Þjóðviljinn - 29.12.1990, Side 28

Þjóðviljinn - 29.12.1990, Side 28
Bálkestir munu loga glatt á gamlárs- kvöld Áramótabrennur verða á gamlárskvöld í velflestum kaupstöðum og kauptúnum landsins og víst er að ungir sem aidnir hlakka til þegar tendrað verður í bálköstunum og gamla árið verður kvatt með viðeig- andi hætti. Að venju verða bálkestimir flestir í Reykjavík. Þegar hefur verið tilkynnt um níu brennur í borginni. Þær verða á eftirtöldum stöðum: Faxa- skjól/Ægisíða, á sjávarkambi neð- an Fossvogskirkjugarðs, sunnan við Fylkisvöllinn, sunnan Árbæj- arskóía, upp af Leirubakka, aust- an við Gufúnesveg á móti ösku- haugunum, við Skildinganes, I Laugardal fyrir neðan Laugarás- veg og í Vatnsmýrinni. Á Seltjamamesi hefur verið tilkynnt um einn bálköst, á Val- húsahæð. 1 Mosfellssveit verða tvær brennur: Við Hafravatnsveg ofan Reykholts og sunnan Teigahverf- is. I Kópavogi verður bálköstur yst á Kársnesi, í Vatnsendahverfi og við Kópavogshæli. I Garðabæ verður ein brenna, í Krókamýri. I Bessastaðahreppi verður brenna á sjávarbakkanum í Gests- húsalandi. 1 Hafnarfirði verður ein brenna, við Reykjanesbraut ofan Hvammabrautar. Á Suðumesjum verða nokkrar brennur. I Keflavík hefur verið veitt leyfí fyrir þijár brennur, á Iðavöllum, ofan Bragavalla og við Heiðargil. Þá verða einnig brennur í Innri-Njarðvík, í Garðinum, Vog- um og í Höfnum. Akumesingar verða ekki með bálköst á garniárskvöld - þeir bíða þrettándans og brenna þá jólin út. Á norðanverðum Vestfjörðum verða brennur í Súðavík, Suður- eyri, Flateyri og á Þingeyri. Þá verða tveir bálkestir tendr- aðir á Isafirði á gamlárskvöld. Sömu sögu er að segja frá Ak- ureyri og Vestmannaeyjum. Brennumar á Akureyri verða við afleggjarann upp að Skíða- skálanum og á Bárufellsklöppum í Glerárþorpi. I Vestmannaeyjum verður önnur brennan rétt ofan Hásteins- vallar í Skriðu. Hin verður í Nýja Hrauni. Á Neskaupstað verða þijár brennur, ofan við Vitann, við vesturendann á Urðarteig og ofan við Marbakka. STAÐGREIÐSLA Skatthlutfall og persónuafsláttur árið 1991 Áríðandi er að launagreiðendur kynni sér rétt skatthlutfall og skattafslátt 1991 Þrátt fyrir breytingar á almennu skatt- hlutfalli og persónuafslætti verða ný skattkort ekki gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Frá og með 1. janúar 1991 ber launa- greiðanda því að reikna staðgreiðslu af launum miðað við auglýst skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar og taka tillit til þess hlutfalls persónuafsláttar sem tilgreint er á skattkorti launamanns. Ný skattkort sem gilda fyrir árið 1991 verða einungis gefin út til þeirra sem öðlast rétt til þeirra í fyrsta sinn. Á þeim verður aðeins tilgreint hlutfall persónu- afsláttarauk persónubundinna upplýs- inga um launamanninn en skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar kemur þar ekki fram. Frá og með 1. janúar 1991 eru fallin úr gildi eftirfarandi skattkort: Skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti og námsmannaskattkort útgefin 1988-1990. Skatthlutfall staðgreiðslu er 39,79% Áárinu 1991 verður skatthlutfall staðgreiðslu 39.79%. Skatthlutfall barna, þ.e. sem fædd eru 1976 eða síðar, verður 6%. Persónuafsláttur er22.831 kr. Persónuafsláttur ársins 1991 hefurverið ákveðinn 273.969 kr. Mánaðarlegur persónuafsláttur verður þá 22.831 kr. Sjómannaafsláttur er 630 kr. Sjómannaafsláttur ársins 1991 verður 630 kr. fyrir hvern dag sem maður telst stunda sjómannsstörf. Breytingar síðar á árinu Breytingar sem kunna að verða á upp- hæð persónu- og sjómannaafsláttar síðar á þessu ári verða auglýstar sér- staklega. Auk þess fá allir launagreið- endur sem hafa tilkynnt sig til launa- greiðendaskrár RSK orðsendingu um breytingar á fjárhæðum. RSK RlKISSKATTSTJÓRI HVlTA HÚSIO / SÍA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.