ævi, frá
því að hann man eftir sér, og eins
og hann man þaðan í frá. Og kem-
ur þar að atriði sem ég hef heyrt
marga tala um, sérstaklega þá
sem til þekkja, en það er að Bubbi
„ljúgi þar víða ffá“, eins og sagt
var til foma. Ekki mun það nein
nýjung í íslenzkum ævisögum
bæði fyrr og nú, en er náttúrlega
meira áberandi í sögu svo ungra
og þrekktra manna sem Bubba
Morthens. Hins vegar finnst mér
skrásetjari sögu Bubba, Silja Að-
alsteinsdóttir, einmitt undirstrika
þennan þátt i fari Bubba: að sjá
atburði í öðm ljósi en annað fólk;
upplifa jafnvel nánustu samskipti
öðmvísi en hinn aðilinn; gera
ekki mun á draumi og vemleika,
allt frá bamæsku, og ekki hefur
fikniefnaneyzlan auðveldað hon-
um að binda sig við það sem við
köllum æskilegra sviðið þegar
segja á frá staðreyndum. Silja
rekur að vísu ekki neina „lygi“ of-
an í Bubba í bókinni, enda er bók-
in eintal Bubba, en nefhir af og til
í framhjáhlaupi að hann fari
stundum frjálslega með stað-
reyndir, og fram kemur í sögu
Bubba að mamma hans hafi varað
hann við þessum þætti strax þegar
hann var bam.
En úr því að sú viðvörun
dugði ekki væri það folsun á
manninum Bubba að vera að leið-
rétta ffásagnir hans. Sú leið er
miklu betri, og bezt, að gera eins
og skrásetjari, að leyfa sögu-
manni að hafa orðið, en sýna les-
andanum, með litlum athuga-
semdum hér og þar, hvem mann
Bubbi hefur að geyma, hvort sem
um er að ræða svo kallaðar nei-
kvæðar eða jákvæðar hliðar. En
svona aðferð getur aðeins sá not-
að sem þekkir viðmælanda sinn
vel, þykir vænt um hann, og er
næmur á innri mann fólks yfir-
leitt. Ég hugsaði oft þegar ég var
að lesa bókina: mikið hefði verið
auðvelt að gera þetta að leiðin-
legri frásögn - sá er heppinn að
eiga Silju að sem vin - venjulegur
skríbent í daglaunavinnu hefði átt
auðvelt með að gera bók um
Bubba sem enginn nennti að lesa
ofan á allar greinamar og viðtölin
sem birzt hafa við hann - nema
harðir aðdáendur. Silja gerir
reyndar lítið úr sínum hlut - seg-
Ein af mörgum skemmtilegum myndum í Bubba:
Grethe, Bubbi, Arthúr, Allan og Tolli Morthens
sveit rúmlega eins árs með mömmu og bræðrunum:
ist bara vera skrásetjari, en það
em sko ekki allir sem vinna úr
löngum samtölum af segulbönd-
um sem tekst að fara svo snyrti-
lega meðalveginn á milli talaðs
máls og bókhæfs máls, og vera
samt trúir persónu viðmælandans.
Auk þess þekkir Silja Bubba svo
vel, að ffam kemur í bókinni allt
það sem manni finnst gera Bubba
að þeim Bubba sem maður þekkir
úr tónlistar“bransanum“...og fer
auðvitað dýpra en það: Bubbi er
fæddur baráttumaður, sem vill
fljúga hátt - hann er vængbrotinn
i skólanum - skriftblinda er or-
sökin - en á henni skal sigrazt
með því að trana sér ffam opin-
berlega og tala sýknt og heilagt
um þetta ylhýra mál, þrátt fyrir
háðsglósur gáfumanna, sem
finnst þeir hafa einkarétt á slíku.
Bubbi virðist oft kokhraustur, en
samt sér maður örla á minnimátt-
arkennd vegna opinbers mennt-
unarskorts...en Bubbi menntar sig
sjálfur með því að lesa ýmsar
bókmenntir sem ekki er gert ráð
fyrir að „svona“ strákar hafi hug-
mynd um að séu til. Hann segir
eitt í dag og annað á morgun -
skiptir um skoðun - en það er
samt svo samkvæmt honum sjálf-
um. Stundum leggin hann sig
ffam um að vera einlægur og op-
inskár og virkar þá stundum yfir-
borðslegur...en svo hlýnar manni
um hjartarætumar þegar hann
segir ffá fyrstu lögunum sínum,
sem hann spili í verbúðunum, þar
á meðal Isbjamarblús, sem á ör-
ugglega eftir að verða talið hans
merkasta framlag til tónlistar á ís-
landi: „...þegar ég söng þessa
texta mína...var ég að túlka sam-
eiginlega reynslu okkar allra.
Þetta vom lögin okkar, um það
sem við vomm að gera hér og nú
og allir tóku undir.“
Silja dregur sem sagt upp úr
Bubba hinar ýmsu næstum ósam-
ræmanlegu hliðar, allt ffá töffar-
anum yfir í næstum snöktandi
dreng, en báðir eiga þeir það sam-
eiginlegt að vera með minnimátt-
arkennd sem þeir ætla að reyna að
sigrast á. Þess vegna mun Bubbi
aldrei setjast niður og vera
ánægður með sjálfan sig, heldur
reyna að bæta sig — nú í íslenzku
og kveðskap, en hvað svo verður
veit nú enginn.
Sem sagt, þrátt fyrir draum
eða veraleika, þá lýsir þessi bók
að mínu viti mjög vel karaktem-
um Bubba. Þar að auki trúi ég að
fólk eigi eftir að meta hana enn
frekar síðar meir - við eram jú
svo nálægt Bubba núna og eigum
auðvelt með að gagnrýna hann
fyrir að hlaupa á sig sem hann á
öragglega eftir að gera ef hann
verður áfram líkur sjálfum sér.
Bubbi er nefnilega slík stærð í ís-
lenzkri dægurtónlist, að fólk mun
hafa áhuga á honum miklu lengur
en gagnrýnendur hans nú munu fá
tækifæri til að hafa áhrif á.
Ólöf Pétursdóttir skrifar um bamabækur:
Undarlegt mannlíf
Bók eftir Guðrúnu Helgadótt-
ur! Hjartað slær örar, eflirvænting
hervæðir sálina. Guðrún er æði!
Bókin sitji Guðs englar og ffam-
hald hennar heillaði mann rosa-
lega hátt upp úr skónum á sínum
tíma. Eiginlega kemst maður ekki
í neina skó lengi vel eftir þann
lestur. Þess vegna væntir maður
mikils þegar maður fær nýja og
útlitsfagra bók höfundar í hendur.
En, æ! Eiga góðir höfundar að
gjalda þess að standa ekki undir
væntingum bráðheitra aðdáenda?
Víst er Undan illgresinu leiftrandi
af þeirri kímni sem jafnan ein-
kennir Guðrúnu. Víst hljómar
gamalkunn og geðþekk rödd á
þessum síðum... en eftir það affek
sem trílógían var er þetta þunnur
þrettándi. Fléttan er svo flókin að
engu bami er ætlandi að fylgja
þræðinum. Það hálfa væri nóg,
svo maður fái léðan jólabókartitil.
Undan illgresinu: þetta er
saga lítillar stelpu sem hefur misst
foður sinn og flytur í nýja vistar-
vera. Húsið sem hún flytur í fer
mað aðalhlutverkið í þessari ör-
lagaþrungnu sögu. Það er hlaðið
undarlegum leyndardómum, en
smátt og smátt skýrast línur.
Sannleikurinn að baki téðum
leyndardómum fannst mér reynd-
ar ansi dularfullur og torskilinn á
köflum. Hvað um það, hér er gerð
tilraun til að semja gotneska sögu
fyrir unga lesendur, leitað er til
hefðarinnar - ýmislegt minnir á
Dickens og Bronte-systur - en
herslumuninn vantar. Lesandinn
týnist í völundarhúsi söguþráðar-
ins og er fyrir bragðið ekki berg-
numinn. En eins og fyrr segir:
maður er kannski ósanngjam
vegna mikilla væntinga og
glæstra vona. Það sem vantar upp
á úrvinnslu viðfangsefnisins er að
mörgu leyti unnið upp með skop-
inu sem er aðalsmerki Guðrúnar.
Þó fannst mér óþarflega mikið
gert úr tæpitungu litla bróður, að
hún væri eins konar björgunar-
hringur handa höfundi þegar syrti
í álinn. Svo er að minnast á hlut
teiknarans, Gunnars Karlssonar.
Hann er ekki lítill. Myndir hans
bera með sér þá dulúð sem textinn
hefur ætlað sér. Þessi bók er
óneitanlega fallegur gripur.
Föstudagur 21. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23
Einn á ferð
í desember 1916
Skammdegis nátthúmið niðamyrkt
á nauðsynja göngu mig tafði,
en Öxnadalsheiðin af harðfenni styrkt
um hreysti og úthald mig krafði,
er há-ljalla vindkul af hrímfalli virkt
um heiðina ffostmóðu vafði.
Þá birtist mér tunglið, og himinninn hár
af hreinleik varð gegnsærri en áður,
með tindrandi stjömum svo breiður og blár
þeim bragandi ljóstöfrum stráður.
Við Grjótá ég stóð kannski folur og fár,
en fögnuði hirtunnar háður.
Við stjamanna mikla og máttuga skin
og mánann sem lýsti mér veginn,
varð heiðin mér næstum sem vingjamleg vin,
öll víðáttan báðum megin
kom nær, til að fjarlægja hinn frostharða dyn
og fjalldalsins myrku regin.
Er norðurljós flugu með fögnuði inn
á fjölskreyttan himinsins boga
og strukust um háfjalla klökuga kinn
með kostum sem öllu voga,
og buðu fram árvakra eldbjarmann sirm,
síns alveldis fegursta loga.
Mér fannst þegar náttljósin færðust mér nær,
hin ijarlæga jarðbundna sýn,
að meistarinn góði sem mér var svo kær,
meistari alls sem skín,
hefði komið af himni sem kærleikans blær
og kveikt þessi ljós vegna mín.
Tryggvi Emilsson