Þjóðviljinn - 21.12.1990, Síða 25
Hótel Jörð
Við, sem gistum á þessari jörð,
erum stödd á tímabili alvarlegs
vaxtarskeiðs og grundvallarbreyt-
inga. Nú eru 5,5 miljarðar manna
fyrir í heiminum og með sama vexti
má gera ráð fyrir öðru eins innan
þess afmarkaða svæðis sem jörðin
er. Samkvæmt athugunum Samein-
uðu þjóðanna gæti íbúaijöldinn
staðið í stað einhvers staðar á bil-
inu milli 8 og 14 milljarða ein-
hvemtíma á næstu öld. Yfir 90
prósent af aukningunni mun verða í
fátækustu löndunum og 90 prósent
af þeirri aukningu mun verða í
borgum sem þegar eru yfirfúllar.
Hagkerfin hafa margfaldast og
„velta“ veraldarinnar er nú orðin
14.000 milljarðar dollara. Hún gæti
fimmfaldast eða tífaldast á næstu
50 árum. Iðnaðarframleiðslan er
orðin yfir 50 sinnum meiri en á síð-
ustu öld og fjórir fimmtu hlutar af
tiessum vexti hefur orðið síðan
950. Svona tölur endurspegla á-
lagið á lífhvolfið, sem er af völdum
Qarfestinga heimsins í byggingum,
samgöngum, landbúnaði og iðnaði.
Mikill hluti hagvaxtar á rætur að
rekja til hráefha frá skógum, jarð-
vegi, vötnum, hafi og fljotum.
Ný tækni stuðlar oft að hag-
vexti. Um leið og þessi tækni gefur
möguleika á að draga úr hinni
hættulega hröðu neyslu á takmörk-
uðum auðlindum, hefúr hún líka
mikla áhættu í for með sér. Þar get-
ur verið um að ræða nýja tegund af
mengun og breytta lifshætti, sem
aftuc breyta þróuninni.
I þróunarlöndunum, þar sem
tiörfin fyrir vöxt er mest og mögu-
eikinn á að draga úr skaðlegum á-
hrifúm mengunar er minnst, vex í
augnablikinu hraðast iðnaður sá
sem ofhotar auðlindir umhverfisins
og veldur mestri mengun. Þetta þró-
unarmynstur hefúr hnýtt efhahag
veraldarinnar og vistfræðina saman
á nýjan hátt. Aður höfðum við á-
hyggjur af hagvextinum og áhrifúm
hans á umhverfið.
Nú verðum við að horfa enn
lengra: vistfræðileg áhrif þess, sem
við höfúm kallað framfarir, eru í
brennidepli. Rýmun jarðvegs,
vatns, andrúmslofts og gróðurþekju
hefúr áhrif á efnahagslega mögu-
leikg og markmið.
I seinni tíð höfúm við líka
neyðst til að horfast í augu við það
hvemig þjóðimar í vaxandi mæli
verða háðar hver annarri fjárhags-
lega. Efnahagur og vistfræði flett-
ast æ meira saman,- bæði nær og
fjær, svæðisbundið, milli landa og á
heimsmælikvarða, í samhangandi
net orsaka og afleiðinga.
Rýmun grundvallarauðlinda á
ákveðnu svæði getur haft áhrif
langt út yfir það. Þegar bændur til
fjalTa höggva skóga getur það vald-
ið flóðum á svæðum sem liggja
lægra. Frárennsli frá iðnaði getur
mengað sjávarstrendur svo mikið
að það tekur atvinnuna frá sjó-
mönnum staðarins.
Þannig verða ófyrir-
séðar afleiðingar meira
og meira áberandi bæði
innanlands og landa á
milli. Þegar landbún-
aðarsvæði spillast og
þoma upp fara miljónir
„umhverfisflótta-
manna“ yfir landamær-
in. Skógarhögg í Suð-
ur-Amenku og Asíu
hefúr i för með sér
neyðarástand vegna
flóða á láglendi með-
fram ánum.
Súrt regn og geisla-
virkt úrfelli heftir borist
yfir landamæri Evrópu.
Þess konar áhrif verða
nú um allan heim, svo
sem hækkun meðalhita
og rýmun ósonlagsins.
Hættuleg efni sem seld em á alþjóð-
legum mörkuðum era notuð í mat-
vörur sem síðan era scldar til
margra landa. Umhverfisspjöll
næstu aldar geta valdið því að mik-
ill fjöldi fólks neyðist til að flýja
sínar heimabyggðir. Það getur leitt
til ennþá mein vandræða að reyna
að hindra fólksflótta milli landa.
A síðustu áratugum era um-
hverfisvandamá sem ógna lífinu
orðin áberandi i þróunarlöndunum.
Sveitimar þar verða fyrir stöðugu á-
lagi aukins fjölda bænda og eigna-
VANDLIFAÐ I VERÖLDINNI
Einar Valur
Ingimundarson
lausra. Borgimar fyllast af fólki,
bílum og verlbmiðjum.
Samtímis er ljóst í þróunar-
löndunum, að bilið milli fatæku og
ríku landanna breikkar stöðugt. Nu
hafa hin auðugu iðnaðarlönd töglin
og hagldimar í áhrifamiklum al-
þjóðastofnunum. Þessi sömu iðnað-
arlönd hafa nú þegar notað mikið af
vistfræðilegu fjármagni jarðarinnar.
Þessi ósanngjama skipting er alvar-
legasta „umhverfis“-vandamál
heimsins. Það er líka mikilvægasta
„þróunar“-vandamálið.
Orsakir kreppunnar er líka að
finna i hinu alpjóðlega efúahags-
kerfi sem tekur meira frá fátækri
álfu heldur en það færir henni.
Skuldabyrðin, sem er svo mikil að
mörg lönd hafa ekki nægar tekjur til
að endurgreiða, neyðir lönd í Aff-
íku sem era háð hráefhaverslun til
að ofnýta lélegan jarðveg. Þetta
hefúr í for með sér að ræktanlegur
jarðvegur breytist í eyðimörk.
Verslunarnömlur í rikum lönd-
um - og mörgum þróunarlöndum -
gera það að verkum að fbúar Afriku
geta ekki selt vörar sínar á nægjan-
lega háu verði. Afleiðingamar
verða því ennþá meiri þrýstingur á
náttúraauðlindimar til þess að fá
meiri afúrðir. Aðstoð ffá auðugum
þjóðum hefúr ekki einungis venð ó-
fullnægjandi: alltof oft er tekið
meira tillit til þeirra landa sem gefa
hjálpina en til þarfa þeirra sem taka
við nenni.
Þótt þær gleðilegu fþéttir berist
okkur nu til eyma, að íslendingar
hafi bragðist höfðinglega við i
söfnuninni Brauð handa hungruð-
um heimi, ætti það ef til vill að vera
umhugsunarefni okkar nú um þessi
jól, hvort við gætum kannski gert
meira gagn með einarðari afstöðu
með þróunarríkjunum á alþjóða-
vettvangi og e.t.v. beinum viðskipt-
um við þau, en árlegri ölmusu-
svona nokkurs konar syndakvittun-
fyrir hver jól.
Gallerí einn einn, Skólavöröustíg
4a, Hrafnkell Sigurðsson, Ijósmynd-
ir og grafík, opið 14-18, til 1. jan.
Gallerí 8, Austurstræti 8. Seld verk
e/um 60 listamenn, olíu-, vatnslita-
og grafíkmyndir, teikningar, keram-
ík, glerverk, vefnaöur, silfurskart-
gripir og bækur um íslenska mynd-
list. Opið virka daga og lau kl. 10-18
og su 14-18.
UM HELG
MYNDLIST
Árbæjarsafn, lokað okt.-mal, nema
m/samkomulagi.
Björninn við Njálsgötu 49, Kristján
Fr. Guðmundsson sýnir málverk og
vatnslitamyndir.
Djúpið, Hafnarstræti, „Taktana
heim“, fimmtán listamenn sýna og
selja á staönum fram á þrettánda
dag jóla.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6, jóla-
sýning félagsmanna fram yfir ára-
mót, opiö 14-18.
Fold, listmunasala (áður Gallerl
Borg) Austurstræti 3, grafík, pastel,
vatnslita- og olíumyndir eftir marga
kunnustu listamenn landsins, ker-
amik og módelskartgripir. Opið á
verslunartíma.
Gallerí Borg, Pósthússtræti, jóla-
sýning: Karólína Lárusdóttir, Louisa
Matthíasdóttir og Kristján Davíös-
son. Gömlu meistararnir i kjallaran-
um. Á Þorláksmessu er opið 14-22
og jólaglóö I boði.
Gallerí Borg, Síöumúla 32, grafík,
vatnslita-, pastel- og olíumyndir,
keramikverk og módelskartgripir,
opið lau 10-14.
Gallerí List, Skipholti 50 B. Ólöf
Erla Bjarnadóttir sýnir keramik.
Vatnslita- og grafíkmyndir, keramík
og postulín auk handgerðra Isl.
skartgripa. Opið kl. 10:30-18, lau
10:30-14.
Hafnarborg, listastofnun Hafnar-
fjarðar, Tólf hafnfirskir listamenn.
Sverrissalur: Verk I eigu Hafnar-
borgar. Opið alla daga nema þri kl.
14-19.
Kjarvalsstaöir, austursalur, Glsli
Sigurðsson. Opið daglega frá kl. 11-
18. Til 23.12.
Kjarvalsstaðir, vestursalur, Sigfús
Halldórsson. Opið daglega frá kl.
11-18. Til 23.12.
Listasafn Elnars Jónssonar opið
lau og su 13.30-16, höggmynda-
garðurinn alla daga 11-16.
Inga Sólveig sýnir Ijósmyndir I Te
og kaffi á Akranesi.
Listasafn fslands: Lokað frá
17.des.-2.jan.
Listhús, Vesturg. 17, Aðventusýning
Listmálarafélagsins. Opið alla daga
14-18 til jóla.
Menntamálaráðuneyti kl. 9-17 alla
virka daga, Guðjón Bjarnason með
60 olíumálverk og skúlptúra og Sig-
ríöur Rut Hreinsdóttir m 20 vatns-
litamyndir. Til 5. jan.
Minjasafn Akureyrar, Landnám I
Eyjafiröi, sýning á fornminjum. Opið
su kl.14-16.
Minjasafn Rafmagnsveitunnar,
húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su
14-16.
Norræna húsiö, Finnsk hýbýli, list
á opinberam stöðum, 4.-29.des. op-
ið alla daga 14-19.
Norræna húsið, anddyri: HOLO-
GRAM, list með leisertækni, til 29.
des.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b, Róska
með sýningu á málverkum, tölvu-
grafík, Ijósmyndum og verkum með
blandaðri tækni. Gísli Bergmann
með sýningu á akrilmálverkum.
Opið daglega kl. 14-18 til 23. des.
Ríkey, gallerí og vinnustofa Hverfis-
götu 59, úrval listaverka og list-
muna. Opið 10-18 virka daga, lau
kl. 12-16.
Safn Ásgríms Jónssonar, Berg-
staðastræti 74, búið að opna á ný
eftir viðgerð, sérsýning á 25 mynd-
um máluöum I Reykjavlk og ná-
grenni, vantslitirog olía. Opið
13:30-16, þri, fim, lau og sun. Til
febrúarloka.
Sjóminjasafn fslands, Vesturgötu
8 Hf. Opið lau og su kl. 14-18.
Te og kaffi, Vesturgötu 52, Akra-
nesi, Inga Sólveig opnar Ijósmynda-
sýningu. Opið daglega 10- 23:30.
Til 31. des.
Verkstæði V að Ingólfsstræti 8.
Sex konur vinna á verkstæðinu og
eru þar unnin textílverk ýmiskonar,
sjöl, púðar, slæður, dreglar o. fl. Op-
ið alla virka daga kl. 13-18 og lau
10-16.
Vinnustofa Jóhönnu Bogadóttur,
Hjarðarhaga 48, opið hús og allir
velkomnirfö til su kl 15-19, ný og
Vel útbúinn vinnuhestur fyrir
námsmanninn sem velur gæöi og gott verö.
VERÐ AÐEÍNS KR. 21.755,-staðgr.
Komdu við hjá okkur eða hringdu og
fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
eldri verk, málverk, teikningar og
grafik.
Þjóðminjasafnið, Bogasalur, opið
um helgar, og þri og fi kl. 11-16.
Skjöl I 800 ár.
Á efri hæð: Þjóðlífsmyndir Sigríðar
Kjaran.
TÓNLIST
Langholtskirkja fö 21 .des kl. 23:
Áriegir Jólasöngvar kórs kirkjunnar
með innlendum og erlendum lögum
og jólasálmum, gestir taka undir I
almennum söng. Jón Stefánsson
stjórnar. Einnig syngja Barnakór Ár-
bæjarskóla, Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir og Ragnar Daviðsson. Kirkjan
upplýst meö kertum. Kakó I hléinu.
Ókeypis fyrir börn.
LEIKHÚS/ÓPERA
Borgarleikhúsið, lau 29. des. kl.
20: frumsýning á gamansöngleikn-
um Á köldum klaka e Ólaf Hauk
Símonarson og Gunnar Þórðarson.
fslenska óperan, mið. 26. kl 20:
framsýning á Rígólettó e. Verdi.
Leikfélag Akureyrar, fim 27. des
kl. 20:30, frumsýning á gleðileiknum
„Ættarmótinu“ e Böövar Guömunds-
son.
Þjóðleikhúslð, fö 29. des. kl. 20:
Úr myndabók Jónasar Hallgríms-
sonar e Halldór Laxness og Pál
Isólfsson.
HITT OG ÞETTA
Átthagafélag Strandamanna,
Norðurtjósum, Þórskaffi 4. hæð,
jólatrésskemmtun 2.1 jólum kl. 15-
18. Allir velkomnir!
Flokksmiðstöð AB og ABR,
Laugavegi 3, 4.hæð, opiö hús 17-
20, léttar veitingar, allir velkomnir.
Goðheimar, Sigtúni 3, Félag eldri
borgara, lokað v. jólaleyfa 17. des.-
6.jan. Einnig lokað I Risinu 17.des.-
3.jan.
Skrifstofan lokuð v. flutnings frá
17.des. Opnuð aftur 2. jan. að
Hverfisgötu 105.
Hana-nú I Kópavogi, lítil jól á laug-
ardaginn, bakkelsi og uppákomur,
enginn asi f dag,
lagt af stað frá Digranesvegi 12
kl.10 að jólatré á Borgarholti. Allir
Kópavogsbúar velkomnir. Gleðileg
jól!
Norræna húslð opiö 17.-21. des.
kl. 9-17, 22. des. 9-19, 23. des. 12-
19, 24.-26. des. lokað.
Útivist, Viöey að vetri, su 23. des.
lagt af stað frá Sundahöfn kl. 13.
NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 25